Morgunblaðið - 16.03.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.03.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Rússland CSKA Moskva – Ufa ................................ 0:0  Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn með CSKA. Sochi – Krasnodar................................... 2:0  Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá Krasnodar og kom ekki við sögu. Úkraína Oleksandriya – Kolos Kovalivka ........... 4:2  Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Kolos Kovalivka. Kasakstan Kaspij Aktau – Astana ............................ 2:3  Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 77 mínúturnar með Astana og skoraði fyrsta mark liðsins. Tyrkland Kayserispor – Yeni Malatyaspor........... 2:1  Viðar Örn Kjartansson spilaði síðari hálfleikinn með Yeni Malatyaspor og skor- aði mark liðsins. B-deild: Akhisarspor – Erzurum.......................... 0:0  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn með Akhisarspor. Ungverjaland Újpest – Paks ........................................... 1:1  Aron Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Újpest. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin 8-liða úrslit, seinni leikur: BATE Borisov – Dinamo Minsk............. 3:2  Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE sem er komið í undanúrslit, 5:3 samanlagt.  Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá ráðningu Sebastians Al- exanderssonar sem þjálfara meist- araflokks karla hjá félaginu. Skrif- ar hann undir þriggja ára samning við Fram. Sebastian þekkir vel til hjá Fram því hann gekk í raðir félagsins sem leikmaður árið 1998 frá Aftureld- ingu og lék með því til 2003. Þá varð hann bikarmeistari með Fram árið 2000. Sebastian gekk aftur til liðs við Fram árið 2011 og lék með liðinu leiktíðina 2011-2012, þá 42 ára að aldri. Sebastian var lengi þjálfari hjá Selfossi og þjálfaði m.a. kvennalið félagsins með góðum árangri og Míluna í næstefstu deild karla. Und- anfarin tvö ár hefur hann verið þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og er liðið sem stendur í þriðja sæti í Olísdeildinni. Mun markvörðurinn fyrrverandi taka við af Halldóri Jóhanni Sigfús- syni sem tekur við Selfossi fyrir næsta tímabil. Fram er í níunda sæti Olísdeild- arinnar, einu stigi frá Stjörnunni, sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, en óljóst er um framhald deildarinnar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mikil hreyfing hefur verið á þjálfaramálum deildarinnar að undanförnu. Gunnar Magnússon hættir með Hauka eftir tímabilið og tekur við Aftureldingu og Aron Kristjánsson tekur við Haukaliðinu. Þá verður Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar frá og með næsta tímabili. Sebastian snýr aftur í Safamýrina Fram Sebastian Alexandersson stýr- ir Fram frá og með næstu leiktíð. GOLF Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á South African Women’s Open- golfmótinu í Höfðaborg í Suður- Afríku um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Lék Valdís þrjá hringi á samanlagt tveimur höggum undir pari. Valdís lék fyrsta hringinn á 72 höggum, ann- an hringinn á 70 höggum og þriðja hringinn á 72 höggum. Valdís var á tímabili aðeins einu höggi frá toppsætinu, en henni fataðist flug- ið á níu síðustu holum mótsins og varð því að gera sér sjöunda sætið að góðu. Kom mér í mörg færi „Ég er smá svekkt með seinni níu,“ sagði Valdís í samtalið við Morgunblaðið eftir lokahringinn. „Ég var með tvö þrípútt þar sem ég fékk skolla. Ég var að koma mér í helling af færum en ég var ekki að setja neitt ofan í. Ég er ánægð en á sama tíma svekkt með þennan árangur,“ bætti hún við. Valdís var í heildina nokkuð ánægð með spilamennskuna á mótinu sem var stöðugri en oft áð- ur. Stundum eru miklar sveiflur í leik Valdísar. Hringirnir þrír um helgina voru hins vegar jafnir og góðir. „Spilamennskan yfir höfuð var fín og ég kom mér í mörg færi en auðvitað hefði ég viljað setja fleri pútt ofan í. Flatirnar hérna eru svolítið erfiðar en mér fannst ég oft lesa þær rétt, en stundum er þetta svona.“ Árangurinn hjá Valdísi er sá besti á árinu, en mótið var það þriðja á tímabilinu sem hún tekur þátt í. Þá hefur hún aðeins þrisvar náð betri árangri á mótaröðinni, en hún gerðist atvinnumaður árið 2014. Hefur hún nú fjórum sinnum verið á meðal tíu efstu kylfinga á mótum Evrópumótaraðarinnar. Valdís fékk rúmar 4.500 evrur fyr- ir árangurinn, eða um 700.000 krónur. Kórónuveiran hefur áhrif á Valdísi eins og flesta aðra íþróttamenn í dag og lýsti hún yfir vonbriðum sínum með að næstu mótum í mótaröðinni yrði frestað þar sem hún er í góðu standi. „Mér finnst ég vera í góðu formi og því auðvitað svekkjandi að veiran sé í gangi núna. Mér finnst ég eiga mikið inni og hlakk- aði til að spila í næstu viku, en nú er búið að fresta því móti og ég verð í fríi í það minnsta næstu sex vikurnar,“ sagði Valdís við Morg- unblaðið. Guðrún nálægt niðurskurði Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einnig á meðal kylfinga á mótinu en hún var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Lék hún þá á samanlagt sjö höggum yfir pari og hafnaði í 72. sæti. Slæmur fyrri hringur skemmdi fyrir Guðrúnu en hún lék hann á 80 höggum. Lék hún töluvert bet- ur á seinni hringnum eða á 71 höggi. Besti árangur Guðrúnar á mótaröðinni í ár á þremur mótum er 65. sæti. Næsta mót á mótaröðinni átti að fara fram í Sádi-Arabíu 19.-22. mars en Alexandra Armas, fram- kvæmdastjóri mótaraðarinnar, staðfesti eftir mótið að ekki yrði leikið í arabaríkinu. „Þó að þetta hafi ekki verið sú niðurstaða sem við vonuðumst eftir vil ég þakka mótshöldurum í Sádi-Arabíu fyrir að hafa reynt hvað þeir gátu til að mótið gæti farið fram. Við munum vinna náið með þeim til að finna aðra dagsetningu á þessu sögulega móti,“ sagði hún í yfirlýsingu. Næsta mót á að fara fram 7.-9. mars í Frakklandi og eru Guðrún Brá og Valdís báðar skráðar á mótið. Ástandið verður hins vegar að batna töluvert til að mótið fari fram. Ánægð en á sama tíma svekkt  Valdís var í harðri toppbaráttu  Spilamennskan fín en púttin að klikka Ljósmynd/LET Höfðaborg Valdís Þóra Jónsdóttir náði góðum árangri í Suður-Afríku. Kvennalið Stjörnunnar í knatt- spyrnu er komið í sóttkví vegna kórónuveirunnar en liðið sneri heim úr æfingaferð frá Spáni um helgina. Alls hafa um 7.800 manns greinst með veiruna á Spáni og þar af eru tæplega 300 látnir vegna hennar. Spánn er það Evrópuland sem hefur lent næstverst í veirunni á eftir Ítalíu. Stjarnan á að mæta Þór/KA á útivelli í 1. umferð Íslandsmótsins 1. maí næstkomandi. Hins vegar er óljóst hvort mótið hefst á réttum tíma vegna útbreiðslu veirunnar. Í sóttkví eftir æf- ingaferð á Spáni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sóttkví Stjörnukonur verða í sóttkví næstu vikurnar. Evrópska knattspyrnusambandið mun funda með aðildarfélögum sín- um á morgun og verður í kjölfarið einhverjum af fjölmörgum spurn- ingum um framtíð knattspyrnunnar í álfunni svarað. Um helgina bárust fréttir þess efnis að knattspyrnusam- bandið væri að íhuga að fresta EM þangað til í desember til að hægt væri að klára yfirstandandi tímabil í stærstu deildum Evrópu. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill hins vegar að EM verði frestað þar til sumarið 2021 og kemur sú lausn einnig til greina. Hvað verður um Evrópumótið? Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Evrópumót Ísland vonast til að vera með í lokakeppni Evrópumótsins. Enska knattspyrnufélagið Manchester City áfrýjaði tveggja ára banni félagsins frá Meistaradeild Evrópu sem UEFA úrskurðaði félagið í í febrúar til Alþjóða- íþróttadómstólsins, CAS. Kórónuveiran gæti hins veg- ar haft áhrif á áfrýjunina. Forráðamenn City vonuðust til að áfrýjunin yrði tekin fyrir snemma í sumar en dómstóllinn hefur þegar frestað þremur málum og eru í það minnsta sextán mál á dagskrá dómstólsins áður en áfrýjun enska félagsins verður tekin fyrir. City var úrskurðað í bannið af UEFA fyrir að gefa rangar upplýsingar um styrktaraðila. Samkvæmt úr- skurðinum lugu forráðamenn City til um að 67,5 millj- ónir punda sem eigandinn Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan setti í félagið hefðu verið auglýsingatekjur. Sömu sögu er að segja um aðrar átta milljónir punda árið 2015. Þá var félagið sektað um 30 milljónir evra. Veiran gæti haft áhrif á bannið Pep Guardiola Ekki stendur til að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó eins og staðan er núna, þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveir- unnar. Þetta staðfesti Shinzo Abe forsætisráðherra Jap- ans á blaðamannafundi. Abe og ríkisstjórn Japans eru staðráðin í að halda Ólympíuleikana samkvæmt áætlun, þrátt fyrir frestanir á stórum íþróttaviðburðum víðs- vegar um heiminn. Donald Trump Bandaríkjaforseti stakk upp á að fresta leikunum um eitt ár en það er ekki á stefnu- skránni hjá Abe. „Við munum komast yfir útbreiðslu veirunnar og halda Ólympíuleikana án vandræða,“ sagði Abe. Japan mun vinna náið með Alþjóðaólymp- íusambandinu, sem mun hafa lokaorðið um hvort leikarnir fara fram á til- settum tíma. Um 1.500 manns hafa sýkst af veirunni í Japan og á þriðja tug látist af völdum hennar. Ætla að halda Ólmypíuleikana Shinzo Abe

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.