Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Mikið samstarf er á milli einkarekna heilbrigðiskerfisins og þess opin- bera vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar sem leiðir til sjúkdómsins COVID-19, að sögn Ölmu D. Möller landlæknis. Hún segir að allir þurfi að leggja hönd á plóg og bæði einkareikna kerfið og hið opinbera séu tilbúin til þess. „Það eru allir boðnir og búnir að vinna saman,“ segir Alma. „Sem dæmi um samvinnu og sam- hug hefur fjöldi svæfinga- og gjör- gæslulækna sem vinna á einkarekn- um stöðvum skráð sig til leiks til að sinna gjörgæslusjúklingum á Land- spítala ef á þarf að halda.“ Verið er að skoða húsnæði sem gæti tekið við sjúklingum ef til þess kemur að heilbrigðisstofnanir ráði ekki við fjölda sjúklinga. Alma segir möguleika á því að einkarekna kerfið verði beðið um að framkvæma brýnar skurðaðgerðir sé það opinbera heilbrigðiskerfinu um megn vegna fjölda sjúklinga. Til þessa hefur ekki verið þörf á því en nú hefur öllum valkvæðum skurð- aðgerðum verið hætt, bæði í einka- rekna og opinbera heilbrigðiskerf- inu. „Við erum búin að vera í miklu samstarfi um að efla fjarheilbrigð- isþjónustu og síðan hefur komið boð frá sérfræðilæknum um að til dæmis hjálpa til með göngudeildarþjón- ustu,“ segir Alma. „Við erum ekki komin þangað núna en auðvitað getur komið til þess að við þurf- um að fá ein- hverjar af einka- reknu skurð- stofunum til að hjálpa okkur með bráðar aðgerðir. Það er mikið samtal í gangi við mjög marga að- ila.“ Eins og áður segir er til skoðunar að taka í gagnið frekara húsnæði undir heilbrigðisþjónustu ef pláss- leysi skyldi verða vandamál. Alma segir of snemmt að segja hvaða hús- næði sé um að ræða en það fari eftir því hvaða sjúklingar eigi að dvelja þar hversu vel húsnæðið þurfi að vera búið sérfræðibúnaði. Spurð hvort það sé ekki skortur á mannafla sem geti sett strik í reikn- inginn frekar en skortur á rými segir Alma: „Það getur bara verið hvoru tveggja. Þess vegna erum við búin að setja upp bakvarðasveit heil- brigðisstarfsfólks en svo getur líka þurft að virkja Rauða krossinn og fleiri aðila.“ Á Englandi hefur allt einkarekna heilbrigðiskerfið verið virkjað til þess að sinna sjúklingum sem veikir eru af kórónuveirunni og öðrum verkefnum sem opinbera heilbrigð- iskerfið hefur ekki burði til að sinna. Stjórnvöld í Bretlandi skrifuðu und- ir samkomulag þess efnis síðastlið- inn laugardag en það verður til þess að heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir framangreindum verkefnum fjölgar um 20.000. Einkarekna kerfið tekur þátt  Útlit fyrir að einkarekna heilbrigðiskerfið létti undir með því opinbera  „Allir boðnir og búnir að vinna saman,“ segir landlæknir  Til skoðunar er að fá frekara húsnæði undir heilbrigðisþjónustu Alma Möller Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Víðtækar aðgerðir stjórnvalda til stuðnings fólki og fyrirtækjum vegna samdráttar í efnahagslífinu af völdum kórónuveirunnar lofa góðu. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins. Eins og fram kom á blaða- mannafundi ríkisstjórnarinnar á laugardaginn mun ríkissjóður greiða allt að 75% launa fólks næstu mán- uði. Ríkisábyrgð verður á brúar- lánum til fyrirtækja sem hafa misst hið minnsta 40% af tekjum. Alls er umfang aðgerðanna virt á um 230 milljarða króna. Þar er í pakkanum að farið verður í sérstakt 20 milljarða kr. fjárfestingarátak á þessu ári, en inntak þess er sam- göngubætur, fasteignaframkvæmd- ir, upplýsingatækni, nýsköpun og menning. Er þá fátt eitt talið. Framgangan er afgerandi „Þetta eru nauðsynlegar aðgerðir á erfiðum tímum og framganga stjórnvalda er bæði skýr og af- gerandi, segir Sigurður Hannesson. „Við fögnum þessum umfangsmiklu aðgerðum og ég get tekið undir með fjármálaráð- herra að við þess- ar aðstæður borgar sig að aðgerðir séu umfangs- meiri en hitt að upp á vanti. Hér eru stjórnvöld að hjálpa almenningi og fyrirtækjum að taka réttar ákvarð- anir við mikla óvissu. Fyrirtæki fá líflínu svo þau geti greitt starfsfólki sínu laun og þannig verður lífi haldið í heimilunum í landinu. Fyrirtækin geta með stuðningi líka haldið sjó og þannig myndað viðspyrnu fyrr en ella, þegar veiran er gengin yfir og aðstæður orðnar betri. Þannig er flýtt fyrir efnahagsbata.“ Sigurður Hannesson segist hafa verið í sambandi við umbjóðendur sína í Samtökum iðnaðarins á síðustu dögum – og segist greina að fólk beri kvíðboga gagnvart næstu mánuðum. Í flestum fyrirtækjum og í öllum at- vinnugreinum megi merkja sam- drátt og eftirspurn hafi minnkað. Í því efni hafi mál þróast mjög hratt síðustu dagana. Framleiðsla sé stöðug „Í ýmsum greinum, svo sem mat- vælaiðnaði, er mikilvægt að starf- semi haldist gangandi og framleiðsla sé stöðug. Þá er stóriðjan viðkvæm fyrir truflunum í rekstri. Áður en þessi skæði faraldur gekk í garð var byggingaiðnaðurinn mjög farinn að kólna og því er fagnaðarefni að nú eigi að gefa í með auknum fram- kvæmdum – hvort sem er vegagerð, nýbyggingar eða endurgreiðsla á virðisaukaskatti í gegnum átakið All- ir vinna, sem nú verður endurvakið. Já, almennt tel ég ríkisstjórnina bregðast rétt við aðstæðum, sem eru þó erfiðar og breytast hratt. Eins og þau bentu á verður meira gert ef þarf. Það eru mikilvæg skilaboð til landsmanna allra,“ segir Sigurður. Fyrirtækin fá líflínu og geta myndað viðspyrnu  Aðgerðir lofa góðu  Flýti batanum  Víða er samdráttur Morgunblaðið/Eggert Aðgerðir Frá blaðamannafundi stjórnarinnar um helgina þar sem mótleikir vegna kórónuveirunnar voru kynntir. Sigurður Hannesson Embætti landlæknis hefur átt í samstarfi við Læknafélag Reykjavíkur vegna aðkomu einkageirans. „Það er mikilvægt að fólk fái þá heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg og við munum að sjálfsögðu reyna að hjálpa til með það og veita sem öruggasta þjónustu með ýmsum aðgerðum inni á stofunum hjá okkur, m.a. með fjarlækningum,“ segir Þór- arinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Einkageirinn MIKILVÆG ÞJÓNUSTA Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir fyrirhugaða ávísun á ferðalög munu leiða til aukinnar eftirspurnar. Rætt sé um 5 þúsund króna stafræna ávísun á hvern landsmann sem hluta af aðgerðum til að örva hagkerfið í niðursveiflunni. „Við eigum eftir að fara í gegnum það með ráðuneytinu hvernig þetta verður útfært gagnvart fyrirtækjun- um, þ.e.a.s. með hvaða hætti fyrir- tækin koma þá til móts við þetta framlag ríkisins. Það er hægt að gera það á ýmsan máta svo að þetta verði samvinnuverkefni. Þá fá allir eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrirtækin fá mögulega fleiri viðskiptavini en ella og ferðamenn fá meira fyrir pen- ingana,“ segir Jóhannes Þór. Afsláttarverð kemur til greina Áðurnefnd upphæð samsvarar 20 þúsund krónum á fjögurra manna fjölskyldu. Spurður hvort fyrirtækin muni á móti bjóða afslátt, til dæmis 2 fyrir 1, segir Jóhannes Þór engar ákvarðanir liggja fyrir. Slíkt verði skoðað á næstunni. Reikna megi með því að Íslendingar muni geta ferðast innanlands áður en hægt verði að ferðast erlendis. Á þessu aðlögun- artímabili muni safnast upp ferðaóþreyja hjá heimafólki sem muni vilja ferðast innan- lands en ferða- viljinn til útlanda verði skertur. Vel sé hugsanlegt að fram undan sé tímabil þar sem nær eingöngu innlendir ferðamenn verði í viðskipt- um við ferðaþjónustuna. Þungt hljóð í mönnum Greining KPMG árið 2018 benti til versnandi afkomu ferðaþjónustu- fyrirtækja. Styrking krónu og kostnaðarhækkanir áttu þátt í lakari afkomu. Síðan fór WOW air í þrot, Icelandair lenti í vanda með Boeing Max-þotur og loks kom kórónuveiru- faraldur. Jóhannes Þór segir að- spurður nokkuð ljóst að mörg fyrir- tækin muni ekki standa af sér storminn. „Það er þungt hljóð í öllum. Töluverður fjöldi fyrirtækja verður í verulegum vanda að komast í gegnum þennan skafl,“ segir hann. Ferðaávísun muni örva ferðaviljann  SAF telur gjaldþrot óumflýjanleg Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.