Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 ✝ Stefán Hall-grímsson fædd- ist á Laugavegi 41a í Reykjavík 27. nóv- ember 1928. Hann lést á LSH 11. mars 2020. Foreldrar hans voru Hall- grímur G. Bjarna- son, f. á Tjörn í Biskupstungum 22. apríl 1886, d. 31. maí 1971 í R.vík. Móðir Valgerður Stefánsdóttir Rifsalakoti í Ásahr. 28. nóv- ember 1883, d. 26. október 1946. Systkini Stefáns voru Bjarnhéð- inn Hallgrímsson, f. 26. mars 1923, d. 4. desember 1989, Ingi- gerður Hallgrímsdóttir, f. 24. júní 1924, d. 23. júlí 1979, Guð- leif Hallgrímsdóttir, f. 15. apríl 1926, d. 24. maí 1989. Eiginkona hans, Edda Björns- dóttir, f. á LSH í Reykjavík, í Leynimýri í Reykjavík, en þau giftust þann 27. nóvember 1954. Börn þeirra eru 1) Birgir, f. 18. janúar 1953, barnsmóðir hans var Sæunn Ragnarsdóttir, f. 1951, d. 2011, barn þeirra er María, f. 1971. Fyrrverandi eiginkona Birgis er Áslaug Rögnvaldsdóttir, f. 1955, og barn þeirra Jóhann, f. 1976. Eiginkona Birgis, Bente Jensen, ólfur Daníel, f. 1993. 8) Margrét Edda, f. 19. október 1975, sam- býlismaður hennar er Jón Þór Ólafsson, f. 1967. Jafnframt átti Stefán börn með Carle Marie Jörgensen, f. 5. júlí 1927, d. 2007. 1) Valgerður Stefánsdóttir, f. 30. júlí 1952, barnsfaðir Ólafur Logi Jón- asson, f. 1948, d. 2009, sonur þeirra er Jónas Helgi, f. 1973, d. 2010. Eiginmaður Valgerðar er Gunnar Ásgeir Jósepsson, f. 1958, og barn þeirra er Jósef Karl, f. 1983. 2) Sigurður Lárus Stefánsson, f. 7. mars 1954. Eiginkona hans er Gyða Krist- insdóttir, f. 1956, og börn þeirra eru Kristinn Þröstur, f. 1978, og Eva, f. 1983. Stefán átti barn með Sigurrósu Rafn Jónsdóttur, f. 16. júlí 1924, d. 8. nóvember 2014, dóttir þeirra er 1) Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, f. 5. október 1954, eiginmaður henn- ar er Björn Ágústsson, f. 1954, og dætur þeirra eru Ágústa Rós, f. 1977, Harpa, f. 1985, og Val- gerður, f. 1992. Langafabörn Stefáns eru orð- in 24 og eitt langalangafabarn. Stefán ólst upp á Laugavegi 41a og gekk í barnaskóla Austurbæjar. Hann lauk sveins- prófi í málaraiðn frá Iðnskól- anum í R.vík 1950. Stefán og Edda hófu búskap í Leynimýri í Fossvogi, áttu lengst af heima í Hábergi en síðustu árin í Hraunbæ 103. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 23. mars 2020, klukkan 13. f. 1959, og þeirra barn er Klara, f. 1993. 2) Inga, f. 21. febrúar 1955, eig- inmaður hennar er Sigurður Ragn- arsson, f. 1944, syn- ir þeirra eru Funi, f. 1979, Dagur, f. 1983, Logi, f. 1992, og Máni, f. 1995. 3) Guðný, f. 24. ágúst 1956, barnsfaðir hennar er Þorsteinn Ingi Jóns- son, f. 1955, dóttir þeirra er Edda Sóley, f. 1979. Eiginmaður Guðnýjar er Grétar Einarsson, f. 1947, og börn þeirra eru Árni, f. 1982, Hildur, f. 1988, og Ingi Björn, f. 1992. 4) Ásdís, f. 28. maí 1958, fyrrverandi eigin- maður hennar er Ágúst Haf- steinsson, f. 1956, og börn þeirra eru Stefán, f. 1976, og Þóra, f. 1979. 5) Hallgrímur, f. 11. apríl 1959, sambýliskona hans er Rannveig Rafnsdóttir, f. 1962. 6) Ari, f. 25. október 1960, eiginkona hans er Kristín Linda Árnadóttir, f. 1971, dætur þeirra eru Nótt, f. 1995, og Birta, f. 2001. 7) Árni, f. 3. febr- úar 1962, fyrrverandi sambýlis- kona hans er Helga Ingólfs- dóttir, f. 1961, og börn þeirra eru Margrét Liv, f. 1990, og Ing- Í dag er faðir minn og tengda- faðir borinn til grafar. Á þessum tímamótum fer maður að hugsa til baka og rifja upp góða tíma og minningar. Þrátt fyrir stóra fjölskyldu og oft lítil efni var alltaf tími til að gera eitthvað skemmtilegt eins og fara á skíði eða í útilegu með okkur krakkana. Pabbi var alltaf einstaklega bóngóður og tók þátt í alls konar framkvæmdum með okkur þegar við vorum að endur- bæta íbúðir sem við keyptum í misgóðu ástandi. Dætur okkar voru líka svo heppnar að fá góð- an tíma með afa sínum enda var hann að hætta að vinna þegar þær voru enn litlar. Það var svo lýsandi fyrir pabba og mömmu að þegar þau voru hætt að vinna en mikið var að gera hjá okkur, sóttu þau oft stelpurnar okkar í hinar ýmsu tómstundir. Voru stelpurnar sammála um að það væri miklu betra þegar afi og amma sóttu frekar en við því þau voru alltaf svo róleg, komu alltaf á réttum tíma og gáfu sér góðan tíma í að spjalla. Þrátt fyrir stóran systkinahóp reyndum við að halda ákveðinni reglu á að hittast í kringum jólahátíðir með pabba og mömmu. Pabbi var mikið af- mælisbarn og á stórafmælum í seinni tíð vildi hann gjarna vera með stórar veislur. Var það mikil gleði að taka þátt í níræðis- afmæli hans þar sem börn, tengdabörn, fjölskyldur, vinir og ættingjar fögnuðu þessum merka áfanga. Pabbi var ætíð mikill íþrótta- maður og var með gott starfs- þrek langt fram á níræðisaldur. Um áttrætt var hann að aðstoða okkur við að heillakka eldhús að gamalli fyrirmynd uppi í stiga og tröppum og að lakka glugga. Sjónin var kannski aðeins farin að dofna og hann vildi helst ekki nota gleraugu við vinnu en hann lakkaði eftir minni og það tókst vel. Mikilvægi hreyfingar og þess að vera alltaf að gera eitthvað og taka þátt í verkefnum og lífi barna sinna og barnabarna mat hann mikils. Hann sagði eigin- lega aldrei nei þegar eitthvert af okkur leitaði til hans með ein- hver vandamál eða verkefni sem þurfti að leysa. Hann var ein- staklega örlátur maður og með hlýjan og góðan húmor. Föður mínum fannst mikil- vægt að vera sjálfstæður. Hann var að endurnýja ökuskírteinið sitt sem hann fékk í póstinum um daginn. Honum fannst mög mikilvægt að komast allra sinna ferða sjálfur á sínum bíl. Hann keyrði í búðina til að kaupa inn og fór í bankann og gera það sem þurfti en fannst orðið erfitt að keyra í myrkri seinni ár svo hann vildi helst ekki vera á ferðinni eftir að fór að rökkva. Manni fannst hann eiginlega alltaf mjög ungur enda var hann ungur í anda. Það var svo skemmtilegt að honum fannst eiginlega allir aðrir en hann sjálfur vera gamalt fólk, þótt hann væri kominn yfir nírætt. Fram á síðustu ár var hann mjög kvikur og þoldi eig- inlega enga leti hjá fólki og var þess vegna sjálfur oftast eitt- hvað að bardúsa öðrum til gagns. Á þessum tímamótum viljum við minnast pabba og þakka fyrir þann langa tíma sem við höfum átt með honum, það sem hann kenndi okkur og hjálpaði okkur með. Hvíl í friði, elsku pabbi og tengdapabbi. Ari og Kristín. Elsku besti pabbi minn Stefán Hallgrímsson er fallinn frá, hann var 91 árs. Búinn að lifa langa góða ævi. Hann var málari mestalla sína starfsævi, um sextugt fór hann að vinna við viðhald og viðgerðir á gæsluvöllum Reykjavíkur- borgar og þegar hann var sjö- tugur fór hann að vinna á með- ferðarheimilinu á Hvítárbakka sem altmúligmann sem sé gerði við allt, smíðaði hænsnakofa eða málaði og lagði pípulagnir, þar vann hann til að verða áttatíu ára. Pabbi gat gert við allt og vissi allt eða það fannst mér alla vega þegar ég var krakki. Hann átti oft gamla bíla sem biluðu oft og gat hann alltaf gert við þá. Minningar okkar í sambandi við ferðalög og skíðaferðir tengjast oft biluðum bíl, pabbi undir húddinu eða undir bílnum að gera við. Hann stundaði mikið af íþróttum á yngri árum eins og fótbolta og handbolta með Val, sem hann varð oft Íslandsmeist- ari með. Hann var alla sína tíð mikill Valsmaður og hélt alla tíð með Val í Íslandsmótum. Hann fylgdist vel með íþróttum í fjöl- miðlum eftir að hann hætti að stunda hópíþróttir. Pabbi byrj- aði ungur að stunda skíði og kynntust þau mamma einmitt á skíðum eða í Valsskálanum, ein- mitt þaðan áttum við margar góðar minningar, oftast um páska vorum við þar með öðrum Völsurum og áttum góðar stund- ir við skíðaiðkun og skemmtileg- ar kvöldvökur. Hann var for- maður skíðadeildar Vals í mörg ár og var með í því að velja fram- tíðar skíðasvæði fyrir Reykjavík og sveitarfélögin í kring þegar ákveðið var að velja Bláfjöllin. Hann stundaði skíði fram á ní- ræðisaldur. Hann var mjög staðfastur maður og stóð með sjálfum sér eins og þegar hann sagðist ætla að hætta að reykja þá var hann að koma af árshátíð eða ein- hverri skemmtun og sagðist vera hættur að reykja, ég lagði nú ekki mikla trú á það en hann reykti aldrei eftir það, þarna var hann um fertugt og hafði reykt frá því hann var ungur maður. Hann átti 11 börn og talaði alltaf um okkur sem sitt ríki- dæmi, þó að við höfum ekki alltaf kunnað að meta það ríkidæmi. Pabbi stóð alltaf með okkur krökkunum og var mjög stoltur af okkur og hvatti okkur áfram. Við fórum mikið í útilegur á sumrin, alltaf var okkur öllum hrúgað í bílinn og allur okkar út- búnaður tjöld og svefnpokar, það er á þeim tíma vorum við 7 börn- in, engin bílbelti, sex í aftursæt- inu og eitt barn í framsætinu hjá þeim. Við fórum í styttri og lengri ferðir og alltaf minnst eina ferð austur undir Eyjafjöll. Ég minnist einnar ferðar til Ak- ureyrar sem tók viku að fara og stóð ég föst á því í skólanum um haustið að víst tæki viku að keyra til Akureyrar, en ég skildi ekki fyrr en seinna að auðvitað tók það svona langan tíma því ekki var hægt að keyra meira en ca. 2 tíma þá var allt orðið vit- laust í aftursætinu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir Lósý. Jósefína Guðný Stefánsdóttir. Nú er pabbi farinn eftir langt og gott lífshlaup. Hann var alla tíð mjög hraustur og duglegur. Hann var mikill íþróttamaður og kenndi okkur systkinunum gildi hreyfingar. Við lærðum mjög ung á skíði hjá pabba. Það var farið nær allar helgar upp í Vals- skála á meðan snjór var í brekk- um. Við lærðum að takast á við alls konar áskoranir í þessum ferðum. Oft á tíðum bilaði bíllinn eða veðrið var allt í einu svo slæmt að við þurftum að gista í skálanum eða lúsast á 10 km hraða alla leið heim. Í gegnum þetta allt lærðum við að meta útiveru, hreyfingu og ferðalög. Pabbi var jákvæður húmor- isti. Hann sá yfirleitt það skemmtilega í hlutunum og hvatti okkur áfram á jákvæðan hátt. Talaði um að hann væri rík- ur þó við ætti stundum varla fyr- ir mat. Ríkidæmi sitt taldi hann í börnum en við erum 11 systkini svo hann var sannarlega ríkur. Uppgjöf var ekki til í pabba huga. Þegar allt virtist ómögu- legt sagði pabbi „þetta reddast“ og auðvitað gerðist það. Pabbi var mikill verkmaður og hand- laginn. Hann var útsjónarsamur og gat yfirleitt fundið lausnir á því sem laga þurfti. Hann var ótrúlega hjálpsamur og ef við báðum hann um aðstoð var hann kominn á stundinni. Þegar ég hugsa til baka á ég svo óendanlega margar góðar minningar um pabba. Hann kenndi mér svo margt; bjartsýni og lífstrú. Trú á að ég geti hlut- ina. Hann sýndi okkur með góð- mennsku sinni gildi þess að standa saman og vera stolt og ánægð með að vera svona stór fjölskylda. Mér hefur verið ómetanlegt að fá að vera í sam- skiptum við pabba í gegnum lífið. Hann var börnunum mínum fyr- irmynd; kenndi þeim að vinna og sýndi þeim óendanlega ástúð. Pabbi var kannski ekki maður margra orða en hann sýndi væntumþykju sína í verkum. Hann var til staðar þegar á þurfti að halda. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja pabba og þakka fyrir öll árin. Megi hann hvíla í friði. Inga Stefánsdóttir. Að Stefáni Hallgrímssyni gengnum kveð ég tengdaföður og góðan vin. Leiðir okkar Stebba lágu saman fyrir hart- nær 42 árum er ég hóf að gera hosur mínar grænar fyrir Ingu, elstu dóttur þeirra Stebba og Eddu. Hann tók mér vel þá með hlýju sinni og glaðværð og sam- leiðin var góð allar götur síðan. Stebbi var einn af þessum mönn- um sem „geta allt“, og taldi aldr- ei eftir sér að leggja til hendi. Gilti þá einu hvort þurfti að smíða eða helluleggja, mála eða bjarga smá pípulögn, allt lék þetta í höndunum á Stebba. Má nærri geta að slíkt var ómetan- legt fyrir tengdason með full- marga þumalputta. Snemma í sambúð okkar Ingu fluttumst við í Fljótshlíð, þar sem stofnað var meðferðarheimili fyrir unglinga. Að ýmsu þurfti að hyggja, breyta og bæta og nutum við ekki síst tengdapabba í þeim efn- um. Sama varð svo upp á teningn- um er meðferðarheimilið fluttist að Torfastöðum fjórum árum síðar. Stebbi mættur! Smám saman komst ég að því að Stebbi hafði verið mikill íþróttamaður á sínum yngri ár- um. Hafði verið liðtækur og keppt í handbolta og fótbolta, æft box og sund auk þess að keppa á skíðum. Hann var Vals- ari inn í hjartarætur og einhvern veginn síaðist sú mynd inn í huga mér að skíðadeild Vals hefði hér á árum áður að uppistöðu til ver- ið Stebbi, Edda og krakkarnir. Bolti, box og sund voru komin til hliðar þegar við kynntumst en skíðin voru enn í fullum blóma þótt hann hefði þá látið af allri keppni. Saman fórum við í fjölmargar skíðaferðir og leyndi sér ekki þegar maður horfði á Stebba í brekkunum að þar fór maður sem hafði einhvern tíma áður komið að þessari íþrótt. Haustið 1998 fluttum við Inga að Hvít- árbakka, þar sem við stofnuðum meðferðarheimili fyrir unglinga. Stebbi og Edda fluttu með og störfuðu að meðferðarheimilinu, urðu eins konar afi og amma á staðnum. Það var ómetanlegt að hafa Stebba. Endalaus viðvik í búskap og lagfæringum léku í höndum hans og aldrei þurfti að biðja Stebba tvisvar. Stundum var það reyndar í hina áttina, það er að þegar ég nefndi eitt- hvað sem þyrfti að gera var svarið: „Ég er búinn að því.“ Unglingarnir sem voru í með- ferð nutu samvistanna við Stebba. Hann var kátur og hafði gaman af að ærslast og taka þátt í sprelli unglinganna en um leið var hann hinn góði og þolinmóði leiðbeinandi í ýmsum verkum. Reyndar var einn löstur sem hann þoldi illa en það var leti. Þegar að þeim lesti kom brast Stefáni stundum þolin- mæðin. Samstarfið við meðferð- arheimilið stóð í níu ár. Árlega fór hópurinn í skíðaferðir til út- landa. Þar var Stebbi hinn óþreytandi kennari. Strákarnir okkar fjórir elskuðu afa sinn og hann var fyrirmynd þeirra í mörgu. Auðvitað eru þeir allir með skíðadellu, sem nú er byrjuð að dreifa sér niður í barnabarna- börnin. Ekki síst var hann þó fyrirmynd þeirra í að vera alla tíð hinn trausti sem ávallt mátti reiða sig á þótt orðin væru ekki endilega mörg. Ég kveð með þökk góðan dreng og góðan vin Stefán Hall- grímsson. Megi hann fara í friði inn á þær lendur sem enginn okkar þekkir. Sigurður Ragnarsson. Þegar við systkinin vorum börn nutum við þeirrar gæfu að búa í sömu götu og afi og amma. Þau í Hábergi tíu og við í númer sjö. Til þeirra vorum við alltaf velkomin og sennilega vorum við þar meira og minna daglega all- an uppvöxtinn. Við kölluðum það að fara „niður eftir“. Þau eiga því bæði ríkan þátt í uppeldi mínu. Ótalmargt get ég talið upp sem ég lærði af honum afa mínum. Hann kenndi mér t.d. að bæta dekkin á hjólinu mínu, að renna mér á skíðum og hann kenndi mér bindishnútinn sem ég mun bera í jarðarför hans. Minningarnar sem ég ylja mér við þessa dagana eru því bæði margar og góðar. Minning- ar af ferðum í fjöllin á skíði. Afi keyrði hvíta sendibílinn, amma sat fram í og aftur í var oftar en ekki heil hersing af krökkum sem kyrjuðu Valssöngva á leið- inni undir dyggri stjórn afa. Minningar af gistinótum á sóf- anum í stofunni við tifið í klukk- unni sem afi trekkti á hverju kvöldi áður en hann fór að sofa. Sunnudagsmorgnar með nýbök- uðum vöfflum og ekki síst minn- ingar af hversdagslegum atburð- um sem munu lifa með mér um ókomna tíð. Ég heyri enn röddina hans og sé hann fyrir mér þar sem hann steytti hnefann og fullyrti um leið að hann ætlaði að verða hundrað ára gamall. Þetta sagði hann eftir að hafa náð sér af hremmingum sem drógu hann næstum til dauða. Hvort einhver trúði þessum orðum hans skal ósagt látið en ég átti bágt með það að minnsta kosti og ég er ekki svo viss um að hann hafi gert það sjálfur. Þetta var hans leið. Hann bauð dauðanum birg- inn um leið og hann tók á þessu alvarlega málefni af hálfgerðri léttúð eða hálfkæringi, nokkuð sem mér fannst vera sterkt ein- kenni á persónuleika afa. Oft vorum við afi saman um jólin í faðmi fjölskyldunnar. Það gerðum við líka um síðustu jól á heimilli móður minnar. Þá áttum við samtal sem ég mun seint gleyma. Hann lýsti því yfir að þetta væri orðið gott, hann þyrfti ekki að lifa fleiri jól. Hálfkæring- urinn, sem var honum svo tamur, dró úr alvarleika orðanna en í þeim var þó fólginn einhver sannleikur. Ég hermdi upp á hann loforðið um árin hundrað og spurði hvort hann væri far- inn að sjá eftir því. Já, var svarið sem ég fékk en hann brosti sposkur til mín og ég á móti. Fleira þurfti ekki að segja, í þögninni, í brosum okkar fólst virðing og samþykki. Þetta var orðið miklu meira en gott og það fyrir löngu. Afi náði því sem sagt ekki að verða hundrað ára en átti engu að síður langa og góða ævi. Hann varð níutíu og eins árs gamall, eignaðist ellefu börn og stóran hóp afkomenda. En þrátt fyrir allt er það samt svo sárt þegar stundin rennur að lokum upp. Þá er gott að minnast allra góðu stundanna. Þá síðustu átti ég með honum síðasta kvöldið sem hann lifði, fyrir hana verð ég ævinlega þakklátur. Ég gat kvatt og þakkað fyrir mig. Stefán Ágústsson. Elsku afi okkar sem við kveðjum í dag var ótrúlega góð- hjartaður og hlýr. Við rifjuðum upp heimsóknir til afa og ömmu og þau mörgu skipti sem við vorum svo heppnar að fá að gista hjá þeim. Eitt skipti þegar við vorum nokkuð ungar feng- um við mikla heimþrá og þá settist afi við hliðina á okkur og hélt í höndina á okkur þangað til við sofnuðum. Afi var alltaf til staðar og tók alltaf á móti okkur með bros á vör. Hann hafði ótrúlega skemmtilegan húmor eins og sást á því hvað hann hló oft og mikið. Eitt skemmtilegt atvik var þegar við vorum í heimsókn hjá afa og ömmu og þar voru vöfflur í boði og að sjálfsögðu rjómi. Sá rjómi var reyndar í rjómasprautu og þar sem ég kunni ekki á hana þá sprautaði ég óvart yfir hann allan. Honum fannst þetta atvik bara fyndið þótt það hefði haft í för með sér ansi mikil þrif. Við litum mikið upp til afa og þegar við vorum litla fannst okkur afi kunna allt. Við fórum meðal annars saman á tálgunar- námskeið þar sem kom í ljós að hann var með þetta allt á hreinu og kenndi kennaranum sitt hvað. Hann kenndi okkur á skíði, að taka upp kartöflur og að mála. Afi var okkar fyrir- mynd í þolinmæði, samvisku- semi og kærleika. Þessar minn- ingar og fleiri eru okkur dýrmætar og við munum ávallt sakna hans. Nótt og Birta. Kvatt hefur sómamaðurinn Stefán Hallgrímsson sem mun hafa verið elstur þekktra Vals- manna þegar hans tími kom. Stefán hóf snemma að æfa knattspyrnu með félaginu og náði þar góðum árangri og var mikilvægur hlekkur í traustum hópi leikmanna sem m.a. urðu Íslandsmeistarar 1956. Stefán lék einkum í stöðu sem kölluð var haff en kallast á seinni árum miðvallarspilari. Seinna meir tók hann einnig virkan þátt sem leikmaður í handknattleiksliði félagsins og varð mjög góður markvörður og það gat farið í taugarnar á stórskyttum and- stæðinganna hversu oft hann greip boltann. Ein helsta skytta landsins hafði einmitt á orði að það væri hreinlega lamandi að skjóta þrumuskoti að marki Vals og sjá svo Stefán grípa boltann eins og ekkert væri. Ís- landsmeistari varð Stefán fjór- um sinnum með meistaraflokki Vals í handbolta. Þau Stefán og Edda Björnsdóttir eiginkona hans sem lék handbolta með meistaraflokki kvenna í Val bjuggu árin 1962-1965 að Hlíðarenda og sinntu störfum húsvarða og staðarhaldara. Stefán var ágætis skíðamaður og stundaði vel þá íþrótt og tók þátt í stofnun Skíðadeildar Vals sem eignaðist skíðaskála í Sleggjubeinsdal nærri Nesja- Stefán Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.