Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 11

Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 11
AÐ GEFNU TILEFNI: Eins og heimsbyggðin öll stendur íslensk þjóð um þessar mundir frammi fyrir óvæntum aðstæðum og umtalsverðum breytingum í daglegu lífi sínu. Sumt er þó ólíklegt að fari úr skorðum. Eitt af því er framboð á mjólk og öllum helstu mjólkurvörum. Íslenskur mjólkuriðnaður hefur alla tíð sett hreinlæti og framleiðsluöryggi í öndvegi allrar starfsemi sinnar. Þau leiðarljós fá enn frekara vægi á tímum sem þessum. Um 550 kúabændur um land allt sinna frumframleiðslu mjólkur og reka afurðastöðvar sínar með þremur grunnstoðum; á Akureyri, Sauðárkróki og Selfossi auk minni stöðva í Búðardal og á Egilsstöðum. Allir verkferlar hafa verið lagaðir að nýjum aðstæðum til þess að lágmarka hættu á að starfsfólk forfallist. Þrátt fyrir mikla sérhæfingu afurðastöðvanna er einnig tryggt að þær geti hlaupið í skarðið hver fyrir aðra ef á þarf að halda. Hættan á mjólkurvöruskorti er þess vegna í lágmarki. Í góðu samstarfi við matvöruverslun í landinu munum við hér eftir sem hingað til leggja grunn að hnökralausu framboði á ferskum mjólkurvörum, ostum og öðrum helstu framleiðsluvörum okkar. Um leið leggjum við okkar lóð á vogarskálar fæðuöryggis á Íslandi og tökum undir með stjórnvöldum og forsvarsmönnum verslunarinnar um að ástæðulaust sé að breyta innkaupavenjum af ótta við vöruskort. Íslensk mjólk býr við mikið og dýrmætt framleiðsluöryggi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.