Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 10
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Unnið hefur verið hörðum höndum að þróun vöru sem til þess er fallin að draga úr veirusmiti, þar á meðal kór- ónuveirusmiti, og er talið líklegt að varan, sem unnin er úr lýsi, komi á markað á Íslandi í þessari viku. Hefur verk- efnið snúið að því að finna leiðir til þess að hagnýta eiginleika frírra fitusýra sem er að finna í lýsi, en fitusýrurnar eyði- leggja hjúpaðar veirur og hefur þessi eiginleiki verið þekktur um nokkurt skeið, að sögn Einars Stefánssonar, prófess- ors í læknisfræði við Háskóla Ís- lands, sem hefur leitt þróunarverk- efnið. Hann segir ákveðna þekkingu hafa verið til staðar í gömlum hús- ráðum. „Ömmur okkar allra vissu það að taki maður lýsi losnar maður við pestir og kvef.“ Hófst fyrir áratugum Einar segir að það hafi verið Hall- dór Þormar, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, sem hóf rann- sóknir á fitusýrunum fyrir um þrjátíu árum auk samstarfsmanna hans hér á landi og í Bandaríkjunum. Niður- staða þeirra rannsókna var að sýkla- drepandi áhrif lýsis byggðust á fríum fitusýrum. „Venjulegt lýsi og venjulegar fitur eru þríglýseríð, þar sem er ein glýse- rólsameind og þrjár fitusýrur. En ef þú klýfur þær upp þannig að fitusýr- urnar verða fríar drepa þær bæði ýmsar bakteríur og ýmsar veirur. Þetta var rækilega sýnt fram á af Halldóri Þormar og samstarfs- mönnum hans, þannig að það hefur legið fyrir í mörg ár að fríar fitusýrur eyðileggja svokallaðar hjúpaðar veirur, það eru veirur sem eru með fituhimnuhjúp í kringum sig. Til dæmis herpesveirur, RS-veirur og kórónuveirur,“ útskýrir Einar. Hann segir hins vegar að áhrifin hafi ekki verið rannsökuð með bein- um hætti á kórónuveirur, en að áhrif- in á RS-veirur og herpesveirur gefi til kynna yfirgnæfandi líkur á að þær hafi einnig áhrif á kórónuveirur vegna þess að kórónuveirur eru einn- ig hjúpaðar. Og tekur Einar sérstak- lega fram að um sé að ræða kenn- ingar á grundvelli fyrirliggjandi rannsókna og að ekki hafi verið fram- kvæmdar klínískar lyfjarannsóknir til þess að sanna kenninguna. „En þessi hugmynd er innan við tveggja vikna gömul,“ segir hann og bætir við að hugmyndin hafi komið til á meðan hann sjálfur hefur verið í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Fjölbreytt vörn „Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði, og ég höfum verið að vinna saman að lyfjaþróun um ára- tugaskeið, þar á meðal að vinna með þessar fríu fitusýrur. Við vissum mjög vel af þessum eiginleikum. Við vissum sem sagt að þessar fitusýrur drepa hjúpaðar veirur og þar með væntanlega líka kórónuveirur og fór- um að velta fyrir okkur hvernig við getum notað það. Þá kemur spurningin hvernig þessar veirur smitast og þær smitast þannig að við fáum þær inn um munn, nef eða augu og þær setjast að, til þess að byrja með, í efri hluta öndunarvegs. Í slímhúðinni í kokinu og þar í kring. Þannig að þessi hugs- un varð til; ef við gætum með ein- hverju móti komið þessum fríu fitu- sýrum á þessar slímhúðir gætu þær vonandi eyðilagt þessar veirur á þessu stigi, það er að segja þegar þær eru rétt að berast upp í munninn og kokið. Við vitum líka að þessi með- göngutími sjúkdómsins, þrír til sjö dagar sem líða frá smiti þar til fólk verður veikt, er þegar veiran er að búa um sig einmitt í kokinu. Þannig að hugsun okkar er sú að það megi ná að eyðileggja hana á því stigi,“ út- skýrir Einar. Þá sé einnig horft til þess að fríu fitusýrurnar geti dregið úr smit- hættu þess sem er sýktur. Með öðr- um orðum geti þær gagnast með þrennum hætti. „Í fyrsta lagi verður veira sem berst inn í munn og kok síður lífvænleg, þar sem hún getur lent á fitusýru sem myndi eyðileggja hana. Í öðru lagi; ef maður er kominn á þann stað að maður sé með ein- hvern vöxt af þessum veirum í slím- húðinni myndu fríu fitusýrurnar eyðileggja hann. Og í þriðja lagi ef maður er sýktur og smitandi, maður hóstar eða hnerrar veirunum á næsta mann, og maður tekur eitthvað með fríum fitusýrum sem eyðileggja veir- urnar þá yrði minni smitun.“ Prófuðu á sér sjálfum Einar segir að hann hafi ásamt Þorsteini unnið í samstarfi við Lýsi hf. að verkefnum er tengist fríum fitusýrum um margra ára skeið og að þeir hafi haft samband við fyrirtækið þegar hugmyndin vaknaði. „Við bjuggum til á rannsóknastofu Lýsis nokkrar formúlur með fríum fitusýr- um í þorskalýsi. Við prófuðum 1%, 2%, 5% og 10%. Prófuðum þetta á okkur sjálfum, bæði með tilliti til bragðs og hvort þetta væri ertandi og svo framvegis. Það kom bara vel út og við ákváðum að 2% af fríum fitu- sýrum í lýsi væri góð formúla. Það má nefna að þegar Halldór Þormar var að prófa þetta í músum notaði hann 0,5%, þannig að við erum vel yf- ir þeim styrk,“ segir Einar og bendir á að í lýsi sé náttúrulegur styrkur um 0,2%. „Hugsunin er að maður taki eina teskeið af lýsinu með fríum fitusýr- unum og leyfi þessu að skolast um munninn, svolítið eins og munn- eða hálsskoli. Reyni að láta þetta þekja slímhúðina í munni og koki tvisvar til fjórum sinnum á dag í fyrirbyggjandi skyni,“ segir hann. Megum engan tíma missa Spurður hvort til standi að fara í frekari rannsóknir til þess að sann- reyna kenninguna að baki vörunni segir Einar svo vera. „Við erum búin að semja við rannsóknastofu í Banda- ríkjunum um að gera veiruræktanir og prófa efnið á kórónuveirunni; sú rannsókn er í gangi. Síðan viljum við gera klínískar tilraunir en þær taka verulegan tíma og eru dýrar. Þetta eru mjög óvenjulegir tímar og ástæða þess að við hrindum þessu af stað strax er að það er farsótt í gangi. Þannig að okkar hugsun er að þarna er vonandi eitthvað sem kemur að gagni. Það virðast allir sammála um að þetta sé tilraunarinnar virði og þá horfum við á það þannig að við megum engan tíma missa.“ Eyðileggja veirur með fitusýru  Lýsi inniheldur frjálsar fitusýrur sem eyðileggja hjúpaðar veirur  Kórónuveirur eru hjúpaðar  Vara sem inniheldur fitusýrurnar í auknum mæli væntanleg á markað á næstu dögum Veiruhamlandi Varan er væntanleg á næstu dögum og inniheldur fríar fitusýrur sem eyðileggja hjúpaðar veirur. Talið er að það muni því einnig hafa áhrif á kórónuveirur. Einar Stefánsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Í tilefni af 100 ára afmæli Veður- stofu Íslands hefur verið gerð heim- ildarmynd, Á vaktinni í 100 ár, og verður hún frumsýnd á RÚV í kvöld, á alþjóðlega veðurathugunar- deginum. Kvikmyndagerðin var í höndum Valdimars Leifssonar kvikmynda- gerðarmanns en margir fleiri lögðu hönd á plóg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lífsmynd. Vegna tímamótanna hjá Veður- stofunni var ákveðið að ráðast í gerð þessarar myndar, til að gefa fólki innsýn í starfið sem þar fer fram. Starfsfólki Veðurstofunnar var fylgt eftir um eins árs skeið, frá hausti 2018 og fram í janúar 2020, þar sem það sýnir og segir sjálft frá því sem í starfi þess felst. Árni Snorrason veðurstofustjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að starfsemin spannaði nú veru- legan hluta af jarðeðlisfræðilegum hluta náttúrunnar. Þar væru því vísindin á vakt. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Veðurmælingar Starfsmenn Veðurstofunnar slaka á í Grímsvatnaskála. Veðurstofan á vaktinni í hundrað ár  Ný heimildarmynd á RÚV í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.