Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Týr Theo Norðdahl, ellefu ára gam- all drengur úr Vesturbænum, sat ekki auðum höndum um helgina, vaknaði snemma á laugardags- morguninn og fór út að ryðja göngustíga fyrir nágranna sína. „Hann var vaknaður klukkan átta, fór út og spurði hvort hann mæti fara út að moka. Ég hélt að hann væri úti í garði en svo leit ég út um gluggann. Þá sá ég að hann var búinn að fara alveg út að ljós- unum og eiginlega alveg út að Ægi- síðu, alveg ótrúlega langt,“ sagði Guðný Einarsdóttir, móðir Theo, við mbl.is, en fjölskyldan býr við Kaplaskjólsveg. „Hann átti afmæli um daginn og bróðir minn gaf honum pening og hann fór í Byko og valdi sér svona snjóruðningsskóflu og er ótrúlega ánægður með hana.“ Guðný segir fullt af fólki hafa nýtt sér góðverk Theo, en það vakti mikla og jákvæða athygli í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Vaknaði snemma og út að moka  Keypti skóflu fyrir afmælispeninga Duglegur Týr Theo Norðdahl með snjómokstursskófluna góðu. Tónlistarfólk í Skagafirði tók sig til sl. laugardag og efndi til tón- leika fyrir utan sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra á Sauðár- hæðum á Sauðárkróki, sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur. Var þetta gert að fyrir- mynd annarra listamanna sem hafa stillt strengi sína og skemmt fólki sem sætir heimsóknarbanni eða sóttkví vegna kórónuveir- unnar. Fetuðu þau þannig í fótspor söngfólks sem kom saman við Hrafnistuheimilið Ísafold í Garða- bæ í síðustu viku og Friðriks Óm- ars sem söng við dvalarheimilin á Akureyri. Víðar um land hafa tón- listarmenn látið gott af sér leiða. Feykir greindi frá uppá- komunni en myndbönd frá söngn- um mátti einnig sjá á Facebook. Voru gluggar opnaðir upp á gátt þannig að heimilisfólk og sjúkling- ar gætu hlustað á sönginn. Var gerður góður rómur að þessu framtaki listafólksins úr Skaga- firði. Sungu fyrir heimilis- fólk á Sauðárhæðum Sauðárkrókur Söngvarar og hljóðfæraleikarar fyrir utan dvalarheimilið á Sauðárkróki um helgina. „Hér er horft í öll horn,“ segir Jörg- ína E. Jónsdóttir á Höfn í Hornafirði í tölvupósti á stondumsaman@mbl.is. Hún segir Sveitarfélagið Hornafjörð og heilbrigðisstofnunina vera með góða viðbragðsáætlun og standa saman um velferð. Vel sé hlúð að þeim sem eldri eru og þeir varðir. Bæjaryfirvöld hafi tekið fyrir sam- komur, mannamót séu sýnd um fjar- fundabúnað og starfshópum skipt upp. Þá sé nánast maður á mann að veita félagsskap svo enginn einangr- ist, svo sem eldra fólk. „Á Höfn sjálfri hefur ekki greinst smit enn sem komið er þegar þetta er ritað. Óskin er auðvitað að það verði svo hvasst að veiran fjúki framhjá, rétt eins og rykmýið,“ segir Jörgína. sbs@mbl.is Horft er í öll horn á Höfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.