Morgunblaðið - 24.03.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
70 ára Gylfi ólst upp í
Reykjavík en býr á Sel-
tjarnarnesi. Hann er
jarðfræðingur að
mennt frá Háskóla Ís-
lands. Hann starfaði
hjá Iðntæknistofnun Ís-
lands, Fræðslumiðstöð
málmiðnaðarins og síðustu árin vann
hann fyrir Samband stjórnendafélaga.
Maki: Svava Waag Árnadóttir, f. 1949,
kennari.
Börn: Einar, f. 1974, d. 2018, Erna Krist-
ín, f. 1976, og Ragnheiður Þórdís, f. 1982.
Barnabörn eru orðin 6.
Foreldrar: Einar Elíasson, f. 1921, d.
2006, kaupmaður og stofnaði Glit, og
Hulda Gígja Geirsdóttir, f. 1925, d. 2001,
húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík.
Gylfi Þór
Einarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu á verði gagnvart viðsjálu
fólki og taktu ekki þátt í neinum skrípa-
leikjum aðeins til að þóknast því. Þér verð-
ur boðin óvænt aðstoð í vinnunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Harðar deilur verða til þess að fyrir-
hyggja þín og góðar meiningar eru mis-
skilin. Lestu í tilfinningalega þýðingu sam-
skipta í stað þess að rýna í orðin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Verkið sem bíður þín er auðveld-
ara en það virðist vera. Hafðu engar
áhyggjur, þetta er tímabundið ástand sem
varir aðeins í sólarhring.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt koma öðrum á óvart í
dag og sýna ákveðni og festu eins og þér
er einum lagið. Einvera er stundum upp-
spretta nýrra uppgötvana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er allt í lagi að taka smááhættu,
þegar aðstæður eru hagstæðar. Stórhuga
ráðagerðir krefjast allra heilafruma sem
þú hefur yfir að ráða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það þarf ekki að vera neikvætt að
þarfnast einhvers og gæti hugsanlega ver-
ið styrkur þinn í dag. Enginn krefst þess
að þú sért sérfræðingur þegar í stað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú þarft að einbeita þér að einu
takmarki skaltu gera það að þínu. Vertu
sjálfum þér samkvæmur og þá muntu
uppskera laun erfiðis þíns.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér hættir til að vera eitthvað
annars hugar þessa dagana en verður að
taka þér tak og einbeita þér að því sem
fyrir liggur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert vinsæll meðal vina
þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar
þeir þurfa á að halda. Einbeittu þér að
heimili og fjölskyldu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þið hafið verið mjög upptekin
og skipulögð en nú þurfið þið á hvíld að
halda. Reynið að forðast mikið álag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki er allt gull sem glóir og
mörg þau tilboð í gangi sem betra er að
láta fram hjá sér fara.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur lagt óhemjuhart að þér að
undanförnu og hlýtur nú umbun erfiðis
þíns. Haltu ótrauður þínu striki en láttu
ekki velgengnina stíga þér til höfuðs.
formaður starfsháttanefndar
Austurbrúar ses og formaður
skólanefndar Menntaskólans á
Egilsstöðum.
Skriftir hafa tengst störfum
Skúla Björns um langa hríð og
hann er félagi í Rithöfunda-
sambandi Íslands. Árið 1994 bar
hann sigur úr býtum í smásagna-
keppni Dags og Menor og hann
varð síðan fyrstur til að hljóta
Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax-
ness árið 1996 fyrir smásagna-
einnig formaður nemendafélagsins
einn vetur. Á Sauðárkróki bland-
aðist leiklistarbakterían við þetta
og ég var í stjórn Leikfélags Sauð-
árkróks og gegndi þar formennsku
um tíma og á háskólaárunum sat
ég m.a. í ritstjórn Mímis og tók
þátt í að stofna nemendafyrirtækið
Hástoð. Eftir að við fluttum aust-
ur aftur tók ekki betra við og er of
langt mál að telja það allt upp.“
Þó má nefna að af núverandi
félagsstörfum er Skúli Björn
S
kúli Björn Gunnarsson
er fæddur 24. mars
1970 á heilsugæslunni á
Egilsstöðum og var ekið
í snjóbíl heim í Litla-
Bakka í Hróarstungu þar sem
hann ólst upp. Hann gekk í skóla á
Hallfreðarstöðum, Brúarásskóla,
Alþýðuskólann á Eiðum og varð
stúdent frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra þaðan sem
hann útskrifaðist sem stúdent af
tæknibraut með málmiðn sem sér-
grein vorið 1991.
„Fram undir tvítugt vann ég
flest sumur við sveitastörf en einn-
ig hjá Skógræktinni á Hallorms-
stað þar sem ég kynntist konu
minni. Árin 1989-1992 vann ég sem
blaðamaður Dags með skrifstofu á
Sauðárkróki og einnig sem stunda-
kennari við FNV einn vetur. Vorið
1992 hélt ég aftur austur á æsku-
slóðirnar og vann næstu sumur
sem verkstjóri og kynningar-
fulltrúi hjá Héraðsskógum. En
veturinn 1992-1993 hófst búskapur
okkar Elísabetar með dvöl í borg-
inni Pau í Frakklandi þar sem við
stunduðum nám í frönsku. Eftir að
hafa ekki náð inntökuprófi í ljós-
myndaskóla í Arles varð úr að
skella sér í íslenskunám við Há-
skóla Íslands. BA-prófi í íslensku
var lokið vorið 1996 og MA-nám í
íslenskum bókmenntum stundað í
kjölfarið en lokaritgerðin er enn
óskrifuð. Til að bæta fyrir það er
ég nú í meistaranámi í hagnýtri
menningarmiðlun við HÍ.“
Skúli Björn starfaði á Lands-
bókasafni árin 1995-1997, en vann
svo í tvö ár hjá Boðbera-almanna-
tengslum. Vorið 1999 fluttu þau
hjónin aftur austur á Fljótsdals-
hérað hvar hann hélt áfram í
kynningar- og útgáfumálum þar til
hann tók við starfi forstöðumanns
Gunnarsstofnunar 1.10. 1999. Þau
hjónin hafa síðustu 20 árin starfað
bæði á Skriðuklaustri en Elísabet
rekur Klausturkaffi. Frá 2006 hafa
þau búið í bjálkahúsi á Hallorms-
stað.
„Félagsstörf hafa löngum tekið
mikinn hluta af mínum tíma og
vaknaði sú ástríða á Eiðum þar
sem ég sat í nefndum og var
safnið Lífsklukkan tifar. Árið 1997
hafði hann umsjón með útgáfu
Bræðralags gegn Bakkusi – sögu
SÁÁ sem Sæmundur Guðvinsson
skráði. Árið 1999 kom út fræðibók-
in Íslandsskógar – 100 ára saga
skógræktar sem þeir Sigurður
Blöndal unnu saman. Þá sat hann í
nokkur ár í stjórn Útgáfufélags
Glettings og annaðist þá m.a.
umbrot blaðsins.
„Umsjón og umbrot Austfirskra
safnrita sem Gunnarsstofnun gefur
út hefur verið á mínum herðum og
ég var formaður ritnefndar 100
ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa
sem Jón Kristjánsson ritaði og
kom út 2013. Þá hafa birst grein-
ar, viðtöl, sögur og ljóð eftir mig í
blöðum, tímaritum og bókum auk
þess sem ég hef unnið ófáar sýn-
ingar sem settar hafa verið upp á
Skriðuklaustri og víðar. Árið 2018
kom svo út fyrsta þýðingin,
nóvella eftir Norman Maclean sem
fékk íslenska titilinn Þar sem áin
streymir. Svo er stefnan að gefa
út eitthvað frumsamið á þessu ári í
tilefni afmælisins.
Tími fyrir áhugamál hefur oft
verið af skornum skammti síðustu
20 árin en ég hef löngum haft
gaman af að renna fyrir fiski, bæði
laxi og silungi. Ljósmyndun er
annað áhugamál sem hefur fylgt
mér lengi eins og bókmenntirnar.
Þá eru ferðalög til útlanda til að
skoða fornar menningarslóðir and-
leg upplyfting í skammdeginu þeg-
ar við hjónin getum brugðið okkur
af bæ. Síðan er ákveðin afslöppun
fólgin í því að bregða sér á ættar-
óðalið í Tungunni, dytta að húsum
og gera við vélar og tæki sem
brúka þarf við bústörfin.“
Fjölskylda
Eiginkona Skúla Björns er
Elísabet Þorsteinsdóttir, f. 1.11.
1969, veitingakona og framreiðslu-
meistari hjá Klausturkaffi. For-
eldrar hennar eru hjónin Þor-
steinn I. Þórarinsson, f. 29.1. 1941,
skógarhöggsmaður, og Elín
Kröyer, f. 23.3. 1948, verslunar- og
garðyrkjukona. Þau búa á Hall-
ormsstað og héldu í fyrra upp á 50
ára brúðkaupsafmæli sitt.
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri – 50 ára
Fjölskyldan Skúli Björn, Elísabet og dæturnar stödd í Madríd í fyrra.
Í mörgu að snúast á fræðasetrinu
Með systkinum og foreldrum Haldið upp á 90 ára afmæli Gunnars og 80
ára afmæli Svandísar í fyrra í félagsheimilinu Tungubúð í Hróarstungu.
30 ára Helga ólst upp
á Skagaströnd og
Hæli á Ásum í Austur-
Húnavatnssýslu en
býr á Akureyri. Hún er
hjúkrunarfræðingur
að mennt og vinnur á
gjörgæslunni á Sjúkra-
húsinu á Akureyri en er í fæðingarorlofi.
Maki: Ragnar Logi Búason, f. 1990, um-
sjónarkennari í 10. bekk í Glerárskóla.
Dóttir: Þórdís Laufey, f. 2019.
Foreldrar: Jón Kristófer Sigmarsson, f.
1972, sauðfjárbóndi á Hæli, og Herdís
Þórunn Jakobsdóttir, f. 1971, starfs-
maður Vinnumálastofnunar á Skaga-
strönd. Stjúpfaðir er Árni Geir Ingvars-
son, f. 1963, verkstjóri hjá Sveitarfélaginu
Skagaströnd.
Helga Dögg
Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
Akureyri Þórdís Laufey Ragnars-
dóttir fæddist 16. nóvember 2019 kl.
18.23 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún
vó 3.020 g og var 50 cm löng. For-
eldrar hennar eru Helga Dögg Jóns-
dóttir og Ragnar Logi Búason.
Nýr borgari