Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020  Guðlaug Edda Hannesdóttir tók þátt í heimsbikarsmótinu í þríþraut í Mooloolaba í Ástralíu um helgina og endaði í 24. sæti. Guðbjörg var rúmum 30 sekúndum á eftir fremstu konu eft- ir sundið og í stórum hópi sem kláraði hjólreiðarnar saman. Guðlaug hélt svo sínu striki í hlaupinu, þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli. Fyrir keppnina var Guðlaug í 35. sæti af 56 kepp- endum og nældi hún því í mikilvæg heimslista- og ólympíustig með ár- angrinum.  Ezequiel Garay, knattspyrnumaður hjá Valencia á Spáni, er einn þeirra fimm hjá félaginu sem hafa greinst með kórónuveiruna. Fjórir aðrir ónefndir meðlimir úr leikmanna- og þjálfarateymi félagsins hafa greinst með smit.  Ítalska knattspyrnufélagið Fiorent- ina frá Flórens tilkynnti á laugardags- morgun að tveir leikmenn liðsins og einn sjúkraþjálfari væru smitaðir af kórónuveirunni. Áður hafði einn leik- maður liðsins, Dusan Vlahovic frá Serbíu, greinst smitaður og nú hafa þeir Patrick Cutrone og argentínski fyrirliðinn Germán Pezzella bæst í hópinn, ásamt sjúkraþjálfaranum Stefano Dainelli. Cutrone er í láni hjá félaginu frá Wolves á Englandi. Í til- kynningu frá Fiorentina segir að þeir séu allir í góðu ástandi á heimilum sín- um í Flórens. Þar með hafa níu leik- menn í ítölsku A-deildinni verið greind- ir með veiruna en áður voru það þeir Manolo Gabbiadini, Omar Colley, Morten Thorsby, Albin Ekdal og Ant- onio La Gumina hjá Sampdoria í Ge- noa og Daniele Rugani hjá Juventus.  David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, er kominn úr sóttkví. Mo- yes tók sjálfur ákvörðun um að fara í sóttkví eftir að Mikel Arteta, knatt- spyrnustjóri Arsenal, greindist með kórónuveiruna. Moyes stýrði West Ham gegn Arsenal og tók í höndina á og ræddi við Arteta meðan á leiknum stóð. Skotinn slapp hins vegar með skrekkinn því hann smitaðist ekki. Í kjölfar þess að Arteta smitaðist voru allir leikmenn Arsenal og West Ham sendir í sóttkví, en ekki hafa fleiri smit verið staðfest úr herbúðum félaganna.  Körfuknattleiksmaðurinn Christian Wood hjá Detroit Pistons er þriðji leik- maðurinn í NBA-deildinni sem greinist með kórónuveiruna. Áður höfðu Rudy Gobert og Donovan Mitchell hjá Utah Jazz greinst með veiruna.  Willum Þór Willumsson og sam- herjar hans í BATE Borisov eru komnir í undanúrslit hvítrússneska bikarsins í fótbolta eftir 3:2-heimasigur á Dinamo Minsk í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum á laugardag. BATE hafði einnig betur í fyrri leiknum, 2:1, og vann því einvígið samanlagt 5:3. Will- um lék allan leikinn með BATE, sem varð síðast bikarmeist- ari árið 2015 og hefur í þrígang hampað bik- armeistaratitlinum. Deildarkeppnin í Hvíta-Rússlandi hefst 19. mars næstkomandi en BATE hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð. Eitt ogannað KÓRÓNUVEIRAN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HSÍ og KKÍ frestuðu fyrir helgi öllum leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og samkomub- annsins sem hófst á miðnætti. KKÍ frestaði leikjum í fjórar vikur og HSÍ ótímabundið. Enn er óljóst hvort hægt verði að klára Íslands- mótin, hvort meistarar verði krýndir eða hvort lið falli eða fari upp um deildir. Morgunblaðið heyrði í lykilleikmönnum þeirra liða sem eru efst í Olísdeildum karla og kvenna í handbolta og Dominos-deildunum í körfubolta. Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir leikur með Fram, sem er með fimm stiga forskot á Val á toppi Olísdeildarinnar. Framliðið hefði getað tryggt sér deildarmeistaratitilinn síðasta föstudag. „Við áttum að spila á föstudaginn og við ætluðum að tryggja okkur deildarmeistaratitil. Við fengum svo fréttir um það klukkan 16:45 að öllu yrði aflýst. HSÍ ætlaði að koma með bikarinn í leikinn og svo var U liðið okkar að vinna Grillið (næstefstu deild) og þær ætluðu að taka á móti bik- arnum á sama tíma. Það hefði ver- ið gaman að klára það fyrir þetta hlé sem enginn veit hversu lengi verður,“ sagði Þórey við Morgun- blaðið. „Við skiljum ákvörðun HSÍ og sérstaklega ef það eru komin smit í liðin, en að sama skapi var súrt að fylgjast með körfuboltaleikjum sem fóru fram um kvöldið,“ bætti hún við. Þórey er óviss við hverju á að búast varðandi það sem eftir lifir tímabilsins. „Ég flakka á milli en ég vona innilega að við getum spilað úrslitakeppni. Það yrði súr- sætt ef þetta væri búið og við krýndir meistarar,“ sagði Þórey. Skrítið að fá medalíu í pósti Valur er með tveggja stiga for- skot á FH á toppi Olísdeildar karla og Magnús Óli Magnússon, næstmarkahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni, heldur í vonina um að úrslitakeppnin fari fram. „Deild- inni verður örugglega hætt en von- andi getum við spilað í úr- slitakeppni eftir mánuð eða svo. Það yrði töluvert skemmtilegra,“ sagði Magnús og tók í sama streng og Þórey með að það yrði furðu- legt að vera krýndur meistari án þess að spila. „Ég veit ekki alveg hvernig mér myndi líða ef þessu yrði hætt og við krýndir meist- arar. Það yrði skrítið símtal ef mér yrði óskað til hamingju og medalían kæmi í pósti,“ sagði Magnús við Morgunblaðið. Það yrði engin gleði Hlynur Bæringsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og liðsmaður toppliðs Stjörnunnar í körfubolt- anum, er hræddur um að tímabilið sé búið, en vonar á sama tíma að svo sé ekki. „Mín tilfinning er sú að þetta sé búið. Hvað ef einhver smitast eftir viku? Hvað ætlum við þá að gera? Þetta er erfið ákvörð- un en mín tilfinning er sú að þetta sé búið,“ sagði Hlynur sem vill alls ekki spila fyrir luktum dyrum. „Vonandi veður samt hægt að spila þetta í einhverju formi og þá með áhorfendum, annað væri glatað. Ég væri frekar til í að spila seinna en í tómum húsum. Það væri hálfvonlaust að vera í fimmta leik í úrslitum og Svali Björgvins og Hannes (Jónsson formaður KKÍ) væru þeir einu sem væru að horfa,“ sagði Hlynur, sem er lítið spenntur fyrir því að verða meist- ari án þess að spila. „Það væri engin gleði á bak við það, ég við- urkenni það. Það væri mjög skrít- ið,“ sagði Hlynur. Karfan lítil í stóra samhenginu Þá sló Morgunblaðið einnig á þráðinn til Helenu Sverrisdóttur, bestu körfuknattleikskonu landsins og leikmanns deildarmeistara Vals. Hún er sammála Hlyni og grunar að ekki verði leikið meira. „Ég held þetta sé búið og það sé verið að kaupa þennan frest til að ákveða hverjir munu falla og hverjir munu koma upp. Þetta er staða sem hefur aldrei komið upp áður og ég held þetta snúist um það hvort það verði einhverjir meistarar eða hvort þessu verði slaufað og enginn verður meist- ari,“ sagði Helena. Hún segir að það yrði skrítið að vera meistari án þess að spila og mjög svekkjandi ef enginn verður krýndur meistari. „Það yrði auð- vitað rosalega skrítið. Þótt við séum deildarmeistarar þá eigum við eftir að vinna okkur það inn að verða Íslandsmeistarar og fara í gegnum úrslitakeppnina. Það yrði svo rosalega fúlt ef öll þessi vinna síðan í ágúst væri farin út um gluggann ef það verður enginn meistari. Maður er svo fúll yfir að karfan sé mögulega búin, en að sama tíma, þá er karfan svo lítil í þessu stóra samhengi,“ sagði Hel- ena. Hún er ekki hrifin af þeirri hug- mynd að spila fyrir luktum dyrum. „Ég held að það sé ekki hægt heldur. Það er tímaspursmál hve- nær einhver úr liðunum þurfa að fara í sóttkví. Það er ekki langt síðan Skallagrímur fékk að fresta leik vegna veikinda leikmanna, þá þurfa lið væntanlega að fresta leikjum þegar það eru 3-4 í sóttkví,“ sagði Helena. Óttast að tímabilið sé búið  Lykilmenn toppliðanna óttast að ekki verði leikið meira Vilja úrslitakeppni en framhaldið óljóst  Lítil gleði að verða meistari án þess að spila Helena Sverrisdóttir Þórey Rósa Stefánsdóttir Magnús Óli Magnússon Hlynur Elías Bæringsson Rúnar Már Sigurjónsson fer vel af stað á leiktíðinni í fótboltanum í Kasakstan því hann skoraði fyrsta mark Astana í 3:2-útisigri á Kaspiy í efstu deild þar í landi í gær. Rúnar skoraði einnig í fyrstu umferðinni gegn Kyzyl-Zhar og er því kominn með tvö mörk í fyrstu þremur um- ferðunum. Astana, sem er ríkjandi meistari, er í toppsætinu með sjö stig eftir þrjár umferðir. Rúnar skoraði sjö mörk í 23 leikjum á síðustu leiktíð og komu fimm markanna í Evr- ópudeildinni. Rúnar Már aftur á skotskónum Morgunblaðið/Eggert Mörk Rúnar Már Sigurjónsson byrjar leiktíðina í Kasakstan vel. Landsliðskonan Sara Rún Hinriks- dóttir var valin besti leikmaður bik- arúrslitanna í breska körfuboltanum er hún og liðsfélagar hennar í Leic- ester Riders urðu bikarmeistarar með 70:66-sigri á Durham í Glasgow í gær. Sara skoraði 23 stig, tók 7 frá- köst og gaf eina stoðsendingu. Var hún valin maður leiksins af móts- höldurum í leikslok. Sara hefur leik- ið vel með Leicester í vetur og var hún valin besti leikmaður síðustu umferðar í deildarkeppninni er hún skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Sara maður leiks- ins í bikarúrslitum Ljósmynd/Leicester Riders Meistari Sara Rún var maður leiks- ins í bikarúrslitum í Glasgow. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Viðar Örn Kjartansson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark í tyrknesku úrvals- deildinni í gær. Hann gerði þá mark Yeni Malatyaspor sem tapaði 2:1 á útivelli fyrir Kayserispor í mikilvægum fallbaráttuslag. Þetta var sjöundi leikur Viðars sem kom til félagsins í láni frá Ro- stov í Rússlandi í janúar en lið hans er nú aðeins fyrir ofan fallsæti deildarinnar á hagstæðri marka- tölu. Liðinu hefur ekkert gengið löndum af þeim níu þar sem hann spilaði á ferlinum. Viðar er búinn að ná þeim Hann- esi Þ. Sigurðssyni og Alfreð Finn- bogasyni. Hannes skoraði í deilda- keppni í sjö af þeim níu löndum þar sem hann lék á sínum ferli og Al- freð hefur skorað í öllum sjö lönd- unum þar sem hann hefur spilað. Þá er Viðar sjötti Íslendingurinn sem skorar í tyrknesku úrvalsdeild- inni. Á undan honum voru Eyjólfur Sverrisson (9), Atli Eðvaldsson (4), Ólafur Ingi Skúlason (3), Grétar Rafn Steinsson (1) og Gunnar Heið- ar Þorvaldsson (1). undanfarna mánuði og vann síðast leik 15. desember. Með þessu marki hefur Viðar náð þeim áfanga að skora í deilda- keppnum allra sjö landanna þar sem hann hefur leikið á ferlinum. Íslandi, Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísr- ael, Rússlandi og nú síðast Tyrk- landi, samtals 142 mörk, þar af 89 í efstu deildum erlendis. Aðeins Eiður í fleiri löndum Hann er fjórði Íslendingurinn sem nær að skora í deildakeppnum sjö landa. Eiður Smári Guðjohnsen á metið en hann skoraði mörk í átta Viðar Örn með mark í sjöunda landinu Morgunblaðið/Egger Jóhannesson Sjö Viðar Örn Kjartansson hefur skorað í sjö mismunandi löndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.