Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
Amstur Þótt kórónuveiran hafi umturnað flestu snúast hjólin enn við Reykjavíkurhöfn, þar sem menn voru í gær að vinna og dytta að ýmsu við Hornafjarðarskipið Ásgrím Halldórsson SF 250.
Eggert
Fyrst leiðrétting: Í
síðustu grein minni
(Mbl. 7/3 2020) var
ranglega skrifað að ál-
verð þyrfti að lækka um
30% til að Ísal hefði
sömu samkeppnisstöðu
og samið var um 2011.
Hér átti auðvitað að
standa að orkuverð
þyrfti að lækka um 30%
til að álverið héldi sam-
keppnisstöðunni. En
hvar stöndum við ef álverinu verður
lokað?
Þó móðurfyrirtæki álversins
ábyrgist að greiða stóran hluta ork-
unnar þrátt fyrir rof á starfsemi, þá
er ekki gefinn hlutur að lögfræðingar
þess finni ekki leið út úr þeim vanda.
Alla vega er varla eðlilegt að þessi
orka verði látin óseld og ónotuð fram
til 2036 og Landsvirkjun haldi áfram
að reisa nýjar virkjanir þegar eft-
irspurn vex en Rio Tinto haldi áfram
að borga allan þann tíma. Það verða
málaferli og óvissuástand þar til sú
deila leysist og Lands-
virkjun verður að leita
nýrra viðskiptavina á
meðan, ella veikist staða
hennar í málinu. Með
öðrum orðum, orkan fer
á markað, hugsanlega
brunaútsölu.
Markaðshorfur með
raforku eru allt aðrar
nú en þegar samningar
við Ísal voru undirrit-
aðir 2011. Af er sú kenn-
ing að orkuverð muni
ekki breytast nema til
hækkunar, meira að segja gefa spár
nú til kynna að orkuverð kunni að
lækka ef tækniþróun verður ör. Ljóst
er orðið að spár á fyrri hluta þessa
áratugar um síhækkandi orkuverð
byggðust á óskhyggju og oftrú á
stefnuna í loftslagsmálum, en vaxandi
vantrúar gætir nú á því, að þær bar-
áttuaðferðir gegn hlýnun jarðar sem
þá var lagt upp með skili árangri.
Áhættumatið bak við orkuviðskiptin
er gjörbreytt.
Undanfarið hefur mikið verið talað
um gagnaver sem vænlegan markað.
Bitcoin-vinnsla mun hér á landi nota
um 100 MW, en samkeppni á því sviði
hefur vaxið hratt og útheimtir nú mun
hraðvirkari tölvur en áður og komið
að endurnýjun hjá gagnaverum hér.
Næsti þröskuldur á því sviði verður
hið hægvirka gagnasamband okkar
við útlönd. Það gengur milli manna að
við núverandi orkuverð muni tölv-
urnar ekki verða endurnýjaðar, þann-
ig að þar er markaður á við hálft Ísal
sem gæti líka lagst af fáist orkuverð
ekki lækkað. Sú orka sem losnar
verður varla endurseld á sama verði.
Tekin hefur verið stefna á orku-
skipti þar sem hugsunin er að raf-
magn verði í vaxandi mæli notað til
flutninga og sjósóknar hérlendis. Hér
er um að ræða magn sen nemur svona
hálfu álveri, en það mun taka áratugi
að koma þessum markaði upp, þannig
að hann kemur ekki í stað þess sem
getur tapast á næstunni.
Þegar endursamið var við Ísal
snemma á áratugnum spáðu sérfræð-
ingar hækkandi orkuverði í Evrópu
sem þó var hátt. Á þessum tíma fór
Landsvirkjun að mæla fyrir sæstreng
og komst þar með í aðstöðu til að
setja viðsemjendum úrslitakosti með
hótunum. Nú hefur dæmið snúist við.
Orkuverð í Evrópu hefur lækkað svo
sæstrengur er fjarlægur möguleiki,
WOW lagði upp laupana, ferðaiðn-
aðurinn er í bakslagi og loðnan að
bregðast í annað sinn. Eftir samn-
ingshörku sína á liðnum áratug getur
Landsvirkjun ekki búist við öðru en
hörku á móti nú þegar dæmið er ann-
að.
Ekki er að efast um að Rio Tinto
leitar allra leiða til að losna undan
verulegum hluta greiðsluskyldunnar
með öllum ráðum. Málaferli skapa
óvissu sem kann að hafa áhrif á láns-
hæfismat Landsvirkjunar og jafnvel
orðspor Íslands þegar þau komast í
fréttir. Þetta bætist ofan á vinnutap
slíks fjölda manna að um munar í hag-
kerfinu. Sú staða sem nú er uppi hef-
ur greinilega ekki verið ein sviðs-
myndin í áhættumati Landvirkjunar
eða stefnumörkun.
Sú stefna sem er ráðandi í orku-
pökkum ESB, að allar ákvarðanir fyr-
irtækja í raforkugeiranum skuli
byggjast á markaðsverðum er
óheppileg fyrir Ísland. Markaðsverð
raforku fyrir stóriðju ræðst á al-
þjóðamörkuðum og annar markaður
hér er lítill og myndar varla orkuverð
sem mark er á takandi. Stefnumótun
fyrirtækja tekur mið af reglum orku-
pakka ESB en ekki þörfum þjóð-
félagsins. Fyrirtæki orkugeirans leit-
ast helst við að styrkja stöðu sína
hvort gagnvart öðru og gagnvart
stjórnvöldum, fulltrúum eigenda
sinna. Þetta er ekki farsælt til lengd-
ar og stjórnvöld þurfa að vinna orku-
geirann út úr þessari stöðu.
Eftir Elías Elíasson » Sú stefna sem er ráð-
andi í orkupökkum
ESB, að allar ákvarð-
anir fyrirtækja í raf-
orkugeiranum skuli
byggjast á markaðs-
verðum er óheppileg
fyrir Ísland.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum.
Ef ÍSAL verður lokað, hvað þá?
Nýkórónuveiran, sem
átti upptök sín í kín-
versku borginni Wuhan,
er alvarleg vá en fyrstu
viðbrögð ráðamanna um
heim allan voru að full-
vissa almenning um að
ferðahömlur væru
óþarfar og að landa-
mæri ættu að haldast
opin.
Þegar þetta er skrifað
hafa flest Evrópuríki
lokað landamærum sínum með ein-
hverjum hætti, m.a. Þjóðverjar og það
aðeins nokkrum dögum eftir að frú
Merkel lýsti efasemdum um að lokun
landamæra myndi hafa nokkur áhrif.
Svo snögg voru umskiptin að enn
mátti heyra bergmál hins pólitíska
ekkasogs vegna ákvörðunar Banda-
ríkjaforseta um að grípa til ferðatak-
markana frá Evrópu. Nú eru flestir
komnir á þá skoðun að þetta hafi verið
rétt ákvörðun og þótt fyrr hefði verið.
Ítalía reyndist sýnidæmi um hvað ger-
ist ef ekkert er gert og það endaði með
ósköpum. Það væri hægt að ímynda
sér ástandið í Kína, með mannfjölda
upp á hálfan annan milljarð, hefðu kín-
versk stjórnvöld brugðist við með slík-
um hætti. Sú sviðsmynd
hefði haft þær afleiðingar
að allur heimurinn hefði
líklega lamast enda er
stór hluti framleiðslu, sér
í lagi á grunnefnum lyfja,
kominn til Kína. Með
framangreint í huga má
spyrja sig hvort sé verra;
óttinn við veiruna eða ótti
stjórnmálamanna við að
taka ákvarðanir í
tengslum við landamæri.
Austurríki hefur sett á
allsherjarútivistarbann
og háar stjórnvaldssektir
sé fólk gripið á ferli að óþörfu. Sama
gildir um fleiri Evrópuríki en þar sem
allar líkur eru á því að margt muni
breytast frá því þessi grein er innsend
og hvað þá birt skal hér staðar numið.
Tvennt er þó nokkuð víst að breytist
líklega ekki og það er að ítalska til-
raunin gekk ekki upp, hvorki m.t.t. vís-
inda né hagkerfisins, og að mikill fram-
leiðslusamdráttur, sérstaklega í
þjónustuiðnaði, er í uppsiglingu. Eng-
inn getur sagt fyrir um lengd þess
ástands og síst af öllum stjórn-
málamenn. Það er nefnilega þannig
að fátt varir eins lengi og túlkun
stjórnmálamanna á tímabundnu
ástandi. Það er líklega það ógnvæn-
lega við þetta allt saman.
Hvað sem öllu líður er mikilvægt að
koma í veg fyrir að fyrirsjáanlegur
samdráttur leiði af sér fram-
leiðslukreppu á nauðsynjum eða
keðjuverkandi langtímaáhrif á at-
vinnuleysi. Innlend matvælafram-
leiðsla er hluti af þjóðaröryggi og nú
þegar heimurinn er að lokast hlýtur
öllum að vera það ljóst. Árásir umróts-
manna á landbúnað og sjávarútveg
þarf því að brjóta á bak aftur. Áform
um að heimila innflutning á hráu kjöti,
eggjum og mjólkurafurðum þarf að
leggja til hliðar og þar sem sóttvarnir
eru til umræðu má skjóta því inn að
sýklalyfjaónæmar bakteríur drápu um
33 þúsund manns innan Evrópska
efnahagssvæðisins á árinu 2015.
Ísland verður í öllu falli ekki undan-
skilið yfirvofandi efnahagsáhrifum en
staða íslenskra fyrirtækja er erfið og
var erfið áður en faraldurinn lét á sér
kræla. Verkalýðsforystan virðist geng-
in af göflunum og þeirra skollaleikur
ásamt ofurgjöldum hins opinbera hef-
ur þrýst fyrirtækjum í að keyra áfram
á undirmönnun og lítið má út af
bregða. Líklega munu mörg fyrirtæki
ekki lifa af næstu misseri. Stjórn-
málamenn þurfa að axla ábyrgð því
ekki verður hægt að huga að neinum
innviðum án verðmætaframleiðslu hjá
fyrirtækjum og mannauði þeirra.
Tryggingagjaldið er þung byrði og
skammarlegt að menn hafi ekki
lækkað það þegar atvinnuleysi var
varla mælanlegt og allt í uppgangi. Ef
það reynist rétt að stjórnmálamenn
hafi ákveðið að lengja fæðingarorlof
og hækka fæðingarorlofsstyrki í stað
þess að lækka tryggingagjaldið þegar
ráðrúm gafst þá er það mjög alvar-
legt lýðskrum. Miðað við stöðuna sem
við blasir þyrfti helst að afnema
gjaldið á meðan þessir erfiðleikar
ganga yfir, jafnvel þótt það kosti blóð,
svita og tár. Annar möguleiki er að
gjaldinu verði umbreytt með þeim
hætti að launamenn greiði helming á
móti launagreiðanda. Slíkt skapar
einnig pólitískan þrýsting á að gjaldið
verði ekki of hátt. Önnur og ekki síð-
ur hættuleg ógn eru fasteignagjöldin.
Fasteignagjöldin eru eignaskattur í
núverandi mynd og þarf taka til skoð-
unar sem fyrst. Fasteignagjöld í
Reykjavík á atvinnuhúsnæði eru
1,65% af fasteignamati í árferði þar
sem matið er í miklum og óeðlilegum
hæðum. Augljóst er að á næstu miss-
erum mun eiga sér stað þjóðnýting á
atvinnuhúsnæði ef rekstur dregst
saman og gjöldin haldast óbreytt.
Slíkt er óviðunandi í ríki sem virðir
eignarrétt manna.
Það er auðvitað erfitt og óábyrgt
að svara ekki spurningunni um
hvernig hægt væri að fjármagna
slíkar aðgerðir. Byrja mætti á því að
fækka bröggum og dýrum „kemst-
vallagötum“. Með öðrum orðum
minnka óþarfa sem allir eru í raun
sammála um að sé óþarfi. Vandamál
hins opinbera er nefnilega ekki inn-
flæðisvandi fjármagns heldur frekar
að illa er farið með það fé sem hið
opinbera fær frá þeim sem hefur
skapað það fé. Að lokum er vert að
minna á að þegar helmingur fólks
fær það á tilfinninguna að það þurfi
ekki að vinna því hinn helmingurinn
muni sjá fyrir þeim og þegar vinn-
andi helmingurinn fær það á tilfinn-
inguna að hann græði ekkert á því
að sá fræjunum því einhver annar
fær uppskeruna er stutt í mann-
gerðan uppskerubrest.
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Mikilvægt að koma í
veg fyrir að fyrir-
sjáanlegur samdráttur
leiði af sér framleiðslu-
kreppu á nauðsynjum
eða keðjuverkandi lang-
tímaáhrif á atvinnuleysi.
Viðar
Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður.
Frá sjónarhóli lyfjafræðings