Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Faraldur Fólk getur stundað útivist hvort sem það er í sóttkví eða ekki. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikið álag var á vef Vinnumála- stofnunar í gær,ð eftir að opnað var fyrir umsóknir um greiðslu atvinnu- leysisbóta fyrir fólk sem tekur á sig skert starfshlutfall tímabundið vegna samdráttar í rekstri fyrir- tækja vegna kórónufaraldursins. Þegar starfsfólk Vinnumálastofn- unar fór heim upp úr klukkan 17 í gær höfðu borist umsóknir frá um það bil 400 fyrirtækjum fyrir 4.500 starfsmenn. „Við vissum ekki við hverju mátti búast en þetta gekk allt vel,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Grípi sem flesta Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á föstudag getur fólk farið nið- ur í allt að 25% starf og átt rétt á bótum á móti. Ýmis skilyrði eru þó fyrir þessu úrræði. Þannig fellur starfsmaður sem er í 44% starfi eða minna ekki inn í úrræðið. Spurð hvernig farið yrði með umsóknir fólks sem er í hlutastörfum á fleiri en einum stað, eins og þekkist með starfsfólks veitingahúsa og víðar, segir Unnur að skoða verði hvert til- vik sérstaklega. „Ég vona að þetta grípi sem flesta.“ Tilgangur úrræðisins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðn- ingarsambandi við starfsfólk sitt eins og kostur er, þótt samdráttur verði vegna kórónuveikifaraldurs- ins. Sótt er um hlutastarfafyrirkomu- lagið rafrænt og segir Unnur stefnt að því að úrvinnslan verði sem mest rafræn. Ef kerfið virki vel muni úr- vinnslan ekki kosta mikla vinnu starfsfólks. Gildistími úrræðisins er frá 15. mars. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. 4.500 umsóknir bárust á fyrsta degi  Góð viðbrögð við hlutastarfaleiðinni 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 ALVÖRUMATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Líklega verður dregið tímabundið úr framkvæmdahraða við nýtt hótel í Lækjargötu vegna ástandsins í þjóð- félaginu, að sögn Ólafs Torfasonar, stjórnarformanns Íslandshótela, sem eiga hótelið. Hann sagði það vera til skoðunar að gera 30 daga hlé á framkvæmdum, en það hefur ekki verið endanlega ákveðið. Ólafur segir að framkvæmdahrað- inn við hótelbygginguna hafi riðlast frá upphaflegri áætlun. Gera þurfti mikla fornleifarannsókn á lóðinni áður en framkvæmdir hófust enda hótelið byggt þar sem búseta hefur verið frá landnámi. Þá þurfti að taka tillit til þess að undirstöður nær- liggjandi húsa voru ekki gerðar með tilliti til þess að stálþil yrði rekið niður í næsta nágrenni eins og gert var við byggingu hótelsins. Búið er að steypa upp þrjár hæðir hússins þeim megin sem snýr að Lækjargötu og er verið að slá upp fyrir fjórðu hæðinni. Þar ofan á kem- ur svo efsta hæðin, sú fimmta. Um leið og uppsteypu lýkur verður farið að setja í glugga og gler og ganga frá húsinu að utan. Byrjað er að glerja álmuna sem snýr inn í lóðina. Ólafur sagði að þess yrði ekki mjög langt að bíða að athafnasvæðið Lækjargötumegin yrði rýmt, hlífðarveggir og vinnupallar fjar- lægðir svo gatan kæmist í samt horf og hún var í áður en framkvæmdir hófust. Í hótelinu verða alls 125 herbergi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Hallur Már Lækjargata Byrjað er að slá upp fyrir fjórðu hæð hótelsins og svo bætist sú fimmta við. Farið er að glerja bakhúsið. Lækjargatan er óðum að taka á sig nýja mynd  Líklega verður hægt á framkvæmdum við nýtt hótel Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hefur skilað umsögn sinni um um- sækjendur. Er niðurstaða dóm- nefndar sú að Ásmundur Helgason landsréttardómari sé hæfastur um- sækjenda til að hljóta skipun í emb- ætti dómara við Landsrétt. Fjórar umsóknir bárust um dóm- araembættið, en það var auglýst laust til umsóknar 3. janúar síðast- liðinn og umsóknarfrestur var til 20. janúar. Auk Ásmundar sóttu eftir- talin um embættið; Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Ragn- heiður Bragadóttir landsréttar- dómari og Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að þegar heildstætt mat sé lagt á menntun og reynslu, ráðvendni, hæfni og skilvirkni í starfi standi Ás- mundur öðrum umsækjendum framar. Ásmundur starfaði í ríflega sjö og hálft ár sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en tók við embætti landsréttardómara í janúar 2018. Ásmundur Helgason metinn hæfastur  Mat hæfni umsækjenda við Landsrétt „Afstaða sóttvarnalæknis veldur mér vonbrigðum,“ segir Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanes- byggðar. Eins og sagði frá í Morg- unblaðinu í gær óskuðu heilsu- gæslulæknarnir Atli Árnason og Sigurður Halldórsson sem sinna þjónustu á NA-horni landsins eftir því að svæðinu yrði lokað fyrir ut- anaðkomandi umferð fólks meðan faraldur kórónuveirunnar gengi yfir. Sóttvarnalæknir hafnaði þess- ari hugmynd, enda væri lokun til þess eins fallin að seinka því að smit bærist inn á svæðið. Ætti lokun svæðis í þessu skyni að virka þyrfti hún að vera langvarandi. Þá segja almannavarnir í héraði ekki laga- heimildir fyrir lokun einstakra svæða. Norðausturhornið, milli Jökulsár á Fjöllum og Brekknaheiði við Þórshöfn, spannar þrjú sveitarfélög að hluta eða heild; Norðurþing, Svalbarðshrepp og Langanesbyggð sem nær meðal annars yfir Þórs- höfn. Íbúar á þessum slóðum eru 600-700. „Læknarnir okkar hér á svæðinu hafa góð rök fyrir máli sínu,“ segir Þorsteinn Ægir. „Í fyrsta lagi er smit ekki komið inn á svæðið sem við viljum halda hreinu. Í annan stað er hér viðkvæmur hópur íbúa; margt eldra fólk og svo fjöldi barna. Þriðja atriðið er síðan að þótt hér sé ákveðin grunnþjónusta frá heil- brigðiskerfinu er langt héðan í allar frekari bjargir. Ég hefði því viljað lokun svæðisins en uni niðurstöð- unni sem fyrir liggur.“ Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, sem nær meðal annars yfir Kópasker, Raufarhöfn, Núpasveit og Melrakkasléttu, segir sjónarmið læknanna allrar athygli vert. Í dæmalausum aðstæðum eins og nú sé mikilvægt að fá hugmyndir til umræðu og skoðunar, en fróðra manna og yfirvalda sé svo um að dæma. „Sóttvarnalæknir hefur svarað í þessu máli og við förum ekki að beita neinum þrýstingi til að fá fram aðra niðurstöðu,“ segir sveitarstjóri Norðurþings. sbs@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að samgöngubann líkt og kallað hefur verið eftir yrði skammgóður vermir. Þannig væri aðeins hægt að fresta faraldrinum en ekki losna við hann. Fræðilegar rannsóknir sýndu að til þess að ná þeim árangri þyrfti loka svæðið af í mjög langan tíma, eða eitt til tvö ár. Annars myndi faraldurinn koma í bakið á mönnum. Skammgóð- ur vermir SÓTTVARNALÆKNIR Beitum ekki pólit- ískum þrýstingi  Vonbrigði með afstöðu sóttvarnalæknis  Oddviti vildi lokun NA-hornsins  Segir læknana á svæðinu hafa góð rök Morgunblaðið/Eggert Sýnasöfnun Deilt er um hvort loka ætti landsvæði vegna sóttvarna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.