Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íþví ástandikórónuveiru-faraldurs sem nú ríkir er óhætt að segja að hrikti í stoðum atvinnulífs- ins. Umsvifin aukast hjá ein- staka fyrirtækjum, en langflest verða fyrir verulegum skakka- föllum. Áfallið er mismikið eft- ir atvinnugreinum og hefur ferðaþjónusta og tengd starf- semi orðið illa fyrir barðinu á veirunni. Hið sama má segja um þá sem bjóða upp á manna- mót hverju nafni sem þau nefn- ast. Útlit er einnig fyrir veru- legan samdrátt í hvers kyns verslun og þjónustu, fyrir utan þær undantekningar þar sem aukning verður á eftirspurn í þessu óvenjulega ástandi. Þetta eru fordæmalausar að- stæður á friðartímum sem hafa miklum mun meiri áhrif á at- vinnulíf og efnahagsþróun en hefðbundin niðursveifla eða samdráttur sem gengur yfir hagkerfið með nokkuð reglu- legu millibili af ýmsum ástæð- um. Vegna þess hve aðstæð- urnar eru óvenjulegar og umfangsmiklar þarf að bregð- ast við með aðgerðum sem munar verulega um. Mikilvæg- ast af öllu fyrir landsmenn í efnahagslegu tilliti er að þó að nú hrikti í stoðum atvinnulífs- ins þá brotni þær ekki svo að úr verði langvarandi tjón. Mark- miðið nú hlýtur að vera að sigla þjóðarskútunni í gegnum öldu- skaflinn á eins skjótan og þægilegan máta og unnt er. Ýmsar aðgerðir hafa verið kynntar til að lina efnahags- lega áfallið og verður að teljast jákvætt að ríkisstjórn og Al- þingi hafi þegar brugðist við. Útfærsla aðgerðanna er þó nokkuð óljós og einstök fyrir- tæki sem sjá fram á erfiðleika eða eru þegar lent í þeim eiga erfitt með að átta sig á hvort eða með hvaða hætti þær gagnast þeim. Þetta veldur óvissu sem mikilvægt er að eyða sem fyrst. Eitt af því sem mundi skipta máli í þessu sambandi er að í stað þess að fresta greiðslu á helmingi af staðgreiðslu og tryggingagjaldi um einn mán- uð, eins og Alþingi ákvað fyrir helgi og gildir um gjalddagann í dag, þá falli þetta niður í ein- hvern tiltekinn tíma, svo sem tvo eða þrjá mánuði. Einhver slík útfærsla gerði fyrirtækj- unum auðveldara að meta stöðu sína, því að frestur til eins mánaðar dugar lítt í því ástandi sem nú er skollið á og líkur standa til að vari í að minnsta kosti nokkrar vikur og jafnvel mánuði, þó að vonandi fari smám saman að draga úr áhrifunum. Staðreyndin er líka sú að áður en kórónuveiran fór að leika atvinnulíf heimsins grátt var orðið miklu meira en tímabært að lækka skatta hér á landi. Ástandið nú gerir þá þörf aðeins enn skýrari og brýnni. Skattalækkun þolir enga bið, annars vegar tíma- bundin lækkun til að bregðast við ástandinu nú, og svo lækk- un til lengri tíma til að treysta stoðir atvinnulífsins til fram- tíðar. Steinþór Jónsson bakari, sem þekkir fyrirtækjarekstur af eigin raun, ritaði ágæta grein um þetta í Morgunblaðið á föstudag og hófst hún á þess- um orðum: „Mitt í öllum bolla- leggingum stjórnmálanna um aðgerðir til að örva atvinnulíf eða bæta kjör þegnanna hefur það alveg gleymst að fljótleg- asta og besta leiðin til að auka ráðstöfunartekjur, bæði ein- staklinga og fyrirtækjanna, er að lækka skatta. Það að ríkið fari í auknar innviðafjárfest- ingar er bæði æskilegt og nauðsynlegt. En atvinnulífið hefur ekki tíma til að bíða eftir því að það fari af stað.“ Í því ástandi sem nú ríkir verður að taka allt annars kon- ar ákvarðanir en við hefð- bundið ástand eða venjulega erfiðleika. Nú verða allir að standa saman í því að tryggja að atvinnulífið standi ofsaveðr- ið af sér. Við þykjumst vita að storminn lægi og það að lík- indum eftir ekki allt of langan tíma. En það þarf að tryggja að þegar það gerist þá standi hér eftir atvinnulíf sem ekki hefur brotnað saman í þessum tíma- bundna ofsa. Ábyrgðin á að þetta takist hvílir hjá öllum, þar með talið vitaskuld at- vinnulífinu og þeim sem þar starfa, sem ekki þarf að efast um að eru reiðubúnir til að taka á sig þær óvenjulegu byrðar sem þessu ógnarástandi fylgir. En ríkissjóður verður líka að taka á sig byrðar, bæði í formi aukinna útgjalda og lækkunar skatta, að því marki sem hægt er að kalla skattalækkun „byrðar“. Sú orðnotkun er auð- vitað vafasöm því að skattarnir eru byrðar atvinnulífs og al- mennings, auk þess sem lægri skattar eru líklegir, ekki síst tímabundin lækkun þeirra við þessar óvenjulegu aðstæður, til að verja stöðu ríkissjóðs til lengri tíma. Það versta sem fyrir stöðu ríkissjóðs gæti komið, og þar með fyrir vel- ferðarkerfið, er að atvinnulífið færi til langs tíma litið illa út úr því tímabundna ástandi sem nú ríkir. Það ber að forðast með öllum tiltækum ráðum. Frestur er eðli máls samkvæmt skamm- góður vermir} Skattalækkun þolir ekki bið F ræðin um stjórnarandstöðu segja: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnar- andstöðu.“ Svo var vitnað í Davíð Oddsson í Morgunblaðinu hinn 3. janúar 2001. Fræðin um stjórnarandstöðu eru rugl. Þessi stjórnarandstöðufræði sem núverandi ritstjóri Morgunblaðsins beitti eru ekkert annað en að- vörunin sem strákurinn fékk sem kallaði úlfur, úlfur. Það verður enginn munur á stjórnarand- stöðu vegna máls sem er gott eða slæmt. Utan frá lítur út fyrir að galað sé úlfur, úlfur í öllum málum sem gerir það að verkum að lokum að enginn tekur mark á stjórnarandstöðu. Það er auðvitað heppilegast fyrir vald- hafa þegar allt kemur til alls. Gagnrýnin verður að bak- grunnssuði og það verður alltaf að kalla hærra og hærra til þess að láta í sér heyra. Afleiðingin er að enginn heyrir og mál sem eru virkilega gagnrýniverð raungerast og kosta okkur formúu fjár eða brjóta á mannréttindum, eins og skipun dómara í Landsrétt og afturvirk skerðing líf- eyris. Í neyðarástandi verða þessi andstöðufræði enn alvar- legri því á meðan ástandið varir verður eftirlitið með að- gerðum stjórnvalda mikilvægara. Mesta freistingin til þess að misnota vald er nefnilega í neyðar- ástandi. Þá er mjög auðvelt að réttlæta allt, hvort sem réttlætingin stenst skoðun eða ekki. Neyðin gerir ábyrgð stjórnvalda vegna að- gerða mun meiri sem og gagnrýni stjórnar- andstöðu. Að beita aðferðafræðinni „að hjóla í öll mál“, sama hvað, er því sérstaklega óheið- arleg pólitík þegar um neyðarástand er að ræða. Mig langar því að segja það eins skýrt og greinilega og ég get. Þótt ég gæti sagt eitt og annað um aðgerðir stjórnvalda á undanförnum dögum þá hafa þær í heildina verið ágætar. Það er alltaf hægt að segja að það þurfi að gera meira, en þess háttar gagnrýni er nákvæmlega sú skemmdarverkastjórnarandstöðufræði sem Davíð Oddsson stundaði. Skemmdarverka- pólitík sem grefur undan almennu trausti í samfélaginu og fríar valdhafa frá ábyrgð í alvarlegum málum. Nú er því rétti tíminn til þess að segja að aðgerðir stjórnvalda hingað til hafa verið góðar og ég veit að það verður meira gert á næstunni. Ég skil þó óþolinmæði ým- issa hópa að hafa ekki fengið að vera með í ráðum þegar tilkynnt var um fyrstu aðgerðir stjórnvalda. Það þýðir ekki að þau hafi gleymst né séu neðar í forgangsröðuninni. Ég bið því fólk að fylgjast vel með valdhöfum, og líka með stjórnarandstöðu. Pössum upp á að pólitíkin geri slæmt skárra og gott betra. Ekki öfugt. Björn Leví Gunnarsson Pistill Stjórnarandstöðufræði, að hjóla í allt Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeir sem selja lopapeysurprjónaðar erlendis þótt þærséu úr íslenskri ull megaekki merkja peysurnar sem íslenska lopapeysu eða icelandic lopa- peysa. Matvælastofnun hefur sam- þykkt að þessi heiti verði skráð sem verndað afurðaheiti með vísan til upp- runa. Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðaheitið, í samræmi við lög sem tóku gildi fyrir fimm árum. Lopapeysan er annað heitið sem fær skráða vernd sam- kvæmt lögunum. Gerðar kröfur um gæði Skráning afurðaheitisins hefur mikla þýðingu fyrir prjónakonur hér á landi, ekki síst vegna þeirra gæða- krafna sem gerðar eru, að mati Ásdís- ar Óskar Jóelsdóttur, lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem var í forsvari fyrir umsóknina. Ás- dís segir að ítarlegar og samræmdar gæðakröfur helstu framleiðenda hafi fylgt með í umsóknarferlinu. Til stend- ur að stofna Íslenska lopapeysuráðið til að veita upplýsingar um gæðakröf- ur og leiðbeina nýjum framleiðendum. Ásdís hefur rannsakað sögu lopa- peysunnar og var bók hennar, Ís- lenska lopapeysan - uppruni saga og hönnun, meðal grunngagna umsókn- arinnar. Segir Ásdís að þegar prjóna- konur vilji selja vörur undir þessu heiti þurfi þær að fara að gæðakröf- unum. Þeir sem flytja inn peysur sem prjónaðar eru úr íslenskri ull geti vita- skuld gert það áfram en þær verði ekki seldar undir heitinu Íslensk lopa- peysa enda ekki handprjónaðar á Ís- landi. Óvenjuleg umsókn Það tók Matvælastofnun nokkuð langað tíma að afgreiða þessa umsókn enda kemur fram í upplýsingum frá Einari Erni Thorlacius, lögfræðingi hjá Matvælastofnun, að hún hafi kom- ið á óvart og sé frekar óvenjuleg á evr- ópskan mælikvarða. Stofnunin fékk andmæli frá Samtökum atvinnulífsins, innflytjendum og söluaðilum lopa- peysa og fleirum en meðmæli frá ein- um einstaklingi. Niðurstaða stofnunarinnar var að samþykkja umsóknina. Þeir sem eru ósáttir við hana geta vissulega óskað eftir afturköllun og það mál gæti farið fyrir dómstóla, á hvorn veginn sem niðurstaða Matvælastofnunar verður. Heimild til stjórnvaldssekta Langur kafli er um viðurlög og refsingar í lögunum. Eftirlitið er að stórum hluta falið heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga, þó eftir línum sem Mat- vælastofnun mun leggja. Hjá Mast er verið að forma leiðbeiningarnar. Einar Örn á von á því að heilbrigðiseftirlitið muni helst bregðast við ábendingum frá prjónakonum, þegar þær verði varar við misnotkun á vernduðu af- urðaheiti og auðkennismerki íslensku lopapeysunnar. Eftirlitsaðilum er heimilt að stöðva eða takmarka framleiðslu og markaðssetningu afurðar þegar rök- studdur grunur er um að hún sé ekki framleidd í samræmi við ákvæði lag- anna. Heimilt er að leita aðstoðar lög- reglu. Hægt er að leggja stjórn- valdssektir á framleiðendur sem brjóta gegn skráðu afurðaheiti eða auðkennismerki. Slíka heim- ild hefur heilbrigðiseftirlit ekki í öðrum málum. Sekir geta numið allt að 2 milljónum kr. Þá getur refsing varð- að sektum eða fangelsi í allt að sex mánuðum. Samræmdar gæða- kröfur fyrir lopapeysur Íslenska lopapeysan er aðeins önnur framleiðsluvaran sem fengið hefur vernd sem af- urðaheiti, samkvæmt þeim lög- um sem um þetta gilda. Áður hafði íslenskt lambakjöt fengið slíka skráningu, einnig með vís- an til uppruna. Nú er verið að fjalla um umsókn um breytingu á skráningunni í íslenskt lamb – Icelandic lamb. Matvælastofnun hefur ekki fengið neinar aðrar umsóknir og kemur það á óvart mið- að við það sem gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Æðarbændur hafa þó aðeins verið að huga að skráningu á íslenska æðardúninum. Ekki hefur verið sótt um skráningu á ýmsum séríslenskum afurð- um, svo sem skyri, svo dæmi sé tekið. Lítill áhugi á skráningu VERNDUÐ AFURÐAHEITI Ásdís Ósk Jóelsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Íslensk afurð Íslenska lopapeysan lifir góðu lífi. Með skráningu hennar sem afurðaheitis er leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.