Morgunblaðið - 18.03.2020, Page 20

Morgunblaðið - 18.03.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 ✝ ÞorbjörgÓlafsdóttir fæddist 14. mars árið 1944 á Ísafirði. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 19. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafs- son sýsluskrifari, f. 15. nóvember 1912, d. 9. ágúst 1990, og Unnur Hermannsdóttir hús- freyja, f. 31. júlí 1919, d. 8. júlí 2008. Þorbjörg var næstelst fimm systkina, a) Ásthildur Sigurrós, f. 1. febr. 1941, maki 1: Árni Guðbjarnason, d. 1970, börn: El- ín, f. 1963, og Unnur, f. 1966, maki 2: Guðjón Bjarnason, f. 26. febr. 1942, barn: Sigríður, f. Þorbjörg bjó öll sín uppvaxt- arár á Ísafirði. Þorbjörg eign- aðist fimm börn, sjö barnabörn og níu barnabarnabörn. Unnur Ólöf Matthíasdóttir, f. 1962, er gift Styrkár Hjálm- arssyni, f. 1962, og á hún synina Ragnar Ágúst og Guðmund Þór. Ragnar á sex börn. Styrkár á Vilborgu, Árna og Viðar. Árni á einn son. Benedikt Már Jóhannsson, f. 1966, er einhleypur. Auður Jóhannsdóttir, f. 1968, er gift Birni Bjarnasyni, f. 1960, og eiga þau þrjú börn, Karen, Hermann Karl og Þórhall Bjarna. Karen á þrjú börn. Ólafur Fannar Jóhannsson, f. 1972 er giftur Berglindi Rós Guðmundsdótur, f. 1973, og eiga þau Sunnevu Lind og Kristófer Fannar. Styrmir Jóhannsson, f. 1983, er í sambúð með Kolbrúnu Ýri Harðardóttur, f. 1990, og eiga þau Elmar Braga. Þorbjörg starfaði lengst af við bókhaldsstörf. Útförin fór fram í kyrrþey. 1978. Þau eiga 8 barnabörn, b) Guð- finna, f. 5. ágúst 1946, maki Guð- mundur Helgi Ei- ríksson, f. 21. ágúst 1946, börn Unnur, f. 1969, og Eiríkur Orri, f. 1971, þau eiga 5 barnabörn, c) Erla, f. 29. júlí 1950, maki Karl Haraldsson, f. 1946, d. 2018, þeirra sonur er Har- aldur, f. 1987. Börn Erlu Ólafur Freyr, f. 1972, María Dís Ás- geirsdóttir, f. 1976, Erla á 3 barnabörn. d) Páll, f. 25. janúar 1953, maki Þuríður Kristín Heiðarsdóttir, f. 6. júlí 1953, börn: Hulda, f. 1974, Gestur, f. 1975, og Þóra Kristín, f. 1988. Þau eiga 6 barnabörn. Nú er ekkert afmæliskaffi hjá systur minni sem hefði orðið 76 ára þann 14. mars sl. Nú hringir hún ekki lengur til þess að segja brandara eða ræða fréttir. Hug- ur minn leitar til æskuáranna á Ísafirði. Á þeim árum unnu kon- ur ekki úti. Þær voru heima og þannig var mamma okkar. Pabbi við píanóið í lok vinnudags og spilaði nokkur lög. Þorbjörg næstelst var fljótlega mjög ábyrg ung stúlka. Hún var dug- leg að hjálpa til við heimilisstörf- in, aldrei neitt vesen og óþekkt var ekki til í henni. Við ólumst upp við skíða-, sleða- og skauta- iðkun á vetrum og í sveit á sumrin, eins og algengt var. Þor- björg fór sem kaupakona í Ögur og líkaði mjög vel. Hún æfði handbolta á sumrin sem þá var leikinn úti og fór í keppnisferð til Vestmanna í Færeyjum. Man vel eftir þessari ferð því ég lánaði henni pils. En þegar heim kom uppgötvaðist brunagat á bakhlið pilsins. Skýringin: Færeyingarn- ir geymdu sígarettuna sína á stólnum meðan þeir dönsuðu. Þetta var fyrirgefið því þetta var svo fyndið. Þorbjörg hafði alltaf gaman af að fylgjast með íþrótt- um og var handbolti hennar hjartans mál og elskaði að fylgj- ast með „strákunum okkar“ á stórmótum. Þorbjörg var fyrir- myndar nemandi í skóla, var hæst í skólanum á gagnfræða- prófi. Hún var mjög handlagin og lék allt í höndunum á henni. Við systkinin fórum öll í tónlist- arskóla og stóð hún sig best. Hún lærði á píanó og í lokin var hún farin að spila sónötur Moz- art’s eins og engill, enda dugleg að æfa. Það kom enginn óæfður í tíma í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þorbjörg Ólafsdóttir Hvernig mamma hélt það út að vera með fimm börn sem öll voru glamrandi á píanóið, blás- andi í blokkflautu eða klarínett alla daga? Þá var nefnilega hægt að loka inn í stofu þar sem pí- anóið var. Tæplega sextug hóf Þorbjörg aftur nám í Tónlistar- skóla Ísafjarðar og tók 5. stig á píanó. Hún bjó í nokkur ár í Vestmannaeyjum og þá fór hún í gítarnám en píanóið var númer eitt. Hún var listhneigð og naut góðra bókmennta, myndlistar og tónlistar. Ung að árum eignaðist hún sitt fyrsta barn, aðeins 18 ára gömul. Eitthvað held ég að foreldrunum hafi fundist hún vera að missa af unglingsárun- um því hjálp fékk hún til að fara til Noregs og vann þar á sjúkra- húsi í tæpt ár, eftir það elskaði hún allt sem norskt var. Ekki slæmt þegar Styrmir settist þar að. Elmar Bragi var líka ljósið í lífi hennar síðustu mánuðina. Tvisvar fór hún til Benedikts í Namibíu, var því nokkuð víðfö- rul. Öll eru börnin nýtir þjóð- félagsþegnar og hafa staðið sig vel í lífinu. Síðustu árin bjó hún á Selfossi og fannst mér gott að hafa hana nálægt mér og henni líkaði það vel. Þá var styttra að heimsækja börn og barnabörn. Ég kveð systur mína með söknuði og þakka henni fyrir allt sem hún gaf mér í þessu lífi. Börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum sendum við Mummi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning um heið- arlega, duglega og góða mann- eskju mun lifa með okkur um ókomin ár. Guðfinna. Kær frænka mín og vinkona, Þorbjörg Ólafsdóttir frá Ísafirði, féll frá 19. febrúar síðastliðinn. Hún hefði orðið 76 ára 14. mars. Okkar síðasta símtal átti sér stað fáeinum dögum fyrir and- látið og var hún þá mikið veik en ekki að heyra neina uppgjöf. Hún hlakkaði mest til að fylgjast með þroska yngsta barnabarns- ins í Noregi, sagði hún. Það var hennar mesta yndi að fylgjast með afkomendum sínum enda átti hún miklu barnaláni að fagna. Þorbjörg var alltaf í námunda við mig fyrstu árin okkar á Ísa- firði. Hún var hláturmild með af- brigðum, dugleg og hress. Við vorum jafnaldra og bræðradæt- ur. Alltaf var maður velkominn í barnahópinn hjá Unnu og Óla á Seljalandsveginum. Þar var mik- ið félagslíf. Systurnar skipu- lögðu leiki sem entust fram á kvöld og oftar en ekki kvaddi Óli frændi með píanóleik. Við Þor- björg trítluðum saman í skólann og hún varð sjálfskipaður vernd- ari minn, gat greitt úr öllum vandræðum, lipur og ráðagóð. Hún hló að mér ef ég gerði skyssur. Það var allt í lagi, ég vissi svo vel að hún hló að öllu. Æska okkar leið eins og ljúfur draumur í eilífu sólskini. En svo skildi leiðir um 12 ára aldurinn, þegar ég flutti með fjölskyldu minni frá Ísafirði. Aldrei slitnaði vinasambandið, við skrifuðumst á og fréttum hvor af annarri í gegnum mæður okkar, sem allt- af töluðu saman. Þorbjörg var ríkulega gædd hæfileikum, allt lék í höndum hennar, námið og ekki síst tón- listarnámið. Hún var afbragðs- píanóleikari, úrvalsbókhaldari og handavinnan hennar var heilt listaverk og afköstin mikil. Það var lán fyrir okkur þegar Þorbjörg flutti með fjölskylduna til Keflavíkur, þar sem hún gerð- ist starfsmaður í fyrirtæki mannsins míns, þvílíkur reynslu- bolti í bókhaldi og dugnaðarfork- ur. Það var ánægjulegt að hafa hana aftur í nálægð og njóta fé- lagsskapar hennar. Aftur skildi leiðir en sambandið rofnaði ekki. Lífið hjá Þorbjörgu var ekki allt- af dans á rósum en hún var lítið fyrir að velta sér upp úr erf- iðleikum. Samtölin okkar sner- ust um áhugamál hennar sem voru margvísleg, en fyrst og fremst tónlist og bókmenntir, sem kom sér vel þegar heilsan fór að bila hjá henni. Þegar við ræddum saman var hún yfirleitt stödd í heimi bókmenntanna, á framandi slóðum og oft á ólíkum öldum. Að því leyti minnti hún á Sirrý föðursystur okkar, sem eyddi ekki tíma í íslenskar bók- menntir, vildi kynnast heiminum í gegnum bókmenntirnar. Þetta gerði Þorbjörg og naut ég góðs af. Hún talaði af eldmóði um gæði hinna ólíkustu bókmennta. Þær voru ófáar bækurnar sem hún beinlínis skipaði mér að lesa svo að við gætum rætt um þær saman. Rafbækurnar frá Ama- zon voru hennar bestu vinir og hún ótrúlega dugleg við leitir þar. Ég er strax farin að sakna þess að síminn hringi og hressi- leg rödd spyrji skipandi: „Hvað ertu að lesa núna?“ og eins og vanalega verði samtalið langt. En Þorbjörg er farin og nú sé ég hana fyrir mér á nýjum slóðum, sístarfandi, glaða og hressa. Blessuð sé minning hennar. Við Hörður sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur, svo og systk- inum hennar. Ragnhildur Árnadóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elsku faðir minn, stjúpfaðir og frændi okkar MAGNÚS GUÐMUNDSSON, blómaskreytir og nuddari, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. mars klukkan 13. Guðmundur Ás Magnússon Eva Kristín Arndal Stefanía M. Arndal Guðbjörg Arndal Jóhann Róbert Arnarsson Elva Dögg Gunnarsdóttir Sigríður Helga Þorsteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 18. mars klukkan 13. Jens Sigurðsson Jóna Björk Gísladóttir Sigurlaug Lísa Sigurðard. Pálmar Tjörvi Pálmarsson og barnabörn Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON jarðvegsfræðingur, Undralandi 2, Reykjavík, lést föstudaginn 21. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Magnús Bjarnason Patricia Kelly Helgi Bjarnason Anna Þórdís Heiðberg Kristín Bjarnadóttir Valtýr Guðmundsson Hjalti Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn ✝ Bjarni Júlíus-son fæddist 15. nóvember 1925 í Reykjavík. Hann lést á dvalarheim- ilinu Seljahlíð 1. mars 2020. For- eldrar hans voru Emanúel Júlíus Bjarnason húsa- smíðameistari, f. 1886 á Eysteinseyri við Tálknafjörð, og Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 1889 í Fjósakoti í Miðneshreppi. Þau áttu sex börn auk Bjarna; Júl- íönu Júlíusdóttur, f. 1913, sem Jóhanna átti fyrir, Katrínu Júl- íusdóttur, f. 1915, Unni Júlíus- dóttur, f. 1917, Júlíus S. Júl- íusson, f. 1920, Bjarna Júlíusson eldri sem lést á 1. ári, f. 1923, og Magnfríði Júlíusdóttur, f. 1924. Öll hin systkinin náðu háum aldri, en Bjarni sá yngsti, fer nú þeirra seinastur. Bjarni kvæntist Guðrúnu Helgu Kristinsdóttur, f. 15. febrúar 1923 í Hafnarfirði, en hún lést 1966. Foreldrar hennar voru Kristinn Brandsson, f. 1887 í N-Múlasýslu, og Ingi- björg Árnadóttir, f. 1886 í Garðasókn í Gullbringusýslu. Bjarni og Helga áttu saman fjögur börn, en fyrir átti Helga eina dóttur sem Bjarni gekk í föðurstað. 1. Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, f. 5.11. 1945, gift Guðmundi Ó. Þórðarsyni en börn þeirra eru; Guðrún Helga, f. 1963, Yngvi Freyr, f. 1970, og Eva Dögg, f. 1984. 2. Jóhanna Bjarnadóttir, f. 22.1. 1950, látin 1995, gift Jóni Sveinbirni Guðlaugssyni, en börn þeirra eru; Bjarni Þór, f. 1973, Guðlaugur. f. 1975, Guð- rún Helga, f. 1982 og Pétur. f. 1986. 3. Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 28.2. 1951, gift Hauk Ólafssyni, en börn þeirra eru; Helgi, f. 1970, dá- inn á fyrsta ári, Birgir, f. 1972, Hrafnhildur, f. 1975, og Helga, f. 1976. 4. Skúli Bjarna- son, f. 15.12. 1953, kvæntur Sigríði Lillý Bald- ursdóttur, en börn þeirra eru; Erla, f. 1975, Helga Margrét, f. 1979, og Benedikt, f. 1984. 5. Bjarni Bjarnason, f. 4.6. 1956, kvæntur Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Bjarni var áður kvæntur Björgu Árnadóttur, þeirra börn eru; Bogi, f. 1980, Ásgeir, f. 1983 og Brynja f. 1991. Bjarni hóf sambúð 1970 með Guðrúnu Jónsdóttur, æsku- vinkonu Guðrúnar Helgu, en þá var yngsta barn hennar, Ósk Knútsdóttir, f. 7.3. 1961, enn á heimilinu og gekk Bjarni henni í föðurstað. Bjarni lauk stúdents- prófi frá stærðfræðideild MR og hóf nám í lögfræði en fann sig ekki þar. Bjarni var mikill tungumálamaður og áhugamað- ur um íslenska tungu. Þess nutu börn hans og barnabörn en starfskrafta sína helgaði hann lengst af textíliðnaðinum. Hann rak Sokkaverksmiðjuna Papey hf. til margra ára en þar áður Fatagerðina hf. á Akranesi sem hann átti í félagi við tvo aðra. Þrátt fyrir þátttöku í atvinnu- rekstri var Bjarni ávallt ákafur vinstrimaður og fannst raunar ekki taka því að ganga af trúnni við fall járntjaldsins. Bjarni og Helga bjuggu sína búskapartíð með barnahópinn í sumarbú- staðabyggðinni í Fossvogi en Helga lést skömmu eftir að þau fluttu þaðan í Árbæinn 1966. Útför Bjarna fór fram 16. mars 2020. Tengdafaðir minn, Bjarni Júl- íusson, er látinn. Hann var skrautlegur fýr sem setti svip sinn á tilveruna. Afburða tungumálamaður og sérlegur áhugamaður um ræktun móður- málsins. Fróður um ótrúlegustu málefni og sífellt tilbúinn til að læra meira, þá sérstaklega um ýmis jaðarefni sem aðrir sinntu ekki um. Alfræðibækur, orðabækur og fræðibækur ýmiskonar voru lesn- ar og ræddar á hans heimili. Katalógar svokallaðir, á ýmsum tungumálum um eitt og annað, sérstaklega þó um bíla, voru lesn- ir, ræddir, tegundir greindar og dæmdar. Tæknin krufin og niður- staða fengin í hvert mál. Líklegast var að varningurinn frá austurblokkinni þætti bestur. Bílarnir frá Sovét, útvörpin frá Austur-Þýskalandi og þá þótti Kraká-sultan frá Póllandi bera af öllum sultum sem í boði voru. Ég varð stundum algerlega ringluð þegar hann fór á flug við að bera saman frumtexta og þýð- ingar og gera athugasemdir við blæbrigði og hugtakanotkun. Þá tóku samræður við hann oft furðulegustu slaufur og fóru inn á óvæntar brautir. Ekkert svo ómerkilegt að ekki mætti ræða það. Ég sé marga af hans góðu kost- um í eiginmanninum, börnunum okkar þremur og barnabörnunum. Þakka þér það kæri Bjarni, bless- uð sé minning þín. Sigríður Lillý Baldursdóttir. Bjarni Júlíusson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.