Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
ALVÖRU
VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
vfs.is
VIÐTAL
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Njörður Sæberg Jóhannsson, þúsund-
þjalasmiður á Siglufirði, hefur ekki
setið auðum höndum frá því hann lauk
við gerð líkansins af súðbyrðingnum
Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga,
veturinn 2018-2019, og sem kynnt var
hér á síðum Morgunblaðsins 14. febr-
úar í fyrra, því næst í röðinni var líkan
af súðbyrðingnum Látra-Felix, sem
þau hjón, Njörður og Björg Einars-
dóttir, færðu Grýtubakkahreppi að
gjöf 17. febrúar síðastliðinn. Og ekki
nóg með það, heldur rak hann nýverið
síðasta naglann af á þriðja þúsund í lík-
an af vetrarskipinu Hyltingi, sem upp-
haflega var smíðað í Geldingaholti í
Skagafirði vestan Héraðsvatna á
seinni hluta 19. aldar, ekki er vitað ná-
kvæmlega hvenær, og dregið þaðan á
ís til sjávar, um 20 km leið. Það fórst
nokkrum árum síðar.
Skipverjar í hinstu för voru:
1) Tómas Jónsson, kvæntur bóndi á
Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, 32 ára, en hann
var jafnframt formaður og eigandi
skipsins; 2) Björn Þiðriksson á Skálá,
32 ára; 3) Bergur Símonarson bóndi á
Syðsta-Hóli, 30 ára; 4) Rögnvaldur
Davíðsson frá Heiði í Sléttuhlíð, að
verða tvítugur, ókvæntur; 5) Egill
Egilsson bóndi á Heiði í Sléttuhlíð, 32
ára; 6) Friðbjörn Þorláksson kvæntur
vinnumaður á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, 33
ára; 7) Jón Jónsson bóndi á Keldum í
sömu sveit, 35 ára; og 8) Sveinn Árna-
son ókvæntur bóndasonur á Reykjar-
hóli á Bökkum, 23 ára.
Tómas hefur sennilega keypt skipið
síðla árs 1861 eða í janúar 1862, að því
er Njörður telur.
Það hafði haldið til veiða eld-
snemma 5. mars 1864, daginn sem
það fórst. Þá var besta veður með
svolítilli sunnangolu, en „fór snöggt í
norðan mannskaðabyl,“ ritaði Ólaf-
ur Sigurðsson á Ási í dagbók sína.
Litlu síðar urðu Skagamenn varir
við skip á hvolfi við akkeri inni á
Sævarlandsvík. Það var Hyltingur.
Eitt lík fannst, það hafði flækst í
veiðarfærum skipsins. Önnuðust
Skagamenn greftrun þess.
Skilaboð að handan
En tildrög þess að Njörður fór í að
gera líkan af þessu síðastnefnda skipi
voru harla óvenjuleg, að ekki sé fastar
að orði kveðið. Hann varð nefnilega
fyrir yfirskilvitlegri reynslu.
„Um miðjan nóvember í fyrra, eftir
að hafa borðað í hádeginu, lagði ég
mig inni í herbergi inn af eldhúsinu,
hlustaði á fréttirnar og Björg kona
mín fór labbandi suður í Sjálfsbjarg-
arhús, spurði mig áður að því hvort
ekki væri í lagi með mig, ég hafði ver-
ið svolítið slappur undanfarið, en ekk-
ert sem var orð á gerandi,“ segir
Njörður þegar hann rifar þetta upp.
„Viku áður hafði ég verið búinn að
ganga frá Látra-Felix og hann var á
borðinu við hliðina á mér og ég var
svona að horfa á hann á meðan hún
var að tala við mig. Svo hlustaði ég á
dánarfregnir og jarðarfarir og svo hef
ég dottað örlítið. Stuttu eftir að Björg
er farin finnst mér ég heyra umgang í
ganginum frammi og litlu síðar sé ég
tvo menn koma í sjóklæðum inn til mín
og annar þeirra spyr mig að því hvort
ég sé búinn að smíða Látra-Felix. Ég
játti því. Þá spyr hinn maðurinn mig
að því hvort ég gæti smíðað fyrir þá
líkan af Hyltingi. Ég var svolítið hissa
og sagðist ekki hafa miklar heimildir
um hann, nema ég vissi hvenær hann
var smíðaður og hver hefði smíðað
hann, útlitið hefði ég ekki eða mál. Þeir
sögðust geta hjálpað mér um það. En
svo hverfa þeir. Ég hef legið í rúminu í
einhvern smá tíma eftir þetta en reis
svo upp.“
Síðan líða 3-4 dagar og það er eins,
að eftir matinn hallar Njörður, hlustar
á útvarpið og dottar og þá birtast þess-
ir tveir menn aftur hjá honum og
segja, að nú ætli þeir að sýna honum
skipið.
„Jafnskjótt breytist allt umhverfið
og Hyltingur er í fjöru, uppsettur, og
spil fyrir framan, og það standa hjá
skipinu sex menn, þrír hvoru megin,
og svo eru þessir tveir menn þarna,“
heldur Njörður áfram frásögn sinni.
„Og þeir fara alveg nákvæmlega yfir
skipið og segja mér frá hverjum ein-
asta hlut í því. Ég horfi bara á þetta.
Og þeir sýna mér seglin og allt hvernig
það var. Það var dálítið frábrugðið
seglum Fljótamanna, því fokkan var
minni og klýfirinn stærri, og önnur
staðsetning á fokkunni, hvar hún var
bundin niður að framan. Mér þótti
þetta merkilegt. Þeir sögðu mér að
þetta væri afburðasjóskip. „Sá sem
hafði haft milligöngu um það að ég
keypti það,“ sagði annar þeirra, „var
Sveinn Sveinsson, í Efra-Haganesi.“
Hann var bóndi þar frá 1859 til 1873,
bætir Njörður við blaðamanni til skýr-
ingar. Svo bara hverfur þetta allt frá
mér á svipstundu. Þegar ég vakna
teygi ég mig niður í skúffu sem er und-
ir bekknum sem ég lá á, og næ í fjögur
blöð, teygi mig í hansahillu, færi
Látra-Felix aðeins til og ég teikna
skipið alveg nákæmlega upp, grind-
arböndin og skurðinn og allt og mér
finnst ég sjá þetta alveg eins og í þrí-
vídd. Ég velti þessu fyrir mér í tvo
daga en fór svo út í skúr, þar sem ég
hef smíðaaðstöðuna, bjó til allar grind-
urnar, sagaði í kjölinn, kjalsíðurnar,
byrðinginn, setti þetta allt saman og
byrjaði. Og afraksturinn leit dagsins
ljós í lok síðustu viku.“
Sagan má ekki gleymast
Eftir að hafa unnið að smíði Látra-
Felix svo vikum og mánuðum skipti
hafði Njörður ætlað sér í allt annað en
þetta.
„Ég var búinn að gera grunnteikn-
ingu að Draupni, þilskipi sem Jóhann
Jónsson í Höfn í Siglufirði smíðaði, og
Hreggvið, rúffskipi, sem hann smíðaði
líka, en þau fórust bæði 30. maí 1875,“
segir hann. „Þessi verkefni voru þau
sem lágu fyrir þegar mennirnir tveir
komu til mín. En ég gat ekki annað en
látið undan þessari bón þeirra, enda vil
ég að minning þeirra og allra hinna lifi,
þessara manna sem voru að reyna að
sjá fyrir sér og sínum við hin gríðar-
lega erfiðu skilyrði sem þarna voru
fyrir ekki svo löngum tíma. Þetta er
mikil saga, oftar en ekki tregablandin,
og hún má ekki gleymast. Og ég vil
gera hlutina þannig að fólk sjái hvern-
ig þessi skip voru en þurfi ekki að lesa
það af bók.“
Hann bætir því við, að það sé búið
að taka óskaplega mikið á að gera
þetta nýjasta líkan.
Hyltingur var 30 fet á lengd, 9 fet og
10 tommur á breidd og 4 fet og 8
tommur á dýpt og Njörður smíðaði
það þannig að fetið er tomman. Þetta
er 23. skipalíkan hans.
„Mér varð á ein skyssa, þegar ég
var að smíða árarnar,“ segir hann.
„Mér hafði verið sýnt hvernig þær
væru geymdar þegar verið væri að
sigla og ég ætlaði að leggja árarnar
eins og átti að gera, en þá gekk það-
ekki upp. Þær áttu að vera við mastrið
og skorðast við festuna, við vaðinn sem
var geymdur í andófshólfinu, en það
passaði ekki. Þá fór ég að skoða málið
betur og í ljós kom að árarnar voru 1,3
mm of þykkar. Þannig að ég smíðaði
nýjar og þá pössuðu þær nákvæmlega
eins og mér hafði verið sýnt að ég ætti
að gera.“
Svo beinist hugur Njarðar að sjó-
slysinu mikla og hann segir: „Það er
haft eftir Jóhannesi Finnbogasyni,
sem ættaður var frá Heiði í Sléttuhlíð
og bjó seinna meir um tíma á Syðsta-
Hóli í Sléttuhlíð, þar sem formaður á
Hyltingi líka var, áðurnefndur Tómas
Jónsson, að hann teldi að þegar þeir
sigldu í sunnangolu út með Málmey að
austanverðu og þaðan þvert yfir
Skagafjörðinn, og eftir að þeir hafi ver-
ið komnir út undir Hraun á Skaga, þá
hafi komið þessi norðanhvellur og þeir
hafi farið með Skaganum inn og hafi
ætlað sér að ná lendingu í Sævarlands-
víkinni en þá hafi verið orðið það mikið
brim og vindur að það hafi ekki verið
hægt. Þá hafi þeir lagst við stjóra.
Hann segir að það sé eitt einkenni,
þegar svona veðrabrigði eru, sunn-
anátt, norðvestanátt, kuldi og hríð, að
þá myndist við Ketubjörgin eins og
hvirfilvindar, skýstrókar, skrúfur sem
fjúka til á sjónum, og þeir rífa allt upp,
það er eins og verið sé að lemja skipið
með sleggju, þegar þetta lendir á
þeim, átökin séu gríðarleg, og hann
telur að svoleiðis hafi lent á Hyltingi og
honum hvolft í einu vetfangi. Jóhannes
þessi lærði skipstjórnarfræði með
fyrstu einkunn hjá Jóni Loftssyni árið
1871.“
Njörður vill koma því á framfæri, að
líkanið sé falt fyrir eina krónu ef eitt-
hvert safn vill hafa það til sýnis og
birta nöfn þeirra sem fórust með skip-
inu.
Fékk lýsinguna að handan
Hyltingur upphaflega smíðaður í Geldingaholti í Skagafirði Skipinu fleytt á ís um 20 kílómetra
leið til sjávar Tuttugasta og þriðja skipslíkanið sem Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði smíðar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Módelsmiður Njörður Sæberg Jóhannsson á Siglufirði með nýjasta líkan sitt, af vetrarskipinu Hyltingi.
Hyltingur Séð ofan á hákarlaskipið sem Njörður smíðaði. Þar er allt til
staðar ofan í fínustu smáatriði. Mikil nákvæmnisvinna liggur hér að baki.