Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Qupperneq 13
fellsbæ, þar sem Ásgeir er að
smíða litla þriggja sæta flugvél,
ásamt þremur öðrum, Höskuldi
Ólafssyni, Árna Frey Sigurðssyni
og Sigurði Pétri Ólafssyni. „Ef ég á
að vera alveg heiðarlegur þá eru
þeir aðallega að smíða vélina. Ég er
miklu liprari í kjaftinum en hönd-
unum; en er duglegur að hvetja þá
til dáða.“
Fyrirmyndin er hin fræga TF-
KAK, „Kakan“, sem er við hlið nýju
vélarinnar í skýlinu en hún var smíð-
uð árið 1945. Nýja vélin hefur þegar
hlotið einkennisstafina TF-NAM til
heiðurs öðru heimili Ásgeirs, Nami-
bíu. „Gárungarnir vilja að vísu
breyta því í TF-SAM eftir að Sam-
herjamálið kom upp þarna niður
frá,“ segir hann og glottir.
Athygli vekur prúðbúinn örygg-
isvörður úr pappa sem stendur vakt-
ina í skýlinu, í flugstjórabúningi og
með alvæpni. „Þetta er Pepe,“ segir
Ásgeir. „Ég tók hann einu sinni
heim með mér frá Mexíkóborg.“
Mynd af þeim félögum saman get-
ur að líta á forsíðu blaðsins.
Atvinnuflugmannsferli Ásgeirs
lauk við slysið 2009 en hann hefur
haldið einkaflugmannsskírteini sínu
við og hlakkar til að fljúga nýju vél-
inni, hvort sem það verður á þessu
ári eða því næsta. Vélin verður með
handbremsu ásamt hælabremsum
til að auðvelda honum að fljúga
henni. „Hún verður líka með fatl-
aðramerki, þannig að ég kem til með
að geta lagt henni hvar sem er.“
Hann brosir.
Genginn í Stubba-
vinafélagið
Á leiðinni til baka úr Mosfells-
bænum berst talið að framtíðinni
sem Ásgeir horfir til björtum aug-
um. Hann gerir ráð fyrir að dveljast
til skiptis á Íslandi, í Lúxemborg og
Namibíu, líkt og hann hefur gert
síðustu ár. Næsta markmið er að
aðlagast gervifætinum betur, þann-
ig að hann geti sleppt hækjunum,
og svo langar hann að fá sér reiðhjól
til að stunda líkamsrækt. „Ætli ég
hlaupi mikið á fjöll úr þessu,“ segir
hann.
Sund er önnur leið til hreyfingar
og það reiknar hann með að stunda á
Grensási. „Ég á örugglega eftir að
verða eins og grár köttur þar eftir að
formlegri endurhæfingu lýkur enda
andrúmsloftið einstakt. Það eru
þarna karlar eins og ég sem hittast
reglulega – ég held að þeir kalli sig
Stubbavinafélagið, eða eitthvað því
um líkt.“
Nema hvað?
’Þetta er bara eitt afþessum verkefnumsem maður þarf að takastá við í lífinu. Í mínum
huga er þetta 50% lík-
amlegt og 50% andlegt.
Ásgeir á þorrablóti í Lúxemborg um síðustu helgi. Fóturinn rétt eftir skurðaðgerðina. Ásgeir á spítalanum í Lúxemborg eftir aðgerðina í nóvember. Sárið ljóta á hælnum á Ásgeiri.
16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
dagar 17.-19. febrúar
í Lyfjum & heilsu Kringlunni
af öllum LA MER vörum.
Sérfræðingur verður í versluninni og veitir ráðgjöf.
15% afsláttur
LA MER