Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ VANTAR TAPPANN Í BAÐIÐ Í
HERBERGI 1708.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem gerir það
þess virði.
ÉG FINN EKKI
LYKLANA MÍNA
NÉ SKÓNA
MÍNA
NÉ
BUXURNAR
OOOG ÞAR FÓR
ÖLL ÞÍN MANN-
LEGA REISN
MAMMA, FÉKKSTU FIÐRILDI Í MAGANN
ÞEGAR ÞÚ HITTIR PABBA FYRST?
ÉG FÉKK FLÆR! Í ÞÁ DAGA HATAÐI PABBI
ÞINN LÍKA AÐ FARA Í BAÐ!
„EINN Í EINU. ÉG SKIL EKKI ORÐ ÞEGAR
ÞIÐ TALIÐ BÁÐIR SAMTÍMIS.”
Fjölskylda
Eiginmaður Steinunnar er Páll
Hjalti Hjaltason, f. 7.8. 1959 í
Reykjavík, arkitekt og fyrrverandi
borgarfulltrúi. Þau kynntust í New
York í nóvember 1986 þegar þau
voru þar við nám en þau giftust
17.11. 2006. Þau búa í Reykjavík.
Foreldrar Páls voru hjónin Ingigerð-
ur Karlsdóttir, f. 21.6. 1927, d. 28.3.
2013, flugfreyja og húsmóðir í
Reykjavík, og Hjalti Pálsson, f. 1.11.
1922, d. 24.10. 2002, framkvæmda-
stjóri í Reykjavík.
Sonur Páls og Steinunnar er Alex-
ander Viðar Pálsson, f. 3.5. 1995. Um
hann var gerð heimildarmyndin „Al-
exander“ eftir Mary Ellen Mark árið
2007. Hann er búsettur í Reykjavík.
Bræður Steinunnar eru Þorvaldur
Sigurðsson, (hálfbróðir), f. 30.9. 1951,
forstjóri í Reykjavík; Jón Viðar Sig-
urðsson, 21.6. 1958, prófessor í Ósló;
Magnús Viðar Sigurðsson, f. 6.1.
1966, framleiðandi í Reykjavík.
Foreldrar Steinunnar eru hjónin
Halldóra Edda Jónsdóttir, f. 8.7.
1933, húsmóðir og verslunarmaður,
og Sigurður Þ. Árnason, f. 15.3. 1928,
fyrrverandi skipherra hjá Land-
helgisgæslunni. Þau búa í Reykjavík.
Steinunn
Sigurðardóttir
Halldóra Steinþórsdóttir
ljósmóðir á Auðkúlu
Magnús Gíslason
bóndi áAuðkúlu íArnarfirði
Margrét Magnúsdóttir
húsfreyja og saumakona í Rvík
Jón Ottó Magnússon
skipstjóri í Reykjavík
Halldóra Edda Jónsdóttir
fv. húsmóðir og verslunarkona í Reykjavík
Sigrún Ólafsdóttir
ljósmóðir á Bíldudal
Magnús Kristjánsson
bóndi á Bíldudal
Theodór Jónsson
skipstjóri í Rvík
Sigurbergur Árnason
eftirlitsmaður hjá ÍAV
Margrét
Theodórsdóttir
skólastjóri
Tjarnarskóla í
Reykjavík
Anna Rósa Árnadóttir
rak Efnalaug Hafnarfjarðar
Sigurður Steinar
Ketilsson
skipherra
hjá Landhelgis-
gæslunni
Guðrún Kristjánsdóttir
fv. bóndi á Dunk í
Hörðudal
Jóna Jónsdóttir
fv. útibússtjóri í Rvík
Ásdís Árnadóttir
húsfreyja í Rvík
Magnús Eyjólfsson
bóndi í Krókskoti á Miðnesi
Vilborg Berentsdóttir
húsfreyja í Krókskoti
Steinunn Sigríður Magnúsdóttir
útgerðarkona og húsfreyja í Rvík
Árni Steindór Þorkelsson
skipstjóri í Reykjavík
Ingveldur Jónsdóttir
húsfreyja í Lambhaga
Þorkell Árnason
bóndi í Lambhaga á Álftanesi
Úr frændgarði Steinunnar Sigurðardóttur
Sigurður Þorkell Árnason
fv. skipherra hjá Landhelgisgæslunni
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönnskrifaði í Fésbók á mánudag og
kallaði „Snjór á snjó ofan“:
Jafnt og þétt hefur bætt á snjóinn
þessa síðustu viku. Mokað niður í
logni, skafið saman úr vestri og rifið
af úr austri. Nú er aftaka stórhríð og
ekki fjárhúsafært. Hér í Skjaldfann-
ardal er ekkert landslag lengur, öll
kennileiti horfin undir fönn og stutt í
að þurfi að fara að moka ofan af
húsaþökum. Fjallsbrúnin hér ofan
bæjar er á löngum kafla horfin bak
við himingnæfandi skafl.
Þessi ósköp ógna mér
yfir brúnir kletta
hengja brött við himin ber.
Hvenær leysir þetta?
Á Boðnarmiði hefur Pétur Stef-
ánsson orð á því að tveggja metra
fjarlægð sé ráðlögð:
Njóta ástar ekki má,
enda á lofti blikur.
Held ég mig í fjarlægð frá
frúnni næstu vikur.
Þótt hrjái oss kórónukrísan
sem kveikir í mannfólki hroll,
mun ástkæra íslenska vísan
áhyggjum velta um koll.
Hallmundur Kristinsson er lífs-
reyndur maður og veit sitt af hverju:
Mitt líf er töluvert meira en hálft.
Marga ég lífsgildru þekki.
Veröldin þykist oft sakleysið sjálft
sem hún í raun er þó ekki.
Guðmundur Beck bætir við:
Fráleitt hann fari með gjálfur
þó fiski á lóðin tvenn.
Hallmundur meira en hálfur
en heldur í sakleysið enn.
Og Guðrún Bjarnadóttir:
Hálfnað líf er harla flott,
helst til stutt að deyja,
en lifa fullu lífi gott,
langvitringar segja.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich segir að „við sem erum í
stjórnmálunum höfum ærinn starfa
um þessar mundir“:
Talsvert miklar tarnirnar
og tekur á að sinna því
að mannfjárveikivarnirnar
verði ekkert bríarí.
Gömul vísa í lokin:
Áin Blanda ofan í sjó
öllu hefur rutt af sér.
Sú er ei landa milli mjó
mér ofbjóða jakarnir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Tveir metrarnir og ekkert
landslag lengur