Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 ÞÝSKALAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég verð í einangrun í viku í við- bót, eins og allir í liðinu, og má ekk- ert fara út. Ég hef samt ekki fundið fyrir neinum einkennum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við Morgun- blaðið. Ýmir gekk í raðir þýska stórliðs- ins Rhein-Neckar Löwen frá Val í febrúar. Síðustu daga hefur Martin Schwalb þjálfari liðsins, sem og nokkrir leikmenn, greinst með kórónuveiruna. Ýmir má því ekki fara út úr húsi. „Þetta er ekki óskastaða. Maður reynir eitthvað að æfa heima en maður er ekki með endalausar hug- myndir, svo það verður fljótt þreytt. Það er sem betur fer lítið eftir af þessu og þetta fer að klár- ast,“ sagði Ýmir. Hann segir nokk- urn viðbúnað í borginni, en félagið er í Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands. „Það er búið að loka einhverjum leikvöllum og svo öllum skólum og leikskólum. Það er enn fólk á ferli en það passar sig á því að vera í nægilega mikilli fjarlægð hvert frá öðru. Fólk er ekki mikið að hittast, svo að það eru einhverjar varúðar- ráðstafanir í gangi. Ég hef hins veg- ar ekkert getað farið út til að upp- lifa það mikið sjálfur.“ Ýmir, sem er 22 ára, fluttist til Þýskalands með unnustu sinni og ungum syni. „Unnustan mín er með mér úti og strákurinn líka. Maður nær að halda rútínu og vakna með stráknum á morgnana. Við púslum, litum og málum og spilum einhverja glataða leiki sem eru samt skemmtilegir í leiðinni. Við reynum að vera hugmyndarík saman.“ Ekki þægileg staða Ýmir viðurkennir að staðan sé frekar óþægileg, enda nýfluttur út, og liðsfélagar og þjálfari smitaðir. Framhaldið er í óvissu og óljóst hvort hægt verður að halda keppni áfram í þýska handboltanum á þessu tímabili. „Þetta er náttúrulega ekki þægi- leg staða. Það væri óskandi ef það væri enginn smitaður hérna og við værum alveg laus við þetta, en stað- an er augljóslega ekki svoleiðis. Ég veit ekki alveg hvernig framhaldið verður hérna. Ég veit ekkert hve- nær við byrjum að æfa aftur og ég veit ekki hvort deildin byrjar aftur 23. apríl eða hvort hún yfir höfuð byrjar aftur. Þetta eru skrítnir tímar en við ættum að vita meira á næstu dögum. Sem betur fer er frá- bært fólk í þessu félagi sem er búið að aðstoða mig mjög mikið síðan ég kom og eftir að ég fór í einangrun. Það er mjög vel hugsað um okkur hérna. Starfsfólk félagsins er dug- legt að heyra í manni til að gá hvort mann vanti eitthvað.“ Beið eftir rétta tækifærinu Ýmir var lítið að flýta sér út í at- vinnumennsku. Þess í stað beið hann þolinmóður eftir rétta tæki- færinu og samdi við stórt félag í einni sterkustu deild heims. Hann segir það skell að þetta ástand hafi komið upp á þessum tímapunkti, þegar atvinnumannaferillinn er rétt að byrja. „Ég var kominn á ágætisskrið og búinn að standa mig vel í deildinni. Þeir voru allavega ánægðir með mig í liðinu. Það er frábært að æfa með þessum gæjum og frábærar aðstæður og allt til alls. Maður var vel tilbúinn að halda áfram og gera betur. Svo kemur þessi skellur en maður verður bara að halda haus og gera eins vel og hægt er og halda rétt á spilunum. Ég held áfram þótt ég geti ekki æft handbolta akkúrat núna og reyni að halda mér gang- andi á einhvern hátt. Ég reyni að æfa eins og ég get, en ætli ég endi ekki bara á því að fara að hugleiða,“ sagði Ýmir léttur. Veit ekki hvað gekk á Lið Löwen er í sjötta sæti þýsku deildarinnar þegar það á átta leikj- um ólokið og er búið að vinna alla fjóra leiki sína í riðlakeppni 16-liða úrslita EHF-bikarsins, þar sem það er þegar komið í átta liða úrslit þó að tveimur leikjum sé ólokið. Kristján Andrésson var þjálfari Löwen þegar Ýmir kom til félags- ins, en aðeins nokkrum dögum síðar var búið að reka íslenska þjálfarann og Martin Schwalb var tekinn við. „Vissulega var það ekki óska- staða fyrir mig að koma út og svo var hann strax farinn. Ég veit ekki almennilega hvað gekk á áður en ég kom, þannig að ég þekki ekki alla söguna, en svona fór þetta.“ Kíkir oft í kaffi til Alexanders og Eivorar Hjá Löwen hitti Ýmir fyrir Alex- ander Petersson, liðsfélaga sinn úr landsliðinu. Voru þeir báðir í stóru hlutverki á EM í byrjun árs. Þá þekkti Ýmir eiginkonu Alexanders, Eivoru Pálu Blöndal, en þau koma bæði úr Val. Eivor spilaði á sínum tíma í Þýskalandi og með landslið- inu. Sonur þeirra, Lúkas Petersson, varði mark U17 ára landsliðs Ís- lands í fótbolta á síðasta hausti. „Konan hans er úr Val og er mik- ill Valsari, þannig að maður þekkti hana og þau. Maður kíkir oft í kaffi til þeirra, horfir á fótboltaleiki með stráknum hans og eyðir tíma með þeim. Þau eru frábær og það verður gott að komast úr einangrun og kíkja til þeirra og hitta eitthvert fólk,“ sagði Ýmir Örn við Morgun- blaðið. Reynum að vera hugmyndarík  Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handbolta var nýbyrjaður að spila með stórliði Rhein-Neckar Löwen þegar öllu var lokað  Fjölskyldan í einangrun Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Varnarmaður Ýmir Örn Gíslason er í stóru hlutverki í varnarleik íslenska landsliðsins og á 41 landsleik að baki, þar af sjö á EM í janúar. Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við landsliðskonuna Söndru Erlingsdóttur og gerir hún tveggja ára samning við félagið. Sandra er Eyjakona sem hefur undanfarin tvö ár leikið með Val. Hún lék með ÍBV frá 2016 til 2018 og fluttist síðan til Reykjavíkur til að spila með Val meðfram námi. Með Val vann hún alla þá titla sem í boði voru á síð- ustu leiktíð og var lykilmaður hjá liðinu. Sandra hefur leikið með öll- um yngri landsliðum Íslands og þá hefur hún síðustu ár leikið með A- landsliðinu. Sandra aftur til Vestmannaeyja Morgunblaðið/Eggert Eyjar Sandra Erlingsdóttir snýr aftur til ÍBV á næstu leiktíð. Geir Þorsteinsson, fyrrverandi for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands, er kominn aftur í íslenska fótboltann eftir rúmlega þriggja ára fjarveru. Hann hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags ÍA og tekur þar við af Sigurði Þór Sigursteinssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 1997 til 2007 og síðan formaður sambandsins frá 2007 til 2017. Hann er annars uppalinn KR-ingur og starfaði fyrir sitt félag þar til hann kom til liðs við KSÍ. Geir til liðs við Skagamenn Morgunblaðið/Hari Akranes Geir Þorsteinsson hefur verið ráðinn til starfa hjá ÍA.  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur skorað 84 mörk í 19 leikjum með Bourg-de-Péage í efstu deild Frakk- lands í handbolta á leiktíðinni. Er hún tíundi markahæsti leikmaður deildar- innar. Þá er hún markahæsti nýliði deildarinnar, á fyrsta ári sínu í at- vinnumennsku. Hefur Hrafnhildur skorað mörkin 84 úr 150 skotum og er með 56 prósenta skotnýtingu. Bourg- de-Péage er í níunda sæti deildarinnar af 12 liðum með 33 stig eftir 19 leiki.  Þó nokkur ensk knattspyrnufélög hafa augastað á Philippe Coutinho, sóknarmanni Barcelona og fyrrverandi leikmanni Liverpool. Coutinho er samningsbundinn Barcelona til ársins 2023 en hann er sem stendur að láni hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Arsenal, Chelsea, Man- chester United og Tottenham hafa öll áhuga á sóknarmanninum en hann á ekki mikla framtíð fyrir sér á Spáni samkvæmt fréttum frá Katalóníu.  Ensku knattspyrnufélögin Liverpool og Arsenal hafa áhuga á Evan Ndicka, tvítugum Frakka sem leikur með Ein- tracht Frankfurt í Þýskalandi. Þá hafa Valencia, Sevilla og AC og Inter í Míl- anó einnig fylgst með leikmanninum unga.  Marouane Fellaini, fyrrverandi leik- maður Manchester United, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann spilar í dag með kínverska liðinu Shandong Luneng og staðfesti félagið í nótt að Belginn væri með veiruna. Fellaini gekk til liðs við Shandong frá United í janúar á síðasta ári en hann sneri aftur til Kína á föstudaginn og var þá veiruprófaður. Hann er nú kom- inn í einangrun en samkvæmt tilkynn- ingunni er hann einkennalaus.  Knattspyrnugoðsögnin Paolo Mal- dini hefur verið greindur með kórónu- veiruna, sem og sonur hans, Daniel Maldini. Paolo lék allan ferilinn með AC Milan og spilaði 647 deildarleiki með liðinu en Daniel lék fyrsta leik sinn fyrir Mílanóliðið í síðasta mánuði. Maldini eldri er 51 árs og sá yngri 18 ára.  Brasilíumaðurinn Ronaldinho, sem á sínum tíma var einn besti knatt- spyrnumaður heims, varð fertugur á laugardag. Hann fagnaði væntanlega lítið, þar sem hann er í gæsluvarðhaldi í Paragvæ fyrir að reyna að komast til landsins á fölsuðu vegabréfi.  Lorenzo Sanz er í hópi þeirra Spán- verja sem látið hafa lífið af völdum kórónuveirunnar, 76 ára að aldri. Sanz var forseti knattspyrnufélagsins Real Madrid frá 1995 til 2000 og eigandi Málaga frá 2006 til 2010.  Robert Lewandowski, knatt- spyrnumaður Bayern München í Þýskalandi og pólska landsliðsins, hef- ur gefið eina milljón evra til barátt- unnar gegn útbreiðslu kórónuveir- unnar. Hann er einn fjöl- margra knattspyrnu- manna sem hafa reynt að leggja sitt af mörkum á þessum tímum. Eitt ogannað Körfuboltamaðurinn LeBron James segist vilja ljúka ferlinum hjá Los Angeles Lakers, en hann gekk til liðs við félagið árið 2018. LeBron er 35 ára gamall og einn sigursælasti leikmaður deildarinnar í dag. Hann spilaði með Cleveland Cavaliers á árunum 2003- 10 og svo aftur 2014 til 2018 eftir dvöl hjá Miami Heat. Hann varð NBA-meistari árin 2012 og 2013 með Miami og 2016 með Cleveland og hefur verið valinn besti leik- maður deildarinnar fjórum sinnum. „Hvaða NBA-lið myndi ég aldrei spila fyrir?“ sagði LeBron hugsi í myndskeiði á Instagram þar sem hann svaraði spurningum aðdáenda sinna. „Ég er enn að spila, ég verð að halda öllum valkostum opnum. En akkúrat núna get ég sagt ykkur að ég vil ekki fara neitt. Ég vil vera hér og vera í Lakers alla mína ævi.“ Lakers var í efsta sæti Vesturdeildar NBA með 49 sigra og 14 töp þegar stöðva þurfti keppni vegna kórónuveirunnar. kristoferk@mbl.is Vill ekki fara frá Lakers LeBron James Margir aðilar innan íþróttahreyfingarinnar víðs vegar um heim hafa undanfarna daga kallað eftir því að Ól- ympíuleikunum sem fram eiga að fara í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst verði frestað vegna kórónuveirunnar, ásamt Ól- ympíumóti fatlaðra sem fer fram á sama stað 25. ágúst til 6. september. Thomas Bach, forseti Alþjóða ólympíuhreyfingar- innar, IOC, segir að það sé ekki einfalt mál. „Ólympíuleikunum er ekki hægt að fresta eins og um sé að ræða fótboltaleik næsta laugardag. Það er mjög flókin framkvæmd og við berum mikla ábyrgð. Við myndum heldur aldrei aflýsa leikunum. Það væri versta niðurstaðan. Ef þeim yrði aflýst myndum við eyðileggja ólympíudraum 11 þúsund íþróttamanna frá 206 ólympíusamböndum,“ sagði Bach við þýsku útvarpsstöðina SWR en hugmyndir hafa verið uppi um að fresta leikunum um nokkra mánuði eða jafnvel til næsta árs. vs@mbl.is Leikunum yrði aldrei aflýst Thomas Bach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.