Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 18

Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 ✝ HrafnhildurHalldórsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 8. febrúar 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 14. mars 2020. For- eldrar hennar voru Margrét Sigurjóns- dóttir, f. 20.9. 1906, d. 22.2. 1998, og Halldór M. Sig- urgeirsson, f. 27.10. 1902, d. 8.11. 1997. Systkini: Þorleikur, f. 1932, d. 1940, Jónfríður, f. 1942, maki Tómas Guðnason, og Margrét f. 1944, maki Magn- ús Jónsson. Hrafnhildur gekk í hjóna- band með Jóhannesi Péturs- syni, f. 1.11. 1926, d. 11.4. 1989, loftskeytamanni og harm- onikkuleikara, hinn 10. desem- ber 1960. Þau hófu búskap í Eskihlíð 15 en fluttu í nýbyggt hús sitt á Lindarflöt 8, Garða- bæ, í ágúst 1965. Eftir að Jói féll frá hélt Hadda heimili að Lyngmóum 5 þar til hún flutti á Sóltún í lok árs 2018. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 10.3. 1961, maki Jóakim Hlynur Reynisson. Dætur: a) Lydía Rósa, f. 1985, dóttir hennar og til náms í Húsmæðraskóla í Stokkhólmi og vann svo nokkur misseri í Loftskeytastöðinni í Gufunesi. Hún útskrifaðist hús- mæðrakennari frá HKÍ 1956 og fór til framhaldsnáms við Há- skólann í Árósum veturinn 1956-57. Hún kenndi við Hús- mæðraskólann á Laugalandi 1957-58 og við Flensborgar- skóla 1958-60. Einnig kenndi hún við Húsmæðrakenn- araskóla Íslands. Hún var heimavinnandi meðan börnin voru yngri og sá um kynningar og fræðslu fyrir ýmis matvæla- fyrirtæki. Hrafnhildur kenndi heimilisfræði við Valhúsaskóla í nokkur ár og tók þátt í að setja á laggirnar kennslueldhús í Garðaskóla og kenndi þar til ársins 1999. Hrafnhildur sinnti börnum og heimili og naut menntunar- innar sem hún hafði aflað sér Hún var í fallegum og styðjandi samskiptum við foreldra sína allt þar til þau dóu í hárri elli. Þá var hún boðin og búin að að- stoða með heimili og börn barna sinna. Hún var í sauma- klúbbi með skólasystrum úr HKÍ í rúma sex áratugi og spil- aði bridge á efri árum. Hún var virk í félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Hrafnhildur unni ljóðum og tónlist og naut þess líka að ferðast. Útför Hrafnhildar verður gerð frá Garðakirkju í dag, 24. mars 2020, klukkan 13 að við- staddri nánustu fjölskyldu. Ernu Georgsdótt- ur: Emilía Rós, b) Helga, f. 1988, maki Erlendur Sveinsson, dóttir: Melkorka Úa, c) Una Sólveig, f. 1992, maki Daniel Byung-chan Roh, d) Hrafnhildur, f. 1994, unnusti Thomas White- head. 2) Þorleikur, f. 22.4. 1962, maki Helga Mel- steð. Börn: a) Jóhannes, f. 1985, maki Elín Arna Aspelund, dótt- ir: Helga Daðína, b) Helgi, f. 1990, maki Maarja Nuut, c) Þórhildur, f. 1994, maki Björg- vin Andri Björgvinsson. 3) Halla Margrét, f. 24.3. 1965, maki Sólmundur Már Jónsson. Börn: a) Jóhannes Kári, f. 1997, b) Laufey, f. 2002, c) Teitur, f. 2004. 4) Ólafía Ása, f. 9.7. 1971, maki Sigurður Garðar Krist- insson. Börn: a) Steiney, f. 1996, unnusti Finn Schofield, b) Garðar, f. 1997, unnusta Mar- grét Snorradóttir, c) María Kristín, f. 2003, d) Hrafnhildur Halla, f. 2006. Hrafnhildur lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla vor- ið 1948. Haustið 1949 fór hún Ég er að leggja af stað í ferða- lag. Án mömmu. Ég er vel und- irbúin, hún hefur nestað mig vel. Án þess að kenna kenndi hún mér. Með framgöngu sinni og nálgun var hún fyrirmynd og án þess oft að átta mig á því hermdi ég. Hún kenndi mér fyrirhyggju og verkgleði, seiglu og að ljúka því verki sem hafið er. Hún kenndi mér mikilvægi þess að hlúa að og rækta bæði fólk og umhverfi. Hún undi glöð við sitt og skapaði fallegt og innihalds- ríkt líf. Hún kenndi mér að gleðin býr hið innra því að „það kemur enginn að skemmta manni“. Engu að síður var hún sú manneskja sem hafði mesta unun af samneyti við fólk. Hún elskaði fólkið sitt og naut þess að segja sögur og jafnvel sama brandarann aftur og aftur. Það var gaman að hlæja með henni. Hún sýndi mér að íslenskan gef- ur aðgang að kjarnanum. Undir það síðasta voru ljóð haldreipi hennar og helsta fró. Hvort held- ur sem hún fór með ljóð sem hún lærði ung utanbókar eða við lás- um saman. Hún sjálf komst svo að orði í stíl um ljóð árið 1955: „Oft hefur mér fundizt eins og ég verði einhverrar opinberunar að- njótandi þegar eitthvert kvæði birtist mér. Stundum hefi ég marglesið það og engrar hrifn- ingar orðið vör, en allt í einu er eins og kvæðið fái sál eða sál mín líði í kvæðið, eitthvað óskiljan- legt hefir gerzt, eitthvað sem ekki er hægt að tjá.“ Hún fór aft- ur og aftur með sinn Gunnars- hólma, Þá var ég ungur, Vorsól Stefáns frá Hvítadal ásamt mörgum fleiri ljóðum. Allt fram til hinstu stundar voru ljóðin á vörum hennar. Hún tamdi mér að heilsa og kveðja fallega. Ég bið Guð að geyma þig þig elsku mamma mín og kveð þig með ljóði Hannesar Péturssonar, Skeljar. Við skulum ganga suður með sjá stiklar þar aldan steinana blá, skolar hún rauðum skeljum á land grefur þær síðan í gljúpan sand. Við skulum ganga suður með sjá morgun og kvöld þegar kyrrð er á, skeljarnar tínum sem skolast á land þær hverfa svo fljótt í fjörunnar sand. Þær geyma þó varla neinn glitrandi stein og hæpið að perla sé hulin þar nein, þær lykja þó allt sem við leitum um heim því augnablikið það býr í þeim. Við skulum ganga suður með sjá skeljarnar sindra sandinum á, göngum og tínum og gætum þess vel að njóta er opnast hin örlitla skel. Halla Margrét. Hrafnhildur eða Hadda átti sterkar hafnfirskar rætur í báð- ar ættir, dóttir Margrétar Sig- urjónsdóttur og Halldórs M. Sig- urgeirssonar á Norðurbraut 13. Yngri systur Höddu eru Jónfríð- ur og Margrét, en áður átti Hadda bróður, Þorleik, sem var árinu eldri en dó sviplega níu ára gamall. Ég er svo lánsamur að hafa orðið hluti af þessari góðu fjölskyldu, þegar ég kvæntist Margréti. Á þessari stundu sækja fast að mér minningar frá sælureitnum Lindarflöt 8, sem kalla fram þakklæti fyrir vináttu, kærleika og umhyggju Höddu og Jóa í gegnum tíðina. Hadda var aldrei langt undan, alltaf reiðubúin að hlaupa undir bagga, taka að sér krakka og gæludýr og leyfa þeim að gista. Þegar við Margrét vor- um að byrja búskap studdu þau okkur á allan hátt, Jói hjálpaði okkur að standsetja fyrstu íbúðir okkar, hann kunni allt og gat allt en ég var ekki handlaginn. Við Jói vorum góðir vinir og ég á góðar minningar til dæmis við eggjatínslu og silungsveiði aust- ur í Skaftafellssveit, svo eitthvað sé nefnt. Tilfinningar mínar, kærleikur og þakklæti til Höddu endur- speglast í lítilli frásögn. Hadda prjónaði trefla handa öllum karl- mönnum í stórfjölskyldunni, ég fékk einn, sem kom sér vel í kuldanum en var líka mjög fal- legur. Svo var það fyrir stuttu að ég týndi treflinum. Næstu daga leitaði ég um allt, fór þangað sem ég hafði verið en allt kom fyrir ekki, trefillinn hennar Höddu var týndur. Nokkru seinna, fyrir hálfum mánuði, vorum við niðri í miðbæ, gengum Tjarnargötuna. Margrét segir: „Sérðu ljósa- staurinn?“ Og þar var trefillinn, festur vel og snyrtilega, svo ég get vafið honum enn um hálsinn í kulda og hreti. Já, Hadda er enn með okkur á sinn hátt, kærleikur hennar og umhyggja verða ávallt í huga okkar. Magnús Jónsson. Tengdamóðir mín, Hrafnhild- ur Halldórsdóttir er nú fallin frá. Eins og hennar var siður í öllum verkum var það falleg för, í faðmi barna sinna, með ljóðstaf á vör. Þannig var líf hennar allt; með einstakri ljúfmennsku, fum- leysi og staðfestu gætti Hrafn- hildur gersema sinna og veitti öllum lið sem hjálpar voru þurfi. Á langri ævi tókst hún á við sorg og raunir en var af þeirri kynslóð sem bar þau mál ekki á torg, hún lét hamingjuna ráða för, stjórna geði sínu og gleði, gekk stolt og full metnaðar til allra sinna verka, alltaf. Í ljóðunum sem hún kunni svo endalaust mörg fann hún sér fró, þau hugguðu og glöddu allt fram á síðasta dag. Barnabörnin, gersemarnar hennar eru orðin mörg og það er dásamlegt til þess að hugsa hví- líkan arf hún hefur fært þeim. Aldrei munu þau gleyma og með þeim munu mannkostir hennar finna sér gæfuríkan farveg. Þau voru henni allt. Af svo mörgu er að taka, minningar mínar um Hrafnhildi eru sterkar, svo óskaplega góð- ar, fullar af samkennd hennar og væntumþykju, elju og æðruleysi. Alltaf var hún til staðar, dró aldrei af sér, samt bar aldrei á því, aldrei gortað, aldrei hallað á nokkurn mann. Hlegið, brandar- ar, Hafnarfjarðarsögur, sungið. Aldrei vandræði, aldrei vorkunn, alltaf skynsemi og hlýja hjart- ans. Hrafnhildi varð varla misdæg- urt um sína daga, líkamleg heilsa með eindæmum. Varla hefur spillt að Hrafnhildur var um ýmsa hætti á undan flestu sam- ferðafólki sínu, elti ekki nýja meginstrauma, forðaðist dans í kringum gullkálf markaðstor- gsins, en á þann hátt að maður tók vart eftir fyrr en eftir á og áttaði sig þá óvænt á skynsemi hennar. Um leið var hún mikill heimsborgari með sterkt auga fyrir hönnun og sérstakt dálæti á nytjalist. Komin hátt á níræðis- aldur fór Hrafnhildur ferða sinna eins og unglingur, skurðir eða hanabjálkastigar stöðvuðu hana ekki, frekar en lífsins hindranir sem koma og fara. Síðustu árin tók Alzheim- erssjúkdómurinn að leggjast að Hrafnhildi. Þann stíg sem aðra gekk hún af glæsileik. Aldrei vottaði fyrir því að hún léti sjúk- dóminn eða nokkurt annað buga sig eða rauna, alltaf stóð hún keik, sló upp í grín, varð fjöl- skyldunni gleðigjafi í hnyttnum orðatiltækjum sem hrutu óvænt af vörum hennar, misskiljanleg að vonum, en alltaf gleðinnar uppspretta. Hin ramma taug barnelskunnar brast henni aldrei og í gegnum veikindi sín var um- hyggjan fyrir börnum sínum öll- um, alltaf efst í huga hennar og orði. Ég þakka það lán að hafa átt Hrafnhildi Halldórsdóttur að og stend í þakkarskuld fyrir þær góðu gjafir sem hún veitti mér og mínum. Í sannleika eru Hrafnhildur og hennar mæti eig- inmaður, Jóhannes heitinn Pét- ursson, stærstar fyrirmyndir í mínu lífi. Í Guðs friði. Jóakim Reynisson. Ástkær tengdamóðir mín hef- ur kvatt okkur. Hrafnhildur eða Hadda eins hún var kölluð var einstök kona sem gaf mikið og var gædd einstökum mannkost- um. Hún var ávallt í mikilli ná- lægð við fjölskyldu sína sem naut ástríkis hennar og umhyggju. Hún var listræn með næmt auga fyrir litum og formum. Hún leit- aði gjarnan til ljóðanna sem hún kunni þegar eitthvað bjátaði á eða hrjáði hana. Ljóðin voru henni haldreipi, stoð og styrkur. Þetta erindi úr ljóðinu Vorsól var henni hugleikið og fór hún oft með hin síðari ár. Hún fann von- ina í vorinu. Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal) Helga. Á Lindarflöt 8 um miðjan sjö- unda áratuginn hékk á vegg í stofunni hnakkgjörð fléttuð úr mismunandi litu snæri. Ég hafði verið í sveit og þekkti hnakk- gjarðir en að hengja slíkt upp á vegg og leyfa fegurð handverks- ins að ljóma hafði ég aldrei séð og fannst óendanlega smart. Fjölskylda mín flutti inn í húsið númer 10 við Lindarflöt á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þetta voru erfiðir tímar, mikið byggt og flutt inn í hús hálfköruð og samtímis því að klára húsið var reynt að skapa falleg heimili. Engum tókst eins og Höddu að skipa fegurðina í fyrsta sæti. Allt innanstokks á númer átta var ekki aðeins vandlega valið heldur líka vandlega valinn staður. Ég var nýorðin unglingur með eigið herbergi í fyrsta sinn og að koma inn til Höddu á númer átta var mér opinberun: þessar skýru lín- ur, hlutir og húsgögn, allt einfalt og stílhreint og þannig komið fyrir að nyti sín sem best hvort heldur til að gleðja fegurðar- skynið eða út frá því hvernig skyldi brúkað. Ég veit í dag að þetta var skandinavískur mód- ernismi í innanhússarkitektúr. Kynni mín af Höddu og heim- ilinu á Lindarflöt 8 voru m.ö.o. mikilvægur þáttur í mínu fagur- fræðilega uppeldi. Og svo kunni Hadda allt varðandi heimilishald og handavinnan, maður minn, húfur og peysur sem systkinin á átta klæddust, allt svo fallegt og öðruvísi. Hadda kenndi mér að hægt væri að prjóna það sem maður sá fyrir sér, breyta upp- skriftum í blöðum, enda var hún lærður hússtjórnarkennari. Hún var svo örlát hún Hadda, örlát á kunnáttu sína og miðlaði svo vel og fallegar voru gjafir hennar. Bollarnir tveir úr Kún- ígúnd sem hún gaf mér í stúd- entsgjöf fylgdu mér í áratugi og fleira mætti telja. Minnisstæðast er mér þó þegar ég, þá búsett í Þýskalandi, dvaldi á heimili for- eldra minna á númer tíu og fyrir dyrum stóð skírn yngsta sonar míns. Í mörg horn var að líta, út- búa veisluföng, dekka borð, stilla upp stólum og ég ekki alveg búin að klára að prjóna skírnarfötin sem drengurinn átti að fara í þegar hann væri búinn að sofna í skírnarkjólnum. Hvar átti ég að byrja? Birtist þá ekki Hadda í gættinni: „Á ég ekki að taka í þetta, Jórunn mín,“ og var óðara horfin með prjónlesið. Verkin gengu eins og í sögu og í eft- irmiðdaginn kom Hadda, búin að ganga frá endunum á vestinu, prjóna hina skálmina á buxurnar og pressa allt saman. Þannig var Hadda, hæglát en effektíf. Hadda var einstakur ná- granni, oft stóð hún í eldhúsinu á Lindarflöt 10 og hellti upp á hverja könnuna á fætur annarri þegar klassískar veislur voru haldnar og hvunndags beið stundum skál með rjúkandi ást- arpungum á horninu á eldhús- bekknum. Það var alltaf mikill samgang- ur á milli húsanna á númer átta og númer tíu, hvort heimilið fyrir sig miðlaði því sem það best kunni og gat. Aldrei metingur heldur gagnkvæm virðing og væntumþykja, sem kannski var aldrei orðuð. Þess þurfti ekki. Systir mín og bróðir eru enn í dag bestu vinir jafnaldra sinna á númer átta. Á miðjum síðari helmingi síð- ustu aldar breyttist margt í ver- öldinni, nýr nútími varð til, sem ég, unglingur í svefnbænum Garðahreppi, tengi svo sterkt við húsið á Lindarflöt 8 og Höddu sem kenndi mér margt sem hef- ur nýst mér í lífinu. Haf heila þökk, góða grannkona. Með sam- úðarkveðju til ykkar allra, Hild- ur, Halla Margrét, Þorleikur, Ása og fjölskyldur. Meira: mbl.is/andlat Jórunn Thorlacius Sigurðardóttir. Elsku amma. Þótt þú sért amma okkar líður okkur eins og við höfum þekkt þig frá því að þú varst lítil stelpa. Sögur þínar hleyptu okkur inn og gerðu okkur kleift að kynnast þér, ekki bara sem ömmu, heldur líka sem glaðlyndri stúlku og ungri dömu. Við kynntumst litlu stelpunni á Norðurbrautinni sem fór í bæjarferð með kött í dúkku- vagni, sem leiddi heim hermann með bróður sínum og átti bangsa sem baulaði. Sömuleiðis leyfðir þú okkur að kynnast ungu dömunni sem setti á sig hanska og fínustu hattana, handsaumaði kjóla og kápur úr nýjustu Parísarsniðunum og ferðaðist prúðbúin með strætis- vögnum á böllin í Reykjavík. Yndislegast var þó að kynnast ömmunni sem bakaði sæta- brauðsdrengi og kanilsnúða, ömmunni sem átti alltaf rautt extra tyggjó, ávaxtabrjóstsykur í tindós og súkkulaðirúsínur inni í skáp, ömmunni sem smurði bestu samlokurnar, pakkaði manni inn í hlýja sængina á eggjabakkadýnu, kenndi manni að segja bless en ekki bæ, bað Guð að geyma mann og koma „godt hjem“. Þú ert ljós okkar og faðmur þinn hefur alltaf verið opinn og kærleiksríkur. Að kveðja þig hef- ur verið mikill lærdómur og við erum þér svo þakklátar fyrir alla þína hlýju og umhyggju sem þú hefur veitt okkur. Það var sönn gjöf að fá að halda í mjúka hönd- ina á þér og leggja höfuð í heitt hálsakotið á síðustu dögunum þínum. Fegurðin hefur alltaf fylgt þér og hjartalagi þínu og þegar við hugsum um þig núna sjáum við opinn faðm, elsku þína og barna- kærleik. Nú glóir jörð í gullnu skrauti og gyllir morgunroði ský, blómin á móður brosa skauti, sem börn nývöknuð rúmi í, og sunna þeirra þerrar brár, sem þvalar gerðu næturtár (Jón Thoroddsen) Minning þín mun ávallt lifa og munum við heyra þig segja um ókomna tíð „það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.“ Hrafnhildur, Una, Helga og Lydía. „Alltaf velkomin,“ sagði hún við mig. Allir voru alltaf vel- komnir hjá ömmu. Mér þykir svo vænt um yndislegu stundirnar sem ég átti með ömmu minni. Kærleikurinn, ástin og hlýjan sem tók á móti mér í hvert skipti þegar ég labbaði heim til ömmu í Lyngmóana eftir skóla. Hún útbjó ristað brauð, með tómat- sósu, spældu eggi ásamt gúrku- og tómatsneiðum handa mér. Eftir létta máltíð hófst lærdóms- stund með ömmu. Ég las og skrifaði og hún hlustaði og leið- beindi mér áfram með hrósi og fallegum orðum. Eftir heima- vinnuna var spilastokkurinn aldrei langt undan. Þegar illa gekk hjá mér í spilunum sagði amma einfaldlega „Óheppin í spilum, heppin í ástum,“ og því næst bauð hún upp á einn ískald- an „Sun Lolly“ úr frystinum og allir voru glaðir. Amma hugsaði svo vel um sitt fólk. Hún var skilningsrík, traust og gat ég alltaf leitað til hennar með flóknar spurningar um lífið og tilveruna. Hún átti líka nóg af skemmtilegum sögum úr sínu lífi. Mér þótti svo vænt um sög- urnar hennar að ég bað hana um að segja þær aftur og aftur. Mér þykir líka svo vænt um alla þá af- mælisdaga sem amma gerði svo sérstaka. Hún mætti eldsnemma á hverjum afmælisdegi með hamingjuóskir, gleði og sæta- brauðsdreng fyrir afmælisveisl- una. Hún var til staðar í gegnum mörg tímamót í mínu lífi, sama hversu lítil eða merkileg þau voru. Þegar mig vantaði samastað í stúdentsprófunum í MR að þá fékk ég að búa hjá ömmu í nokkrar vikur. Það var gott að búa hjá ömmu á þessum tíma. Hún gætti þess að ég fengi ró og næði til að halda mig við efnið. Inni á milli kom hún með brauð og kakó til að næra námsmann- inn og hvatti mig líka til að standa upp og taka pásur. Þótt amma væri byrjuð að gleyma meira á þessum tíma vildi hún samt allt fyrir mann gera. Það einkenndi hana síðustu árin. Það var aldrei langt í gleðina og sprellið. Hún dansaði dátt þegar tækifæri gafst, fór með ljóð og söng út lífið. Amman hefur átt stóran þátt í að móta mig og mín gildi í lífinu. Að vera sjálfum sér nóg, hugsa vel um heilsuna, vera heiðarleg, hafa snyrtilegt í kringum sig, ganga vel um náttúruna og hugsa vel um fólkið sitt. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: „gleymdu’ ei mér“; Væri ég fleygur fugl, flygi’ ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa) Ég elska þig, amma mín. Guð geymi þig og „kom godt hjem“. Þórhildur Þorleiksdóttir. Í dag kveð ég ömmu mína, Hrafnhildi Halldórsdóttur, sem ávallt var kölluð amma Hadda. Amma Hadda hafði mikið yndi af því að segja sögur, flytja ljóð og raula lög. Þó að stór hluti af hinum miklu munnmælum ömmu gleymist situr minningin um samveruna og boðskapinn eftir. Ein sagan sem amma sagði oft Hrafnhildur Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.