Morgunblaðið - 18.03.2020, Side 18

Morgunblaðið - 18.03.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 ✝ Ingileif Mar-grét Halldórs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 20. jan- úar 1936. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 10. mars 2020. Hún var dóttir hjónanna Halldórs Auðunssonar, f. 6.7. 1914, d. 7.12. 1982, og Vernu Jóhanns- dóttur, f. 23.11. 1915, d. 26.8. 1982. Bræður Ingileifar eru Jó- hann Páll, f. 22.10. 1938, d. 17.2. 2001 og Friðfinnur, f. 17.3. 1950. Fyrrverandi eiginmaður Ingileifar var Reynir Ólafsson, f. 6.3. 1936, d. 19.8. 2011, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Auð- ur Ósk, f. 23.3. 1954, gift Ira Kattan, f. 7.10. 1951, d. 25.1. 1988. Börn þeirra eru: 1) David Reynir, f. 26.2. 1982, börn hans og Laura, eiginkonu hans, eru: 1) Luke Bjorn, f. 24.2. 2013, 2) Anna Elska, f. 26.4. 2016 og 3) Clara Ljos, f. 14.5. 2019 og Tali- anna Naomi, f. 22.8. 1983. 2) Verna, f. 5.9. 1957, gift Tommy Barnes. Dóttir hennar og fyrrver- andi eiginmanns hennar, William A. Nussbaumer, er Rakel Inga, f. 7.3. 1982. Börn hennar eru: 1) Hanna Rak- el, f. 7.11. 2001 og 2) Cade Jacob John, f. 6.11. 2007. 3) Björk, f. 15.12. 1968. Dætur henn- ar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Elíasar Fells, eru Eva Lind Fells, f. 5.5. 1992. Sonur hennar og sambýlismanns henn- ar, Knúts Steins, er Elías Kári, f. 20.7. 2019 og 2) Sara Líf Fells, f. 11.2. 1997. Ingileif sinnti húsmæðrahlut- verkinu meira og minna til árs- ins 1985 en þá réð hún sig í símavörslu hjá Borgarverk- fræðingnum í Reykjavík og starfaði þar til ársins 2003 eða þar til hún fór á eftirlaun. Útför Ingileifar Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, 18. mars 2020, kl. 13. Elsku mamma, þegar við kvöddum þig á föstudaginn viss- um við ekki að það væri í síðasta skipti. Svo kom heimsóknar- bann á Grund vegna COVID-19 og allar heimsóknir bannaðar. Við fengum ekki að hitta þig aft- ur fyrr en þú varst farin. Elsku mamma, söknuður okkar er mikill og munum við minnast góðu stundanna með þér með bros á vör. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við kom- um í heimsókn og vildir allt fyrir okkur gera, fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Hinsta kveðja frá Tommy, Rakel Ingu, Hönnu Rakel og Cade. Elsku mamma, takk fyrir all- ar minningarnar, kærleikann og vináttuna. Blessuð sé minning þín. Þín Verna. Elsku mamma mín, þú fórst allt of fljótt og áfallið var mikið þegar ég fékk símtalið frá Grund. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farin frá okkur. Þú stoppaðir ekki lengi á Grund en í þær fimm vikur sem þú dvaldir þar leið þér vel og varst mun hressari en áður. Ég minn- ist stundanna okkar með miklu þakklæti og minningarnar koma upp í hugann. Sem barn var ég ótrúlega háð þér og man svo vel eftir mér hangandi í pilsfaldin- um þínum. Jafnaðargeð þitt var ótrúlegt og þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sú auðveldasta á ung- lingsárunum mætti ég alltaf skilningi frá þér og aldrei man ég eftir að þú hafir skammað mig. Ég man kvöldin þegar pabbi vann í Nígeríu en þá sát- um við inni í eldhúsi og spil- uðum á spil eða föndruðum eitt- hvað. Þú varst alltaf tilbúin að „leika“ þegar ég var lítil og líka að leysa skólaverkefni fyrir mig – ég var að skoða umsagnir kennara um mig þegar ég var 8- 10 ára og sá að það var sett út á að ég leysti ekki stærðfræði- dæmin sjálf!! Ég geri ráð fyrir því að ég hafi fengið frekjukast og ekki nennt að læra heima – já ég veit, ég var frekjudós og þú gerðir allt fyrir örverpið þitt. Þegar maður eldist fer maður að kryfja æskuna sína og leita svara við hinu og þessu. Ég geri mér grein fyrir því núna að líf þitt var alls ekki alltaf dans á rósum og þau áföll sem þú gekkst í gegnum áður en ég fæddist voru óyfirstíganleg. Þú elskaðir að baka og ég man eftir smákökubakstrinum fyrir jólin, en þá voru bakaðar allt of marg- ar sortir sem áttu að vera í boði yfir jólin. Smákökurnar voru geymdar inni í geymslu í járn- boxum og einhvern tímann kvartaðir þú yfir að eitthvað hefði minnkað í boxunum og kenndir mér um að hafa stolist í kökurnar. Ég veit að þú trúðir mér ekki þá en ég var að segja satt, það var ekki ég sem stalst í kökurnar heldur pabbi. Síðustu tvö árin hjá þér voru sérstak- lega erfið fyrir okkur systur, en sumarið 2018 fór að halla undan fæti og heilabilunin fór að gera meira vart við sig og mjög erfitt fyrir okkur var að horfa upp á þig gleyma. Stundum rofaði þó til hjá þér og þú hringdir og spjallaðir eins og þú gerðir áður, það var svo gott að fá að heyra í mömmu sinni þá því hún var al- veg með á nótunum og mundi allt. Síðustu mánuði var það þrennt sem þú spurðir oftast um þegar ég kom í heimsókn, það var; hvað heitir litli strákurinn aftur? Hvernig gengur hjá Söru Líf? Þú spurðir líka um Helga þegar ég kom ein að heimsækja þig: „Hva! Ertu ein? hvar er Helgi?“ Ég gat ekki sagt þér af hverju en núna veistu það. Ég veit hvað þér þótti vænt um heimsóknirnar okkar og okkur þótti svo vænt um þær líka. Ég gleymi aldrei síðasta skiptinu þegar ég sá þig, þú varst að borða morgunmat og þegar þú sást mig og Vernu ganga inn í borðstofuna ljómaðir þú, þú varst svo glöð að sjá okkur. Það hefur verið erfitt að horfa á þig síðustu tvö árin og sætta sig við veikindi þín. Ekkert okkar átti von á að þú færir strax en ég hugga mig við það að núna ertu komin á fallegan stað og ég veit að þér líður vel þar með ástvin- um. Elsku mamma, það er svo sárt að kveðja og ég á eftir að sakna þín svo mikið. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín dóttir, Björk. Elsku amma, það er svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur. Á þessum erfiðu tím- um verður maður að hugsa um allar góðu minningarnar sem við sköpuðum saman í gegnum árin. Okkar fyrstu minningar af þér eru úr Boðagrandanum. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín því þú varst alltaf tilbúin að leika við okkur. Það var líka rosalega spennandi að fá að gramsa í öllu dótinu þínu og heilu kvöldin fóru oft í „fjársjóðsleit“ í fataskápnum þínum. Annað sem er fast í minningunni er hversu góð þú varst í Pokémon-leiknum í Game Boy-tölvunni þinni, það voru ekki allar ömmur svona miklir töffarar eins og þú! Það var alltaf svo spennandi að koma í heimsókn til þín og fá þig til að hjálpa manni að komast í næsta borð í tölvuleiknum, þú kunnir sko allar brellurnar og varst með allt á hreinu. Elsku amma, nú ert þú komin á betri stað. Við verðum að trúa því að nú líði þér betur og að þú fylgist með okkur frá himnum. Það verður erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, en við hittumst aftur þegar okkar tími kemur. Takk fyrir allar góðu minningarnar og allt sem þú kenndir okkur í gegnum tíðina. Við eigum eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Þín barnabörn, Eva Lind Fells og Sara Líf Fells. Ingileif Margrét Halldórsdóttir ✝ ÁstgerðurGuðnadóttir, Gerða, fæddist 25. júní 1934 á Pat- reksfirði. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði þann 7. mars 2020. Hún var dóttir Val- gerðar I. Jóns- dóttur, f. 3.5. 1910, d. 18.6. 1995, og Þ. Guðna Guðmunds- sonar, f. 14.11. 1912, d. 14.12. 1974. Systkini hennar (Jóhönnu F. Karlsdóttur og Þ. Guðna Guðmundssonar) eru Ingibjörg, Hrefna Norðfjörð, Þórey Borg, Guðmundur Karl, Loftur Sig- urður, Sólveig og Sigríður. Börn Valgerðar og Sigurjóns eru Bjargmundur, Álf- dís Inga, Jóhann og Rósa Björg. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Gísli Halldórsson, f. 20.3. 1927. Barn þeirra er Samúel Gíslason, f. 18.1. 1972, eig- inkona hans er Ragna Rut Magnúsdóttir og eiga þau tvo drengi, Aron Gísla og Mikael Andra. Útför Ástgerðar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 18. mars 2020, klukkan 13. Heimferðardagur mömmu var laugardaginn 7. mars kl. 00:07. Ég var búinn að kvíða þessum degi lengi eða frá því að ég var lítill drengur. Amma móður minnar, Jóna Valgerður, tekur hana að sér og el- ur hana upp í Svínaskógi á Fells- strönd frá barnsaldri. Og segir amma frá því að „þá fæddist mey- barn, lítið og vanburða, mánuð fyr- ir fullnaðartímann“. Mamma var 6 merkur er hún fæddist og fátæktin var mikil. Hún hefur verið kven- skörungur mikill og talaði mamma alltaf með kærleik um hana. Og finnst mér það ótrúlegt að mamma mín hafi alist upp í torfbæ með moldargolfi. Síðan fer mamma í bæinn um 17 ára aldur og kynnist þar pabba sínum ásamt konu hans Jóhönnu. Mamma kallaði Jóhönnu mömmu sína sem mörgum fannst skrítið þar sem einungis 6 ár skildu þær að í aldri, og var þeirra samband einstaklega kærleiksríkt. Mamma og pabbi (Gísli Hall- dórsson, f. 20.3. 1927) giftu sig svo á afmælisdegi ömmu, 31. janúar 1958, og hafa því verið gift í 62 ár þegar mamma kveður þetta líf. Mamma og pabbi voru mjög sam- rýnd hjón og skiptu með sér verk- um og er ég alinn upp við það að pabbi var að elda sunnudagssteik- ina á meðan mamma var að bóna bílinn, eða uppi í stiga að mála hús- ið. Síðan kem ég til sögunnar 18. janúar 1972 og skilst mér að það hafi verið búið að bíða og vona eftir mér lengi og að ég hafi stað- ist væntingar. Ég var alltaf litli strákurinn hennar mömmu og sýndi hún mér svo mikla elsku og kærleika að annað eins hefur ekki sést. Síðan þegar ég og konan mín (Ragna Rut Magnúsdóttir) eign- uðumst strákana okkar Aron Gísla og Mikael Andra þá fengu þeir ómælda ást og elsku frá mömmu. Besta amma í heimi. Og hélt ég að ég myndi við þetta að- eins losna, en það breyttist aldr- ei, ég var alltaf litli strákurinn hennar mömmu. Þegar ég var lítill þá man ég að ég hugsaði um þennan dag, sem elsku mamma myndi deyja, og ég man að ég hugsaði: þetta má ekki gerast sama hvað! Ég man að ég bað til guðs að for- eldrar mínir myndu ekki deyja. Síðan þegar kemur að þessu, ca. 40 árum seinna, þá finnur maður að maður getur ekki undirbúið sig sjálfan neitt, en öðru gegndi með mömmu. Mamma var klár í ferðalagið. Hún hafði fengið farmiðann ung að árum að gjöf frá manni sem keypti miðann handa henni. Þennan miða geymdi mamma vel og varðveitti hann í gegnum allt lífið. Þakklæti er það sem situr eftir hjá mér, auðvitað er sökn- uður og sorg en þakklæti fyrst og fremst. Ég hef verið svo heppinn með foreldra. Elsku mamma mín, takk fyrir allt, ég elska þig. Sjáumst síðar. Litli strákurinn þinn, Samúel Gíslason. Elsku tengdamamma mín er fallin frá. Kærleiksríkari og óeig- ingjarnari manneskju er vart hægt að finna. Alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga með okkur fjölskyld- unni og naut hún þess að fá að passa strákana þegar þeir voru litlir. Hún var nú þannig gerð að hún vildi ekki fara neitt ef ske kynni að við þyrftum á henni að halda, slík var óeigingirnin í henni. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í næstu götu við okkur þannig að auðvelt var að fara á milli. Við nut- um þess að fara í sunnudagssteik- ina hjá þeim og vorum við öll mjög náin. Ég kynntist henni fyrir mörgum árum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir syninum. Það tók mig nú samt smátíma að sannfæra hana því auðvitað vildi hún aðeins það besta fyrir strákinn sinn. Ég var ekki nema 16 ára þannig að ég hef þekkt hana í rúm 30 ár. Hún hefur alltaf verið partur af okkur og okk- ar fjölskyldu. Fyrir mér varstu alltaf hraust og kraftmikil kona. Gerðir allt sem gera þurfti af mik- illi natni og kvartaðir aldrei yfir neinu. Það eru forréttindi að hafa haft þig sem tengdamóður og ömmu barnanna minna. Og þakka ég þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur öll. Við sjáumst síðar. Ragna Rut Magnúsdóttir, tengdadóttir. Drottinn tók á móti yndislegu ömmu minni þann 7. mars og hef ég saknað hennar óendanlega mik- ið síðan og mun alltaf gera það. Hún var einstök amma og ekki er hægt að finna jafn hjartahlýja konu og hana. Hún elskaði alla al- veg eins og allir elskuðu hana. Ég er svo stoltur og þakklátur fyrir að geta kallað hana ömmu mína. Hún hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum lífið og kennt mér svo mikið. Eigum endalaust af góðum minningum saman. Það var hún amma sem kenndi mér að biðja og man ég svo vel eftir því að vera að gista hjá henni þegar ég var lítill hvað hún sagði alltaf spennandi sögur þegar hún var að svæfa mig og endaði alltaf kvöldið á nokkrum bænum. þér verður aldrei gleymt, elsku amma mín, og hlakka ég til að hitta þig þegar minn tími er kominn. Elska þig óendanlega mikið. Aron Gísli Samúelsson. Elsku hjartans Gerða systir er farin heim og svo margt fer í gegn- um huga manns og margar minn- ingar ylja manni um hjartarætur. Við vorum ekki á svipuðum aldri en við sonur hennar Samúel eiginlega alin upp saman, þ.e. við bjuggum öll á Móabarðinu, Gerða, Gísli og Sammi á 10b og við á 20b og var mikill samgangur á milli. Mamma var nú lítið eldri en Gerða systir og fannst mér alltaf svo frábært að sjá kærleikann á milli þeirra stjúpmæðgna sem ég veit að var frá því fyrst er þær hitt- ust og fram til dauðadags, og enn krúttlegra þegar Gerða kallaði hana mömmu, jafnvel þótt það væru bara sex ár á milli þeirra. Mikið finnst mér skrýtið að hugsa til þess að maður heyri ekki röddina hennar aftur, allavega ekki hér á jörðu, en ég veit að hún er á betri stað núna og trúi því að það séu fagnaðarfundir á himnum núna með pabba, mömmu og öðr- um ástvinum sem á undan eru farnir. Elsku Gerða, ég og við systurn- ar þökkum fyrir kærleika þinn og ást í gegnum árin og vil ég bara segja að þín verður saknað af okk- ur systkinum þínum. Það væri endalaust hægt að rifja upp minningar og höfum við allar systurnar og systkinin okkar eigin minningar um elsku Gerðu en látum nægja í bili að segja að við þökkum samfylgdina, elsku systir. Við systurnar sendum elsku Gísla, Samma, Rögnu og strákun- um innilegar samúðarkveðjur og erum svo þakklátar að fá að til- heyra ykkur sem fjölskylda. Hvíl í friði, elsku systir. Fyrir hönd systranna, Sigríður Guðnadóttir. Elsku Gerða okkar. Með örfáum orðum langar okk- ur að minnast þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þú komst inn í líf okkar fyrir ansi mörgum árum, eða þegar Ragna okkar og Sammi byrjuðu að slá sér upp saman. Við minnumst þín með gleði í hjarta. Alltaf varst þú kát, stutt í hláturinn og heilsuhraust. Góðmennska þín skein í gegn og þegar við lítum til baka sjáum við þig fyrir okkur standa úti á plani að vinka okkur bless. En oft buðuð þið Gísli okkur í mat og voruð svo góð við okkur tvær. Ófá skipti sátum við inní sjón- varpsherbergi ykkar að ræða um allt milli himins og jarðar og skoða gamlar myndir. En samskipti okkar voru margvísleg, Sigrún hjálpaði ykk- ur oft með utanlandsferðir og skemmtilegt var hvað þið voruð opin fyrir því að hoppa til út- landa með stuttum fyrirvara. Þegar Berglind var lítil labb- aði hún stundum til ykkar á dag- inn í heimsókn og komst þú alltaf til dyra brosandi og með þitt hlýja faðmlag og bauðst henni hressingu. Seinna meir klippti Berglind þig alltaf og naut í leið- inni samveru ykkar á heimili ykkar á Móabarði. Síðustu ár nutum við samveru þinnar meira á jólum og hátíð- isdögum. Gaman var að sjá hvað þú varst einstaklega góð við Gísla og hugsaðir vel um hann. Elsku Gerða okkar, takk fyrir allar góðu stundirnar í gegnum tíðina, og þökkum við þér fyrir alla þína góðmennsku. Við vitum að þú ert á góðum stað og vakir yfir yndislega fólk- inu þínu sem þú elskaðir svo heitt. Hvíl í friði. Sigrún og Berglind. Ástgerður Guðnadóttir  Fleiri minningargreinar um Ástgerði Guðnadótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR BJARNASON Aðalstræti 20, Bolungavík, áður bóndi á Miðdal, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungavík 12. mars. Jarðsungið verður frá Hólskirkju Bolungavík laugardaginn 21. mars klukkan 14. Vegna sérstakra aðstæðna þarf að takmarka fjölda í kirkju. Útförinni verður útvarpað í bíla fyrir utan kirkju sem og yfir Bolungavík. Jónína Birgisdóttir Lárus Guðmundur Birgisson Hugrún Alda Kristmundsdóttir Guðný Eva Birgisdóttir Elías Þór Elíasson barnabörn, makar og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON málari, veiðimaður, fluguhnýtari og náttúruvinur, lést á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn mánudaginn 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Hallur Ægir Sigurðsson Páll Daníel Sigurðsson Linda Sjöfn Þórisdóttir Edda Huld Sigurðardóttir Eggert Sigurðsson Ásta Björk Lundbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.