Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 2
2
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Kórónuveiran er farin að hafa áhrif á starfshætti Alþingis og
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Til að tryggja nauðsyn-
lega tveggja metra fjarlægð milli manna sitja nokkrir borg-
arfulltrúar á áhorfendapöllum á meðan aðrir eru í sal borgar-
stjórnar. Pallarnir eru ekki opnir almenningi á meðan. Í
þingsal er aðeins setið í öðru hverju sæti og verða því líklega
ekki fleiri en tuttugu þingmenn þar í einu og þá þeir sem taka
þátt í umræðum hverju sinni. Aðrir þingmenn verða í hliðar-
herbergjum og skrifstofum sínum. Við atkvæðagreiðslur
verður þingmönnum hleypt inn í þremur hópum. Þingfundum
verður fækkað.
Upplýst var í gær að einn starfsmaður Alþingis, sem verið
hefur í sóttkví, hefði reynst vera smitaður af veirunni. Hann
er sagður á batavegi. Tveir aðrir starfsmenn eru í fyrirskip-
aðri sóttkví vegna samskipta við smitaða einstaklinga, en eru
báðir frískir. Þá eru einhverjir þingmenn og starfsfólk í sjálf-
skipaðri sóttkví eða smitvari vegna aðstæðna, ýmist af per-
sónulegum heilsufarsástæðum eða vegna einhvers nákomins.
Í þeim hópi er Ásmundur Friðriksson alþingismaður en gest-
ur á heimili hans greindist með veiruna. Ásmundur hefur ver-
ið lasinn að undanförnu en er ekki með veiruna.
Mótar starfshætti Vegna fyrirskipaðra fjarlægðarmarka milli manna þarf hluti borgarfulltrúa að sitja á áhorfendapöllum og aðeins hluti alþingismanna má vera samtímis í þingsalnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veiran mótar braginn á Alþingi og í borgarstjórn
Teitur Gissurarson
Þórunn Kristjánsdóttir
„Við tökum að okkur að vera útvörð-
ur áfram. Það held ég að sé heppi-
legast fyrir okkur.“ Þetta sagði Sig-
ríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður ut-
anríkismálanefndar, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld. Sam-
þykkt var á fundi leiðtoga Evrópu-
sambandsríkjanna í gær að loka
landamærum þess til næstu 30 daga.
Tilkynnti Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, ákvörðunina í gær-
kvöld.
Höfum ekki áhuga
Ferðabannið nær þó ekki til rík-
isborgara EFTA-ríkjanna, þar á
meðal Íslands, og Stóra Bretlands
og segir Sigríður þetta vera fýsileg-
asta kostinn fyrir okkur Íslendinga
eins og er. „Að mínu mati, að
minnsta kosti, þyrfti frekari skoð-
anir hér á landi ef við ætluðum að
loka landamærum Íslands fyrir öll-
um utan Schengen-svæðisins. Við
höfum ekki áhuga á því að mínu
mati, enn sem komið er.“
Sigríður segist telja að tilgangur-
inn með lokun landamæranna sé að
draga úr lokunum einstakra ríkja.
„Ástæðan fyrir því að fram-
kvæmdastjórnin er að gera þessa til-
lögu er að þau eru örugglega að
reyna að fá einstök ríki Evrópusam-
bandsins til hverfa frá ákvörðun um
að loka sínum landamærum sjálf-
stætt. Ég veit ekki hvort þeim tekst
það. Hvort þeir ætli að selja Dönum,
Norðmönnum, Ítölum og Spánverj-
um þá hugmynd, en ég veit ekki
hvort þeim tekst það.“
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra ræddi í gær símleiðis
við Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, um bann við ferðum
ferðamanna af Schengen-svæðinu,
sem nær einnig til íslenskra ríkis-
borgara. „Við ræddum um mikil-
vægi þess að viðhalda áfram góðum
samskiptum þegar þessum heims-
faraldri lyki. Ég lagði líka áherslu á
mikilvægi þess að viðhalda flugi milli
landa út af sérstakri stöðu landsins,“
sagði Guðlaugur í samtali við mbl.is í
gærkvöld.
Sagði Guðlaugur að þeir hefðu
einnig orðið ásáttir um að undirbúa
samráð á sérfræðingastigi um þessi
mál, hugsanlega í tengslum við efna-
hagssamráð ríkjanna í stærra sam-
hengi. Sagði Guðlaugur brýnt að nú
væri unnið að því að takmarka tjónið
sem og að undirbúa að nýta sem best
sóknarfæri sem skapast þegar kór-
ónuveirufaraldrinum lýkur.
Leysist ekki alveg á næstunni
„Þó að hlutirnir gerist mjög hratt
verðum við að horfast í augu við það
að þetta leysist ekki alveg á næst-
unni. Þetta snýst í rauninni um að
þegar um hægist, hvenær sem það
verður, getum við nýtt tækifærin.
Bæði með þessum fundum og öðrum
erum við að vinna að því að tak-
marka tjónið,“ sagði Guðlaugur.
Fýsilegasti kosturinn fyrir okkur
Leiðtogar ESB tóku ákvörðun um lokun landamæra en bannið nær ekki til EFTA-ríkjanna
Utanríkisráðherra segir brýnt að takmarka tjónið af kórónuveirufaraldri og undirbúa sóknarfæri
Morgunblaðið/Eggert
Sigríður Á.
Andersen
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Leifsstöð Ferðabann ESB nær ekki yfir ríkisborgara EFTA-ríkja.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Landris er hafið að nýju við fjallið
Þorbjörn á Reykjanesi en það er
hægara nú en það sem mældist í
lok janúar. Þetta staðfesta bæði
gps-mælingar á svæðinu og einnig
gögn frá gervihnöttum. Vísinda-
menn á Veðurstofu Íslands, Jarð-
vísindastofnun Háskólans og Ísor
funduðu í morgun og rýndu nýj-
ustu mælingar og gögn.
Líklegast er að kvikusöfnun hafi
tekið sig upp að nýju á sama stað.
Engin merki eru þó um gosóróa.
Þetta kemur fram á vef Veður-
stofu Íslands en vísindaráð Al-
mannavarna kemur saman í næstu
viku.
Landrisið er á sömu slóðum og
það var í lok janúar. Verulega
hafði dregið úr því í lok febrúar og
virtist það hafa stöðvast tímabund-
ið. Nýjustu gögn sýna að frá byrj-
un mars hefur land risið rétt innan
við 20 mm.
„Landrisið núna virðist mjög
hægt og mun hægara en í lok jan-
úar. 20 mm er í raun sáralítið
landris og mjög erfitt að greina
svo litla breytingu með þeirri
tækni sem fyrir hendi er. Oft þarf
því að safna gögnum í nokkra daga
til að fá það staðfest að landris
hafi orðið eða eigi sér stað,“ segir
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarð-
eðlisfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands.
„Nú erum við farin að sjá merki
um landris og benda okkar út-
reikningar til þess að það eigi sér
svipaðan uppruna og landrisið í
janúar,“ segir Benedikt.
Landris við Grindavík
Hægara en það sem mældist í janúar Líklega kvikusöfn-
un á sama stað og áður Sérfræðingar funda um stöðuna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landris Hreyfingarnar eru við fjall-
ið Þorbjörn skammt frá Grindavík.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020