Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Ég hef áður ritað
grein í þetta blað um
hugsanleg úrræði í
húsnæðismálum í
tengslum við „lífs-
kjarasamningana“ og
það má spyrja hvort
það sé ekki tækifæri
núna á tímum ástands-
ins varðandi CO-
VID-19-veiruna til að
setja af stað aðgerðir?
Aðgerðirnar sem hér er lagt upp
með eru að ríkið kaupi eignir á móti
þeim sem uppfylla skilyrði, þ.e. geta
ekki keypt eignir, ná ekki greiðslu-
getumati eða eiga þess ekki kost að
öðrum gildum ástæðum að eignast
fasteignir að fullu.
Ríkið kaupir þá og greiðir fyrir
nauðsynlegt hlutfall eignanna á móti
viðkomandi kaupanda, eignast hlut-
fall í fasteigninni miðað við framlagið
og ef hún verður seld fær ríkið greitt
fyrr sinn eignarhluta. Ákvörðun um
kaup og sölu liggi hjá kaupandanum.
A. Viðskipti með fasteignir á þess-
um forsendum fari fram á frjálsum
markaði og hafa því ekki áhrif á
markaðsverð fasteigna, eða verð-
myndun á fasteignamarkaði.
B. Engir félagslegir íbúðaklasar
(„gettó“) verða til með neikvæðum
áhrifum sem reynslan hefur sýnt að
geti orðið.
C. Ekki er um lánveitingu af hálfu
ríkisins að ræða, hvorki styrkveitingu
né víkjandi lán sem hefur áhrif á
greiðslugetu eða markaðskjör, hvorki
kaupenda né seljenda.
D. Einungis er um hluta kaupenda
að ræða.
E. Fjármögnun ríkisins er ein-
greiðsla. Hún verður að öllum lík-
indum mjög takmörkuð í ljósi þess
sem segir í C-lið hér á undan.
F. Endurgreiðsla ríkisframlagsins
verður við sölu á við-
komandi fasteign. Fast-
eignir hafa í ljósi sög-
unnar verið helsti
hvatinn að verðbólgu
undanfarna áratugi og
undanfarinn áratug
hefði neysluverðs-
vísitala farið lækkandi
oft og tíðum á milli mán-
aða ef húsnæðisliðurinn
hefði ekki verið inni í
vísitölugrunninum.
G. Þannig kemur rík-
ið til með að hagnast á þessari aðferð
þegar fram líða stundir, eða alla vega
tryggja verðgildi framlagðra fjár-
muna. Það má því búast við því að að-
gerðin verði sjálfbær.
H. Eignarhald kaupenda verður
hvati að betri umgengni og viðhaldi
fasteigna en ef um leiguíbúðir er að
ræða, enda á kaupandi ríkra hags-
muna að gæta varðandi sinn eign-
arhlut. Endursöluverð betra á góðum
eignum en þeim sem lakari eru.
I. Aðgerðin mun styrkja atvinnulíf
á byggingarmarkaði, sem er full þörf
á. Alla vega í augnablikinu þegar
margs konar aðrar aðgerðir rík-
isstjórnarinnar eru á döfinni varðandi
atvinnulífið í heild sinni vegna hinna
óvenjulegu kringumstæðna sem ríkja
í tengslum við COVID-19-veiruna.
Því er spurt: Er tækifæri núna?
Eftir Magnús
Axelsson
Magnús Axelsson
» Aðgerðirnar sem hér
er lagt upp með eru
að ríkið kaupi eignir á
móti þeim sem geta ekki
eignast fasteignir að
fullu.
Höfundur er fasteignasali með yfir 40
ára reynslu í starfi.
maxfasteignir@gmail.com
Er tækifæri núna til
að koma með úrræði
í húsnæðismálum?
Krabbamein í
blöðruhálskirtli er al-
gengasta krabbamein
karla. Ekki er skimað
kerfisbundið fyrir
þessu krabbameini,
eins og brjósta-
krabbameini kvenna.
Það er þó hægt að
mæla mótefni, kallað
PSA (protate specific
antigen), sem myndast
þegar líkaminn bregst við óeðlilegri
stækkun á blöðruhálskirtli. Hækkun
á þessu mótefni getur bent til
krabbameins í kirtlinum, en það
getur líka verið vegna bólgna. Jafn-
vel þótt það greinist krabbamein í
kirtlinum er ekki endilega best að
fara í meðferð sem miðar að því að
reyna að útrýma krabbameininu, sé
það staðbundið inni í kirtlinum. Það
eru nefnilega talsverðar líkur á því
að meinið haldi sig innan kirtilsins.
Þá er oft valin meðferð sem nefnist
virkt eftirlit. Ekki er reynt að fjar-
lægja meinið heldur fylgst vandlega
með því.
Aukaverkanir
Öll meðferð sem miðar að því að
útrýma meininu hefur aukaverkanir
í för með sér. Þær algengustu eru
minnkuð limstífni og þvagleki.
Skurðaðgerð þar sem kirtillinn er
fjarlægður leiðir oft til minnkaðrar
nautnar við fullnægingu. Þú getur
látið meta PSA á heilsugæslustöð,
en áður en sú ákvörðun er tekin er
ráð að velta því aðeins fyrir sér
hvort það sé æskilegt í þínu tilviki.
Til dæmis: Ef þú reynist vera
með staðbundið
krabbamein í kirtl-
inum, hvað viltu þá
gera? Það eru yf-
irgnæfandi líkur á að
þú lifir í minnst 10 ár,
þrátt fyrir grein-
inguna, með eða án
meðferðar. Veljir þú að
fara ekki í meðferð
sem miðar að því að
reyna að uppræta
meinið, til að forðast
aukaverkanir, tekur þú
ákveðna áhættu sem
fylgir því að lifa með krabbamein-
inu. Er það ásættanlegt fyrir þig?
Eða myndir þú alltaf velja að láta
fjarlægja meinið þrátt fyrir hættuna
á aukaverkunum? Þetta eru spurn-
ingar sem hver og einn verður að
gera upp við sig ef um er að ræða
staðbundið krabbamein í blöðru-
hálskirtli.
Karlaklefinn
Til að hjálpa þér að taka upplýsta
ákvörðun um PSA-mælingu hefur
Krabbameinsfélagið látið þýða og
staðfæra gagnvirkt hjálpartæki í
samvinnu við Háskólann í Reykja-
vík, þar sem upplýst er um kosti og
vandkvæði ólíkra leiða út frá þínum
forsendum. Farðu inn á karlaklef-
inn.is og kannaðu málið.
Á ég að láta mæla PSA?
Eftir Ásgeir R.
Helgason
» Farðu inn á karla-
klefinn.is og kann-
aðu málið
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við Há-
skólann í Reykjavík og sérfræðingur
hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is
Enn er of mörgum
spurningum ósvarað
eftir að síðasta haftið
var sprengt 17 apríl sl.
í Dýrafjarðargöngum.
Sunnan ganganna
geta aurskriður, grjót-
hrun og snjóflóð sem
enginn sér fyrir sópað
veginum í Mjólkárhlíð,
fyrirvaralaust niður í
fjörurnar og eyðilagt
endanlega allar til-
raunir til að byggja upp öruggan og
hindrunarlausan heilsársveg í 500 m
hæð á Dynjandisheiði, sem sleppur
aldrei við of mikla veðurhæð á sek-
úndu og 6-12 metra snjódýpt.
Viðbúið er að þessi uppbyggði veg-
ur á heiðinni tapi fljótlega gildi sínu
þegar inngrip náttúruaflanna í
Mjólkárhlíð kemst í fréttirnar og
flækir strax málið stuðnings-
mönnum heilsársvegar á Dynjand-
isheiði til mikillar hrellingar. Lof-
orðin sem samgönguráðherra gefur
um að þar verði án jarðganga undir
Meðalnesfjall, auðvelt í beinu fram-
haldi af Dýrafjarðargöngum að
byggja upp í 500 m hæð yfir sjáv-
armáli á snjóléttu svæði hindr-
unarlausan heilsársveg eru á skjön
við raunveruleikann og vekja falsk-
ar vonir heimamanna sem verða
vonsviknir þegar það sannast að nú-
verandi vegur í Mjólkárhlíð sleppur
hvergi við hætturnar á aurskriðum,
snjóflóðum og grjóthruni og síðan
hvað? Ég spyr. Hvernig getur sam-
gönguráðherra í stríðinu við nátt-
úruöflin treyst því að vel upp-
byggður vegur um Dynjandisheiði
tryggi alla vetrarmánuðina öruggar
heilsárssamgöngur
milli Vesturbyggðar,
Barðastrandar og
byggðanna norðan
Hrafnseyrarheiðar án
jarðganga undir Með-
alnesfjall, sem yrðu um
700-800 m löng. Fyrr
hefðu þingmenn Norð-
vesturkjördæmis átt að
kynna sér vandlega
þörfina á þessari
gangalengd sunnan
Dýrafjarðarganga áður
en þau voru boðin út, í
tíð Jóns Gunnarssonar, þáverandi
samgönguráðherra. Fyrstu vik-
urnar eftir að Alþingi samþykkti
jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar,
sem eitt forgangsverkefni fyrir
Vestfirði, Norður- og Austurland,
höfðu fyrrverandi þingmenn Vest-
firðinga engan áhuga á þessum
jarðgöngum norðan Dynjand-
isheiðar. Í tíð Sturlu Böðvarssonar,
þáverandi samgönguráðherra, fór
þessi samgönguáætlun illa í vinstri-
flokkanna í Reykjavík, þegar þeir
reyndu með upphrópunum, fals-
rökum og tilefnislausum árásum á
lífæð allra landsmanna í Vatnsmýri
að fella ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar, þáverandi forsætisráðherra,
árið 2000. Ögrun við allt höfuðborg-
arsvæðið var þessi jarðgangaáætlun
kölluð þetta sama ár, af andstæð-
ingum Reykjavíkurflugvallar í tíð
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
þáverandi borgarstjóra, sem taldi
fyrirhuguð jarðgöng á Vestfjörðum,
Norður- og Austurlandi óþörf. Þar
hafa þau síðustu árin tryggt heima-
mönnum enn betra aðgengi að heil-
brigðisþjónustunni og stytt vega-
lengdina á milli sjávarplássanna,
þvert á allar hrakspár sem stuðn-
ingsmenn Ingibjargar Sólrúnar
reyndu árangurslaust að tefla gegn
þessum samgöngubótum.
Til eru menn sem reyndu líka að
skaða samgöngumál fjórðungsins,
með öfgafullu og fjarstæðukenndu
umtali um að stöðva öll þessi jarð-
göng með lögbanni. Á næsta ári
verður það mikill léttir fyrir Vest-
firðinga að sjá á bak Hrafnseyrar-
heiðinni sem býður upp á of mikla
slysahættu í 560 m hæð næstu ára-
tugina. Aurskriðurnar í Fagraskóg-
arfjalli á Mýrum sem komust í frétt-
irnar á síðasta ári vekja spurningar
um hvaða landshlutar verði næstir í
röðinni á meðan starfsmenn Vega-
gerðarinnar á Ísafirði senda íbúum
fjórðungsins fögur loforð um að vel
uppbyggður heilsársvegur í 500 m
hæð á Dynjandisheiði verði hindr-
unarlaus og sleppi auðveldlega alla
vetrarmánuðina við 80 metra veð-
urhæð á sekúndu og meira en 8
metra snjódýpt. Án jarðganga inn í
Geirþjófsfjörð sem leysa af hólmi
Dynjandisheiði verða íbúar Barða-
strandar, Vesturbyggðar- og Þing-
eyrar aldrei nágrannar. Öll vetr-
areinangrun byggðanna á
sunnanverðum og norðanverðum
Vestfjörðum hverfur aldrei end-
anlega án jarðganga inn í Geirþjófs-
fjörð og undir Meðalnesfjall sem
leysa af hólmi vegina í Mjólkárhlíð
og á Dynjandisheiði, í beinu fram-
haldi af Dýrafjarðargöngum.
Tímabært er að allir þingmenn
Norðvesturkjördæmis standi saman
og flytji þingsályktunartillögu um
að öll göngin vestan Dynjand-
isheiðar verði strax sett inn á sam-
gönguáætlun áður en Dýrafjarð-
argöng verða tekin í notkun á næsta
ári. Án þeirra fá íbúar Barða-
strandar og Vesturbyggðar aldrei
öruggar heilsárssamgöngur við all-
ar byggðirnar norðan Hrafnseyr-
arheiðar.
Göng undir Meðalnesfjall
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Loforðin sem sam-
gönguráðherra gef-
ur … eru á skjön við
raunveruleikann og
vekja falskar vonir
heimamanna
Höfundur er farandverkamaður.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is