Morgunblaðið - 18.03.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir neyðarfund Knattspyrnu-
sambands Evrópu með aðildar-
þjóðum sínum í gær hefur sviðs-
myndin fyrir fótboltann í álfunni á
árinu 2020 skýrst aðeins betur. Eins
og klárlega lá í loftinu síðustu daga
var formlega ákveðið að fresta loka-
keppni Evrópumóts karla um eitt ár
og þar með er komið það svigrúm
sem þurfti til að ljúka öðrum mótum
og deildum í álfunni, svo framarlega
sem áhrif kórónuveirunnar verði
ekki alltof langvinn.
Óvissuþátturinn er áfram fyrst og
fremst fólginn í því hversu langt er í
að eðlilegt ástand skapist á ný, sam-
komubönnum verði aflétt og óhætt
þyki að koma þjóðfélögunum aftur í
fyrra horf og þar með taka upp á ný
keppni í íþróttum og aðra skemmt-
un.
UEFA og forráðamenn evrópsku
deildanna komust jafnframt að sam-
komulagi um að stefnt væri að því að
ljúka deildakeppni allra landa á
tímabilinu 2019-20 fyrir 30. júní. Til
að það gangi eftir þarf fótboltinn að
komast af stað fljótlega í maímánuði,
enda er allt að tólf umferðum eftir í
deildakeppni einstakra landa.
Óvíst er að sjálfsögðu hvort það
geti gengið eftir. Luis Rubiales, for-
seti spænska knattspyrnu-
sambandsins, sagði fljótlega eftir
fundinn að tímabilinu á Spáni yrði
lokið á eðlilegan og heiðarlegan hátt,
jafnvel þótt spila þyrfti lengur en til
30. júní til að ná því. Kollegar hans í
samböndum stærstu þjóðanna hafa
talað á svipuðum nótum.
Hvað varðar Meistaradeild Evr-
ópu og Evrópudeild UEFA var eng-
in ákvörðun tekin en skipaður vinnu-
hópur til að leysa það mál.
Hugmyndir hafa verið um að úrslita-
leikir keppnanna fari fram 24. og 27.
júní. Þar er enn eftir að ljúka sextán
liða úrslitum, þannig að til að ná
þeim markmiðum gæti þurft að ein-
falda útsláttarkeppnina.
Gianni Infantino, forseti FIFA,
hefur lýst yfir fullum stuðningi við
áform UEFA og mun því væntan-
lega beita sér fyrir því að ný heims-
meistarakeppni félagsliða sem fara
átti fram sumarið 2021 verði frestað.
Stjórn FIFA fundar um málin í dag.
Frá júníbyrjun á Íslandi?
Guðni Bergsson, formaður KSÍ,
og Klara Bjartmarz framkvæmda-
stjóri sátu fundinn í gær, sem var
haldinn með fjarfundarbúnaði.
Klara sagði í viðtali sem birtist á
mbl.is í gær að fundurinn hefði ein-
kennst af samkennd og allir hefðu
verið samtaka um að reyna að vinna
saman eins vel og kostur væri, miðað
við aðstæður.
Hvað Íslandsmótið varðar er bolt-
inn nú alfarið hjá KSÍ. Það átti að
hefjast 22. apríl með leik karlaliða
Vals og KR á Hlíðarenda en afar
ólíklegt er að sú dagsetning gangi
upp. Sænskir fjölmiðlar skýrðu frá
því í gær að sænska knattspyrnu-
sambandið væri með í sigtinu að
hefja keppni innanlands 5. til 6. júní
og leika út nóvember og ekki er ólík-
legt að áætlunin verði svipuð hér á
landi. Leikið frá júníbyrjun og fram í
október og spilað þéttar en vana-
lega. Reyndar yrði karladeildin
væntanlega að bíða fram yfir 10. júní
vegna landsleikjahlésins í byrjun
mánaðarins. Stjórn KSÍ kemur sam-
an á morgun og fer yfir stöðuna
gagnvart mótahaldinu innanlands.
Niðurstöður fundarins
Helstu niðurstöðurnar frá neyð-
arfundi UEFA snerta íslenskan fót-
bolta sem hér segir:
Evrópukeppni karla var frestað
um eitt ár eins og reiknað var með.
Hún á að fara fram nákvæmlega ári
síðar en til stóð, eða frá 11. júní til
11. júlí 2021. Ekkert kom annað
fram en að leikið yrði í sömu tólf
borgum og með sama leikjaplani.
Umspilsleikur Íslands og Rúm-
eníu og mögulegur úrslitaleikur um
EM-sæti við Ungverjaland eða
Búlgaríu fara fram á tímabilinu 3. til
9. júní. Vináttulandsleikir við Fær-
eyjar og Pólland sem fram áttu að
fara þessa daga falla væntanlega
niður.
Leikjum kvennalandsliðsins við
Ungverjaland og Slóvakíu í und-
ankeppni EM sem fram áttu að fara
10. og 14. apríl var frestað um
óákveðinn tíma. Ísland átti að fá
Lettland og Svíþjóð í heimsókn í júní
en leikjunum í heild verður vænt-
anlega raðað upp að nýju.
Evrópukeppni kvenna verður
seinkað sumarið 2021 vegna EM
karla. Hún átti að standa yfir á Eng-
landi frá 7. júlí til 1. ágúst en mun
væntanlega hefjast í það minnsta
viku síðar til að rekast ekki á EM
karla.
Leikjum 21-árs landsliðs karla
við Írland og Armeníu sem áttu að
fara fram í lok mars er frestað og
nýjar dagsetningar tilkynntar síðar.
Lokakeppni EM í þessum aldurs-
flokki á að fara fram í Ungverjalandi
og Slóveníu í júnímánuði 2021 og
verður væntanlega færð til vegna
EM karla.
Milliriðlum U17 ára landsliðs
kvenna og U17 og U19 ára landsliða
karla og kvenna sem áttu að fara
fram í mars og apríl hefur verið
frestað. Evrópumótunum í þessum
aldursflokkum verður mögulega af-
lýst.
Tímabilum lokið 30. júní?
EM karla frestað til 2021 Spánverjar tilbúnir að spila lengur ef þörf
krefur Fullur stuðningur FIFA Stjórn KSÍ fundar um Íslandsmótið á morgun
Ljósmynd/KSÍ
Fundurinn Guðni Bergsson og Klara Bjartmarz á fjarfundi UEFA í höf-
uðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í gær.
AFP
Nyon Rólegt var í kringum höfuðstöðvar UEFA í Nyon í Sviss í gær þrátt
fyrir fundahöldin. Aðeins stöku öryggisvörður var þar á rjátli.
Danska körfuknattleikssambandið
staðfesti í gær að tímabilið væri búið
og enginn danskur meistari yrði
krýndur. Er því fyrstu og líklegast
einu leiktíð þjálfarans Finns Freys
Stefánssonar með úrvalsdeildarliði
Horsens lokið. „Þetta var erfiður
endir á fyrsta tímabilinu mínu en
góð ákvörðun hjá körfuknattleiks-
sambandinu í ljósi ástandsins,“ skrif-
ar Finnur á Facebook. Horsens end-
aði með 34 stig eftir 22 leiki í þriðja
sæti og var á leiðinni í úrslitakeppni
um danska meistaratitilinn. Þá fór
liðið einnig í bikarúrslit.
Fyrsta tímabilið
búið hjá Finni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistari Finnur gerði KR að Ís-
landsmeistara fimm ár í röð.
Karen Knútsdóttir, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handbolta, á
von á barni og mun því ekki leika
meira með Fram á þessari leiktíð,
hvort sem tímabilið heldur áfram
eftir hlé eður ei. Kærasti Karenar
er Þorgrímur Smári Ólafsson, sem
einnig leikur með Fram. Fram var
einum sigri frá því að tryggja sér
deildarmeistaratitilinn þegar leikj-
um deildarinnar var frestað vegna
kórónuveirunnar. Þá tryggði Fram
sér bikarmeistaratitilinn í byrjun
mánaðar og þótti sigurstranglegt í
úrslitakeppninni.
Landsliðsfyrirlið-
inn á von á barni
AFP
Fyrirliði Karen Knútsdóttir á von á
barni næstkomandi september.
Tom Brady, þekktasti leikmaðurinn í bandaríska ruðn-
ingnum, hefur ákveðið að yfirgefa New England Pat-
riots eftir að hafa leikið með liðinu í tuttugu ár. Brady er
42 ára gamall. Hann kom til Patriots í nýliðavalinu árið
2000 og varð fyrsti leikstjórnandinn í NFL-deildinni til
að spila með sama liðinu í tvo áratugi. Hann var fyrirliði
Patriots í átján ár og fór með liðinu í úrslitakeppnina í
sautján skipti, þar af í níu úrslitaleiki, Ofurskálarleiki.
Hann kveður félagið sem sexfaldur meistari með því og
hefur fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður úr-
slitaleiksins. Næstu skref hjá Brady eru ekki ljós en
hann hefur áður lýst því yfir að hann muni spila til 45
ára aldurs. Hefur hann verið orðaður við félög á borð við Tampa Bay Buc-
aneers, L.A. Chargers og Las Vegas Raiders.
Brady yfirgefur Patriots
Tom
Brady
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hækkar sig
um 63 sæti á heimslista kvenna í golfi eftir að hafa endað
í sjöunda sæti á South African Women’s Open-mótinu í
Höfðaborg sem lauk um síðustu helgi.
Valdís var í síðustu viku í 599. sæti en á listanum sem
birtur er í þessari viku er hún í 536. sæti. Hún var í 629.
sæti í byrjun árs en besta staða hennar á listanum er
299. sæti í mars 2018. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í
874. sæti listans og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í 875.
sæti. Ólafía hefur náð lengst íslenskra kylfinga í 170.
sætið í janúar 2018 og besti árangur Guðrúnar er 790.
sæti í júní 2019. Munu þær ekki keppa á næstunni þar
sem öllum helstu mótum á mótaröðum golfheimsins hefur verið frestað
vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Upp um 63 sæti á heimslista
Valdís Þóra
Jónsdóttir
Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham
hafa bæði hug á að kaupa króatíska
miðvörðinn Dejan Lovren af Liverpool
í sumar, að sögn Sky Sports. Lovren á
rúmlega eitt ár eftir af samningi sín-
um við Liverpool, sem er sagt tilbúið
að láta hann fara eftir þetta tímabil,
frekar en að missa hann án greiðslu
ári síðar.
Danski handknattleiksmaðurinn
Mads Mensah Larsen hefur verið
greindur með kórónuveiruna. Hann
staðfesti veikindin á Instagram.
Danska skyttan leikur með Rhein-
Neckar Löwen í Þýskalandi og er liðs-
félagi þeirra Alexanders Peterssons
og Ýmis Arnar Gíslasonar. Mensah
Larsen er fyrsti leikmaðurinn í efstu
deild Þýskalands sem greinist með
veiruna.
Norðmaðurinn Åge Hareide hefur
stýrt sínum síðasta leik með danska
karlalandsliðinu í fótbolta. Samningur
Hareide við danska knattspyrnu-
sambandið rennur út 31. júlí. Hareide
átti að stýra danska liðinu á EM í sum-
ar en vegna frestunar mótsins verður
ekki af því. „Samningurinn rennur út
31. júlí og því miður verða engin verk-
efni áður en ég hætti. Það er leiðinlegt
að stýra liðinu ekki á EM,“ sagði Ha-
reide við Dagbladet. Kasper Hjulmand
tekur við af Hareide en hann stýrði
síðast Nordsjælland í Danmörku og
þar á undan Mainz í Þýskalandi.
Sean Dyche, knattspyrnustjóri
enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, var
í gær útnefndur stjóri febrúarmánaðar
í deildinni. Burnley er ósigrað í síðustu
sjö deildarleikjum og spilaði liðið vel í
síðasta mánuði. Burnley vann tvo leiki,
gerði tvö jafntefli, skoraði fimm mörk
og fékk aðeins eitt á sig. Liðið er nú í
tíunda sæti deildarinnar með 39 stig.
Hefur Dyche nú tvívegis verið útnefnd-
ur stjóri mánaðarins í deildinni en
hann hreppti hnossið í mars 2018. Jó-
hann Berg Guðmundsson er leik-
maður Burnley.
Franski knattspyrnumaðurinn
Blaise Matuidi greindist með kórónu-
veiruna í gær. Matuidi er lykilmaður
hjá ítalska stórliðinu Juventus og þá
varð hann heimsmeistari með Frakk-
landi í Rússlandi fyrir tveimur árum.
Juventus sendi frá sér yfirlýsingu í
gær þar sem greint er frá að Mathuidi
sé í sóttkví og er líðan hans góð. Ma-
tuidi er annar leikmaðurinn á eftir
Daniele Rugani sem greinist með veir-
una hjá Juventus.
Landsliðsmaðurinn Hörður Björg-
vin Magnússon er með flestar heppn-
aðar sendingar allra í rússnesku úr-
valsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni.
Hörður hefur gefið 1.241 heppnaða
sendingu í 20 leikjum á leiktíðinni eða
rúmlega 62 heppnaðar sendingar að
meðaltali í leik. CSKA Moskva er í
fimmta sæti deildarinnar
með 36 stig eftir 22 leiki,
en ekki verður leikið í
deildinni á næstunni
vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar. Var stað-
fest frestun
leikja í deild-
inni til 10.
apríl í gær.
Eitt
ogannað