Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 22

Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar TILBOÐ 1.090 þús. staðgreitt FORD Galaxy 7 manna - Diesel 2.0 Diesel árg 2011 • Sjálfskiptur • Ekinn 172 þús. • Skoðaður 2021 • Nýsmurður • Nýlega skipt um olíu á skiptingu • Glæný Vredestein nagladekk Verð 1.790 þús. Uppl. í síma 615 8080 BMW 318 e46 2004. TILBOÐ VEGNA FLUTNINGA BMW i318 e46 2004 158.xxx. Þarf að losna við hann sem fyrst, fer á 230.000 eða tilboð. Búið að taka vélina í gegn. Nýsmurður. Upplýsingar í síma 8629726 - Ómar Fundir/Mannfagnaðir Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem halda átti þann 26. mars nk. vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 488 8000. STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF. Tilkynningar Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögu. ÁS OG HÓTEL DYRHÓLAEY - Deiliskipulags- tillaga Deiliskipulagið nær yfir 11 ha. svæði úr landi jarðarinnar Ás í Mýrdalshreppi og yfir nokkrar lóðir sem tilheyra Hótel Dyrhólaey og eigendum þess. Gert er ráð fyrir byggingu útihúss/skemmu, starfsmannahúsum og íbúðarhúsi. Tillagan þessar liggur frammi hjá fulltrúa skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 28. mars 2020 til og með 8. maí 2020. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifs- tofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 8. maí 2020. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshreppur Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags og byggingarfulltrúi Garðabær Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti, íþróttahús- inu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið. Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið. Korpúlfar Allt félagsstarf Korpúlfa fellur niður þess vikuna vegna kórónaveirufaraldurs, nema gönguhópur Korpúlfa sem er kl. 10 mánudaga, gengið frá Grafarvogskirkju og Borgum, einnig kl. 10 miðvikudaga og föstudaga, gengið frá Borgum, en virða þarf fjarlægð milli göngumanna. Egilshöll hefur verið lokað. Höldum áfram að passa vel upp á hvert annað og takk fyrir kærleikann. Sími í Borgum er 517-7056/ 517055. Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 smits innanlands. Félagsstarf eldri borgara Færir þér fréttirnar mbl.is Smá- og raðauglýsingar ✝ Ívar ÖrnHlynsson fædd- ist 2. október 1990. Hann lést í Reykja- vík 11. mars 2020. Foreldrar hans eru Sólveig Dögg Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1965, bifreið- arstjóri hjá Hópbíl- um, og Hlynur Bragason, f. 22. júlí 1966, forstjóri Sæt- is hópferða ehf. Þau slitu sam- vistum. Hlynur er giftur Hrafn- hildi Lindu Ólafsdóttur, f. 1. júní 1963. Ívar eignaðist soninn Theo- Fransiska Guðrún Hoffmann, f. 27. október 1994, hennar maki er Sólon Helgi Jóhannsson, f. 25.1. 1994. Þeirra dóttir er Alex- andra Björk Hoffmann, f. 2017. Ívar Örn ólst upp í Fellabæ Egilsstöðum og kláraði sína skólagöngu í Fellaskóla þar í bæ. Hann hélt ungur út á vinnu- markaðinn, vann hjá jarðvinnu- verktökum við akstur og ým- islegt annað. Akstur hópferðabíla og annað er snýr að þeim varð síðan hans ævi- starf. Lengst var hann hjá Snæ- land Grímsson og síðast sem akstursstjóri. Útför Ívars Arnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 24. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. dór með Helgu Rut Jóhannesdóttur, f. 23. mars 1993, og bjuggu þau saman í nokkur ár en slitu svo samvistum. Ívar Örn var elstur þriggja systkina, systir hans er Gróa Rún Hlynsdóttir, f. 13. nóvember 1992, og yngstur er Krist- ófer Vikar Hlynsson, f. 18 júlí 1995. Kristófer Vikar er í sam- búð með Karen Ýri Eysteins- dóttur, f. 8 desember 1997. Stjúpsystir Ívars Arnar er Elsku drengurinn minn, ég sit hér með tárin í augunum og hvorki skil né veit hvað ég á að gera. Þú áttir framtíðina fyrir þér Ívar minn, heimurinn lá að fótum þér með öllu því útsýni sem til er en stundum var svo lítið skyggni hjá þér að þú sást ekki á milli stika, alveg sama þó að þú þurrk- aðir af framrúðunni með hamri og meitli. Þú komst í heiminn með átök- um, varst sólarhring á leiðinni. Þú varst strax uppivöðslusamur og þegar þú varst rúmlega eins árs var allt postulín og jólatréð með pökkum, merkimiðum og öllu saman í eins metra hæð! Þú svafst aldrei betur en í burðarrúminu á vélarhlífinni í fyrstu rútu föður þíns og þar var sennilega þinni stuttu framtíð varpað. Þú kunnir allt sem ég hélt að ég kynni; keyrðir rútu eins og ekkert væri án þess að rispa þær, mótorhjól, vörubíl, trailer, hvað sem var, þú kunnir þetta með mjólkinni. Þú varst réttsýnn, hélst hlífi- skildi yfir minnimáttar og pass- aðir upp á systkini þín eins og þú ættir þau. Það var gaman þegar þú fórst í fússi út fimm ára gamall með bakpoka, fokreiður við foreldra þína, við fylgdumst með úr fjarska. Svo komstu eftir drjúg- an tíma og baðst um landakort svo þú gætir glöggvað þig á leið- inni eða landslaginu, við sett- umst niður með þér og spáðum í kortið og þegar það var búið var þér runnin reiðin og enginn man í dag hvað var ágreiningsefnið. Það var ekki gaman þegar þú mölvaðir framljósin í vörubílnum hjá Ingólfi frænda þínum með litlum hamri og alveg hissa þeg- ar allir urðu reiðir. Þú varst duglegur, Ívar, og helst vildirðu vera í sveitinni hjá afa þínum og svo seinna Helga frænda þínum á kafi í skít og drullu eða heyskap, smala- mennsku og öllu sem laut að sveitastörfum. Þú varst ekki gamall þegar þú varst farinn að keyra afa þinn milli kartöflu- garða á L-300-bílnum og fóruð þið þá gjarnan fjöruna. Einu sinni þurfti að ná í ykkur upp á Skrukkuás, þá búnir að sökkva bílnum á kaf í drullu og heldur skömmustulegir báðir. Ég reikna fastlega með því að afi þinn hafi tekið á móti þér uppi og amma þín sé búin að gefa þér rúgbrauð með mysingi og jóla- kökusneið ofan á. Hér sitja allir háskælandi og í algjöru tómarúmi yfir ótíma- bæru brotthvarfi þínu, þú hafðir ekki skilað hálfu verki drengur minn og þú veist það. Þú hjálpar vænti ég til ofan frá ef smyrja þarf í koppa á jarð- tætaranum á Setbergi eða ef skipta þarf um bremsuklossa í einhverri rútunni, hvort sem er hjá Snæland eða Sæti. Farðu sæll, sonur minn, og guð geymi þig, við Linda lítum eftir Tedda fyrir þig. Þetta kenndi afi þinn mér og örugglega þér á garðabandi í fjárhúsunum á Setbergi, skilaðu kveðju upp. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson) Hlynur Bragason. Öll fjölskyldan er í áfalli. Í dag kveðjum við góðan vin og frænda allt of snemma. Ívar var dásam- leg blanda af umhyggjusömum stríðnispúka; sem passaði sig á því að halda okkur uppteknum með hrekkjum á Setbergi þegar við vorum lítil. Hann var líka fyrstur til að athuga hvernig frænka sín hefði það þegar hann sá bílinn hennar úti í skurði. Ívar var duglegur og áræðinn og kom það snemma í ljós. Eins og hálfs árs var hann í nætur- pössun á Flúðum. Hann striplað- ist bleyjulaus um húsið eins og mörgum börnum á þessum aldri finnst gott að gera og var um leið að drekka vatn úr brúnu glerglasi sem endaði síðan á gólfinu hálf- tómt. Það var svo mikið um að vera hjá okkar manni að hann mátti ekkert vera að því að stoppa. Hann þurfti síðan skyndi- lega að kúka og vill svo heppilega til að kúkurinn fer beint ofan í glasið sem stóð þarna á gólfinu – allt mjög snyrtilegt og fínt. Það voru til tvö svona glös á Flúðum í fjölda ára eftir þetta atvik og lík- lega eru þau enn til einhvers stað- ar en Tómas Bragi segist aldrei hafa getað hugsað sér að drekka úr þessum glösum eftir þetta. Minningarnar tekur enginn frá okkur og megi þær veita huggun og styrk á þessum erfiðu tímum. Við samhryggjumst Tedda, foreldrum, systkinum, öðrum ættingjum og vinum af öllu hjarta. Vonandi hefur Ívar nú fundið frið og ró. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Tómas Bragi, Þórarna Gró og Hólmfríður Dagný. Ívar Örn kom inn í líf mitt og dóttur minnar Fransisku árið 2011 þegar við Hlynur faðir hans kynntumst og ákváðum að rugla saman reytum okkar. Við urðum ríkari en áður þar sem börn Hlyns og barnabarn, sonur Ívars Arnar, hann Theodór okkar sem hann á með Helgu Rut, stóru ást- inni í lífi Ívars, bættist við líf okk- ar mæðgna. Ívar Örn var ungur maður bú- inn miklum kostum, allt sem við- kom vélum og tækjum lék í hönd- um hans og ef hann yfirhöfuð hafði áhuga á verkinu sem var fram undan stóð ekkert í vegi hans. Hann var vinnusamur með eindæmum og vann oft og mikið á þeim tímum sem að aðrir vildu hafa frí. Alveg frá fyrstu stundu áttum við góð samskipti, hlýja faðmlagið hans sem ég fékk ætíð mun aldrei gleymast mér. Margar góðar stundir rifjast upp. Það er ógleymanlegt þegar við stóra samsetta fjölskyldan okkar og vin- ir vorum saman um jól og við kveiktum á kertum, slökktum öll rafljós nema á jólatrénu, röðuðum sófum og stólum í hring og lásum upphátt hvert fyrir annað í rökkr- inu. Það er dásamleg minning samstöðu og væntumþykju, minn- ing sem gefur jólahátíðinni ætíð síðan annað gildi í huga okkar Hlyns. Þau jólin var bjart yfir Ív- ari okkar. Einnig kemur upp minning um hjálpsaman og góðan dreng þegar ég var stödd í Reykjavík eitt sinn, á lánsbíl frá góðum vini okkar hjóna, í þvílíkri rigningu að maður man vart ann- að eins og viftureimin fór. Þá var Ívar Örn í stuttu stoppi í vinnu sinni sem ökumaður hópferðabíla fyrir Snæland-Grímsson og tók sinn frítíma í að útvega viftureim, koma á staðinn og skipta um hana á örskotsstund í myrkri og aus- andi regni. Það að lítið sem ekkert var af verkfærum stoppaði hann ekki og það var þakklát stjúpmóð- ir sem knúsaði drenginn sinn. En ég hef líka tekið í eyrað á honum þegar hann var kannski ekki alltaf stilltur. En þegar litið er til baka þá eru það aðrar og alls ekki leið- inlegar minningar. En það var ekki alltaf bjart yfir þessum góða, fallega, hæfileika- ríka og vinmarga dreng. Hann bar á öxlum sínum þann mikla og þunga skugga sem oft á tíðum féll yfir líf hans og ekkert verður ráðið við. Hann barðist eins lengi og hann gat en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Við getum ekki álasað honum, hann gerði allt sem hann gat, það veit enginn nema reynt hafi hvað það er að berjast við slíkt ofurefli. Ég er viss um að það eru margir gengnir sem hafa tekið á móti honum og eru að faðma hann að sér á nýja heimilinu. Við sem eftir erum fáum að hitta hann síðar, þá tekur hann á móti okkur með kankvísa brosið sitt, tann- stöngulinn í munnvikinu og sól- gleraugun á hvirflinum. Farðu í friði vinur, bestu kveðjur elskan mín, við lítum eftir Tedda. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. (Úr Hávamálum) Hrafnhildur L. Ólafsdóttir (Linda). Ívar var kletturinn minn, hann var öxl til að gráta á. Ef mér leið illa þurfti bara eitt SMS og hann var kominn. Hann var alltaf að reyna að bjarga mér en leyfði eng- um að bjarga sér. Hann var svo stór, sterkur og virkaði svo óbrjótanlegur. Ég er þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér, rúntana þegar við blöstuðum Prelude með AFI niður Lauga- veginn og alla bílasölurúntana. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þessi 27 ár með honum, þó vildi ég að þau væru fleiri. Gróa Rún Hlynsdóttir. Ívar Örn Hlynsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.