Morgunblaðið - 09.03.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
40 ára Jakob er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Seljahverfinu en býr í
Kópavogi. Hann er við-
skiptafræðingur að
mennt og er með
MSc.-gráðu í fjár-
málum frá Háskóla Ís-
lands. Jakob er sérfræðingur í Seðla-
bankanum.
Maki: Þorgerður Ólafsdóttir, f. 1985,
myndlistarmaður.
Börn: Valgerður, f. 2010, og Jörundur, f.
2013.
Foreldrar: Anders Hansen, f. 1952, og
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir, f. 1956,
ferðaþjónustubændur á Leirubakka í
Landsveit.
Jakob Hansen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft á allri þinni þolinmæði að
halda í samskiptum þínum við fjölskylduna
í dag. Núna er ekki góður tími til að taka
ákvarðanir sem krefjast skýrrar hugsunar.
20. apríl - 20. maí
Naut Að halda ró sinni í hamagangi lífsins
er frábær leið til að útrýma stressi. Taktu
svör sem þú hefur beðið eftir góð og gild.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað heldur aftur af þér
þessa dagana en þú átt ekki auðvelt með
að segja nákvæmlega til um hvað það er.
Ekki berjast á móti breytingum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samtakamáttur fólks, ekki síst
þeirra sem eru eldri og reyndari, kemur til
góða í dag. Reyndu að forðast rifrildi við
fjölskylduna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ættir að ganga úr skugga um heil-
indi fólks áður en þú trúir því fyrir hlutum,
sem þú vilt ekki að fari lengra. Þú ferð á
fræbæra tónleika í kvöld.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er góður dagur fyrir viðskipti
og fjárfestingar af ýmsu tagi. Hafðu
heiðarleikann að leiðarstjörnu. Þú launar
einhverjum greiða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er aldeilis upplagt að endurskoða
lífsstílinn. Það eru ekki öll kurl komin til
grafar í máli sem kom upp í vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er alltaf gaman að geta
komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér.
Njóttu þess að geta slakað á í kvöld.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert dularfull/ur og spenn-
andi í augum viss aðila. Þú átt eftir að
ákveða hvert framhaldið verður. Ekki
kaupa köttinn í sekknum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu hrokann ekki ná yfirhönd-
inni í samskiptum þínum við aðra. Þú ferð
fram á að fá hreinskilið svar við fyrir-
spurnum þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú getur komið ýmsu í verk ef
þú bara hefur áhuga á því. Spáðu í það
hvort þú getir fundið leið til þess að vera í
samvistum við nöldurseggi. Ef ekki skaltu
forðast það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú hafir í mörg horn að líta
máttu aldrei gleyma því að gera eitthvað
þér til góða. Nýr kærasta/kærasti kemur
til sögunnar.
starfi mannauðsstjóra hjá hátækni-
fyrirtækinu Völku. Valka framleiðir
hátæknivinnslulínur fyrir fisk-
vinnslur, er með rúmlega 100 starfs-
menn og hefur fengið margar við-
urkenningar fyrir nýsköpun og
frumkvöðlastarf. „Ég vinn á ótrúlega
skemmtilegum vinnustað og er
sannarlega lánsamur að fá að taka
þátt í uppbyggingarævintýri Völku.
Fyrirtækið er að springa út á al-
sælli íþrótt hér á landi og hefur búið
til her sterkra og dýrmætra íslenskra
fyrirmynda.“
CrossFit Sporthúsinu óx hratt ár
frá ári og eftir fimm ára samfelldan
vöxt ákváðu Leifur Geir og Jónína
kona hans að selja stöðina 2013. Næst
tók við starf aðstoðarframkvæmda-
stjóra og stjórnendaráðgjafa hjá
Hagvangi frá 2014-2018, en í byrjun
árs 2019 bauðst Leifi Geir að taka við
L
eifur Geir Hafsteinsson
er fæddur 9. mars 1970 í
Vestmannaeyjum og
ólst hann upp í Eyjum,
Reykjavík og Osló 1976-
78. „Ég er mikið Þjóðhátíðarbarn,
enda barnabarn Oddgeirs Kristjáns-
sonar, og er eiginlega alinn upp í
gítarpartíum í hvítu tjöldunum.“
Leifur Geir spilar á ýmis hljóðfæri,
mest þó á gítar. „Bítlarnir kenndu
mér mest á gítarinn, þá hef ég haldið
upp á frá 9 ára aldri og við hjónin
heiðrum minningu þeirra með árlegu
Bítlapartíi þar sem milli 40 og 50
söngelskir aðdáendur koma saman og
syngja saman 50-60 Bítlalög af 100%
innlifun við undirleik Leifs Geirs og
félaga.“
Leifur Geir gekk í Grunnskóla
Vestmannaeyja, varð stúdent af eðlis-
fræðibraut Menntaskólans við
Hamrahlíð 1989, lauk BS-gráðu í
eðlisfræði frá HÍ 1994, kennslurétt-
indanámi frá HÍ 1995, söðlaði þá um
yfir í vinnusálfræði og lauk MS-gráðu
árið 2002 og doktorsgráðu 2004 frá
Virginia Tech-háskóla í Bandaríkj-
unum.
„Ég hef aðeins flakkað um á ferl-
inum, samanber BS í eðlisfræði og
doktor í vinnusálfræði. Er líklega of
mjúkur fyrir eðlisfræðina en kannski
í harðara lagi fyrir sálfræðina! Þessi
blanda hefur þó reynst mér vel og í
starfsferlinum hefur miðlun af ein-
hverju tagi verið rauður þráður, hvort
sem er með kennslu, ráðgjöf, þjálfun,
stjórnendafræðslu, markþjálfun eða
öðru.“ Leifur Geir var stærðfræði- og
eðlisfræðikennari við Kvennaskólann
í Reykjavík 1995-97, starfs-
mannastjóri Álits ehf. 1998-2000, dós-
ent við viðskiptadeild HR 2004-2010
og framkvæmdastjóri CrossFit
Sporthúsinu 2008-2013, en hann var
frumkvöðull í þeim bransa.
„CrossFit-kaflinn í lífinu var al-
gjört ævintýri. Árið 2008 var engin
CrossFit stöð á Íslandi og örlögin
höguðu því þannig að við hjónin stofn-
uðum þá fyrstu. Aðrar komu til sög-
unnar stuttu síðar. Við Evert Víg-
lundsson byggðum upp CrossFit
samfélagið fyrstu árin með mótahaldi
og ýmsum viðburðum. Þetta kom af
stað hreyfingu sem er orðin að vin-
þjóðavettvangi og mjög spennandi
tímar framundan.“
Leifur Geir viðurkennir að vera dá-
lítill dellukarl, sérstaklega þegar kem-
ur að íþróttum. Hann lék 101 leik í
efstu deild í knattspyrnu með ÍBV og
Stjörnunni og skoraði í þeim 34 mörk.
Hann fékk bronsskóinn sem þriðji
markahæsti maður efstu deildar 1991
og varð Íslandsmeistari með ÍBV
1997. „Ég er þó líklega stoltastur af
því að hafa verið einn þriggja aðalleik-
stjóra ÍBV „fagnasumarið mikla
1995“ og að hafa samið lag og texta
stuðningsmannalags ÍBV „Komum
fagnandi“, sem spilað er á hverri
Þjóðhátíð enn þann dag í dag.
Eftir að fótboltaferlinum lauk hef
ég prófað ýmislegt og tek yfirleitt 3-4
einbeitt ár í hverju sporti. Eftir
CrossFit ævintýrið stundaði ég götu-
hjólreiðar, fékk m.a. að vera liðsstjóri
í hjólaliðinu Team Topcon sumarið
2017 og hjólaði ári síðar frá Kolding í
Danmörku til Parísar með góðgerðar-
verkefninu Team Rynkeby. Upp úr
aldamótum tók ég fjögur ár í golfi þar
sem ég náði forgjöfinni úr 36 í 7,9 og
ég tefldi mikið sem unglingur. Nýj-
asta áhugamálið er gönguskíðin, sem
ég fann aftur 40 árum eftir að hafa
flutt heim frá Noregi 1978. Nú er ég
skráður í 50 km Fossavatnsgöngu 18.
apríl og er á fullu að æfa fyrir hana
um þessar mundir – þetta gengur sig
víst ekki sjálft!
Fjölskylda
Eiginkona Leifs Geirs frá 8.7. 2006
er Jónína Björg Bjarnadóttir, f. 7.4.
1970, framkvæmdastjóri. Þau eru bú-
sett í Hafnarfirði. Foreldrar Jónínu
eru hjónin Bjarni Þ. Guðmundsson, f.
12.8. 1941, bifreiðasmiður og Guðrún
C. Whitehead, f. 25.11. 1941, bókari,
búsett í Reykjavík.
Börn Leifs Geirs og Jónínu eru 1)
Guðrún Linda Pétursdóttir White-
head, stjúpdóttir Leifs, CrossFit
þjálfari, bús. í Hafnarfirði. Í sambúð
með Árna Frey Bjarnasyni, yfirþjálf-
ara CrossFit Sporthúsinu. Sonur
þeirra er Atlas Bjarni Árnason, f.
2019, og stjúpdóttir Guðrúnar Lindu
er Natalía Líf Árnadóttir, f. 2006; 2)
Kristín Inga Pétursdóttir Whitehead,
stjúpdóttir Leifs, nemi í sjávarútvegs-
Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku ehf. – 50 ára
Þjóðhátíð Leifur Geir á brennunni ásamt börnum og barnabörnum 2019.
Fjölbreytt líf og bjart framundan
Hjónin Jónína og Leifur Geir í Flatey á leið í Svefneyjar.
30 ára Auður er Hafn-
firðingur en býr í
Garðabæ. Hún er
förðunarfræðingur að
mennt og hefur nýlok-
ið námi til löggildingar
fasteignasala. Auður
er flugfreyja hjá Ice-
landair.
Maki: Jón Þór Eggertsson, f. 1985, raf-
virki og vinnur hjá bílaumboðinu Öskju.
Synir: Baltasar Breki, f. 2012, og Rúrik
Leó, f. 2015.
Foreldrar: Magnús Sverrisson, f. 1961,
sjálfstætt starfandi, búsettur í Kópavogi,
og Sigríður Esther Hallbjörnsdóttir, f.
1962, vinnur í prjónagalleríi í Danmörku,
búsett í Holbæk.
Auður Magnúsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is