Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrjú félög sóttu um að halda lands- mót hestamanna eftir fjögur ár, árið 2024, þegar Landssamband hesta- mannafélaga (LH) auglýsti móts- haldið. Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH, reiknar með að fundað verði með fulltrúum umsækj- enda í þessum mánuði og í kjölfarið verði einn staður valinn og skrifað undir viljayfirlýsingu um að halda mótið þar. Félögin sem sóttu um eru hesta- mannafélagið Fákur með Víðidal sem mótssvæði, hestamannafélögin á Suðurlandi í nafni Rangárbakka með Rangárbakka sem mótsstað og hestamannafélagið Skagfirðingur með Hóla í Hjaltadal sem móts- svæði. Lengst liðið frá Hólamóti Lárus Ástmar segir að litið hafi verið til þess að skipta mótunum á milli landshluta. Af þeim þremur sem sækja um verður styst frá því að landsmót var haldið á Rangár- bökkum því mótið verður haldið þar í sumar. Mótið var haldið í Víðidal 2018 en ef litið er á höfuðborgar- svæðið sem eina heild líða aðeins tvö ár frá mótinu hjá Spretti á Kjólavöll- um því þar verður mótið haldið 2022. Lengst verður liðið frá móti í Skaga- firði en landsmót var haldið á Hólum á árinu 2016. Þetta á LH eftir að fara yfir og gera síðan viljayfirlýsingu við þann útvalda. Lárus segir að samningar LH og mótshaldara séu komnir í gott form og hafi verið frá því að Fáksmenn héldu mótið síðast í Víði- dal. Mótshaldari annist um rekstur- inn en greiði gjald til LH. Það skapi stemningu í félögunum að vita að ef hagnaður verði af mótshaldinu renni hann til félagsins sjálfs. Landsmótið á Rangárvöllum við Hellu verður haldið dagana 6. til 12. júlí í sumar. Forsala aðgöngumiða stendur yfir. Lárus veit ekki betur en undirbúningur gangi vel. Hann hefur enga trú á því að kór- ónuveiran setji strik í reikning móts- haldsins. „Ég er svo bjartsýnn. Það hafa orðið nokkrir alvarlegir atburð- ir á þessu ári en lífið heldur áfram.“ Þrjú sækja um landsmót 2024  Mótssvæðin á Hólum, Víðidal og Rangárbökkum eru boðin fram Morgunblaðið/hag Rangárbakkar Landsmót hestamanna voru haldin á Rangárbökkum á Hellu á árunum 2008 og 2014. Mótin þar hafa ávallt verið vel sótt. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það er klárlega verið að herða að flugeldasölum með þessum tillögum,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarna- félagsins Lands- bjargar, í samtali við Morgunblaðið um tillögur starfs- hóps um hvernig megi draga úr nei- kvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum, sem gaf út skýrslu sína fyrir helgi. Eins og Morgunblaðið greindi frá er þar m.a. lagt til að sölutími skotelda verði styttur og sala verði aðeins heimil á tímabilinu frá og með 30. til og með 31. desember og 6. janúar. Einnig lögðu fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis sérstaklega fram tillögu um að árið 2030 yrði hætt almennri notkun skot- elda í flokki 3, sem Þór útskýrir að séu skottertur og flugeldar. „Það sem við förum út að leika okkur með.“ „Hryggjarstykkið“ „Við erum svolítið uggandi yfir þessari þróun sem er að eiga sér stað. Þetta skiptir okkur alveg ofboðslega miklu máli. Þetta er hryggjarstykkið í fjármögnun okkar,“ segir hann um flugeldasöluna og segir hana hafa átt undir högg að sækja síðastliðin ár. Um tillögur um að banna skotelda í flokki 3 segir hann: „Þá er í rauninni allt farið.“ Aðspurður segir hann að verði til- lögurnar samþykktar muni sífellt færri björgunarsveitir nýta sér flug- eldasölu sem fjármögnun. „Við höfum og erum alltaf að leita nýrra leiða til að fjármagna starfsemi okkar en við höfum ekki fundið neitt sem kemur í staðinn fyrir flugeldasöluna.“ Væri upphafið að endalokunum Í ofannefndri skýrslu er enn frem- ur lagt til að skipaður verði starfs- hópur til að koma með tillögur um fjármögnun björgunarsveita. „Það er mín skoðun að ef björgunarsveitir færu á fjárlög væri það upphafið að endalokum björgunarsveitanna. Við erum sjálfboðaliðasamtök og ef við erum komin að stærstum hluta á fjár- lög kippir það öllum grundvelli undan sjálfboðaliðastarfinu,“ segir Þór. Þá segir hann björgunarsveitirnar háðar almenningi og áliti hans og starfa samkvæmt því. „Við þurfum að haga okkur þannig að við séum með al- menning með okkur í liði. Við viljum vera á þessum góða stað þar sem við erum hvort öðru háð. Almenningur getur ekki án okkar verið og við get- um ekki án hans verið. Þar viljum við vera.“ Þór segist þó fagna öllum tilögum sem vita að auknu eftirliti. „Við höfum alltaf verið með okkar á hreinu og höfum verið í fararbroddi þegar kem- ur að öryggi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskylduferð Þór segir að björgunarsveitirnar séu sífellt að leita nýrra leiða við að fjármagna reksturinn en ekkert komi í stað flugeldasölunnar. Ekkert kemur í stað flugelda  „Verið að herða að flugeldasölum“  Landsbjörg er uggandi Þór Þorsteinsson Þær virtust ansi rólegar, gæsirnar sem nutu froststill- unnar í Garðabæ á dögunum. Skammt frá var par á göngu enda margir iðnir við útiveru þegar vel viðrar. Í dag, mánudag, má gera ráð fyrir austan 10-15 m/s á höfuðborgarsvæðinu og dálitlum éljum síðdegis. Frost verður 0 til 4 stig og heldur kaldara í nótt. Morgunblaðið/Eggert Menn og dýr nutu sín í froststillu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.