Morgunblaðið - 18.03.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
rmúla 24 • S. 585 2800
50 ára Guð-
mundur er Hafn-
firðingur og er
matreiðslumaður
að mennt. Hann
starfar við múr-
verk hjá Flotun
ehf.
Maki: Guðrún Ágústa Unnsteins-
dóttir, f. 1970, heimavinnandi.
Dætur: Brynja Björk Guðmunds-
dóttir, f. 2002, Rebekka Rún Guð-
mundsdóttir, f. 2003, og Elínbjörg
Eir Guðmundsdóttir, f. 2005.
Foreldrar: Jóhann Guðmundsson,
f. 1938, d. 2008, stýrimaður, og
Guðrún J. Guðlaugsdóttir, f. 1940,
húsmóðir og er búsett í Garðabæ.
Guðmundur
Jóhannsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Heitar ástríður setja svip sinn á
næstu vikur. Fólk sem átti áður stóran þátt
í ákvörðunum þínum hefur ekki lengur
áhrif á þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhvers konar endurnýjun er nauð-
synleg. Þú lendir í skemmtilegu ævintýri á
næstunni og kynnist framtíðarmaka
þínum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gleði barna og hræringar á róm-
antíska sviðinu valda þér spennu og gleði í
dag. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú
skalt fara þér að engu óðslega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu þér hægt, því þá eru líkur til
þess að þér takist ætlunarverkið. Það má
sitja og gera ekki neitt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru svo mörg tilboð í gangi í
kringum þig að þú mátt hafa þig alla/n við
að velja úr það sem þér hentar. Einhver
gefur þér undir fótinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er tími til kominn að setja vélar
og tæki í viðgerð í dag. Sýndu öðrum ör-
læti. Þér hættir til að sópa verkefnum und-
ir teppið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki allt fengið með peningum
þótt þeir skipti máli. Leggðu þitt af mörk-
um til að bæta heiminn og vera góðu/ur
við náungann.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert í rómantískum hug-
leiðingum og ættir að gera þér glaðan dag
með þeim sem þú elskar mest. Óskir þínar
rætast í fyllingu tímans.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það eru litlir útúrdúrar sem
gera daginn skemmtilegan. Vertu við-
búin/n því að aðrir komi þér á óvart.
Sýndu dirfsku þegar þú velur lit á veggina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er að mörgu að hyggja
bæði innan heimilis sem utan. Þú ert kol-
fallin/n fyrir nýju áhugamáli. Einhver biður
þig um álit á einhverju.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Kapp er best með forsjá; þér
liggur ekkert á, hlutirnir verða hér líka á
morgun. Þú ákveður að láta ekki nei-
kvæðni draga úr þér allan mátt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Segðu það sem þér finnst en
kenndu ekki öðrum um líðan þína. Eitthvað
þokast í ástamálunum á næstu vikum.
„Tíska“ og „Silfur Íslands“ í Þjóð-
minjasafninu.
Steinunn segist vera stórborgar-
barn. „Mér líður best í borginni þó
að sveitin heilli mikið, sérlega skóg-
ræktin og garðurinn. Að vinna í
náttúrunni hefur róandi áhrif, og að
hlúa að fallegu tré og sjá það
sýningarstjóri og sýningarhönnuður
á fjölda hönnunar- og landkynn-
ingarsýninga með eiginmanni sínum
Páli og haldið tugi fyrirlestra og
vinnustofur í listaháskólum og stofn-
unum, hérlendis og erlendis. Sem
dæmi um sýningar má nefna eftir-
farandi: „Transforme“ í París,
S
teinunn Viðar Sigurðar-
dóttir er fædd í Reykja-
vík 18. mars 1960. Hún
ólst upp í foreldrahúsum í
Laugarnesi þar sem hún
gekk í Laugarnesskóla og Lauga-
lækjarskóla.
Eftir stúdentspróf vann Steinunn í
banka og fór síðan erlendis til náms.
Fyrst til Parísar í eitt ár og þaðan til
New York í Parsons School of De-
sign, fyrst Íslendinga og lauk þaðan
BFA með láði í fatahönnun. Árin í
New York urðu síðan þrettán. Stein-
unn vinnur nú við að ljúka MS-gráðu
í þjóðfræði við Háskóla Íslands á
næstunni.
Eftir nokkurra ára vinnu hjá ýms-
um fatahönnuðum í New York með-
an Steinunn lauk námi lá leiðin eftir
útskrift til Carmelo Pomodoro, það-
an til Ralph Lauren, síðan tóku við
sex ár hjá Calvin Klein. Þaðan lá leið-
in heim til Íslands, þar sem hún eign-
aðist soninn Alexander.
Eftir barneignarfrí ákvað Stein-
unn að skipta um vinnustað og fór að
vinna á Ítalíu, fyrst hjá Gucci í fimm
ár og síðan hjá La Perla sem yfir-
hönnuður í þrjú ár. Hún ferðaðist á
milli Ítalíu og Íslands í átta ár, aðra
hverja viku. Það var þá sem hún
stofnaði sitt eigið fyrirtæki,
STEiNUNN, sem fagnar 20 ára af-
mæli á þessu ári og þar starfar hún í
dag sem eigandi og yfirhönnuður.
Eftir Steinunni liggur fjöldi fata-
lína og hefur hún unnið til margra
verðlauna fyrir verk sín, en hún er
ein mest verðlaunaði hönnuður Ís-
lands. Þá hefur hún einnig sýnt eigin
verk á fjölda safna erlendis og hér-
lendis bæði á einkasýningum og
samsýningum, má nefna ,,STEiN-
UNN“ á Kjarvalsstöðum og
„Weather Diaries.“
Steinunn hefur gegnt margvís-
legum trúnaðarstörfum á vettvangi
fatahönnunar og hönnunar. Hún hef-
ur setið í og gegnt formennsku í ýms-
um stjórnum á sviði hönnunar og auk
þess kennt við fatahönnunardeild
Listaháskóla Íslands í upphafi
skólans. Hún er einn af stofnendum
Fatahönnunarfélags Íslands og
textíldeildar Myndlistarskólans í
Reykjavík. Hún hefur verið
stækka getur verið mikil næring
fyrir hjartað. Ég hef eytt öllum
sumrum á landi mínu í Borgarfirði
með eiginmanni og syni og hefur
félagsskapur vina og vandamanna
verið stór hluti af lífinu í sveitinni.
Svo hef ég verið bæði katta- og
hundaeigandi.“
Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður og listamaður – 60 ára
Í garðinum heima „Ég hef gaman af því að nostra við trén og eyði miklum tíma í klippingar.“
Tíska, stórborgir og garðar
Mæðginin Alexander og Steinunn. „Við erum alltaf með sólgleraugu.“ Í New York Frelsisturninn.
30 ára Aron ólst
upp í Eþíópíu og
Reykjavík en býr í
Hveragerði. Hann
er eigandi auglýs-
ingastofunnar
Filmís.
Maki: Dagbjört Eilíf
Baldvinsdóttir, f. 1990, eigandi og
framkvæmdastýra Filmís.
Dóttir: Eilíf Dagbjartar Aronsdóttir, f.
2018.
Foreldrar: Bjarni Gíslason, f. 1961,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, og Elísabet Jónsdóttir, f.
1962, hjúkrunarfræðingur á kven-
lækningadeild Landspítalans, búsett
í Reykjavík.
Aron
Bjarnason
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is