Morgunblaðið - 16.03.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 1 6. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 64. tölublað 108. árgangur
STÖÐUGT AÐ
LEITA AÐ SANN-
LEIKA OG ORKU
FÁSÉÐAR
TEIKNINGAR OG
MÁLVERK
FJÓRUM SINNUM
Á MEÐAL TÍU
EFSTU
RAFAEL 28 VALDÍS ÞÓRA 26PÁLL ÓSKAR 24
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Landinn hefur gjarnan nýtt sér helgarnar til þess
að líta í verslanir og sinna ýmsum erindum en í gær
var öðruvísi um að litast.
Sáralítið var um fólk á ferli í Smáralindinni á há-
annatíma í gær, um klukkan fjögur á sunnudegi, og
má líklega rekja fámennið til þeirra fordæmalausu
aðstæðna sem skapast hafa vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Al-
mannavörnum er litið á sameignir Smáralindar og
Kringlunnar með sama hætti og göngugötu Lauga-
vegarins. Hins vegar gilda fjöldatakmarkanir í
öllum verslunum og þjónusturýmum þar sem ekki
fleiri en hundrað manns mega koma saman.
Fáir á ferðinni degi fyrir samkomubann
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Í Smáralindinni klukkan fjögur í gær
MKórónuveira » 2, 4, 6, 8, 9, 13, 14, 26 og 27
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn Icelandair Group
hafa unnið að því sleitulaust síðustu
sólarhringa að átta sig á hvaða áhrif
ferðabönn Bandaríkjastjórnar, Dan-
merkur og Noregs hafa á flugáætlun
félagsins á komandi vikum. Ljóst er
að til skamms tíma mun draga veru-
lega úr starfsemi félagsins vegna
áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar
og þeirra aðgerða sem ríkisstjórnir í
Evrópu og Bandaríkjunum eru að
grípa til vegna ástandsins.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, fundaði með ráðherr-
um úr ríkisstjórn Íslands og ráðu-
neytisstjórum síðdegis í gær og fór
þá yfir stöðu mála. Ljóst er að sú
ákvörðun stjórnvalda á laugardag að
hvetja Íslendinga til þess að lág-
marka ferðalög út fyrir landsteinana
og að skora á Íslendinga erlendis að
flýta heimför hefur mikil áhrif á
veigamikinn heimamarkað félags-
ins.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að nú sé gert ráð fyrir því að flug-
áætlun Icelandair fyrir komandi
sumar muni dragast saman um 25-
35% miðað þá áætlun sem nú er í
gildi. Samkvæmt áætlun félagsins
hugðist það flytja 4,2 milljónir far-
þega á þessu ári. Nú er gengið út frá
því að farþegafjöldinn verði langt
undir fjórum milljónum.
Í gærkvöldi fundaði stjórn Ice-
landair Group og fór yfir stöðu mála.
Um helgina hafa forsvarsmenn fé-
lagsins einnig fundað með forystu-
fólki Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og Flugfreyjufélags Íslands.
Heimildir Morgunblaðsins herma að
á þeim fundum hafi fulltrúum félag-
anna verið gerð grein fyrir því að
staða Icelandair, eins og annarra
flugfélaga sem sinna áætlunarflugi
yfir Atlantshafið, sé grafalvarleg.
Samkvæmt tilkynningu sem barst
frá félaginu seint í gærkvöld er unnið
að því að lágmarka áhrif kórónuveir-
unnar á sjóðstreymi félagsins og
m.a. unnið með stéttarfélögum til að
lækka launakostnað verulega.
Hefur áhrif um allan heim
Ljóst er að kórónuveirufaraldur-
inn hefur haft áhrif víða og greip
bandaríski seðlabankinn til þess ráðs
í gær að lækka stýrivexti niður í nán-
ast 0% til að berjast gegn neikvæð-
um efnahagsáhrifum veirunnar.
Fyrstu viðbrögð við opnun mark-
aða í Asíu, í gærkvöldi á okkar tíma,
benda til að þessar aðgerðir dugi
ekki til að róa fjárfesta en sam-
kvæmt þeim er gert ráð fyrir 4%
lækkun á bandaríska markaðnum í
dag.
Icelandair fundar með ráðherrum
Ráðgert að flugáætlun dragist saman um 25-35% miðað við þá áætlun sem er í gildi Stjórn Ice-
landair Group fundaði í gærkvöld Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína niður í nær 0%
M Fjöldi flugfélaga í vanda »12
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Fundahöld Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Guðmundur Árna-
son, Ragnhildur Hjaltadóttir og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjórar.
Báðir stofnar kórónuveiru hafa
greinst hérlendis, S-stofn og L-
stofn, en sá síðari virðist valda
meiri veikindum.
Íslensk erfðagreining hóf skim-
anir fyrir veirunni síðastliðinn
föstudag og hafa nú rúmlega 2.500
einstaklingar mætt í skimun.
Níu sýni af þeim 1.222 sem höfðu
verið greind þegar Morgunblaðið
fór í prentun í gær voru jákvæð.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
markmið skimunarinnar sé að
fækka þeim sem smitast.
Samkomubann tók gildi á mið-
nætti og segir sóttvarnalæknir að
slíkt bann hafi reynst vel í barátt-
unni við aðra faraldra. »2
Báðar tegundir kór-
ónuveirunnar hafa
greinst á Íslandi