Morgunblaðið - 18.03.2020, Side 1
Baldur Arnarson
Guðmundur Magnússon
Kristófer Oliversson, eigandi
CenterHótela, segir fimm af sjö hót-
elum keðjunnar verða lokað vegna
gríðarlega afbókana síðustu daga.
„Við þurftum að færa starfsfólk
úr gestamóttöku og setja upp sér-
staka bókunardeild til að taka á
móti afbókunum því við höfðum ekki
undan. Þetta er að deyja út næstu
vikurnar,“ segir Kristófer.
Páll L. Sigurjónsson, forstjóri
KEA-hótela, sagði félagið hafa lok-
að Hótel Apóteki tímabundið vegna
fækkunar ferðamanna.
Til skoðunar sé að sameina tíma-
bundið rekstur fleiri KEA-hótela í
Reykjavík en þau eru alls sjö þar.
Hann segir KEA-hótelin munu
standa þennan storm af sér. Hins
vegar þurfi að koma til meiri að-
gerða en nú hafa verið kynntar.
Margt þarf að ganga upp
„Það er engin launung að margt
þarf að koma til svo þetta gangi
upp. Það þurfa allir að gera sitt.
Hvort sem það er ríkið, bankar,
leigusalar, launþegar eða rekstrar-
aðilar.“
Ólafur Torfason, stjórnarformað-
ur Íslandshótela, segir þann mögu-
leika að loka hótelum verða ræddan
á stjórnarfundi í dag. Keðjan hefur
þegar leigt Fosshótel Lind undir
sóttkví vegna kórónufaraldursins.
Munu þurfa meiri aðstoð
Geir Gígja, sölu- og markaðsstjóri
Hótel Cabin, Hótel Kletts og Hótel
Arkar, segir stöðuna grafalvarlega.
Óvíst sé hvort nýtingin á herbergj-
um verði yfir 10% næstu tvo mán-
uði.
„Við bíðum eftir útspili ríkis-
stjórnarinnar,“ segir Geir. Ferða-
þjónustan muni „ekki þrauka þetta
nema það komi eitthvað meira til“.
Samkvæmt heimildarmönnum
Morgunblaðsins úr bankakerfinu
var tvísýnt um rekstur margra
gististaða. Nú sé hætt við gjaldþrot-
um. Þrýstingur verði á að bjarga
ekki félögum sem eiga sér ekki lífs-
von.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni störfuðu að meðaltali
um sjö þúsund manns hjá hótelum í
október og um 24 þúsund í fjórum
greinum ferðaþjónustu.
Fyrirhugaðir lokanir á hótelum
Loka fimm hótelum af sjö
Varúðarráðstöfun CenterHótela KEA-hótelin loka einu hóteli Hótelin þurfa meiri frá stuðning frá ríkinu
Þúsundir starfa í hættu Algjört samkomubann í Danmörku Ytri landamæri ESB-ríkjanna lokuð í 30 daga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lokað Hótel Apótek hefur verið
lokað vegna fjölda afbókana.
snerta því þúsundir starfsmanna.
Víða í nágrannalöndunum hefur
verið gripið til róttækra ráðstafana,
m.a. útgöngubanns og lokana landa-
mæra, til að hefta útbreiðslu kór-
ónuveirunnar. Þá eru víðtækar að-
gerðir til að verja efnahagslífið.
Allar samkomur 10 manna eða fleiri
verða óheimilar í Danmörku frá og
með klukkan 10 fyrir hádegi í dag.
Kaffihúsum, veitingastöðum og
verslunarmiðstöðvum verður lokað.
Leiðtogar ESB-ríkjanna samþykktu
í gær að loka ytri landamærum að-
ildarlandanna til 30 daga. Ísland er
meðal ríkja sem bannið nær ekki til.
MKórónuveira »2, 4, 6, 8, 12-14
og ViðskiptaMogginn
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 66. tölublað 108. árgangur
FERÐAÞJÓN-
USTA Á
KROSSGÖTUM
HORFST Í
AUGU VIÐ
FORTÍÐINA
EM KARLA
VERÐUR FRESTAÐ
TIL NÆSTA ÁRS
BRÚÐUMEISTARINN 29 ANNIR HJÁ FORYSTU KSÍ 27VIÐSKIPTAMOGGINN
Morgunblaðið/Eggert
Annir Bílstjórar Heimkaupa voru í
óðaönn að ferma bílana í gærdag.
Fyrirtæki sem bjóða upp á netversl-
un með mat og fleiri vörur hafa vart
undan að sinna eftirspurn eftir að
samkomubann var sett á og kórónu-
veirusmitum fjölgaði hér á landi.
„Það hefur verið fjórfalt eða
fimmfalt meiri sala í matvöru en var
áður,“ segir Guðmundur Magnason,
forstjóri Heimkaupa. Fyrirtækið
bætti í gær við morgunvakt í út-
keyrslu til að anna eftirspurn. Nettó
varð að hætta að taka á móti pönt-
unum um helgina vegna ásóknar.
10 tonn af lóðum seldust
Sala á heilsuræktarvörum hjá
versluninni Hreysti í Skeifunni tók
mikinn kipp um síðustu helgi, eftir
að samkomubann var sett á, og fólk
sá fram á færri heimsóknir í líkams-
ræktarstöðvar. Gunnar Emil Egg-
ertsson, framkvæmdastjóri Hreysti,
segir að tíu tonn af ketilbjöllum og
handlóðum hafi selst á föstudag og
laugardag. Von er á nýrri sendingu á
næstunni. »4 og ViðskiptaMogginn
Brjálað að
gera í net-
versluninni
Mikil sala á lík-
amsræktartækjum
Í gær greindust fleiri kórónuveirusmit hér á
landi en nokkru sinni áður og voru alls orðin 247
í gærkvöldi. Skimanir sérfræðinga Íslenskrar
erfðagreiningar benda þó ekki til þess farald-
urinn sé að færast í aukana á Íslandi. Þeir hafa
greint 2.640 sýni úr skimunum í Turninum í
Kópavogi. Reyndust 22 vera jákvæð eða vel inn-
an við eitt prósent. Flest smitin hefur verið hægt
að rekja til skíðaferða Íslendinga til Ítalíu.
Í gær höfðu rúmlega 185 þúsund smit verið
staðfest víðs vegar um heiminn og 7.330 ein-
staklingar látist, eða 3,8 prósent. Þá hafa rúm-
lega 80 þúsund manns náð sér eftir veikindin.
Mikil auking hefur verið í dreifingu veirunnar á
meginlandi Evrópu, sérstaklega á Ítalíu, Spáni
og í Þýskalandi.
Morgunblaðið/Eggert
KÓRÓNUVEIRU-
FARALDUR
5
manns hafa náð
sér og eru lausir
úr einangrun
247
hafa smitast af
kórónuveirunni
hér á landi
2.282
hafa verið settir
í sóttkví
2.278
sýni hafa verið tekin
1
andlát ferðamanns,
sem var með smit, til
rannsóknar hér
Aldrei fleiri smit verið greind hér á einum degi
MKórónuveira »2, 4, 6, 12 og ViðskiptaMogginn