Morgunblaðið - 18.03.2020, Side 11

Morgunblaðið - 18.03.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Sjómennirnir á Aþenu ÞH 505 frá Húsavík voru að gera klárt fyrir grásleppuna í vikunni en áttu þó ekki von á því að leggja netin alveg á næstu dögum. Þar hafði veðurspáin meiri áhrif heldur en kórónuveiran. Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle Giants á Húsavík, gerir Aþenu út til grá- sleppuveiða og ferðaþjónustu þess utan. Bát- urinn er nýkominn úr mikilli klössun í Trefjum í Hafnarfirði þar sem m.a. var skipt um vél. Grásleppuveiðar máttu hefjast 10. mars, sem er tíu dögum fyrr en venjulega. Þær upplýsingar fengust hjá Landssambandi smábátaeigenda í gær að tólf bátar hefðu þegar landað afla og hefðu fengið 1,5 tonn að meðaltali í róðri. Eink- um eru það bátar á Eyjafjarðarsvæðinu og á svæði sunnan Langaness sem eru byrjaðir veið- ar. Alls hafa 22 bátar virkjað leyfi til að hefja veiðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Grásleppuvertíð að komast í gang Rask við gróðursetningu vegna skóg- ræktar gæti aukið kolefnislosun, að því er fram kemur í umsögn Um- hverfisstofnunar vegna fyrirhugaðr- ar skógræktar á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal. Þar er fyrirhugað að rækta skóg á 50 hektara svæði og óskaði Skipulagsstofnun eftir um- sögn Umhverfisstofnunar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Í heildina litið telur Umhverfisstofn- un ekki líklegt að framkvæmdin muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir m.a.: „Í greinargerð kemur meðal annars fram að eitt af mark- miðum framkvæmdarinnar sé að binda kolefni í skóginum. Umhverfis- stofnun vill benda á að á norðlægum slóðum er talið að mest kolefni sé bundið í jarðvegi, en röskun á yfir- borði lands, t.d. með plægingu, getur leitt til aukinnar losunar á CO2 og er ekki með vissu vitað hvenær trjá- gróður sem gróðursettur er í plóg- farinu muni fara að binda kolefni svo nokkru nemi en það gæti tekið all mörg ár. Meðan svo er gæti gróðursetning þar sem landi er umbylt haft neikvæð áhrif í för með sér vegna losunar á CO2 umfram bindingu í trjágróðri.“ Umhverfisstofnun telur mjög já- kvætt að við skógræktina verður sér- staklega hugað að því að fella skóg- lendið að landslagi. Einnig að forðast verði að mynda beinar línur með gróðri og að efst á skógræktar- svæðinu verði gróðursett birki, gisið og óreglulegt, þannig að mörk skógar og lands utan hans verði mildari en ella hefðu verið. aij@mbl.is Skógrækt gæti aukið losun  Gróðursetning þar sem landi er umbylt gæti haft neikvæð áhrif í för með sér Salan í Vínbúðunum var nokkru meiri í síðustu viku en í sambæri- legri viku fyrir ári. Samtals seld- ust 416 þúsund lítrar af áfengi í liðinni viku en 383 þúsund lítrar 11.-16. mars í fyrra. Aukningin í vikunni nam 8,65%, sam- kvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu. Salan var heldur minni í Vínbúðunum mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag í síðustu viku en á sama tíma í fyrra. Á fimmtudag og föstudag varð hins vegar talsverð aukning og þá sérstaklega á föstu- daginn. Þá voru seldir 32 þúsund fleiri lítrar í Vínbúðunum en föstudaginn 15. mars í fyrra, eða 165 þúsund lítrar á móti 133 þús- und lítrum, sem er um 24% aukn- ing. Á sama tíma voru miklar ann- ir víða í stórmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu. Velji rólegri tíma Að jafnaði koma flestir viðskiptavinir í Vínbúðirnar seinnihluta dags á föstudögum og laugardögum. Á heimasíðu Vín- búðanna eru viðskiptavinir beðnir um að hafa það í huga og eru hvattir til að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum ef þeir hafa tök á, þ.e. fyrri hluta dags og fyrri hluta vikunnar. Með því minnki áhættan bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk í baráttunni við útbreiðslu á kór- ónaveirunni. Einnig er viðskipta- vinum bent á að snertilausar greiðslulausnir séu betri kostur en að greiða með peningum. Þannig fækki mögulegum smitleiðum. aij@mbl.is Meira var selt í Vín- búðunum  Hægt að fækka mögulegum smitleiðum Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Kimono Stærðir M-XXL. Verð 6.990,- Bolur Stærðir M-XXL. Verð 3.990,- Buxur Stærðir M-XXL. Verð 5.950,- SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND ÚT MARS Ekkert mál að skipta og skila Bjarni Helgason jarð- vegsfræðingur lést 21. febrúar sl. 86 ára að aldri. Útför hans hef- ur farið fram í kyrr- þey. Bjarni fæddist 1. desember 1933, sonur hjónanna Helga Tóm- assonar, yfirlæknis á Kleppi, og Kristínar Bjarnadóttur. Bjarni ólst upp á Kleppi, þar sem faðir hans var yfirlæknir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og nam eftir það jarðvegsfræði við Háskólann í Aberdeen, lauk því námi 1955 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1959, en hann var aðstoðarkennari við skólann á árunum 1957-58. Hann lauk auk þess BA-prófi í landafræði frá Háskóla Íslands ár- ið 1956. Bjarni var sérfræðingur við Búnaðardeild Atvinnudeildar HÍ frá 1959 og hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins frá 1965 til loka starfsævi sinnar, en þar var hann deildarstjóri jarðvegs- deildar frá 1980. Bjarni var í fjölmörgum nefnd- um, starfshópum og félagsstarfi. Hann var meðal annars formaður Félags sjálfstæðismanna í Háaleit- ishverfi og sat í stjórn Félags sjálf- stæðismanna í Foss- vogi. Hann var einn af forgöngumönnum Varins lands. Þá sat Bjarni m.a. í stjórn Skógræktarfélags Ís- lands og Land- græðslusjóðs, var for- maður Félags íslenskra náttúru- fræðinga og átti sæti í sérfræðinganefnd á vegum Evópuráðsins um jarðvegseyðingu, í stjórnskipaðri nefnd til að endurskoða lög um sölu og dreifingu mjólkur og stjórnskip- aðri nefnd um neytendamálefni. Þá sat Bjarni í stjórn RALA, Áburðarverksmiðju ríkisins, skóla- nefnd Skóla Ísaks Jónssonar og stjórn Neytendasamtakanna. Hann var formaður Veiðifélags Þingvallavatns. Út hafa komið fjölmargar fræði- greinar eftir Bjarna bæði hér á landi og erlendis. Hann var einnig virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins alla tíð og vann ötullega að upp- byggingu skógræktar í Hagavík í Grafningi. Eiginkona Bjarna var Guðrún Kristín Magnúsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Magnús, Helgi, Kristín og Hjalti. Andlát Bjarni Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.