Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Til að kynna mér beturmeð eigin augum hvernignorska laxeldið hófstákvað ég að leggja land undir fót. Ég fór og heimsótti frumkvöðla í sjávarbyggð sem eldislaxinn bjargaði. Þetta er eyjarsamfélag sem núna byggir af- komu sína á laxinum. Ég sest upp í flugvél á leið til Bodø. Áfangastaðurinn er eyjan Lovund í Nordland-fylki norðar- lega í Noregi. Ég hef kosið að fara þangað því að oft er vísað til þess- arar klettaeyju langt úti í hafi sem dæmi um það hvað eldisgreinin skipti miklu máli fyrir dreifbýlið og Noreg sem heild. Hraðferjan fer frá Bodø klukk- an 16.00 síðdeg- is. Vindinn hefur lægt. Sólin fær- ist til vesturs. Lovundeyja er svo sannarlega langt frá strönd- inni. Hún liggur berskjölduð fyrir opnu úthafinu. Til undirbúnings fyrir ferðina er ég búin að lesa að þetta svæði hafi fyrir um þrettán þúsund árum verið hulið undir 700 til 900 metra þykkri íshellu. Þá mynduðust út- línur landsins eins og það er í dag. Fyrir rúmum ellefu þúsund árum fór Golfstraumurinn að flæða að ströndinni. Hlýr og saltur sjór streymdi norður á bóginn og skap- aði lífsskilyrði fyrir margar nýjar tegundir lífvera. Fisktegundin ískóð af ætt þorskfiska er algeng í mjög köldum Íshafssjó. Ískóðið hvarf. Eftir það birtust fiskteg- undir sem þrífast í hlýrri sjó. Þar má nefna spærling, kolmunna, þorsk og atlantshafslax. Allt eru þetta tegundir sem við könnumst við á þessum slóðum allt til þessa dags. Þær urðu hluti af auðlind sem sem átti eftir að verða mikil- vægur grundvöllur fyrir manna- byggðir meðfram ströndinni. Á siglingunni frá Bodø til Lov- und er nóg að sjá. Há fjöll með hvössum tindum rísa úr hafi. Vík með hvítum sandi. Lítið hús á hólma og tveir mávar á þakinu. Sjóndeildarhringurinn er ljós- gulur. Blá blika í norðrinu. Ör- nefnin Bolga, Vågaholmen, Nor- dvernes segja sitt um það að nú er ég stödd í raunverulegri norskri strandbyggð. Hafið umlykur allt. Allt frá því er fyrsta fólkið kom eftir að íshellan hopaði hafa mann- eskjur lifað hér um slóðir í þús- undir ára af veiðum á landi og í sjó, og svo af landbúnaði. Þannig var það allt þar til íbúum fór að fækka í eyjabyggðunum. Fólkið flutti til borga og bæja í leit að möguleikum sem gáfust ekki á lít- illi eyju. Sumir vilja þó enn eiga heimili sín á afskekktum stöðum þar sem þeir búa í nánu samneyti við náttúruna. Öruggt, vel borgað starf í laxeldinu getur einmitt ver- ið það sem þarf til svo að fólk setj- ist áfram að í héraði sem annars líður fyrir fækkun íbúa vegna þess að aðrir kjósa að flytja á brott. Tvær manneskjur bíða á bryggj- unni þegar hraðferjan leggst upp að. Fiskur er fermdur um borð í skip. Öðrum matvælum er skipað á land. Sjávarútvegurinn er enn mikilvægasta atvinnugrein eyjar- skeggja. Samt er það svo að á hverju ári drepur einhver trillu- karl á vélinni í bátnum sínum í hinsta sinn. Hann gengur frá fleyi sínu bundnu við landfestar til frambúðar. Hið opinbera er orðinn stærsti vinnuveitandi fylkisins. Aldamóta- árið 2000 voru 4.478 manns með fiskveiðar að öllu leyti eða að hluta til sem lifibrauð í Nordland- fylki. Ellefu árum síðar var þessi fjöldi kominn niður í 2.957 ein- staklinga. Á þessum slóðum vitna akrar og beitarhólf í órækt um sögu og örlög útvegsbænda. Hér þarf valkosti við hefðbundna at- vinnu. Laxeldið er slíkur valkostur. Samfélagið á Lovund-eyju er lif- andi dæmi um það. Þar tókst að snúa undanhaldi í sókn. Meðan íbúum fækkaði, og fækkar enn smám saman á öðrum eyjum í sveitarfélaginu, bjó Lovund-eyja við rúmlega 33 prósenta fjölgun íbúa á árabilinu 2000 til 2011. Annars staðar í sveitarfélaginu en á þessari eyju er fátt um langskólagengið fólk. Laxeldið þokar upp meðaltali þess sem kalla má formlegt menntunarstig. Fyrir utan að störf hafa skapast við framleiðslu og slátrun á eldislaxi vinnur fólk í stjórn- unarstöðum og í sérstakri deild fyrir rannsóknir og þróun. Það er þörf fyrir fólk með háskóla- menntun. En samfélagið er við- kvæmt. Þau sem hafa æðri mennt- un, vilja búa hér og hafa ekki áhuga á störfum í opinbera geir- anum, eiga fáa aðra atvinnumögu- leika en í laxeldinu. Grá þokuslæða leggst smám saman yfir fjöll, haf og himin. Í ljósaskiptunum greini ég ekki lengur mun himins og hafs áður en útlínur svartra fjalla líða burt og hverfa í dimmunni. Ljós í vita, sem stendur á þröskuldi úthafsins, varar ferðalanga við því að sigla fleytum sínum of nærri landi því að hættuleg sker og boðar leynast í sjávarborðinu. Lítið sést hvernig eyjan lítur út þar sem ég stíg á land í kvöld- myrkrinu. Þegar birtir af morgni vakna ég svo inn í mildan haust- dag. Hvert sem ég fer á þessari 4,5 ferkílómetra stóru eyju horfi ég á Lovund-fjallið sem gnæfir 625 metra yfir haffletinum. Mér er sagt að það taki fimm klukku- stundir að ganga umhverfis eyj- una. Tæplega fjórir kílómetrar af vegum eru færir bílum. Hafi einhverjir, utan þeirra um þúsund manneskja sem búa á Lov- und, yfir höfuð heyrt getið um þessa eyju vestur af bænum Sand- nessjøen á meginlandi Noregs tengir það upplýsta fólk hana við lax, lunda og Lovund-fjallið. Það eru Olaisen- og Melandfjöl- skyldurnar sem standa fyrir lax- inum. Þau eru á bak við fjöl- skyldufyrirtækin Lovundlaks og Nova Sea. Lundarnir lifa eftir eigin eðli og þeir eru með lífsklukkuna í lagi. Milli klukkan 17.30 og 18.00 hinn 13. eða 14. apríl ár hvert snúa þeir aftur fljúgandi utan af hafinu til fjallsins og koma sér fyrir í holum sínum í bröttum hlíðunum. Þetta er eitt af því fyrsta sem ég fæ að vita hjá Aino Olaisen, hluthafa og erfingja Nova Sea-laxeldisfyrir- tækisins. Á hverju vori útbýr hún nesti í körfu sína og heldur upp á lundakomudagana með öðrum eyjarskeggjum. Um leið og eyjar- fólkinu hefur fjölgað hefur stað- bundnum lundanum hins vegar fækkað. Meginástæða þess er skortur á síldarkræðu sem er mikilvægasta fæða lundans. Niðursveiflur í stofnstærð sjófugla eru þýðingar- mikil varnaðarmerki um ástand vistkerfis hafsins. Rétt eins og lundinn kom eldis- laxinn líka fljúgandi til Lovund. Júnídag nokkurn 1972 lenti sjó- flugvél við eyjuna. Um borð var Steinar Olaisen. Með sér hafði hann frauðplastkassa fyllta af ís og tvö þúsund laxaseiði í plast- pokum. Í fjörunni stóð Hans Pet- ter Meland, félagi hans, og beið spenntur. Vinirnir tveir, sem störfuðu báð- ir sem kennarar, höfðu frétt af einhverjum náungum suður í Þrændalögum sem voru búnir að gera tilraunir með laxeldi. Þetta þótti þeim áhugavert. Nú vildu þeir prófa sjálfir. Seiðin í sjóflug- vélinni voru að meðaltali tæplega 15 gramma þung. Þeim var hellt beint í frumstæðar sjókvíar þar sem rammarnir voru smíðaðir úr timbri. Þangað áttu þau lítið er- indi. Flestir hinna ungu laxa voru líffræðilega séð ekki búnir undir það að fara beint úr fersku vatni yfir sjó. Þeir drápust eða urðu svo veikburða að fuglar áttu auðvelt með að tína þá upp og éta. En nokkrir skrimtu þó. Þremur árum síðar gátu hinir ungu og nýbökuðu eldismenn slátrað 174 löxum þar sem meðalþyngdin var fjögur kíló. Frásögnin af Steinari og Hans Petter er dæmi um söguna af hálf- tóma eða hálffulla glasinu – um það að sjá tækifæri og sýna þrautseigju við aðstæður þar sem aðrir hefðu gefist upp. Fjöldi langra daga með mikilli vinnu eru nú liðnir frá þessum júnídegi 1972. Margar svefnlausar nætur. Vænn skammtur af þvermóðsku og von um góðan hagnað í fram- tíðinni olli því hins vegar að upp- gjöf var aldrei valkostur í huga frumkvöðlanna tveggja. Hans Petter Meland stofnaði Lovundlaks. Nú á fyrirtækið tólf leyfi til matfiskeldis. Steinar Olai- sen setti Nova Sea á fót. Aino dóttir hans og tvö systkini hennar eru aðaleigendur fyrirtækisins núna. Nova Sea hefur alls á hendi 26 eldisleyfi sem eru bæði alfarið og að hluta til í eigu fyrir- tækisins. Fyrirtækið keppir við Nordlaks sem er í Vesterålen norðar í landinu um stöðuna sem stærsta fiskeldisfyrirtæki í Norður-Noregi. Árum saman hef- ur Nova Sea skilað eigendunum milljóna hagnaði í norskum krón- um talið. MOWI-samsteypan á nú 48 prósent af hlutabréfum í Nova Sea á móti Olaisen-fjölskyldunni. Þannig séð hefur tæplega helm- ingur stórgróðans hafnað á allt öðrum stöðum en í heimabyggð. En hvað sem því líður hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á undanförnum árum. Velta fyrirtækisins 2018 var 2,5 millj- arðar norskra króna. Hagnaður Nova Sea fyrir skatta það ár var einn milljarður. Allir 250 starfs- menn fyrirtækisins fengu bónusa sem námu 203 þúsund norskum krónum á hvert heilt starf. Síð- ustu þrjú árin á undan höfðu starfsmenn samtals fengið 634 þúsund krónur í bónusa sem reiknaðir voru af hagnaði. Það eru einmitt svona tölur sem hafa fengið Trygve Hegnar, ritstjóra og eiganda norska viðskiptablaðs- ins Finansavisen, til að lýsa norska laxeldinu sem atvinnu- grein sem „prenti peninga“. Íbúar Lovund-eyjarsamfélags- ins eru fráleitt nokkur byrði á norsku þjóðfélagi. Þeir geta stát- að af því að standa fyrir tvöfalt meiri verðmætasköpun í þágu samfélagsins en hver íbúa höfuð- borgarinnar Óslóar. Laxeldið á heiðurinn af þessu. Varnaðarmerki um ástand vistkerfis hafsins Bókarkafli | Í bókinni Undir yfirborðinu segir norski blaðamaðurinn Kjersti Sandvik sögu norska laxeldisævintýrisins. Laxeldið hefur treyst byggð í dreifbýli og leitt til gróða þeirra sem að því standa. En margvíslegur umhverfisvandi hefur hlotist af laxeldinu í Noregi. Stórfyrirtæki í norsku laxeldi hasla sér nú völl við Ísland og beita sömu eldisaðferðum hér og í Noregi. Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði bókina, Ugla gefur út. Sjókvíaeldi „Laxeldið er slíkur valkostur. Samfélagið á Lovund-eyju er lifandi dæmi um það. Þar tókst að snúa undanhaldi í sókn. Meðan íbúum fækkaði, og fækkar enn smám saman á öðrum eyjum í sveitarfélaginu, bjó Lovund-eyja við rúmlega 33 prósenta fjölgun íbúa,“ segir í þessum kafla bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.