Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 9
Sprenging varð í sumarbústað í Langadal um klukkan ellefu á laug- ardagsmorgun. Sex voru í bústaðn- um þegar sprengingin varð, allt ungt fólk, en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Norður- landi vestra voru þrír fluttir á slysadeild á Akureyri. Hinir slösuðu voru allir með með- vitund og voru ekki alvarlega slas- aðir. Tveir voru þó með sýnilega áverka. Talsvert tjón varð á sumar- bústaðnum og þurfti að losa fólkið úr braki bústaðarins þegar björg- unaraðilar komu á vettvang, en fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita brugðust við til- kynningu um sprenginguna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór norður til að rannsaka slysstaðinn, en talið er að gas frá grilli hafi valdið spreng- ingunni. Lögreglan hafði ekki upp- lýsingar um líðan fólksins þegar eftir því var leitast í gærkvöldi. Sumarbústaðurinn er mikið skemmdur eftir sprenginguna. Sprengingin líklega vegna gasgrills Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Bústaður Sprengingin varð á laugardag. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands greindi frá því í gær að sést hefði til vorboðans ljúfa, lóunnar, á Flóanum við Höfn í Hornafirði. Er hún heldur fyrr á ferðinni en í fyrra, þegar fyrsta lóan sást í lok mars. Fyrir helgi voru dæmi þess að fólk á hressingargöngu á höfuð- borgarsvæðinu taldi sig hafa heyrt í heiðlóu. Þegar þetta var borið undir Jóhann Óla Hilmarsson, for- mann Fuglaverndar, taldi hann af- ar ólíklegt að svo hefði verið. Taldi hann líklegra að fólk hefði heyrt í stara herma eftir lóu. Það sé þekkt fyrirbæri, og lóan þurfi ekki að vera komin til þess að stari gerist eftirherma. „Það hefur heyrst lóuk- vak frá stara nokkrum vikum áður en þær fyrstu sýna sig,“ bætti Jó- hann Óli við. Ekkert hefur sést til vetrarlóu líkt og undanfarna vetur í fjörum á Suðurnesjum og innnesjum. „Enda er þetta búinn að vera leiðinda- vetur og síðustu lóurnar komu sér í burtu í nóvember.“ bjb@mbl.is Lóan sást á Flóanum við Höfn um helgina Morgunblaðið/Ómar Lóur Vorboðinn ljúfi lét sjá sig í Hornafirði í gær, heldur fyrr en vanalega. Meðalkomutími hefur verið 23. mars. Bubbi Morthens mun halda tón- leika á fjölum Borgarleikhússins alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur. Þetta staðfesti Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Kórónutónleikar með Bubba Morthens verða í beinu streymi úr Borgarleikhúsinu á föstudögum klukkan tólf,“ sagði hún, hæst- ánægð með uppátækið. Aukinheldur sagði Brynhildur að unnið væri að því að útfæra starfsemi leikhússins og reyna að leita leiða til að halda listinni á lofti meðan á samkomubanni stæði. Þar væri m.a. verið að skoða streymi á leiksýningum. „Við þurf- um að sjá hvað tveggja metra rým- ið leyfir okkur, hvers konar starf- semi við getum haldið úti. Við eigum fullt af uppteknu efni og getum verið með leiklestra og ann- að sniðugt.“ Bubbi með „kórónutónleika“ alla föstudaga Kóngurinn Bubbi ætlar að halda tónleika alla föstudaga samkomubannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.