Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
24. mars 1964
Þorsteinn Hallgrímsson er út-
nefndur besti leikmaður
Norðurlanda-
móts karla í
körfubolta sem
haldið er í Hels-
inki í Finnlandi.
Hann er lang-
stigahæsti leik-
maður mótsins
með 77 stig og skorar sigur-
körfuna gegn Dönum, 56:55,
sem tryggir Íslandi um leið
bronsverðlaunin á mótinu.
Finnar vinna mótið og Svíar
hafna í öðru sæti eftir nauman
sigur gegn Íslandi.
24. mars 1972
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik sigrar Pólland,
21:19, í Madríd í leik um þriðja
sætið í undankeppni Ólympíu-
leikanna í München en bæði lið
höfðu þegar tryggt sér
keppnisrétt þar. Íslenska liðið
fer taplaust heim eftir fjóra
sigra og tvö jafntefli á Spáni.
Viðar Símonarson og Geir
Hallsteinsson skora 6 mörk
hvor fyrir Ísland og eru
markahæstir.
24. mars 1985
Víkingar vinna magnaðan sig-
ur á stórliði Barcelona, 20:13, í
Laugardalshöll í fyrri undan-
úrslitaleik liðanna í Evrópu-
keppni bikarhafa en staðan í
hálfleik er 11:4. Kristján Sig-
mundsson á stórleik í marki
Víkinga og Viggó Sigurðsson
er markahæstur þeirra með 6
mörk.
24. mars 1995
Morgunblaðið greinir frá því
að samkvæmt fréttum enskra
dagblaða hafi Bolton greitt
Tottenham 65 þúsund pund,
rúmar 6,6 milljónir króna, fyr-
ir landsliðsfyrirliðann Guðna
Bergsson. Sagt er að áður hafi
vangaveltur enskra blaða ver-
ið á þá leið að kaupverðið væri
á bilinu 100 til 200 þúsundir
punda.
24. mars 2003
„Þetta er búið að takast alveg
afbragðsvel eins og alltaf þeg-
ar mótið er í
Eyjum. Það
hefur rignt inn
metum og það
er alveg frá-
bært segir
sundkappinn
Örn Arnarson
við Morgunblaðið eftir að hafa
unnið átta gullverðlaun og
sett tvö Íslandsmet á innan-
hússmeistaramótinu í sundi í
Vestmannaeyjum.
24. mars 2010
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu, nær eingöngu
með leikmenn íslenskra liða,
nær óvæntu 0:0 jafntefli gegn
Mexíkó í vináttulandsleik í
Charlotte í Bandaríkjunum.
Um 63 þúsund áhorfendur
mæta á leikinn en Mexíkóar
tefla fram mörgum leik-
mönnum sem síðan leika á HM
í Suður-Afríku um sumarið.
24. mars 2013
Ísland sigrar Svíþjóð, 30:27, í
vináttulandsleik kvenna í
handknattleik í
Austurbergi
og hefur þar
með lagt Svía
tvisvar að velli
á tveimur dög-
um eftir að
hafa síðast
sigrað þá árið 1964. Rut Jóns-
dóttir er markahæst í íslenska
liðinu með 7 mörk.
Á ÞESSUM DEGI
SUND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Eins og Morgunblaðið fjallaði um
í gær er sundmaðurinn Anton
Sveinn McKee orðinn atvinnumað-
ur hjá kanadíska félaginu Toronto
Titans, sem keppir í stórri alþjóð-
legri deild, International Swimming
League, ISL. Morgunblaðið sló á
þráðinn til Antons sem býr í Boston
í Bandaríkjunum.
„Til þessa hefur í rauninni ekki
verið atvinnudeild í sundi í boði. Þú
hefur þurft að vera einn af þeim
bestu í heiminum til að komast í
áttina að atvinnumennsku. Þessi
deild byrjaði í fyrra og tímabil
númer tvö byrjar í september.
Þetta eru 10 lið og í kringum 30 eða
40 sundmenn í hverju liði,“ útskýrði
Anton.
Margt af fremsta sundfólki heims
er í liðunum tíu sem hefja keppni í
deildinni í haust en keppnis-
tímabilið stendur frá september og
fram í apríl 2021. Um leið og Anton
var kynntur til leiks staðfesti Tit-
ans að búið væri að semja við
Bandaríkjamanninn Blake Pieroni
sem varð ólympíumeistari í 4x400
m boðsundi í Ríó 2016 og heims-
meistari í 200 metra skriðsundi í 25
metra laug árið 2018.
Breytir landslaginu í sundi
Anton segir keppnina breyta
landslaginu fyrir sundmenn, enda
til þessa verið afar erfitt að gerast
atvinnumaður í greininni. Þá er
þessi deild einnig góð fyrir áhuga-
menn um sund.
„Það er komin meiri breidd í at-
vinnumennskuna núna og fleiri fá
tækifæri til að komast inn í þetta
og hafa í sig og á. Þetta er skref í
rétta átt fyrir sundið. Það er komin
meiri alvara í þetta og þetta er gott
fyrir aðdáendur líka að hafa meiri
aðgang að sundfólki. Það er komin
ný vara fyrir þau til að fylgjast
með. Svo er þetta frábært fyrir
sundmenn eins og mig,“ sagði
Anton, sem er eini íslenski íþrótta-
maðurinn sem hefur tryggt sér sæti
á Ólympíuleikunum sem eiga að
fara fram í Tókýó í sumar. Áður en
hann skrifaði undir hjá Toronto var
hann ekki með neinar áætlanir um
keppni eftir Ólympíuleikana.
Eitt ár í frábæru umhverfi
„Ég vissi ekki t.d ekki hvað
myndi taka við hjá mér eftir Ól-
ympíuleikana. Núna er miklu meira
öryggi fyrir mig. Nú veit ég að ég
get synt í allavega eitt ár til við-
bótar í frábæru umhverfi. Þetta eru
tíu mót og svo undanúrslit og koma
úrslitin í tólfta mótinu. Þetta er sex
mánaða tímabil,“ sagði Anton, sem
er spenntur að synda fyrir kanad-
íska félagið. Verður hann fyrsti ís-
lenski atvinnumaðurinn í greininni.
„Félagið sem ég er að skrifa und-
ir hjá er nýtt. Það voru átta lið sem
tóku þátt á fyrsta tímabilinu og nú
eru þau orðin tíu. Það bættist við
okkar félag og svo eitt frá Japan.
Deildin er enn þá að taka á sig
mynd, enda byrjaði hún bara í
fyrra. Hún mun eflaust stækka
meira á næstu árum. Það er mikill
heiður að fá að taka þátt í þessu og
verða í rauninni fyrsti atvinnumað-
ur Íslands í sundi þótt ég sé ekki
besti sundmaður sem Ísland hefur
átt. Það er glæsilegt að geta sýnt
að það sé hægt að komast svona
langt í sundinu ef maður er að æfa
heima,“ sagði Anton. Auk Titans
frá Kanada eru liðin í deildinni frá
Bandaríkjunum, Frakklandi, Ung-
verjalandi, Ítalíu og Japan.
Þetta verður flökkulíf
Hann mun ekki flytja til Toronto,
en ferðalögin verða löng og ströng.
„Ég mun ekki flytja til Kanada til
að æfa með þessu liði. Ég mun
þannig séð geta æft hvar sem er.
Þessi tíu mót sem ég tek þátt í
verða úti um allan heim. Þau verða
mest í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þetta verður flökkulíf. Það eru mót
um helgar og svo er flogið á næsta
stað og því er haldið áfram í 4-5
vikur. Þetta er nýr vinkill inn í
sundið. Venjulega hefur það verið
þannig að þú setur tímabilið þannig
upp að þú toppar einu sinni á ári
fyrir heimsmeistara- eða Evrópu-
mót og svo Ólympíuleika. Núna
þarftu að vera eins nálægt þínum
besta tíma og hægt er minnst tíu
sinnum á ári. Þá þarftu að finna
nýjar æfingaaðferðir svo það sé
hægt. Þetta er skemmtilegt og ég
er mjög spenntur.“
Veit að ég á helling inni
Anton var ekki lengi að ákveða
sig þegar tilboðið kom. „Eftir að ég
fékk leyfi frá vinnunni til að ein-
beita mér að Ólympíuleikunum þá
var ég staðráðinn í að taka sundið
eins langt og ég mögulega gæti.
Það kom lítið annað til greina en að
samþykkja þetta, enda kominn í
stöðu sem er langt frá því að vera
sjálfsögð. Ég er spenntur fyrir
þessu og ég veit ég á helling inni
sem ég get boðið.“
Eins og áður hefur komið fram
er Anton eini íslenski íþrótta-
maðurinn sem hefur tryggt sér sæti
á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Hingað til hafa forráðamenn leik-
anna verið staðráðnir í að halda þá
samkvæmt áætlun, en sú staða gæti
breyst.
Vont að ná ekki góðum undir-
búningi fyrir leikana
„Það er komin umræða um að
seinka þeim en með því að halda þá
á tilsettum tíma þá er spurning
hvernig það verður fyrir íþrótta-
mennina. Sumir þeirra verða að
halda sig heima og missa þannig úr
æfingum og undirbúningurinn
verður ekki eins góður og hann
hefði getað orðið.
Auðvitað eru stærri hlutir í gangi
í samfélaginu núna, en það væri
vont fyrir íþróttamenn sem hafa
lagt mikið á sig í mörg ár að missa
af stærsta tækifærinu á Ólympíu-
leikunum eða ná ekki góðum undir-
búningi. Mér finnst líklegt að þeir
verði á tilsettum tíma en það verð-
ur að koma í ljós,“ sagði Anton.
Nú þarf ég að finna upp
nýjar æfingaaðferðir
Anton Sveinn spenntur fyrir næsta vetri með Toronto Titans Þarf að vera í
sínu besta formi á tíu mótum Í fyrsta sinn sem atvinnudeild í sundi er í boði
Morgunblaðið/Eggert
Toronto Titans Anton Sveinn McKee keppir fyrir kanadíska liðið í tíu liða heimsdeild keppnistímabilið 2020-’21 en
keppnin á að hefjast í september og ljúka í apríl vorið 2021. Hann er þar með fyrsti atvinnumaður Íslands í sundi.
UEFA tilkynnti í gær að öllum úr-
slitaleikjum Evrópumóta félagsliða
sem fram áttu að fara í maímánuði
hefði verið frestað. Úrslitaleikur
Meistaradeildar kvenna átti að fara
fram 24. maí í Vín í Austurríki, úr-
slitaleikur Evrópudeildarinnar átti
að fara fram 27. maí í Gdansk í Pól-
landi og úrslitaleikur Meistara-
deildar karla átti að fara fram 30.
maí í Istanbúl í Tyrklandi. Í tilkynn-
ingu UEFA segir að engin ákvörð-
un hafi verið tekin um nýja leik-
daga en vinnuhópur hafi verið
settur á stofn í síðustu viku.
Úrslitaleikjunum
þremur frestað
AFP
Forsetinn Slóveninn Aleksander
Ceferin er forseti UEFA.
Spænska knattspyrnusambandið
tilkynnti á vef sínum í gær að allri
keppni í knattspyrnu í landinu væri
frestað um ótiltekinn tíma. Áður
hafði frestunin verið til 19. apríl.
Svipaða sögu er að segja í Hollandi.
Fyrst var frestað til 6. apríl en
vegna framlengingar á samkomu-
banni í landinu er búið að fresta til
1. júní. Ólíklegt þykir að hollenska
deildin verði spiluð til loka. Verði
tímabilið flautað af fjölgar liðum í
efstu deild úr 18 í 20. Tvö efstu lið
B-deildarinnar fara upp og ekkert
lið fellur.
Tímabilið vænt-
anlega búið
Ljósmynd/www.az.nl
Holland Albert Guðmundsson leik-
ur með AZ Alkmaar í Hollandi.