Morgunblaðið - 09.03.2020, Page 26

Morgunblaðið - 09.03.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 England Chelsea – Everton.................................... 4:0 Burnley – Tottenham............................... 1:1 Liverpool – Bournemouth ....................... 2:1 Arsenal – West Ham................................ 1:0 Crystal Palace – Watford ........................ 1:0 Sheffield United – Norwich..................... 1:0 Southampton – Newcastle....................... 0:1 Wolves – Brighton.................................... 0:0 Manch. Utd – Manch. City ...................... 2:0 Staðan: Liverpool 29 27 1 1 66:21 82 Manch.City 28 18 3 7 68:31 57 Leicester 28 15 5 8 54:28 50 Chelsea 29 14 6 9 51:39 48 Manch.Utd 29 12 9 8 44:30 45 Wolves 29 10 13 6 41:34 43 Sheffield Utd 28 11 10 7 30:25 43 Tottenham 29 11 8 10 47:40 41 Arsenal 28 9 13 6 40:36 40 Burnley 29 11 6 12 34:40 39 Crystal Palace 29 10 9 10 26:32 39 Everton 29 10 7 12 37:46 37 Newcastle 29 9 8 12 25:41 35 Southampton 29 10 4 15 35:52 34 Brighton 29 6 11 12 32:40 29 West Ham 29 7 6 16 35:50 27 Watford 29 6 9 14 27:44 27 Bournemouth 29 7 6 16 29:47 27 Aston Villa 27 7 4 16 34:52 25 Norwich 29 5 6 18 25:52 21 Þýskaland Bayern München – Augsburg................ 2:0  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 76. mínútu. Frakkland Dijon – Toulouse...................................... 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Di- jon, sem komst 7 stigum frá fallsæti. Belgía Oostende – Genk...................................... 2:4  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. Búlgaría Botev Vratsa – Levski Sofia................... 0:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski, sem er í þriðja sæti. Danmörk Randers – Midtjylland............................. 0:2  Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður á 66. mínútu hjá Midtjylland. Nordsjælland – Bröndby ........................ 2:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. SönderjyskE – OB ................................... 1:1  Eggert Gunnþór Jónsson fór af velli hjá SönderjyskE á 68. mínútu. Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB.  Þýskaland Melsungen – Wetzlar .......................... 28:26  Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Melsungen. Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar. Balingen – Minden .............................. 26:25  Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen. Dortmund – Neckarsulmer................ 35:25  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Neckarsulmer. Danmörk Aalborg – Skjern ................................. 28:28  Ómar Ingi Magnússon skoraði 2 mörk fyrir Aalborg. Björgvin Páll Gústavsson varði 7 skot í marki Skjern. GOG – Kolding..................................... 36:33  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 2. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot. SönderjyskE – Fredericia .................. 30:22  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE. Svíþjóð Västerås – Skuru................................. 22:29  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Skuru. Frakkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: París SG – Dunkerque ........................ 32:21  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir PSG.   Þýskaland Crailsheim – Alba Berlín.................... 91:82  Martin Hermannsson skoraði 22 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Alba en hann lék í 29 mínútur. Lið hans er í fjórða sæti. Spánn Real Madrid – Zaragoza..................... 92:70  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig fyrir Zaragoza og tók 4 fráköst á 17 mín- útum. Lið hans er í þriðja sæti. Bretland Cardiff Met – Leicester Riders.......... 61:84  Sara Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Leicester, tók 11 fráköst og átti 4 stoðsend- ingar á 27 mínútum. Liðið er í 2. sæti.   staða í „baráttunni“ um enska meistaratitilinn. City er nú 25 stig- um á eftir Liverpool, sem gæti orð- ið meistari án þess að spila áður en kemur að næsta leik, gegn Everton 16. mars. Í millitíðinni leikur City við bæði Arsenal og Burnley, og ef Pep Guardiola og hans menn tapa báðum leikjum verður Liverpool meistari 14. mars. Liverpool náði að rétta sig af á ný með því að sigra Bournemouth 2:1 í hádegisleiknum á laugardag en lenti þó snemma undir. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu fyrir hlé og sáu til þess að liðið ynni 22. heimaleik sinn í röð og bætti gamla metið í deildinni, sem félagið átti sjálft, frá árinu 1972. Skellur á Stamford Bridge Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton geta nánast gleymt því að ná Evrópusæti eftir skell á Stam- ford Bridge, 4:0, í gær. Þeir eru reyndar aðeins sex stigum á eftir Wolves og Sheffield United sem eru í fimmta og sjötta sætinu en leik- urinn í London var tækifæri sem Carlo Ancelotti og hans menn höfðu til að draga verulega á liðin í Evr- ópubaráttunni. Nú situr Everton hins vegar eftir í tólfta sæti, með níu mörk í mínus, og þarf magn- aðan endasprett á mótinu til að blanda sér í einhverja baráttu úr þessu. Gylfi var fyrirliði Everton og spilaði allan leikinn, á vinstri kant- inum lengi vel en síðan inni á miðj- unni, en náði sér ekki á strik frekar en samherjar hans. Mason Mount og Pedro skoruðu á fyrstu 20 mín- útunum og eftir að Willian og Oli- vier Giroud bættu við mörkum á fyrstu níu mínútum síðari hálfleiks voru síðustu 35 mínútur leiksins hreint formsatriði. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki enn farinn að spila með Burn- ley eftir meiðslin í ársbyrjun. Hann var ekki í hópnum þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Tottenham á laugardaginn. Fyrsta tvenna United frá 2010  Liverpool meistari án þess að spila? AFP Sigur Scott McTominay fagnað eftir seinna mark Manchester United í gær. ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Manchester United fagnaði fyrstu tvennunni gegn grönnum sínum í City í ensku úrvalsdeildinni í heilan áratug á Old Trafford í gær. Sigur United, 2:0, þýðir að í fyrsta skipti frá 2010 vann liðið báða granna- slagina í deildinni, og um leið styrktu strákarnir hans Ole Gunn- ars Solskjær stöðu sína í slagnum um sæti í Meistaradeild Evrópu. Anthony Martial skoraði eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu á 30. mínútu og á sjöttu mínútu í upp- bótartíma sendi Scott McTominay boltann í tómt mark City af 30 metra færi eftir slæm mistök Eder- sons í marki þeirra ljósbláu. United komst með sigrinum í fimmta sætið, þremur stigum á eftir Chelsea. Þá varð með þessu til ný FH varð á laugardaginn bikarmeistari í frjáls- íþróttum innanhúss, en Hafnfirðingarnir fengu flest stig í heildarstigakeppninni í Laugardalshöllinni. FH fékk samtals 107 stig, ÍR varð í öðru sæti með 102 stig, Breiðablik fékk 79 stig, Fjölnir/Aftureld- ing 57 stig, HSK 48 stig, B-lið ÍR 46 stig, B-lið FH fékk 45 stig og KFA frá Akureyri fékk 12 stig. Hafnfirðingar sigruðu líka í bæði karla- og kvennakeppninni og mjótt var á munum hjá hvorum tveggja. Í kvennakeppninni fékk FH 58 stig gegn 56 hjá ÍR og 45 hjá Breiðabliki en í karlakeppninni fékk FH 49 stig, ÍR 46 og Breiðablik 34 stig í þrem- ur efstu sætunum. FH bikarmeistari í frjálsíþróttum Ljósmynd/FRÍ Sigurliðið FH-ingar eru bikarmeistarar í frjálsíþróttum innanhúss 2020. Íþróttamálaráðherra Ítalíu, Vin- cenzo Spadafora, mæltist til þess í gær að leikjum í ítalska fótbolt- anum yrði alfarið frestað næstu vikurnar vegna kórónuveirunnar. Hann fylgdi þar í fótspor forseta ítölsku leikmannasamtakanna, Damiano Tommasi, sem sagði á laugardag að fresta ætti öllum leikjum því leikmennirnir væru sjálfir í hættu með því að spila. Þessa dagana fara allir leikir fram án áhorfenda en litlu munaði að hætt væri við leik Parma og SPAL í A-deildinni í gær, vegna deilna um hvort hann skyldi fara fram eða ekki. Hann hófst að lokum eftir 75 mínútna töf. Allir fimm leikirnir sem á dagskrá voru í A- deildinni fóru fram í gær. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, leikur með Brescia í Lomb- ardia-héraði, þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið mest frá byrjun. Brescia á að leika á útivelli gegn Sassuolo, öðru liði frá norður- hluta Ítalíu, í dag. Brescia hefur ekki spilað leik síðustu sautján daga. Padova, lið Emils Hallfreðssonar í C-deildinni, hefur ekki spilað í þrjár vikur en á næsta leik á mið- vikudag. Spezia, lið Sveins Arons Guðjohn- sens í B-deildinni, lék hins vegar við Juve Stabia í suðurhluta Ítalíu í gær. Leikir Spezia hafa ekki rask- ast vegna veirunnar en þetta var fjórði deildarleikur liðsins á fimm- tán dögum. vs@mbl.is AFP Tómt Engir áhorfendur voru á toppslag Juventus og Inter í gærkvöldi. Vilja að öllum leikjum á Ítalíu sé frestað Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þótt Skotar séu fjórum sætum á eftir Íslendingum á heimslista FIFA í kvennafótbolta er ekki ann- að að sjá en að skoskar knatt- spyrnukonur séu komnar nokkrum skrefum fram úr þeim íslensku ef marka má tvær síðustu viðureignir þjóðanna. Í annað sinn á tólf mánuðum vann Skotland tiltölulega léttan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Pinatar-mótinu á Spáni á laugar- daginn. Reyndar urðu lokatölur að- eins 1:0, sem var vel sloppið hjá ís- lenska liðinu, en á sama tíma í fyrra vann Skotland mjög sannfær- andi sigur, 4:1, þegar liðin mættust í Algarve-bikarnum í Portúgal. Rétt eins og í leiknum fyrir ári réð skoska liðið algjörlega ferðinni í San Pedro del Pinatar á laugar- daginn. Íslenska liðið átti lengst af í vandræðum með að komast af eigin vallarhelmingi og gerði sig sárasjaldan líklegt í námunda við skoska markið. Aukaspyrna Gunn- hildar Yrsu Jónsdóttur í vítabog- anum var fyrsta og besta færi ís- lenska liðsins, á 58. mínútu, en hún skaut yfir mark Skota. Þremur mínútum áður hafði Abbi Grant skoraði markið sem skildi liðin að með laglegu skoti hægra megin úr vítateignum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á seint í leiknum og komst í færi í uppbótartímanum en skaut framhjá marki Skota. Þar með eru upptalin þau skipti sem marki Skota var ógnað. Annars stóð Sandra Sigurðardóttir vaktina í marki Íslands með mikilli prýði, varði nokkrum sinnum vel frá Skotunum, og segja má að frammi- staða hennar og hinnar 16 ára gömlu Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í fyrsta leiknum gegn Norður-Írum sé það eina jákvæða sem stendur upp úr eftir leikina tvo á Pinatar- mótinu. Ísland mætir Úkraínu í loka- leiknum á morgun. Úkraína tapaði 3:0 fyrir Skotlandi en burstaði síð- an Norður-Írland 4:0 á laugardag- inn. Ljóst er að þar þarf íslenska liðið að sýna aðrar og betri hliðar á sér en til þessa á mótinu, ætli það að ná sigri og öðru sæti mótsins. Búnar að missa Skota langt fram úr sér? Morgunblaðið/Eggert Örugg Sandra Sigurðardóttir stóð fyrir sínu í íslenska markinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.