Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Faglærður Húsasmiður. Húsasmiður/einyrki með mikla reynslu óskar eftir vinnu. S.7820040 Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Bílar TILBOÐ 1.090 þús. staðgreitt FORD Galaxy 7 manna - Diesel 2.0 Diesel árg 2011 • Sjálfskiptur • Ekinn 172 þús. • Skoðaður 2021 • Nýsmurður • Nýlega skipt um olíu á skiptingu • Glæný Vredestein nagladekk Verð 1.790 þús. Uppl. í síma 615 8080 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Garðabæ Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti, íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið. Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið. Grensáskirkja Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Korpúlfar Allt félagssstarf á vegum Korpúlfa fellur niður vegna Kórónaveirufaraldurs nema gönguhópar Korpúlfa, gengið er frá kl. 10:00 mánudaga, frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Á miðvikudögum og föstudögum kl. 10: frá Borgum og inni í Egilshöll. Hvetjum alla til að halda áfram heilsueflingu og passa upp á hvert annað með því að hringja hvert í annað og fylgjast vel með á samfélagsmiðlum, takk. Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi liggur niðri vegna COID19. Við hjá félagsstarfinu gerum allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa og vera til staðar. Hægt er að vera í sambandi á fb síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi með ábendingar eða leita upplýsinga. Einnig má hringja í Kristínu í síma 893 9800 eða senda póst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðin tíma vegna Covid-19 smits innanlands Vantar þig fagmann? FINNA.is Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningagreina Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Við Tolli eins og ég kallaði hann allt- af vorum vinnu- félagar og góðir vin- ir til tuga ára og höfðum við líka lífssýn. Við vorum vanir að vinna og vissum að við fengum ekkert nema leggja vel að okkur. Það var að vori til fyrir margt löngu að góður vinur minn sem var for- maður knattspyrnudeildar Þórs hringdi í mig og sagðist hafa góð- an mann sem vildi gerast lög- reglumaður og ekki væri það verra að hann væri góður knatt- spyrnumaður. Ég bað hann að senda hann til mín þar sem okkur vantaði góðan sumarmann. Ég sá strax þegar Tolli kom inn á skrif- stofu mína að þarna var traustur maður á ferð og eftir gott samtal var hann ráðinn í lögregluna og okkar vinskapur hófst. Það kitl- aði líka undirmeðvitund mína að þarna kæmi góður liðsmaður í frægt fótboltalið okkar lögreglu- manna á Akureyri. Tolli var þá þegar menntaður smiður en á þeim árum voru iðnaðarmenn mínir uppáhaldslögreglumenn. Þeir komu úr öguðu vinnuum- hverfi og voru vanir löngum vinnudegi oft við erfiðar aðstæð- ur. Þannig getur lögreglustarfið oft orðið og því gott að hafa svo- Þórarinn Jóhannesson ✝ Þórarinn Jó-hannesson fæddist 23. ágúst. Hann lést 11. mars 2020. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var útförin lokuð. leiðis menn til starfsins. Tolli var duglegur og sam- síða vinnunni sinni vann hann mikið við smíðar og byggði m.a. tvö einbýlishús fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Þegar við lögreglumenn byggðum okkur sumarhús var gott að eiga hann að því hann kunni öll handverk við byggingar. Hann var bestur í fót- boltaliði lögreglunnar og spilaði okkur hina klaufana upp þannig að góð liðsheild myndaðist. Við unnum marga glæsta sigra með hann í fararbroddi. Mér fannst Tolli hugsa vel um sína heilsu því hann hreyfði sig mikið, duglegur að sækja líkamsræktarstöðvar, fór á veiðar og vann mikla erf- iðisvinnu við byggingar. Ég hitti hann síðast um miðjan desember sl. en þá hittumst við á líkams- ræktarstöð. Þar var rætt um væntanleg starfslok hans en þau nálguðust. Hann sagði mér frá fyrirætlunum sínum, byggja nýtt hús, fara í langa gönguferð í sum- ar o.fl. Ég man að hann tók svo til orða að hann væri í sínu lífsins besta líkamsformi. Við ræddum líka um ferðir til Tenerife en hann og fjölskyldan ætluðu að vera þar yfir jólin og áramótin en ég ætlaði þangað í byrjun næsta árs. Við vorum sammála um að þar væri gott að vera á þessum árstíma. Að lokum óskuðum við hvor öðrum gleðilegra jóla og góðrar ferðar. Ekki gat ég látið mér detta það í hug að þetta sam- tal okkar væri það síðasta. Ég fékk svo fréttir til Tenerife um heilsufar hans og þegar ég kom heim voru fréttirnar farnar að verða erfiðari þar sem sjúkdóm- urinn ágerðist. Það var svo skrýt- in tilviljun að daginn áður en hann lést hugsaði ég mikið til hans og var ákveðinn að leita enn betri frétta hjá ættingjum hans morguninn eftir. Þá var hringt í mig frá lögreglustöðinni og sagt að hann hefði látist um nóttina. Kæri vinur. Nú þegar ég skrifa þessi kveðjuorð sit ég og horfi á útför þína í tölvunni minni. Ég kveð þig, kæri vinur, og bið hinn hæsta að vaka yfir velferð fjölskyldu þinnar um ókomna framtíð. Hafðu kæra þökk fyrir samstarfið og vináttuna. Ólafur Ásgeirsson. Nú hefur Tolli okkar lagt af stað á sinn Jakobsveg, þó annar sé en ætlað var. Fyrir rúmum þrjátíu árum vorum við svo gæfusöm að kynn- ast Tolla þegar hann hóf búskap með systur minni. Betri mann gat hún varla valið, börnunum hennar góður faðir og okkur öll- um í fjölskyldunni kær. Margs er að minnast og margs er að sakna. Ekki munum við fjögur sitja sam- an í sumarbústaðnum við góðan mat og spil. Ekki verða fleiri veiðiferðir þeirra svila, ekki hjálpast að við húsbyggingar, minnug sumarsins þegar Tolli, sem var smiður góður, var að reisa húsið þeirra í Fífuhvammi. Tolli unni sólinni meira en margir og í fyrstu sólargeislum vorsins var vinur vor kominn í stuttbuxur og helst ber að ofan, meðan Palli var í síðbuxum og peysu. Garð- urinn í Fífuhvammi ber þess fag- urt vitni að þar bjuggu rækt- endur, sama má segja um sumarbústaðalandið. Endalaust verið að hlúa að gróðri og húsum. Þar er mikil gæfa hvað þau hjón Anna og Tolli voru samhent og dugleg að láta drauma sína ræt- ast. Þau ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Síðustu mán- uði var æft og gengið til að und- irbúa sem best gönguferð þeirra um Jakobsveginn sem til stóð að fara í vor. Í desember kvöddum við þau kát og hress áður en þau fóru til Tenerife þar sem þau héldu jól og áramót með börnum sínum og barnabörnum. Af myndum að dæma var gengið, sólað sig og haft gaman. Engan gat grunað að óveður væri í að- sigi og hrausti, glaði og duglegi Tolli væri dauðvona. Í veikindum sínum sýndi hann fádæma æðru- leysi og lífsvilja þó á móti blési þessa tvo mánuði. Ósanngjarnt er orð sem kemur upp í hugann þegar kveðjustundin er komin, sár söknuður eftir góðum dreng og vini. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir) Kveðja, Mottes og frændi. Borghildur og Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.