Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Jón Magnússon fv. alþ.m. nefnireftirfarandi í tilefni af sýknun Alex Salmond fyrrverandi leiðtoga Skotlands af alvarlegum sökum:    Fyrir nokkrumárum gerði Donald Trump til- lögu um að Brett Kavanaugh yrði skipaður Hæstarétt- ardómari í Banda- ríkjunum. Þá kom fram kona að nafni Christine Blasey Ford og sakaði hann um kynferðislega áreitni. Fljótlega bættust fleiri konur í hópinn.    Öfgafemmínistar og Demókratarsettu þá fram þá kenningu, að þegar margar konur ásökuðu mann um ósæmilega kynferðislega hegð- un þá skyldi taka það sem heilögum sannleik. Rannsókn lögreglu sýndi hins vegar fram á, að ávirðingarnar á hendur Brett Kavanaugh voru gjörsamlega tilhæfulausar. Algjör tilbúningur. Þær voru settar fram til að koma höggi á hann og að sjálf- sögðu Trump í pólitískum tilgangi.    Í báðum tilvikum urðu þeir BrettKavanaugh og Alex Salmond fyrir verulegum persónulegum álitshnekki, áður en þeir gátu sýnt fram á sakleysi sitt. En síðan er hin hliðin á þessu makalausa réttleysis- fari, þar sem menn geta átt það á hættu, sérstaklega ef þeir eru áber- andi, að vera stimplaðir glæpamenn á samfélagsmiðlum án þess að geta rönd við reist fyrr en síðar, þótt ekkert sannleikskorn sé í ávirðing- unum.    Þá er spurningin hvaða refsingufá þeir sem bera fram rangar sakir og valda fólki miklu tjóni og mannorðsmissi. Enga.“ Alex Salmond Ofsinn ígildi sönnunar STAKSTEINAR Jón Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikill meirihluti landsmanna, 79%, hefur miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirufaraldursins á efnahag þjóðarinnar. Þetta kemur fram í nið- urstöðum nýrrar könnunar MMR. Um þriðjungur aðspurðra hafði miklar áhyggur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins en um fimmtungur hafði áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni. Einungis 6% sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur. Varðandi það að smitast af kór- ónuveirunni sögðust 29% hafa mikl- ar áhyggjur en 35% höfðu mjög litlar eða engar áhyggjur af því. Þá kváð- ust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggj- ur af að verða fyrir alvarlegu heilsu- farslegu tjóni af hennar völdum. Stuðningsmenn Viðreisnar (78%) voru líklegri en fylgismenn annarra flokka til að hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar á ís- lenskan efnahag. Stuðningsmenn VG (37%) og Samfylkingar (31%) voru líklegri en aðrir til að hafa mikl- ar áhyggjur af að smitast sjálfir. Könnunin var gerð 18.-20. mars 2020 og heildarfjöldi svarenda, 18 ára og eldri, var 1.081. gudni@mbl.is Fólkið óttast mest um efnahaginn  MMR kannaði áhyggjur almennings vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins Morgunblaðið/Hari Laugavegur Fólk hefur áhyggjur af efnahagsáhrifum faraldursins. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Gríðarlegt magn af blautklútum í fráveitukerfi gerði hreinsistöð við Klettagarða í Reykjavík óstarfhæfa, en ruslið barst þangað eftir að hafa verið hent í salerni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir Ísland ekki vera eina landið sem glímir við þennan vanda. Víða um heim eru hreinsistöðvar að fyllast af sótthreinsiklútum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Fólk virðist mjög mikið vera að nota sótthreinsiklúta, enda hefur fólki í sóttkví verið bent á að sótt- hreinsa til að mynda baðherbergi ef það er veikt eða deilir heimili með einhverjum sem er veikur. Margir virðast svo henda þessum klútum beint í klósettið,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið og bætir við að fólk verði þegar í stað að láta af þessari hegðun sinni. Gerist það ekki muni hreinsistöðvar stíflast á nýjan leik með þeim afleiðingum að óhreinsað skólp flæði í sjóinn. Aðspurð segir hún ekki hægt að stilla hreinsibúnað stöðvanna á ann- an hátt til að taka tímabundið á móti sótthreinsiklútum. „Þegar svona stöðvar stoppa er bara um tvennt að ræða; láta skólpið streyma aftur upp í hús til fólks, sem ég held að fæstir vilji, eða hleypa því óhreinsuðu út í sjó. Við viljum hins vegar gera hvor- ugt en kerfið býður ekki upp á aðra möguleika,“ segir hún. Þá segir Ólöf Snæhólm enga aug- ljósa breytingu vera á notkun á heitu og köldu vatni og rafmagni þrátt fyr- ir að fjölmargir haldi sig nú heima fyrir í stað þess að arka á vinnustað sinn dag hvern. Streymi aftur heim eða óhreinsað í sjó  Veitur biðja fólk um að láta af hegðun sinni þegar í stað Morgunblaðið/Golli Skólp Mynd er úr safni og sýnir dælustöð við Faxaskjól í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.