Morgunblaðið - 09.03.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 09.03.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 9. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.02 126.62 126.32 Sterlingspund 163.76 164.56 164.16 Kanadadalur 93.93 94.49 94.21 Dönsk króna 19.063 19.175 19.119 Norsk króna 13.603 13.683 13.643 Sænsk króna 13.418 13.496 13.457 Svissn. franki 134.32 135.08 134.7 Japanskt jen 1.1971 1.2041 1.2006 SDR 175.23 176.27 175.75 Evra 142.4 143.2 142.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.4643 Hrávöruverð Gull 1647.45 ($/únsa) Ál 1714.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.25 ($/fatið) Brent ● Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hyggst sekta flugvélaframleiðandann Boeing um 19,7 milljónir dala fyrir að hafa komið fyrir skynjurum í hundr- uðum 737-þota og tengt við framrúðu- glæju (e. heads-up display) þotanna án viðeigandi prófana eða leyfa. Reuters greinir frá þessu og segir búnaðinn að finna í samtals 791 þotu af gerðinni 737 NG og 737 MAX sem smíðuð var á tíma- bilinu júní 2015 til apríl 2019. Búnaður- inn sem um ræðir kom ekki við sögu í flugslysunum tveimur sem urðu til þess að allar 737 MAX þotur voru kyrrsettar á heimsvísu. Skynjararnir sem Boeing notaði voru tengdir við leiðsögukerfi frá Rockwell Collins og voru prófanir gerðar, reglum samkvæmt, eftir að handvömm Boeing kom í ljós. Boeing segir skynjarana sem um ræðir fullnægja kröfum FAA og gott betur, og að málið varði ekki öryggi vél- anna heldur skjölunarskyldu flug- vélaframleiðandans. ai@mbl.is Vilja sekta Boeing vegna skynjara Raunir Boeing 737 MAX-vélar í biðstöðu. AFP STUTT og persónulega reynslu þeirra, og bæði læra af þeim sem hafa unnið stóra sigra sem og hinum sem hafa þurft að takast á við erfiðar og jafn- vel óyfirstíganlegar áskoranir,“ út- skýrir Stefán. „Fundir Startup Grind eiga að höfða til breiðs hóps og gagnast allt frá frumkvöðlum sem standa frammi fyrir því að stofna sitt fyrsta fyrirtæki; yfir í þroskaðri sprota sem eru að umbreytast í vaxtarfyrirtæki; og svo þeirra sem hafa byggt upp stöndugan rekstur og stefna á sölu eða skráningu í kauphöll.“ Um leið er ætlunin að Startup Grind Reykjavík auðveldi íslenskum sprotafyrirtækjum að fikra sig út í heim. Bendir Stefán á að alls staðar þar sem Startup Grind starfi sé unn- ið eftir ströngum gæðastöðlum og þess jafnframt gætt að taka á móti frumkvöðlum með opnum faðmi. „Við verðum þess nú þegar vör að er- lendir aðilar tengdir Startup Grind- verkefninu hafa áhuga á að heim- sækja okkur og starfa með Startup Grind Reykjavík, jafnvel þótt við séum rétt að stíga fyrstu skrefin,“ segir hann. „Fólkið á bak við útibú Startup Grind er lykilaðilar í ný- sköpunarumhverfinu á hverjum stað og er boðið og búið að greiða leið frumkvöðla og fyrirtækja sem leita til þess.“ Viðskiptavinir framtíðarinnar Áhugavert er að skoða hvernig KPMG á Íslandi hefur lagt sig fram við að hlúa að nýsköpun og sprota- rekstri. Musterið, sem kalla mætti sprotasetur fyrir lengra komna sprota, varð til sem samstarfsverk- efni KPMG og tæknifyrirtækisins Reon, og felur bæði í sér að sprotar geta fengið þar aðstöðu á mjög hag- stæðum kjörum, en einnig leitað til sérfræðinga KPMG og fengið hjá þeim ráðgjöf og þjónustu ókeypis eða með miklum afslætti. Reiknast Stefáni til að síðan Musterið var sett á laggirnar árið 2015 hafi endurskoð- unarfyrirtækið gefið nokkra tugi mannmánaða til verkefnisins. Stefán segir KPMG m.a. líta á þetta framlag sem fjárfestingu í framtíðarviðskiptum. Eftir því sem sprotarnir verða stærri og burðugri er dregið úr þeim afslætti sem þeir njóta og þegar upp er staðið hefur KPMG eignast stönduga nýja við- skiptavini með mikla vaxtarmögu- leika. „Við viljum líka gæta þess að vera vel tengd inn í tækni- og ný- sköpunargeirann enda er umhverfi endurskoðunar að breytast hratt og hefðbundin endurskoðun að verða meira sjálfvirk. Til að takast á við okkar eigin áskoranir þurfum við að eiga gott tengslanet á meðal tækni- fyrirtækja.“ Starfsemin í Musterinu er nú þeg- ar tekin að bera ávöxt og segir Stef- án algengt að fyrirtæki hafi þar við- komu í 1-3 ár, eða þangað til þau sprengja utan af sér það rými sem þeim stendur til boða. Stefán segir það eðli sprotafyrirtækja að rekstur- inn sé áhættusamur og sum fyrir- tækin reynist ekki lífvænleg, en engu að síður hafi orðið til fjöldi stöndugra fyrirtækja í þessum hópi sem mörg hver séu í dag með nokkra tugi starfsmanna og selji vörur sínar og þjónustu erlendis. „Til viðbótar við Musterið býður KPMG öðrum sprotafyrirtækjum sérkjör á þjón- ustu sinni og á síðastliðnum fimm ár- um hafa um 120 fyrirtæki nýtt sér þessa þjónustu. Af þeim sem enn eru starfandi í dag held ég að aðeins eitt eða tvö hafi farið með endurskoðun- ar- og ráðgjafarviðskipti sín annað.“ Reynsluboltar ræða málin Morgunblaðið/Árni Sæberg Innsæi Stefán Þór segir fundi Startup Grind Reykjavík eiga að gagnast jafnt frumkvöðlum að stíga fyrstu skref sín og sprotum í örum vexti.  Hjá Startup Grind Reykjavík verður til vettvangur til að fræðast og tengjast  KPMG lítur á stuðning við sprota sem fjárfestingu í framtíðarviðskiptum VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nýr vettvangur fyrir frumkvöðla og sprota hefur skotið rótum á Íslandi. Startup Grind Reykjavík er hluti af risavöxnu alþjóðlegu sprotasam- félagi sem á uppruna sinn hjá Google í Kaliforníu en breiðir núna úr sér til um 600 borga og byggir starfið eink- um á því að halda viðburði þar sem frumkvöðlar geta eflt tengslanetið og lært hver af öðrum. „Fundum Startup Grind er oft lýst sem „spjalli við arineld“, og er form- ið yfirleitt þannig að frumkvöðull eða reynslubolti ræðir um verkefni sín eða feril í u.þ.b. hálftíma og svarar spurningum gesta í framhaldinu,“ segir Stefán Þór Helgason, ráðgjafi í nýsköpun og stefnumótun hjá KPMG og framkvæmdastjóri Start- up Grind Reykjavík. Að verkefninu standa KPMG, Reon og frumkvöðlasetrið Musterið og munu fundir Startup Grind Reykjavík fara fram í húsakynnum Musterisins í Borgartúni 27. Auk Stefáns hafa sjálfboðaliðar úr hópi frumkvöðla í Musterinu staðið að undirbúningi verkefnisins, en fundir Startup Grind Reykjavík verða öll- um opnir og ókeypis. Guðmundur Hafsteinsson verður fyrsti spjall- gesturinn, fimmtudaginn 19. mars, en hann á að baki merkilegan feril í bandaríska tæknigeiranum og stýrði m.a. verkefnum hjá bæði Apple og Google. Fyrir byrjendur og lengra komna „Við hyggjumst halda mánaðar- lega fundi þar sem reynslumikið fólk eys úr viskubrunnum sínum. Mark- miðið er að fara djúpt ofan í málin, kafa ofan í bakgrunn fyrirlesaranna Viðræður OPEC-ríkjanna og Rúss- lands um samstillt aðhald í olíufram- leiðslu runnu út í sandinn á föstudag og stefnir í verðstríð á olíumarkaði. FT greinir frá að viðræðurnar hafi strandað á því að Rússar telji að til- raunir til að ýta upp olíuverði með minni framleiðslu gagnist fyrst og fremst bandarískum fyrirtækjum sem vinna olíu úr setlögum. Sádi-Arabía, sem leitt hefur sam- dráttarverkefni olíuríkjanna, hleypti af fyrstu skotunum í verðstríði strax á laugardag og lækkaði verð til kaup- enda í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu um allt að 8 dali á fatið. Hráolíuverð hefur þegar lækkað um þriðjung það sem af er þessu ári, einkum vegna áhrifa kórónuveirunn- ar, og var heimsmarkaðsverð Brent- hráolíu u.þ.b. 45 dalir á föstudag. OPEC-löndin, Rússland og tíu ol- íuframleiðsluþjóðir til viðbótar gerðu með sér samkomulag í árslok 2016 um að minnka olíuframleiðslu um u.þ.b. milljón föt á dag, og sam- mæltust þjóðirnar um 1,8 milljóna fata framleiðsluminnkun í lok árs 2017. Utan OPEC standa m.a. Banda- ríkin, Kanada, Noregur og Brasilía. Spá markaðsgreinendur að hráolíuverð kunni nú að fara undir 30 dali á fatið. Mun það þrengja mjög að bandarískum framleiðendum enda þarf olíuverð að vera a.m.k. 40 til 60 dalir á fatið til að olíuvinnsla úr set- lögum borgi sig. Þá mun hrun olíu- verðs koma sér illa fyrir fjölda fyrir- tækja í orku- og olíugeira um allan heim auk þess að bitna á efnahag þjóða sem reiða sig á olíuframleiðslu. Hlutabréfaverð Saudi Aramco lækkaði á sunnudag niður í 30,85 ríala og er nú í fyrsta skipti lægra en útboðsverð félagsins. ai@mbl.is Reuters Dæla Olíuframleiðendur munu skrúfa frá krananum á næstunni. Upplausn innan Olíubandalagsins  Heimsmarkaðs- verð olíu gæti farið undir 30 dali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.