Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Rúmlega milljarður Indverja býr við útgöngubann vegna stríðsins gegn kórónuveirunni, sem smitað hefur rúmlega 300.000 manns um heims- byggðina alla og valdið 13.000 dauðs- föllum. Að minnsta kosti 93.000 manns eru hins vegar aftur komnir til fullrar heilsu eftir smit. Yfirvöld í Langbarðalandi á Ítalíu hafa hert enn frekar á ráðstöfunum til að stöðva framrás veirunnar. Algjört útgöngu- bann ríkir og eru heilsubótaræfingar utanhúss bannaðar. Metfjöldi dauðsfalla var tilkynntur á Spáni í gær, 394 manns, en þá hafa 1.720 dauðsföll vegna kórónu- veirunnar átt sér stað þar í landi. Myndin er svipuð frá öðrum svæðum. Í Íran fjölgar smitum og dauðsföllum, en landið er meðal þeirra sem verst hafa orðið úti. Hið sama er að segja um Þýskaland og fjölda Asíuríkja. Ráðstefnuhöll að spítala Í gær var búið að útbúa ráðstefnu- miðstöð í Madríd sem bráðabirgða- sjúkrahús og með sínum 5.500 rúm- um er það stærsta aðstaða sinnar tegundar í Evrópu. Ýmiss konar starfsemi lamaðist í Ástralíu þar sem tilkynnt var um lok- un ónauðsynlegrar þjónustu, svo sem kráa, veitingahúsa, líkamsræktar- stöðva, kvikmyndahúsa, kirkna og annarra bænahúsa. Í Pakistan hefur útgöngubanni verið lýst í héraðinu Sindh næstu tvær vikurnar, en þar er m.a. stærsta borg landsins, Karachi. Íbúar mega aðeins fara af heimili sínu í lífsnauðsynlegum erindum, svo sem til að sækja sér lyf. Stigmögnun í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær við „stig- magnandi hröðun“ útbreiðslu veir- unnar og sagði að fólki bæri að forð- ast samgöngur og samskipti við annað fólk. Í Lundúnaborg og ná- grenni hefur lystigörðum verið lokað í þágu baráttunnar gegn kórónuveir- unni. Tíu dauðsföll hafa orðið í Skotlandi og boðaði Nicola Sturgeon, forsætis- ráðherra skosku heimastjórnarinnar, harðari aðgerðir en til þessa til að halda fólki innandyra á heimilum sínum. Smit eru orðin samtals 416 og fjölgaði um 43 á laugardag. Sturgeon sagði að talið væri að smitaðir væru í raun miklu fleiri. Hvatti hún m.a. til þess að hjónavígslum yrði frestað til að koma í veg fyrir of mikla nánd fólks. Þá skoraði hún á hótel og gisti- staði að loka um sinn. Skoskir kráar- eigendur hafa þverskallast við að loka og sagði Sturgeon að gripið yrði til ákvæða neyðarlaga til að loka ef eig- endurnir virtu ekki tilmæli yfirvalda. Ný sjúkdómseinkenni Frönsk heilbrigðisyfirvöld segja hugsanlega ný sjúkdómseinkenni hafa komið fram hjá sjúklingum sem veiktust af kórónuveirunni. Lýsa þau sér í glötuðu lyktarskyni, sem þekkt er sem anosmia. Yfirmaður frönsku heilbrigðisþjónustunnar segir að lyktarskynið hafi horfið skyndilega í sjúklingum sem voru að öðru leyti ekki með stíflað eða rennandi nef. Hann sagði bragðskyn einnig hafa horfið en í minni mæli. Hvort tveggja hefði fyrst og fremst komið fram í sýktu ungu fólki. Árla í gærmorgun samþykkti franska þingið neyðarlög sem veita ríkisstjórninni sérstök völd í barátt- unni við kórónuveirufaraldurinn. Með þeim er hægt að takmarka enn frekar athafnir almennings og taka yfirvöld undir beina stjórn sína vissar vörur og þjónustu næstu tvo mánuð- ina. Í fyrradag létust 112 manns í Frakklandi af völdum veirunnar, sem er metfjöldi á einum degi. Alls eru látnir 562 og 14.459 sýkingartilfelli staðfest. Læknir galt fyrir með lífinu Læknir á bráðadeild sjúkrahússins í bænum Compiegne suður af París, sem verið hafði í framvarðarsveit bar- áttunnar gegn kórónuveirunnar, lést um helgina eftir að hafa smitast við störf á spítalanum. Mun hann vera fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem veiran leggur að velli í Frakklandi. Milljarður manna í einangrun AFP Lokað á landamærum Bandarískir landamæraverðir við gæslu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, sem eru nú lokuð vegna faraldursins.  Stjórnvöld á Indlandi setja á útgöngubann  Rúmlega 300.000 manns hafa smitast af kórónuveirunni  Tilfellum fjölgar mjög í Evrópu  Metfjöldi dauðsfalla á einum degi vegna faraldursins á Spáni Öflugur jarðskjálfti reið yfir Króatíu í gærmorgun og hlaust mikið tjón af á mannvirkjum í höfuðborginni Zagreb og víðar. Þá greip um sig skelfing meðal fólks. Í upphafi var talið að einn hefði týnt lífi, 15 ára stúlka er var inni í byggingu sem hrundi, en hún þurfti mikla aðhlynn- ingu. Talsvert var um meiðsl á fólki. Skjálftinn átti sér stað klukkan 6.23 að staðartíma í gærmorgun, 5.23 að íslenskum tíma. Að sögn evr- ópsku jarðskjálftastofnunarinnar (EMSC) var skjálftamiðjan sjö kíló- metra norður af Zagreb og upptökin á 10 km dýpi. Mældist hann 5,3 stig. Byggingar skemmdust margar, veggir sprungu eða hrundu og þök skemmdust í höfuðborginni. Steypu- stykki hrundu niður á bíla og götur og strompar niður á lóðir húsa. Dómkirkja Zagreb laskaðist einn- ig og hrundi ein af turnspírum hennar. Kirkjan hefur áður verið endurbyggð, en hún hrundi í jarð- skjálfta árið 1880. Rafmagn fór af húsum og kvikn- uðu víða eldar í borginni. Íbúar rufu útivistarbann vegna kórónuveirunn- ar og þustu út á götur og í garða. Rétt á eftir riðu tveir eftirskjálftar yfir. agas@mbl.is AFP Skjálfti Algeng sjón frá Zagreb í Króatíu eftir jarðskjálftana í gærmorgun. Heilu og hálfu veggirnir og húsþök hrundu og eyðilögðu það sem fyrir varð. Jörð skalf í Króatíu  Mikið tjón á mannvirkjum í Zagreb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.