Morgunblaðið - 09.03.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 09.03.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR PLÚS+ Öflugri undirstöður DVERGARNIR R Dvergarnir plús+ henta vel undir merkingar og skilti. Ofan á þá er hægt að festa úrval af tengistykkjum, t.d. fyrir skiltarör eða kaðalgrip til afmörkunar. NAGGUR PLÚS+ PURKUR PLÚS+ TEITUR PLÚS+ ÁLFUR PLÚS+ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Staðfest smit vegna kórónuveirufar- aldursins voru í gær tæplega 108 þús- und talsins og höfðu þá um 3.700 ein- staklingar látist, eða 3,4% þeirra sem greinst höfðu. Samkvæmt upplýsing- um frá bandaríska háskólanum Johns Hopkins hafa um 60.700 einstaklingar náð sér eftir veikindin. Víða um heim berast daglega til- kynningar um ný smit vegna kórónu- veiru. Þannig greinir meðal annars Sky frá því að staðfest tilfelli séu nú yf- ir 270 í Bretlandi og hafi fjölgað um 67 smit á einum sólarhring. Í Bretlandi er nú búið að taka sýni úr rúmlega 23.500 einstaklingum frá upphafi. „Öryggi almennings er fyrsta for- gangsmál mitt. Að bregðast við kórónuveirunni krefst mikils þjóðar- átaks,“ er haft eftir heilbrigðis- ráðherra Bretlands. Sýni aðgætni á ferðalögum Aðvörunarstig vegna ferða til Frakklands, Þýskalands, Spánar og Austurríkis hefur verið hækkað úr grænu í gult í Danmörku. Með því er fólki bent á að sýna aðgætni á ferða- lögum sínum. Þá hafa Danir einnig hvatt til þess að samkomum með fleiri en 1.000 þátttakendum verði slegið á frest út mars. Ríkisstjórn Ítalíu hefur tilkynnt um afar róttæka aðgerð, að um 16 millj- ónir manna, eða um fjórðungur allra íbúa landsins, skuli sæta sóttkví til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveir- unnar. Er um að ræða héraðið Lang- barðaland, þar sem flest smit hafa orð- ið þar í landi, og 14 önnur svæði. Gildir þessi tilskipun til 3. apríl, en á þessum svæðum eru meðal annars borgirnar Mílanó, Feneyjar, Rimini og Parma. Þá hefur jafnframt öllum líkams- ræktarstöðvum, sundlaugum, söfnum og skíðasvæðum verið lokað auk þess sem fresta þarf brúðkaupum, útförum og öðrum fjölmennum viðburðum og veislum. „Við stöndum nú frammi fyrir þjóðarvá,“ hefur breska ríkisútvarpið (BBC) eftir Giuseppe Conte, forsætis- ráðherra Ítalíu. „Við förum út í þessa aðgerð af miklu hugrekki, festu og ákveðni. Við verðum að hefta út- breiðslu þessarar veiru og koma í veg fyrir að sjúkrahús okkar gefi undan vegna mikils álags.“ Í gær höfðu minnst 366 manns látist af völdum veirunnar í Ítalíu og staðfest tilfelli eru um 7.400. Veiran setur svip á ríki heims  Ítalir bregðast við af mikilli hörku  Staðfestum smitum á Bretlandi fjölgaði um 67 á sólarhring AFP Bretland Ung kona sést með grímu fyrir andliti í lest í Lundúnum. Aðgerðir stjórnvalda á Ítalíu vegna kórónu- veirufaraldurs þar í landi settu í gær svip sinn á sunnudagsmessu Frans páfa. Þannig þurftu þeir sem safnast höfðu saman á Péturstorgi í Vatíkaninu að fylgjast með páfa á stórum skjá því ekki var talið öruggt að halda messu þar með hefðbundnum hætti. Greint hefur verið frá smiti í Páfagarði en páfinn er þó sagður hafa sloppið við kórónuveiruna til þessa. AFP Kórónuveira hélt Frans páfa frá Péturstorgi Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti mun í dag ræða við fulltrúa Evrópusam- bandsins um málefni flótta- manna, en milljónir reyna nú að flýja yfir til Evrópu, einkum frá átakasvæðum Sýr- lands. Tyrkir, sem til þessa hafa tekið á móti straumnum, hafa margsinnis óskað eftir því við ESB að sambandið taki þátt í verkefninu með auknum fjár- framlögum. „Við vonuðumst eftir mun meiri aðstoð frá alþjóðasamfélaginu þegar kemur að flóttafólki. Ég á fund með fulltrúum Evrópusam- bandsins í Belgíu, þá förum við yfir þessi mál,“ sagði Erdogan í ávarpi sem hann flutti í Istanbúl í gær. Alls eru um 3,6 milljónir flótta- manna í Tyrklandi núna, flestir þeirra frá suðurhluta Sýrlands. „Við höfum staðið við okkar þátt samningsins en ESB aðeins að hluta við sinn,“ sagði Erdogan. TYRKLAND Erdogan fundar með ESB um flóttafólk Recep Tayyip Erdogan Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Orrustuþotur Konunglega breska flughersins (RAF) voru um helgina sendar til móts við langdrægar rúss- neskar sprengjuflugvélar sem tekið höfðu stefnuna á Bretlandseyjar. Samkvæmt upplýsingum frá varnar- málaráðuneyti Bretlands voru sex orrustuþotur frá tveimur herflug- völlum sendar af stað. Greint er frá þessu á breska fréttavefnum Sky. Alls voru fjórar orrustuþotur sendar frá Lossiemouth í Norð- austur-Skotlandi, en vélar á þessari herstöð gæta vanalega norðursvæðis Bretlandseyja að ströndum Noregs. Þá voru tvær þotur sendar frá her- flugvellinum Coningsby á austur- strönd Bretlands. Eru vélarnar allar af gerðinni Eurofighter Typhoon, sem telst til fjórðu kynslóðar orrustuþotna, en um er að ræða einn af vinnuhestum breska flughersins. Ekki hefur verið greint frá fjölda rússnesku vélanna. Þær eru þó sagð- ar vera langdrægar sprengjuvélar af gerðinni Tupolev TU-95, betur þekktar sem Björninn. Komu að þeim í fylkingu Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir fjórar orrustuþotur hafa flogið í fylkingu upp að Björnunum. Fljót- lega hafi svo tvær þotur til viðbótar komið á vettvang og neytt Birnina til að breyta um stefnu. Eru þeir þá sagðir hafa verið að nálgast norð- vesturströnd Skotlands. Þá var einn- ig tankvél af gerðinni Airbus A330 MRTT send á loft, en hlutverk henn- ar var að veita þotunum eldsneyti. Aðgerð sem þessi er ekki óalgeng við Bretlandseyjar. Þannig voru orr- ustuþotur í tvígang sendar til móts við rússneskar sprengjuvélar í apríl á síðasta ári. Sex þotur sendar gegn Björnum Rússa Vinnuhestur Eitt helsta tákn kalda stríðsins; Tupolev TU-95 á flugi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.