Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Daginn sem samkomu-bannið var sett á ogmér meinað að messa íbili, þá datt mér í hug
að ég gæti dundað mér við það
þegar ég fer til daglegra gegninga
að horfa yfir kindahópinn minn og
velja eina kind hvern dag til að
taka mynd af og segja frá á Fés-
bókarsíðu minni. Sauðkindin hélt
jú lífi í þjóðinni og gerir enn, þær
hafa bjargað ófáum dögum hjá
mér kindurnar mínar. Það kitlar
hégómagirndina þegar maður sér
að það eru einhverjir sem hafa
gaman af þessu og þá færist mað-
ur í aukana,“ segir Óskar Haf-
steinn Óskarsson, prestur í Hruna
í Hrunamannahreppi, en færslur
hans á fésbók um kindur hafa
vakið mikla lukku á tímum sam-
komubanns.
„Mér finnst þetta mjög
skemmtilegt og ég ætla að halda
þetta út í þrjátíu daga. Í þessum
færslum segi ég meðal annars frá
skapgerðareinkennum kindanna
og samskiptum mínum við þær.
Til dæmis frá glímu sem varð til
þess að við lentum bæði úti í
skurði, ég og hún Kelda mín. Ótal
sögur eru í raun til í kringum
hverja kind, í gær sagði ég frá því
hvernig slysaskot varð kind til
lífs. Hún heitir Sniðug og var sett
á sem smálamb og átti að fara í
sláturhús næsta haust, en hún sá
við mér og var búin að komast í
hrút án þess að ég yrði þess var.
Þetta hefur reynst hin ágætasta
kind og slysaskotið með hrútnum
varð hennar gæfa. Náttúran fer
sínar eigin leiðir og sýnir að við
mannfólkið stjórnum ekki öllu,“
segir Óskar og bætir við að hann
eigi töluvert inni af sögum sem
tengist samskiptum hans við ná-
granna hans í tengslum við
kindur.
„Ég hef til dæmis átt feikna-
lega skemmtileg samskipti við Ei-
rík nágranna minn og vin hér í
Ási um fé. Hann hefur kennt mér
margt.“
Oft má sjá svip af fólki
Óskar tók við 40 kindum af
Eiríki forvera sínum í Hruna
þegar hann flutti þangað fyrir
rúmum fimm árum ásamt Unu
konu sinni og þremur börnum.
„Okkur hefur þótt þetta svo
skemmtilegt að við höfum fjölgað
kindunum með hverju árinu og nú
eru þær orðnar 110. Una er alin
upp við lítils háttar fjárbúskap en
ég hafði aldrei komið nálægt
þessu fyrr. Ég hef alltaf haft gam-
an af skepnum og var í sveit sem
strákur í Mýrdalnum en þar voru
aðeins kýr. Þetta var alveg ný
upplifun fyrir mig og ég kann af-
skaplega vel við kindurnar. Þegar
maður er með svona fátt fé er
þetta allt fyrir ánægjuna og ég
get leyft mér alls konar sérvisku
og skemmtilegheit. Á hverju
hausti förum við feðgarnir ýmist á
Snæfellsnes eða í Öræfin að kaupa
hrúta,“ segir Óskar og bætir við
að kindur hafi sterka persónuleika
og ólíka skapgerð.
„Rétt eins og við mannfólkið
geta sumar tuðrur aldrei verið til
friðs og fara sínar eigin leiðir, en
svo eru hinar sem eru ekkert
nema tryggðin og gæðin við mann.
Oft má líka sjá svipi af mannfólki í
kindum, sumar eru nauðalíkar
ákveðnum einstaklingum.“
Spenntur með nýja hrúta
Óskar segir að kollegar hans,
aðrir prestar, undrist stundum
hvað hann sé að vesenast í þessum
búskap, og spyrji hvort það sé
ekki fullt starf að vera prestur.
„Þá svara ég því til að þetta
sé sannarlega hluti af því að vera
prestur í sveit. Ég hefði ekki
kynnst nágrönnum mínum nándar
eins vel ef ég hefði ekki verið með
fé. Það eru svo margvísleg sam-
skipti sem maður á við fólk í
gegnum sauðfé. Ég held ég væri í
allt annars konar tengslum við
mjög margt fólk hér í sveitinni ef
ég væri aðeins í því að messa.“
Nú hallar í sauðburð og Ósk-
ar segist eiga von á fyrsta lambi í
lok apríl.
„Ég var með nokkra nýja
lambhrúta í fengitíðinni og var
spenntur að fara af stað. Lamb-
hrútar geta verið seinir í gang ef
maður hefur fóðrað þá of vel. Ég
bjargaði einni jólapredikun með
því að segja frá hrútnum sem
gagnaðist ekki kindunum þegar ég
sleppti honum í þær. Ég hafði
hlakkað mikið til, keypti hann á
Snæfellsnesi. Ég setti hann í
svelti í þrjá daga og hleypti hon-
um til að því loknu og þá virkaði
allt. Ég gerði það sama við mitt
jólaguðspjall, ég svelti mig frá því
í nokkra daga, því mér fannst ég
alltaf vera að segja það sama öll
jól. Þetta svelti mitt virkaði,“ seg-
ir Óskar, sem ætlar að halda
ótrauður áfram með daglegar
kindafærslur á fésbók. „Maður
verður líka að passa sig að þetta
vatnist ekki út. Þetta er á meðan
það er, við þurfum að gleðja okkur
á þessum erfiðu tímum.“
Ein kind á dag kemur skapi í lag
Hann vill gleðja fólk á
tímum samkomubanns
þegar honum er meinað
að messa í Hruna, og set-
ur inn dag hvern færslu á
fésbók með mynd af einni
kind og sögu með. Séra
Óskar segir kindur hafa
sterka persónuleika.
Séra í fjárhúsi Óskar er hér með einni af kindum sínum, hún heitir Athugul og er greinilega með fulla athygli.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs-
íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 8. apríl 2020.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni Kleina er mikil ólíkindakind. Augnaráðið eitt segir þér að þú veist aldrei
hvar þú hefur hana. Þegar opnað er fyrir Kleinu úr túninu tekur hún
strauið með lömbin sín tvö fram í Galtafell og Núpstún og dvelur þar
sumarlangt. Kleina eignast eingöngu gimbrar, skrautlegar og vel gerðar.
Það þarf því að beita sig virkilega hörðu til að setja þær ekki á að hausti.
Nú síðast var það ein mórauð, bollöng og læragóð (ekki segja Palla í
Núpstúni). Kleinueðlið er hins vegar samt við sig og heldur fjölgar því í
hópnum sem fylgir ættmóðurinni í sumarhagana.
Kleinueðlið er samt við sig
DÆMI UM KINDAFÆRSLU Á FÉSBÓK SÉRA ÓSKARS
Ákveðin Kleina sækir stíft yfir á tún nágranna Óskars við misjafnar undirtektir.
Fyrsta haustið sitt reyndi hún
að hlaupa húsbóndann af sér og
þegar hún kom að skurðinum sá
hún sér leik á borði að stökkva
yfir og stinga kallinn endanlega
af. Það fór hins vegar svo að
bæði enduðu ofan í, móð og
másandi en í faðmlögum.
Þannig fékk Kelda nafnið sitt. Í
sumar er leið fékk hún slæmsku
í auga og sér núna aðeins með
öðru. Kelda heldur sig jafnan
álengdar fjær í fjárhúsinu, vill
hafa fulla yfirsýn með þessu
eina. Ég sé það enn í auga henn-
ar að við munum bæði stundina
saman í skurðinum.
Kelda hin knáa
ÞANNIG FÉKK HÚN NAFN
Kelda Hún reyndi að stinga af.