Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
✝ Guðrún Möllerfæddist í Sól-
heimakoti í Mýrdal
20. september 1924.
Hún lést í Reykjavík
27. febrúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urður E. Högnason,
f. 1888, d. 1960, og
Þorgerður Erlings-
dóttir, f 1889, d
1974.
Systkini hennar voru, Högni, f
1915, d. 2005. Erlingur, f. 1916, d
2000, og Ragnhildur, f. 1918, d.
2011.
Eiginmaður Guðrúnar var
William Thomas Möller, kennari
við héraðsskólann á Skógum, f. á
Akureyri 12. mars 1914, d. á
Skógum undir Eyjafjöllum 19. júlí
1965. Guðrún og William bjuggu
á Skógum þar til William féll frá,
og bjó Guðrún síðan þar ásamt
börnum sínum þar til þau fluttu
öll til Reykjavíkur 1976.
Börn þeirra 1) Jóna Sigur-
björg, f. 16.11. 1957, hennar börn
Guðrún, Thelma Kristín, Þórey
Dagmar og William Thomas, Jóna
á 4 barnabörn. 2) Kristján Lúðvík,
f. 8.7. 1959, maki Ólöf Helga-
dóttir, börn þeirra
Helga Björk, Willi-
am Thomas og
Magnús Örn. 3) Sig-
ríður Erla, f. 27.7.
1960, maki Jóhann
Þór Þórmundsson,
synir þeirra Arnar
Þór og Einar Þór. 4)
Willa Guðrún, f 11.6.
1965, maki Halldór
Sigurðsson. Fyrir
átti Guðrún dóttur-
ina Þorgerði, f. 13.11. 1948, maki
Vilhjálmur Guðbjörnsson, d.
2018. William gekk Þorgerði í
föðurstað.
Guðrún ólst upp í Sólheimakoti
til 14 ára aldurs er hún fór sem
ráðskona hjá vegavinnuflokki og
má segja að matreiðsla og störf
tengd matreiðslu hafi síðan verið
hennar ævistarf. Vann hún meðal
annars sem ráðskona við Skóga-
skóla, á Eddu hótelunum og hjá
Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Árið 1979 hóf hún störf hjá Osta-
og smjörsölunni þar sem hún
starfaði til ársins 1994 er hún lét
af störfum fyrr aldurs sakir.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 9. mars 2020, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hvernig kveður maður þann
sem hefur verið manni allt?
Móðir, faðir, fræðari, huggari,
græðari.
Duglegri, sanngjarnari,
sterkari, heiðarlegri, réttlátari,
heilsteyptari og fallegri mann-
eskju þekkjum við ekki og kom-
um aldrei til með að þekkja.
Eftir að pabbi dó ákvaðstu að
byggja hús yfir barnahópinn
þinn, en Þorgerður var 17 ára,
Jóna var bara tæplega 8 ára,
Brói 6 ára, Sigga 5 ára og Willa
5 vikna þegar hann dó. Þú tal-
aðir um að á þessum árum hefð-
ir þú ekki einu sinni keypt þér
sokkapar, við systkinin komum
fyrst, svo nýja húsið. Þú fórst
til frænda þíns og spurðir hann
hvort hann héldi að þú gætir
þetta, hann svaraði: Gunna mín,
maður getur allt það sem mað-
ur vill og þessi orð hafðir þú
ávallt að leiðarljósi, þér var
ekkert ómögulegt. Svo þegar
leið að því að eldri börnin færu í
framhaldsskóla þá seldirðu hús-
ið og fluttir með okkur til
Reykjavíkur, fyrstu árin
vannstu á nokkrum stöðum því
þú vildir engum skulda. Það
sem þú afrekaðir á þessum ár-
um er ótrúlegt en ef einhver
gat gert þetta, þá varst það þú.
Á meðan við bjuggum á
Skógum þá varstu í kirkjukór
Eyvindarhólakirkju, söngst fal-
lega millirödd og minnumst við
þess að hafa sofnað út frá orgel-
spili þar sem þú varst að æfa
þig. Söngur hefur alltaf skipað
stóran sess hjá okkur og þau
eru mörg skiptin þar sem upp-
vaskið var látið bíða aðeins og
þess í stað sungið í lok máltíðar
og enn í dag er það svo að ef við
skreppum systkinin saman í bíl-
túr þá er sungið. Þú varst líka í
Leikfélagi A-Eyfellinga og þar
varst þú í essinu þínu.
Það lék allt í höndunum þín-
um, hvort sem það var mat-
argerð eða handavinna. Þú sást
um veislur fyrir hina og þessa,
stjórnaðir stóru mötuneyti á
Skógum ásamt svo mörgu öðru.
Þegar við vorum lítil þá saum-
aðir þú á okkur jólafötin, saum-
aðir klaustur og harðangur í
rúmföt handa okkur, prjónaðir
dúka, stóra og litla, vettlinga og
sokka, þú sast aldrei auðum
höndum.
Þú hefðir viljað mennta þig
meira, læra hjúkrun, en því
miður gafst þér ekki kostur á
því, en kossarnir þínir og mjúku
lófarnir læknuðu allt.
Þér þótti undurmikið vænt
um barnabörnin þín og barna-
barnabörnin og vissu þau ekk-
ert betra en stórt og mikið
ömmuknús, þú hlustaðir á þau,
kenndir þeim, skildir þau og
umvafðir þau ást og hlýju. Árið
2011 kom svo lítill svartur fer-
fættur hnoðri inn á heimilið,
strákurinn þinn, hann Kolur,
þið urðuð strax miklir vinir og
máttuð helst ekki hvort af öðru
sjá. Þið áttuð fallegt samband,
það þurfti engin orð.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál
að ganga,
sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga,
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson)
Elsku mamma, góða nótt,
guð geymi þig og takk fyrir allt
og allt.
Þorgerður, Jóna, Kristján,
Sigríður og Willa.
Elsku blíða amma mín. Ég er
engan veginn tilbúin að kveðja
þig. Hvernig kveður maður líka
sólina? Hvar finnur maður hug-
rekkið og þolið að standa upp-
rétt þegar það eina sem maður
vill er að skríða í mjúkan öm-
mufaðminn og gráta soldið?
Með því að kveðja þig finnst
mér eins og ég sé að kveðja
barnæskuna mína, eins og ég sé
endanlega að kveðja Leiru-
bakka, Sólheimakot, Bláa Da-
hatsúninn, laufabrauðin, tarta-
letturnar, ljóðin, kvæðin,
skammelið, Skógafoss og rús-
ínukökurnar. Ég er engan veg-
inn tilbúin að kveðja þig, elsku
móðir okkar allra. Þú náðir
háum aldri og aldrei breyttist
þú. Húðin svo mjúk og brosin
og kossarnir svo blíðir. Ég er
heppin að hafa átt þig svona
lengi og fengið að ganga með
þér veginn í yfir fjörutíu ár og
allan tímann geta hitt þig og
spjallað og sagt þér frá ævin-
týrum mínum og skakkaföllum.
Ég er ofboðslega tengd þér og
eiginlega allt mitt líf hefur þú
verið eins konar innri rödd í
mér, ég hef vitað á stundinni
þegar ég hef gert eitthvað eða
sagt eitthvað sem þér myndi
ekki líka og reynt þá að breyta
eða bæta. Ég hef komið til þín
stolt og uppveðruð yfir sigrum
mínum og gæfu og einnig oft
legið í sófa við hliðina á stólnum
þínum og syrgt töpuð tækifæri.
Að eiga þig, amma mín, voru
svo mikil forréttindi. Þú hefur
alltaf verið í hjarta mínu og þar
muntu alltaf vera. Ég er ákaf-
lega stolt og ánægð með það að
þú sért amma mín. Takk fyrir,
elsku amma, að hugsa svona vel
um okkur öll. Ég mun sakna
þín á hverjum degi.
Þín
Guðrún.
Þegar lagt er upp í ferðalag
þá er nánast öruggt að eitthvað
óvænt muni gerast. Þetta átti
við í mínu tilfelli árið 1991 er ég
kynntist Siggu. Það er óhætt að
segja að sú ferð hafi verið eitt
mitt mesta happ í lífinu, því
ekki fékk ég bara Siggu heldur
fékk ég líka hlutdeild í nýrri
fjölskyldu. En það vita allir sem
til þekkja að ein manneskja sá
um að halda hlutunum þar á
réttum kili. Ég hitti Guðrúnu
fyrst um haustið þegar mér var
boðið í Leirubakkann, og eru
mér enn minnisstæð, núna
þremur áratugum seinna, erfiðu
sporin inn götuna. En strax frá
fyrstu stundu kom í ljós að það
óöryggi sem leyndist í hug-
skotinu var meira en ástæðu-
laust. Guðrún tók mér strax
eins og væri ég einn úr fjöl-
skyldunni, og sýndi mér strax
vinarhug og mannkærleika.
Guðrún var uppalin í Sólheima-
koti í Vestur-Skaftafellssýslu,
flyst þaðan að Skógum og hóf
búskap með William Thomas
Möller um 1956. Eftir tæpan
áratug í sambúð grípa örlögin í
taumana þegar William fellur
frá, og er ekki hægt að ímynda
sér hvernig það er að missa
maka sinn frá fimm börnum.
Þetta áfall mótaði allt hennar líf
og fjölskyldunnar, og að öllum
líkindum æðruleysið og einbeit-
inguna sem hún bar með sér
alla tíð. Við Guðrún ræddum
ekki mikið um tímann á Skóg-
um, þó svo að alltaf bæri eitt-
hvað á góma, oftar rætt um
uppvaxtarárin í Sólheimakoti og
árin fyrir sunnan. Frá Skógum
fluttist Guðrún 1975, fyrst til
Grindavíkur, þaðan í Leiru-
bakkann svo niður í Skeiðarvog
1991 og að lokum í Gautavíkina.
Börn Guðrúnar voru öll full-
orðið fólk þegar ég kem til sög-
unnar og ömmubörnin orðin sjö,
og síðan níu með okkar Siggu.
Og eins og allir vita þá gilda
aðrar reglur hjá ömmum, og því
alltaf mikil ásókn í Skeiðarvog-
inn. Oftar en ekki kom lítill
stubbur heim með nýja húfu
eða bara köku í poka. Og þótti
það meira en nóg, því þó gjöfin
væri ekki stór þá fylgdi henni
alltaf einhver hlýja og hluti af
henni ömmu. Þannig að nóg var
um að vera á þessum árum og
að ýmsu að hyggja, afmælis-
veislur, jólaboð, fermingar og
annað sem þurfti að sinna, og
þar var Guðrún á heimavelli.
Hún hafði á fyrstu árunum fyrir
sunnan starfað í Hótel- og veit-
ingaskólanum og drukkið í sig
visku meistaranna sem þar
störfuðu. Mér eru einnig sér-
staklega minnisstæð árin sem
við dútluðum við kartöflurækt-
ina, þó svo að árangurinn hafi
ekki verið alltaf í samræmi við
tilefnið. Ekki er hægt að skauta
framhjá einu helsta áhugamáli
Guðrúnar, bóka- og ljóðalestri.
En ég man ekki eftir að nátt-
borðið væri bókarlaust og ljóðin
kunni hún ófá. Það eru ótal
minningar sem koma upp í hug-
ann þegar horft er til baka og
ógerningur að minnast þeirra
allra. En einu mun ég þó aldrei
gleyma og það er að Guðrún
var einhver sú vænsta og skiln-
ingsríkasta manneskja sem ég
hef kynnst um ævina, fordóma-
laus og hjálpsöm. Það verður
erfitt að fylla tómarúmið sem
nú myndast, en ef við tendrum
sama leiðarljósið og Guðrún
lýsti upp sitt líf með, þá mun
okkur farnast vel. Guð blessi
þig, þín verður sárt saknað af
öllum sem urðu svo heppnir að
eiga með þér samleið.
Jóhann Þórmundsson.
Guðrún móðursystir mín hef-
ur verið í mínu lífi frá því ég
dró fyrst andann. Einstök
frænka; raungóð, umhyggjusöm
og hvetjandi og þó aldrei væmin
á neinn hátt. Blátt áfram, hrein-
skilin og skemmtileg. Hún
fylgdist með mér og okkur
systrum í uppvexti og kom oft á
æskuheimili okkar að Hlíðarbóli
í Fljótshlíð. Í þrjá vetur var ég
svo heimagangur hjá Gunnu
meðan ég var í Skógaskóla, þar
sem þau William Thomas Möll-
er eiginmaður hennar bjuggu.
Þar mætti ég ávallt hlýju og
vináttu og átti skemmtilegar
stundir með góðu fólki. Minn-
ingar frá þessum tíma koma oft
upp í hugann.
Uppgjöf var Gunnu frænku
jafnan fjarri. William Thomas
lést sumarið 1965, liðlega fimm-
tugur að aldri frá fimm ungum
börnum. Öllum var brugðið og
einhver hefði lagt árar í bát. Við
þessar aðstæður var hins vegar
eins og Gunnu væri gefinn
óvæntur styrkur. Hún tókst á
við lífið af dugnaði og æðru-
leysi. Reisti sér og börnunum
sínum íbúðarhúsið Vinjar í
Skógum. Þar bjó fjölskyldan í
nokkur ár, en flutti svo til
Reykjavíkur.
Gunna frænka var jafnan au-
fúsugestur þegar stórfjölskyld-
an hittist og átti svo til að birt-
ast óvænt og fyrirvaralaust á
vinafundum. Kát, glaðvær og
hafði alltaf eitthvað gott til
mála að leggja. Spurði frétta af
ættmennum, sagði frá sínu fólki
og skemmtileg atvik frá liðinni
tíð voru rifuð upp. Í þeim sam-
tölum fór aldrei á milli mála hve
sterk bönd voru milli Gunnu og
móður minnar, Ragnhildar, sem
var sjö árum eldri. Þær systur
voru einnig um margt líkar;
duglegar, fylgnar sér og létu
ranglæti ekki ósvarað.
Öllu er afmörkuð stund og
Gunna frænka er dáin. Eftir lifa
minningar um ærlega og góða
konu; þær eru mér dýrmæt
minning en þó allra helst börn-
um hennar og öðrum afkom-
endum sem ég votta samúð.
Sigrún Gerður Bogadóttir.
Guðrún S. Möller
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
REINHOLD GREVE
rennismiður,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 3. mars.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
12. mars klukkan 13.
Örn Jóhannesson Dagbjört Ólafsdóttir
Jóhannes Jóhannesson Gitte Jepsen
Reynir Jóhannesson Patricia Johannesson
Róbert Jóhannesson Malene Wichnmann Larsen
Viðar Jóhannesson Anna K. Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
KNÚTS BJARNASONAR,
Kirkjuvöllum 5, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir góða umönnun.
Bryndís Stefánsdóttir
Stefanía Knútsdóttir Ólafur Helgi Árnason
Knútur Knútsson Elena Orlova
Bjarni Knútsson Pálmey Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, mamma,
tengdamamma og amma,
JÚLÍA LAUFEY GUÐLAUGSDÓTTIR,
lést laugardaginn 29. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 12. mars klukkan 13.
Hjörtur Hoffmann
Guðlaugur Heiðar Hoffmann Maríanna Skúladóttir
Ísold Aðalheiður Hoffmann Kristinn Lýður Vigfússon
Sunneva Ísis Hoffmann
og barnabörn
Ein síðasta
myndin sem ég tók
af pabba er af hon-
um og Fylki, stóra
bróður hans, þar sem þeir voru
að baksa við parketlögn í fyrstu
íbúðinni minni. Sjónarhornið er
ofan frá á tvo dulítið þunnhærða
kolla og ég heyri þá í anda fussa
og sveia yfir því hvað eitthvert
hornið er skakkt. Þeir voru
nefnilega ekki ólíkir, bræðurnir.
Þetta voru menn sem vildu að
hlutirnir væru gerðir almenni-
lega og voru þess vegna alltaf
tilbúnir að aðstoða, redda, græja
Fylkir Þórisson
✝ Fylkir Þórisson
fæddist 8. október
1941. Hann lést 23.
febrúar 2020.
Útför Fylkis fór
fram 6. mars 2020.
og gera. Þegar pabbi
dó var ómetanlegur
stuðningur af Fylki
og Bärbel, guðfor-
eldrum mínum. Þau
hjónin hafa alltaf
verið fólk sem hægt
er að treysta á,
hvort sem maður
þurfti tæknilega að-
stoð, skynsamlegt
álit eða bara
skemmtilegt spjall
yfir pönnukökustafla. Nú þegar
Fylkir er farinn er erfitt að
segja hvern maður á að spyrja
ráða. Kannski er best að treysta
því að allar ráðleggingarnar
gegnum árin hafi síast inn og
gert okkur sem treystu á þær að
sterkari og klárari einstakling-
um. Takk fyrir allt, elsku Fylkir.
Hvíldu í friði.
Margrét Dórothea
Jónsdóttir.
Mig langar að
minnast ömmu
minnar með nokkr-
um orðum því und-
anfarna daga hafa
margar góðar
minningar rifjast upp. Það var
mikill lúxus að hafa ömmu sína í
næstu götu sem barn því þá var
alltaf lítið mál að rölta yfir í
heimsókn.
Það var mikið ævintýri að
vera á heimili ömmu enda átti
hún endalaust af gersemum sem
maður mátti leika sér með.
Skemmtilegast var að klæða sig
upp í hælaskó og fín föt og
halda tískusýningu. Og best af
öllu var að skoða ofan í skart-
gripaskúffur og –skrín og leika
sér með skartgripina hennar
ömmu. Það voru engin takmörk
fyrir því hvað maður mátti róta
Anna Guðrún
Árnadóttir
✝ Anna Guðrúnfæddist 25. júlí
1924. Hún lést 18.
febrúar 2020.
Útför hennar fór
fram 2. mars 2020.
ofan í skúffum og
skápum í leit að
rétta skóparinu,
flíkinni eða skraut-
inu.
Amma var mikil
handavinnukona og
kenndi mér meðal
annars að sauma,
hekla og prjóna. Ég
minnist þess að
þolinmæði hennar
var mikil og ég er
mjög þakklát í dag fyrir að hafa
lært eitthvað í handavinnu af
henni. Það var alltaf notalegt að
koma í rólegheitin til ömmu til
að teikna, sauma eða skapa eitt-
hvað og gæða sér á pönnu-
kökum.
Svo þegar það var kominn
tími til að rölta heim á leið gat
maður alltaf verið viss um að
amma stóð í glugganum, innan
um allar pottaplönturnar og
blómin sín, og veifaði bless.
Þetta eru dýrmætar minn-
ingar. Takk fyrir allar góðu
stundirnar, elsku amma.
Guðný Hrönn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar