Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn hefur rask-
að aðfangakeðjum um allan heim en
áhrifin koma ekki fram að fullu fyrr
en á næstu mánuðum eða misserum.
Fari allt á besta veg mun veirufar-
aldurinn draga úr framleiðslu og
hægja á flutningum í skamman tíma
og alþjóðahagkerfið síðan komast
smám saman aftur á réttan kjöl, en í
versta falli gætu afleiðingarnar orðið
langvarandi og kostnaðarsamar
truflanir á framleiðslu og vöruflutn-
ingum, samhliða viðvarandi sam-
drætti í eftirspurn.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í greiningu ráðgjafarfyrir-
tækisins McKinsey & Company á
efnahagslegum áhrifum kórónuveir-
unnar. Þar leggur McKinsey m.a.
áherslu á að fyrirtæki þurfi að bregð-
ast rétt við, s.s. með því að vernda
starfsmenn sína og hughreysta,
styrkja aðfangakeðjur sínar, eiga í
góðum samskiptum við viðskiptavini
og greina hvort og hvernig megi tak-
ast á við fjárhagslegar afleiðingar
faraldursins.
Að mati McKinsey getur faraldur-
inn þróast á tvo vegu, nú þegar útlit
er fyrir að takist hafi að hægja á tíðni
nýsmita í þeim Asíulöndum þar sem
veiran blossaði fyrst upp: Annars
vegar gæti útbreiðsla haldið áfram í
Mið-Austurlöndum, Evrópu og
Bandaríkjunum fram á miðjan ann-
an ársfjórðung þegar hægja tekur á
smitum bæði vegna aðgerða heil-
brigðisyfirvalda og vegna breyttra
veðurskilyrða sem valda því að veir-
an þrífst síður. Hins vegar gæti út-
breiðsla veirunnar haldið áfram með
svipuðum hraða og ekki hægt ferðina
með vorinu, með tilheyrandi álagi á
heilbrigðiskerfi og hagkerfi þjóða
um allan heim, og með samdrætti í
eftirspurn sem myndi vara allt fram
á annan ársfjórðung 2021.
Í fyrra tilvikinu myndu efnahags-
leg áhrif faraldursins m.a. vera sam-
dráttur í neysluútgjöldum og fjár-
festingu á þessu ári, en í seinna
tilvikinu gætu smit blossað upp að
nýju í Kína og Austur-Asíu og raskað
framleiðslu þar að nýju, hætta væri á
djúpri efnahagslægð og ekki von á
viðsnúningi fyrr en á fyrsta ársfjórð-
ungi 2021.
Gott að vera ungur í heitu landi
Athygli vekur að McKinsey spáir
því að Suður- og Suðaustur-Asía,
Afríka og Rómanska Ameríka muni
sleppa tiltölulega vel frá faraldrin-
um, bæði vegna hlýrra loftslags sem
veiran þolir illa og eins vegna þess að
þar er meðalaldur lágur. Eins og víða
hefur komið fram virðist kórónuveir-
an yfirleitt valda vægum eða jafnvel
engum einkennum hjá ungu fólki og
eru dauðsföll af völdum kórónuvei-
rusmits sárasjaldgæf hjá fólki undir
sextugu. Er t.d. meðalaldur Brasilíu-
búa tæplega 33 ár, meðalaldurinn í
Mexíkó rösklega 28 ár, 30,5 ár í Víet-
nam og tæplega 38 ár í Taílandi svo
nokkur dæmi séu nefnd, en til sam-
anburðar er meðalaldur Þjóðverja
rúmlega 47 ár og meðal-Ítalinn 45,5
ára gamall. Í þeim löndum þar sem
hlutfall ungs fólks er hærra ætti
veirufaraldurinn að valda hlutfalls-
lega minna álagi á heilbrigðiskerfið
og minni röskun á starfsgetu vinnu-
afls, en rétt er að nefna í því sam-
bandi að meðalaldur á Íslandi er
nokkuð lágur, eða 36,5 ár, og aðeins í
fjórum OECD-ríkjum (Ísrael, Síle,
Tyrklandi og Mexíkó) er aldurs-
hópurinn 65 ára og eldri minni í hlut-
falli við heildarfjölda íbúa.
Ef tekst að hægja á faraldrinum á
komandi mánuðum reiknar McKin-
sey með að neikvæð efnahagsáhrif
kórónuveirunnar vari fram á þriðja
fjórðung þessa árs en viðsnúningur
hefjist á fjórða ársfjórðungi. Hægi
faraldurinn ekki ferðina með sumr-
inu væntir McKinsey samdráttar í
öllum helstu hagkerfum heims og að
hægfara bati hefjist ekki fyrr en á
öðrum fjórðungi 2021. Eiga sérfræð-
ingar ráðgjafarfyrirtækisins ekki
von á að faraldurinn valdi meirihátt-
ar fjármálakreppu enda bankar
nokkuð vel í stakk búnir til að takast
á við skellinn.
Til að komast sem best út úr erfið-
leikaskeiðinu fram undan ráðleggur
McKinsey fyrirtækjum að setja á
laggirnar n.k. „stjórnstöð“ til að
tryggja skjótar og réttar aðgerðir
enda geti hefðbundnir greiningar- og
ákvarðanatökuferlar verið of hæg-
virkir við þessar kringumstæður.
Þarf m.a. að skoða með hvaða hætti
má draga úr hættunni á að smit ber-
ist á milli fólks við dagleg störf,
skerpa á reglum og vinnubrögðum er
varða fjarvinnu og viðveru, greina
með hvaða hætti veikindi eða heima-
sóttkví kann að raska kjarnastarf-
semi fyrirtækisins, og vinna að því
með samstarfsaðilum að aðfanga-
keðjur raskist sem minnst.
Ræðst á komandi mánuðum
AFP
Stopp Mynd af aðalumferðaræð Tírana fyrr í mánuðinum. Víða um heim er atvinnulífið hálflamað eins og stendur.
Ef ekki tekst að ná stjórn á kórónuveirufaraldrinum með sumrinu gæti það leitt til efnahagslægðar
sem varir fram á annan ársfjórðung 2021 Áhrifin minnst í Suður-Asíu og Rómönsku Ameríku
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Twitter. Qatar Airways, ríkisflug-
félag Katar, tilkynnti á laugardag
að þar yrði flugferðum fækkað um
75% og þá hætti Royal Jordanian
farþegaflugi um helgina. LOT Pol-
ish Airlines ákvað þann 15. mars
að hætta öllu flugi frá bæði Pól-
landi og Ungverjalandi a.m.k. fram
til 28. mars.
Air Malta hætti öllu flugi á föstu-
dag, í kjölfar þess að stjórnvöld
Möltu bönnuðu allar flug-
samgöngur til og frá eyjunni.
Sömu sögu er að segja um Copa
Airlines, sem kyrrsetti flota sinn á
sunnudag í kjölfar flugbanns rík-
isstjórnar Panama. South African
Airlines tilkynnti á laugardag að
öllum ferðum félagsins yrði aflýst
a.m.k. fram til 31. mars. Þá hyggj-
ast Ryanair og EasyJet bæði leggja
flestum þotum sínum frá og með
þriðjudeginum, að því er fréttavef-
urinn Simple Flying greinir frá.
Bandaríska flugfélagið South-
west upplýsti á föstudag að það
ætlaði að minnka flugframboð sitt
um fjórðung fram í miðjan apríl.
Loks ætlar United Airlines ekki að
fljúga til Evrópu eftir 25. mars og
hætta flugi til Asíu og Afríku 28.
mars. ai@mbl.is
Emirates, ríkisflugfélag Samein-
uðu arabísku furstadæmanna, til-
kynnti á sunnudag að félagið
myndi hætta öllu farþegaflugi frá
og með 25. mars. Flugfélagið, sem
er það fjórða stærsta í heimi mælt í
seldum sætiskílómetrum, segir
þetta gert til að vernda reksturinn
og forðast niðurskurð. Syst-
urfélagið Emirates SkyCargo, sem
annast fragtflutning, mun starfa
með óbreyttum hætti, að því er
fram kom í tilkynningu félagsins á
Fleiri flugfélög aflýsa ferðum
EasyJet leggur flestum vélum sínum
AFP
Bið Ryanair hættir flugi á þriðjudag.
23. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.36 140.02 139.69
Sterlingspund 164.29 165.09 164.69
Kanadadalur 97.73 98.31 98.02
Dönsk króna 20.01 20.128 20.069
Norsk króna 12.82 12.896 12.858
Sænsk króna 13.532 13.612 13.572
Svissn. franki 141.92 142.72 142.32
Japanskt jen 1.2677 1.2751 1.2714
SDR 188.17 189.29 188.73
Evra 149.55 150.39 149.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.4393
Hrávöruverð
Gull 1504.45 ($/únsa)
Ál 1580.0 ($/tonn) LME
Hráolía 28.1 ($/fatið) Brent