Morgunblaðið - 18.03.2020, Page 10

Morgunblaðið - 18.03.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikið fannfergi er nú í Hrafnkelsdal og kveðst Aðalsteinn Sigurðarson, bóndi á Vaðbrekku, varla muna eftir öðru eins á síðari árum. Síðustu þrjá vetur kom varla nokkur snjór. Í gær voru um tíu dagar síðan vegurinn um Hrafnkelsdal var síðast mok- aður. Yfirleitt er mokað á viku fresti. Búið er á tveimur bæjum í dalnum, Vaðbrekku og Aðalbóli. „Það er búið að vera rysjótt veður í að verða mánuð eða meira,“ sagði Aðalsteinn. Norðan- og austanáttir hafa verið ríkjandi. Ef snjóar í aust- anátt getur snjóað hroðalega mikið. Alla jafna er snjólétt í Hrafnkelsdal og úrkomulítið. Aðalsteinn mældi í fyrradag ákomuna nóttina áður. Þá höfðu bæst við um 40 sentimetrar of- an á snjóinn sem fyrir var. Aðalsteinn notar vélsleða eða sex- hjól á beltum til að komast um. Í gær fór hann á sleðanum að Eiríks- stöðum á Jökuldal til að sækja póst og vistir. Búið var að opna þangað. Mikill snjór var fyrir innan Eiríks- staði og vegurinn inn að Brú og áfram inn Hrafnkelsdal lokaður. Að- alsteinn sagði að ekki væsti um sig og allar frystikistur fullar af kjöti! Hann er með rétt um 400 kindur á fóðrum. Veðrið hefur verið svo leið- inlegt að varla hefur verið hægt að opna glugga á fjárhúsunum hvað þá að hleypa fénu út. Féð var rúið í haust en vetrarrúningurinn bíður þess að veðrið skáni og hægt verði að lofta út. Hann er með um 100 kindur í fjárhúsum á Þórustöðum, sem eru um tvo km innan við Vað- brekku. Hugmyndin var að taka þær heim eftir fengitímann en það hefur ekki verið hægt. „Maður dregur bara heyrúllur til þeirra á snjónum,“ sagði Aðalsteinn. Töluvert hefur sést af hrein- dýrum. „Þau koma niður í þessu leiðindaveðri,“ sagði Aðalsteinn. Hann er ekki viss um að það séu jarðbönn hjá þeim. „Ég held að það hafi verið svo hvasst uppi að það hafi rifið af öllum hálsum svo þau komast alveg í að kroppa.“ Kafsnjór á Norðurlandi „Við mokum og mokum og mokum en það bætist alltaf á,“ sagði Heimir Gunnarsson, þjónustustjóri Vega- gerðarinnar á Akureyri. Hann sagði að mikið hefði snjóað síðustu daga. Reynt hefur verið að sinna vegum á aðalleiðum en ekki verið mikil tök á að sinna sveitavegunum. Þeir hafa margir verið opnaðir en ekki mok- aðir almennilega. Svo skefur í og fyllir um leið aftur. „Menn hafa ekki séð svona snjó lengi og eru að tala um veturinn 1995, að þetta sé af þeirri stærðar- gráðu,“ sagði Heimir. Ástandið hef- ur víða verið slæmt frá Botna- staðabrekku, ofan við Húnaver, í vestri og austur á Sandvíkurheiði milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Fljótin eru full af snjó og hefur ekki náðst að moka almennilega inn að Deplum. Mikill snjór er á Siglufirði. Víkurskarð er lokað en fært um Vaðlaheiðargöng. Mjög mikill snjór er á Grenivík. Lítið þarf að blása til að Ljósavatnsskarð lokist. Sjóblásarar eru að störfum um allt svæðið til að reyna að halda veg- unum opnum. Tveir blásarar eru í fullri vinnu 15-17 tíma á sólarhring til að halda Norðausturvegi um Hólaheiði og Hófaskarði opnum. Heimir segir að eftir daginn í dag eigi veðrið að snúast til hins betra frá því sem það hefur verið. Horfur séu á aðeins mildara veðri þótt ekki sé nein hláka í kortunum. Gríðarmikið fannfergi fyrir norðan og austan  Annar eins snjór og nú hefur ekki sést árum saman Ljósmynd/Aðsend Fannbarinn Aðalsteinn Sigurðarson segir að mikið hafi snjóað. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef heyrt af þessu máli í fjöl- miðlum og er undrandi yfir því. Ég vil eðlilega heyra viðbrögð Matvæla- stofnunar við því hvað þarna er að gerast áður en ég tjái mig meira um málið opinberlega,“ sagði Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Al- þingis. Hún var spurð hvað henni þætti um framgöngu Matvælastofnunar (MAST) gagnvart Bjarna Óskars- syni á Völlum í Svarfaðardal. Eins og Morgunblaðið greindi fyrst frá 5. mars síðastliðinn er Bjarni með bleikjueldi sér til gamans og til eigin nota í tjörn á landareign sinni. MAST krafðist þess að Bjarni greiddi tæplega 500 þúsund krónur í leyfisgjöld vegna bleikjueldisins og aflaði sér rekstrarleyfis. Ella yrði hann að hætta eldinu. MAST bendir á að engar sérreglur gildi um fiskeldi í smáum stíl og telur sig vera að sinna skyldum sínum og fara að lög- um um fiskeldi. Minnisblað kemur til greina Lilja Rafney sagði að væri eðlilegt ástand í þjóðfélaginu væri atvinnu- veganefnd búin að kalla fulltrúa MAST á sinn fund til að útskýra þeirra hlið á málinu og þær aðgerðir sem stofnunin hyggst ráðast í vegna bleikjanna á Völlum. Ekki hefur gef- ist tækifæri til þess vegna mikilla anna við þingmál í tengslum við kór- ónuveirufaraldurinn sem gengur nú yfir. Auk þess eru fundahöld tak- mörkuð og mál sem eru á leið í gegn- um þingið látin ganga fyrir. Mál sem tekin væru á dagskrá við eðlilegar aðstæður eru því látin bíða. Lilja Rafney sagði að við þessar aðstæður kæmi til greina að óska eftir minn- isblaði frá MAST um málið í stað þess að kalla fulltrúa stofnunarinnar fyrir atvinnuveganefnd. Talar um „stofnanaofbeldi“ Bjarni skrifaði alþingismönnum bréf og vakti athygli á málinu og því sem hann kallar „stofnanaofbeldi“. MAST krefst þess að Bjarni svari því hvenær hann ætlar að tæma tjörnina. Hann ætlar að gera það um leið og snjóa og ísa leysir af tjörn- inni. Reynt var að ná tali af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær, en án árangurs. Vill fá að heyra viðbrögð MAST  Bleikjutjörnin á Völlum til umræðu Lilja Rafney Magnúsdóttir Bjarni Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.