Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 12

Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir ● Fimmtudaginn 19. mars heldur VÍS aðalfund og var á laugardag til- kynnt um framboð til stjórnar. Eftirfarandi gefa kost á sér til setu í stjórn: Guðný Hansdóttir, Ína Björk Hannesdóttir, Jón Gunnar Borgþórsson, Marta Guðrún Blöndal, Már Wolfgang Mixa, Stefán Stefánsson, Valdimar Svav- arsson og Vilhjálmur Egilsson. Marta, Valdimar og Vilhjálmur sitja nú þegar í fimm manna stjórn félagsins. Jón Gunnar og Már gefa einnig kost á sér sem vara- menn, auk Ragnheiðar H. Magnúsdóttur og Sveins Friðriks Sveinssonar. ai@mbl.is Átta vilja í stjórn VÍS 16. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 134.19 134.83 134.51 Sterlingspund 169.09 169.91 169.5 Kanadadalur 97.15 97.71 97.43 Dönsk króna 20.029 20.147 20.088 Norsk króna 13.358 13.436 13.397 Sænsk króna 13.76 13.84 13.8 Svissn. franki 141.84 142.64 142.24 Japanskt jen 1.2617 1.2691 1.2654 SDR 185.08 186.18 185.63 Evra 149.71 150.55 150.13 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.6309 Hrávöruverð Gull 1588.15 ($/únsa) Ál 1642.0 ($/tonn) LME Hráolía 32.85 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Víða um heim bera forstjórar flug- félaga sig illa og biðla til stjórn- valda að hlaupa undir bagga með einhverjum hætti. Sum stærstu flugfélög heims hafa fellt niður fjölda ferða og sagt starfsfólki upp störfum tímabundið. Að því er Sky News greinir frá munu bresk flugfélög biðja ríkis- stjórn Borisar Johnsons um allt að 7,5 milljarða punda stuðning. Regnhlífarsamtökin Airlines UK, sem gæta hagsmuna flugfélaga á borð við British Airways, Virgin Atlantic og Ryanair, segja brýnt að stjórnvöld bregðist við án tafar ella kunni framtíð breska fluggeirans að vera í hættu. Norwegian Air er í hópi þeirra flugfélaga sem hafa fengið hvað harðastan skell vegna kórónuveir- unnar. Á fundi með blaðamönnum í Osló á föstudag sagði Jackob Schram, forstjóri flugfélagsins, að reksturinn þarfnaðist aukins fjár- magns með hraði. „Áríðandi er að það takist að styrkja lausafjárstöðu félagsins strax á næstu vikum, ekki á næstu mánuðum,“ sagði hann en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað um u.þ.b. 80% frá því um miðjan febrúar. Óvissa hefur verið um reksturinn frá ársbyrjun 2019 en þá lækkaði hlutabréfaverðið á skömmum tíma úr 20 dölum niður í u.þ.b. 5 dali á hlut. Líkt og Morgunblaðið greindi frá greip Norwegian til þess ráðs á fimmtudag að segja helmingi starfsmanna flugfélagsins tíma- bundið upp störfum og fella niður um 4.000 flugferðir vegna þess ástands sem kórónuveiran hefur skapað á mörkuðum. Schram segist vongóður um að norsk stjórnvöld liðsinni flugfélaginu og brást ríkis- stjórn Noregs við strax á föstudag með því að fella niður ákveðna skatta og gjöld á flugfélög til að létta þeim róðurinn. SAS skellir í lás Stjórnvöld í Frakklandi og Hol- landi hafa þegar gefið til kynna að þau muni leggja sig fram við að hjálpa Air France-KLM. Þá mun ríkisstjórn Þýskalands í dag funda með fulltrúum þýskra flugfélaga um hvort ríkisaðstoðar sé þörf. FT segir líklegt að ítölsk stjórnvöld muni þurfa að hjálpa Alitalia, en fé- lagið hefur þegar fengið 900 millj- ónir evra að láni frá hinu opinbera frá árinu 2017 og er rekið með miklu tapi. Sænsk-danska flugfélagið SAS tilkynnti á sunnudag að félagið hygðist aflýsa nær öllu flugi þar til aðstæður hafa skánað. Taka að- gerðir SAS gildi í dag, mánudag. Mun SAS segja u.þ.b. 10.000 manns upp störfum tímabundið eða um 90% allra starfsmanna flugfélags- ins, að því er Reuters greinir frá. „Eftirspurn eftir flugi til, frá og innan Skandinavíu hefur sama sem gufað upp,“ sagði Rickard Gust- afson, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi á sunnudag. „Við þurfum að aðlagast breyttum að- stæðum strax, og stöðvum stóran hluta starfseminnar.“ Hljóðið var öllu betra í stjórn- anda ungverska lággjaldaflug- félagsins Wizz Air, sem m.a. flýgur frá Keflavík til Búdapest, London, Vínar, Ríga, Litháen og fimm áfangastaða í Póllandi. Wizz Air til- kynnti á laugardag að allt flug til og frá Póllandi yrði stöðvað á sunnudag en áður hafði flugfélagið tímabundið lagt niður flug til Ítalíu. Þeir sem áttu bókað sæti hjá félag- inu munu eiga þess kost að fá end- urgreiðslu strax í formi inneignar sem nemur 120% af fargjaldinu og gildir í 24 mánuði, ellegar fá miða- verðið endurgreitt að fullu í gegn- um tímafrekt endurgreiðsluferli. Viðskiptaritið Budapest Business Journal greinir frá að Wizz Air hafi minnkað flugframboð sitt um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Eng- um starfsmönnum hefur verið sagt upp en sumir þeirra verið skikkaðir til að taka sér frí. Í viðtali við ung- versku fréttastofuna MTI sagði József Váradi, forstjóri Wizz Air, að fjárhagsstaða flugfélagsins væri stöðug og sjóðstreymi gott. Sagði hann jafnframt að núverandi að- stæður á flugmarkaði fælu í sér tækifæri fyrir flugfélög með góða lausafjárstöðu. Draga saman seglin í BNA Stór hluti flota bandarísku flug- félaganna mun standa óhreyfður næstu vikurnar vegna ferðatak- markana ríkisstjórnar Donalds Trumps. Á laugardag tilkynnti Am- erican Airlines að flugfélagið myndi fella niður 75% af millilandaflugi sínu fram til 6. maí, og verða nær allrar breiðþotur félagsins teknar úr notkun á meðan. American mun fljúga tvisvar á dag til London og þrisvar á viku til Tókýó auk þess að halda styttri alþjóðlegum flugleið- um opnum. Innanlands mun flug- sætaframboð American minnka um 20 til 30% í apríl og maí m.v. sama tímabil í fyrra. Delta upplýsti á föstudag að flug- félagið myndi minnka sætaframboð sitt um 40% á næstu mánuðum. Verða 300 flugvélar teknar úr notk- un og nærri öllu flugi til Evrópu hætt. United hyggst einnig draga úr flugi til Evrópu og er Southwest þá eina stóra bandaríska flugfélagið sem ekki hefur enn breytt flug- framboði sínu. Að sögn Reuters hyggst ríkis- stjórn Bandaríkjanna fara þess á leit við þingið að veita bandarísku flugfélögunum fjárhagslegan stuðn- ing vegna þess tjóns sem aðgerðir vegna kórónuveirunnar munu valda þeim. Fjöldi flugfélaga í vanda  Lítil eftirspurn og sóttvarnaaðgerðir hafa bitnað harkalega á fluggeiranum  SAS aflýsir nær öllu flugi og bandarísk félög fella niður millilandaflug AFP Tap Sýnt þykir að án stuðnings stjórnvalda muni flugfélög um allan heim eiga erfitt með að lifa af niðursveiflu komandi vikna og mánaða. Starfsmaður í hlífðarfatnaði sótthreinsar farþegarými vélar Vietnam Airlines. ● Aðalfundur Arion banka fer fram 17. mars og hafa allir núverandi stjórnar- menn og varamenn boðið sig fram til áframhaldandi setu. Frambjóðendur til stjórnar eru: Brynjólfur Bjarnason, Herdís Dröfn Fjeld- sted, Gunnar Sturluson, Liv Fiksdahl, Paul Richard Horner, Renier Lemmens og Steinunn Kristín Þórðardóttir. Eftirfarandi bjóða sig fram sem varamenn: Ólafur Örn Svansson, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Þröstur Ríkharðsson. ai@mbl.is Óbreytt stjórn hjá Arion STUTT ● Aðalfundur Marels verður haldinn miðviku- daginn 18. mars og kjósa hluthafar 5-7 fulltrúa í stjórn. Sjö manns gefa kost á sér til stjórnarsetu. Leggur núverandi stjórn til að kosnir verði sjö stjórnarmenn fyrir komandi starfsár. Þeir sem bjóða sig fram eru: Ann Elizabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Ástvaldur Jóhannsson, Lillie Li Valeur, dr. Ólafur Guðmundsson og Ton van der Laan. Öll sitja þau nú þegar í stjórn félags- ins að Lillie undanskilinni og kæmi hún í stað Margrétar Jónsdóttur. ai@mbl.is Sjö frambjóðendur í stjórn Marels Hagnaður stærsta olíufyrirtækis í heimi, Saudi Aramco, dróst saman um 20 prósent í fyrra. Greindi fyrir- tækið frá þessu í gær og sagði að ástæðan væri fyrst og fremst lægra olíuverð, að því er fram kemur í vef- riti New York Times. Þrátt fyrir þennan samdrátt held- ur Aramco velli sem eitt þeirra fyr- irtækja sem skila mestum hagnaði í heiminum. Voru heildartekjur fyrir- tækisins 88,2 milljarðar bandaríkja- dala árið 2019, en 111,1 milljarður dala árið áður. Útlit er fyrir að árið í ár verði þó ekki betra fyrir olíufyrirtæki en verð á hráolíu hefur nærri helmingast í kjölfar minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Sem dæmi er verð- ið á tunnu af Brent-hráolíu nú 33,25 dollarar, og telja sumir sérfræðingar að verðið muni lækka frekar þegar Rússar og lönd í Samtökum olíu- framleiðsluríkja (OPEC) auka fram- leiðslu meðan eftirspurn minnkar. Sem fyrr segir má samdrátt Aramco að miklu leyti rekja til lægra olíuverðs en einnig framleiddi fyrir- tækið minni olíu vegna hamla á OPEC og Rússlandi. Þá er framtíð Aramco talin ráðast að miklu leyti af ráðandi öflum í Sádi- Arabíu sem er stærsti eigandinn í Aramco. Hagnaður Aramco dróst saman um tuttugu prósent  Er enn eitt þeirra fyrirtækja sem skila mestum hagnaði AFP Stórfyrirtæki Olíuvinnslusvæði Saudi Aramco í Abqaiq.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.