Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 16

Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið o.fl. vinna nú að mótun nýrrar menntastefnu Ís- lands til ársins 2030. Þessi vinna gefur til- efni til að velta fyrir sér hvar brýnast sé að sækja fram og efla menntun. Tölu- verðar umræður hafa verið und- anfarin ár um stöðu og getu ís- lenskra barna og unglinga í ákveðnum námsgreinum. Margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála í kjölfar Pisa-kannana. Þar telja menn sig sjá veika stöðu íslenskra ungmenna i ýmsum greinum í samanburði við nemendur í ná- grannalöndum okkar. Má þar nefna lesskilning og kunnáttu í stærðfræði og raungreinum. Eng- in ástæða er til að gera lítið úr áhyggjum manna né gagnrýni. Eðlilegustu og bestu viðbrögðin eru að undirbúa sókn í kennslu þeirra námsgreina sem ekki koma nógu vel út að okkar mati. Auðvit- að má segja að allar námsgreinar séu mikilvægar en einhvers staðar verður að byrja sóknina. Eðlileg- ast er að fela skólastjórum og starfsmönnum þeirra að ákveða hvar skuli byrja og einnig með hvaða hætti. Skólastjórar, kenn- arar og aðrir fagaðilar í hverjum skóla eiga og verða að bera ábyrgð á vinnu nemenda í skólun- um. Ábyrgðina eiga þeir að bera gagnvart foreldrum nemenda sinna, skólanefnd og stjórnendum hvers sveitarfélags. Foreldrar/ forráðamenn beri ábyrgð á heima- námi barna sinna. Tillögur til úrbóta Greinarhöfundar leggja fram eftirfarandi tillögur: a) Unnið verði markvisst og skipulega að því að sem flestir nemendur í 1. og 2. bekk grunn- skólans verði læsir. Forráðamenn barnanna taki virkan þátt í verk- efninu. Ágæt regla er að nógu snemma sé byrjað að lesa fyrir börn. Hér gegna foreldrar/for- ráðamenn mikilvægu hlutverki. Þá skilja börn betur tilgang þess að læra að lesa. Þegar þau eru orðin nokkuð læs hefjist lestraræfingar með góðum bókum með viðráðan- legu og áhugaverðu lesefni. Lestr- aræfingum ljúki hvert sinn með umræðum um lesefnið. Í nánu samstarfi við foreldra þeirra barna sem ekki ná fullnægjandi tökum á lestri og lesskilningi við 11-12 ára aldur verði leitað allra viðeigandi úrræða. Ekki verði við það unað að nemendur eftir u.þ.b. 6-8 ára skólagöngu hvað þá 10 ára geti ekki lesið sér til gagns nema í afar sérstökum tilvikum. b) Ríkið geri grunnskólum kleift að ráða sérmenntaða og sérfróða kennara til að kenna og skipu- leggja kennslu í íslensku, stærð- fræði og raungreinum í öllum grunnskólum landsins í 7.-10. bekk. Margir skólar eru litlir og eiga í miklum erfiðleikum með að veita góða sértæka þjónustu í efri bekkjum grunnskólans. Menntun barna okkar er ekkert dægurmál og ríkið ber mjög ríkar skyldur varðandi stuðning við gott og heil- brigt skólahald í hverju sveitarfé- lagi um allt land. Gæta verður fyllsta jafnræðis og jafnréttis í rekstri hvers skóla óháð búsetu. Við erum ein þjóð. „Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja“. M. Joch. Menntun allra grunnskóla- nemenda á Íslandi Menntastefna heillar þjóðar má aldrei verða innantómt orðagjálfur eða tilraun einstakra manna til að skapa sér pólitíska glansmynd. Raunhæfri menntastefnu heillar þjóðar þarf að fylgja fram- kvæmdaáætlun og nægjanlegir fjármunir. Skortur á vel menntuð- um og sérhæfðum kennurum á síðari árum grunnskólans hefur verið viðvarandi í mörg ár. Án vel menntaðra og vel launaðra sér- hæfðra kennara, sem eru tilbúnir að leggja allan sinn metnað í störf sín og kennslu, verður þróuninni síðastliðin ár ekki snúið til betri vegar. Sérmenntaðir kennarar í hverri námsgrein eiga að annast menntun nemenda grunnskólans, a.m.k. frá og með 7. bekk. Sóknarfæri í kennslu mikilvægra námsgreina Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson »Menntastefna heillar þjóðar má aldrei verða innantómt orða- gjálfur. Raunhæfri menntastefnu þarf að fylgja framkvæmda- áætlun og nægjanlegir fjármunir. Þorsteinn Þorsteinsson Höfundar eru fyrrverandi skóla- stjórnendur í Garðabæ. thorsteinn2212@gmail.com Gunnlaugur Sigurðsson Í febrúarmánuði kom út skýrsla í Bretlandi um afbrot barnaníðinga í æðstu stöðum stjórnkerfis- ins. Meðal þekktra nafna voru þar Cyril Smith sem var á þingi fyrir Frjálslynda. Í ljós kom að næg gögn voru fyrir hendi til að dæma hann þegar á áttunda áratugnum fyrir að mis- nota drengi en ekki gert vegna þess að málið var „pólitískt við- kvæmt“. Önnur skýrsla er einnig tilbúin, skýrslan sem Sajid Javid bað um 2018 um „grooming“-gengin og nýráðinn innanríkisráðherra, Priti Patel, vill fá hana afhenta en Djúpríkið neitar. Priti virðist harðákveðin að fá skýrsluna en menn segja frekar af sér en af- henda hana. Það mál er einnig „pólitískt viðkvæmt“ og gæti þurrkað Verkamannaflokkinn út, því það var í 9 af hverjum 10 til- fellum í hans kjördæmum sem gengin fengu að athafna sig allt frá 1988, en það ár birti BBC fréttir af því að síkhar kvörtuðu undan því að pakistanskir músl- imar rændu síkhastúlkum, nauðg- uðu og seldu í vændi. Flest eru þó fórnarlömbin hvít og úr verka- mannastétt. Komið hefur í ljós að opin- berir starfsmenn borganna vissu vel hvað var í gangi en þögðu sakir ótta um að vera bolað úr starfi vegna ásakana um rasisma eða til að raska ekki jafnvægi í samskiptum kynþátta, eins og segir í skjali frá Barnavernd Roth- erham. Í Rotherham þar sem starfsemi gengjanna var fyrst rannsökuð hafa fundist 1.510 fórn- arlömb og í Telford voru stúlk- urnar um 1.000, þrátt fyrir að múslimar væru aðeins 2% íbúa. Áætla má að fjöldinn á landsvísu sé ekki undir 100.000. Maajid Na- was sem er í forsvari fyrir Quilli- am, umbótasamtök múslima, sagði árið 2017 að 84% meðlima gengj- anna væru múslimar og vill fá að sjá þessa skýrslu því sólarljósið sótthreinsi best. Fleiri vilja meina að það sé ekki múslimum í hag að reynt sé að leyna þessari hegðan og framleiddi Aljazeera t.d. árið 2012 myndina Lover Boys sem var tekin upp í Hollandi, en þessi gengi eru til í ýmsum löndum. Boðskapur hennar er að gerend- urnir kalli skömm yfir fjölskyldur sínar. Samtök múslima í Bretlandi neituðu lengi vel að viðurkenna þessa glæpi og sögðu þá uppspuna rasista en árið 2013 gáfu samtökin út staðlaða predikun sem for- dæmdi þessa hegðun, en hún fékkst aðeins flutt í fjórðungi mosknanna. Eins og við vitum af hegðun ISIS og Boko Haram þá líta sumir múslimar svo á að þeir hafi rétt til að taka kynlífsþræla úr hópi „vantrúaðra“. Í Kóran- inum (versi 24:33) segir að vísu að ekki skuli neyða ánauðugar konur í vændi vilji þær vera hreinlífar, en slíkt er nú ekki talið einkenna evrópskar konur. Allt frá 1885 hefur barnavændi verið ólöglegt en það ár tók Willi- am Th. Stead, ritstjóri Pall Mall Gazette, að sér að virkja almenn- ing til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í þeim efnum. Fólk þyrptist út á göturnar og kynferð- islegur lögaldur var hækkaður í 16 ár. Yfirvöld kunnu ekki að meta þetta framtak og var hann dæmd- ur til 3 mánaða fangelsisvistar af því hann hafði keypt 13 ára stúlku til að sanna mál sitt. Síðar varð þessi stúlka innblástur G.B. Shaw að Pygmalion. Flestar eru stúlkurnar á aldr- inum 13-16 ára en karlarnir 17-40. Þeir vingast fyrst við fórnarlamb- ið, bjóða í bíltúr, gefa gjafir og veita áfengi. Stúlkurnar telja að þær hafi eignast kærasta en svo koma sterku eiturlyfin, hópnauðg- anirnar, vændið og ofbeldið reyni þær að losna. Vændisútgerð ungra stúlkna er mjög ábatasöm. Mo- hammed Shafiq hjá Ramadhan- samtökunum hefur sagt að sumir glæpamennirnir geti halað inn 600 til 1.000 pund á kvöldi. Hann og fleiri hafa sagt rasisma gegn hvít- um að baki þessari atvinnugrein og stúlkurnar segja sjálfar að þær hafi verið kallaðar „hvítar hórur,“ „hvítar druslur“ eða „kafírar“. Í Ástralíu flokkuðu menn hópnauðg- anir Skaf-gengisins árið 2000 sem hatursglæpi gegn hvítum stúlkum. Vilji menn kynna sér þessi mál frekar má benda á bók Peter McLaughlin, Easy Meat. Áhugaleysi lögreglu er áberandi í öllum skýrslum. Hún handtók barnungar stúlkur fyrir vændi og jafnvel foreldra þeirra ef þeir reyndu að sækja stúlkurnar, en mun síður gerendurna. Frá 1988- 2009 féllu færri en 20 dómar en eftir að EDL-göngurnar sem Tommy Robinson stóð fyrir hófust 2009 þá fjölgaði dómunum og er Andrew Norfolk skrifaði tíma- mótagrein sína í The Times 2011 og fletti ofan af gengjunum þá voru dómarnir orðnir 56, og 91% dæmdra voru múslimar. Enn er gerendum lýst sem „As- íubúum“ en engir Asíubúar sem ekki eru múslimar hafa verið dæmdir og margir segja að þessi blekkingaleikur dugi ekki lengur og að vara verði grunnskólastúlk- ur við aðferðum og starfsemi gengjanna. Til er ágætis fræðslu- mynd, My Dangerous Loverboy, frá 2008 sem yfirvöld létu fram- leiða, en hún virðist aðeins hafa verið sýnd í einni borg og svo stungið undir stól. Haft er eftir Priti Patel að hún hafi ekki fyrr tekið við embætti í stjórn Borisar Johnson en viss öfl hafi farið að vinna í að koma sér frá. Hún er m.a. ásökuð um stjórnsemi og fullyrt að MI5 treysti henni ekki fyrir upplýs- ingum – sem MI5 bar til baka, en þar sem hún hefur stuðning Bor- isar og ráðgjafa hans er ekki ómögulegt að henni takist að herja út þessa mikilvægu skýrslu. Um breska djúpríkið og verndun glæpamanna Eftir Ingibjörg Gísladóttir » Skýrsla um vænd- issölugengi er fang- að hafa unglingsstúlkur í vef sinn nær óáreitt í Bretlandi áratugum saman fæst ekki afhent þótt þess sé krafist. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.