Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 24

Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 24
Náhvalur Hann er af ætt hvít- hvela eins og mjaldur og er eitt norðlægasta og kulda- þolnasta dýr veraldar.  Náhvalskýr laðast frekar að törfum með langar skögultennur en stuttar  Rannsakendur studd- ust við gögn um náhvali veidda við Grænland  Kyntákn eins og krúnur hjartardýra og stél páfugla Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísbendingar eru um að lengd skögultanna náhvalstarfa ráði virð- ingarröðinni í þeirra hópi og njóta tarfarnir með lengstu skögul- tennurnar mestrar hylli hjá náhvalskúnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem nýlega var greint frá í vísindaritinu Biology Letters. Rannsóknin var gerð í samvinnu Náttúrufræðistofnunar Grænlands, Ríkisháskólans í Arizona og Sam- bandsháskólans í São Paulo. Stuðst var við gögn um 245 fullvaxna ná- hvalstarfa sem veiddir höfðu verið við Grænland. Fram kemur í frétt Náttúru- fræðistofnunar Grænlands að skrautleg stél páfugla, risastórar krúnur hjartardýra og öflugar krabbaklær séu dæmi um útlits- atriði sem skipta máli í dýraríkinu þegar kemur að því að ganga í augun á hinu kyninu. Zackary Gra- ham, við Ríkisháskólann í Ari- zona, var aðalhöfundur greinar- innar. Hann hafði hug á að kanna hvort það sama ætti við um skögul- tennur náhvala og krúnur, klær og stél. Tennurnar geta orðið allt að þrír metrar. Ýmsar kenningar hafa verið um til hvers hvalirnir noti skögul- tennurnar. Tilgátur hafa verið um að tarfarnir noti þær í baráttu hver við annan, til að veiða fiska eða róta upp í hafsbotninum. Einnig til að brjóta með þeim hafís. Svo eru kenningar um að hvalirnir geti skynjað hitastig og veður með tönn- unum. Nærtækasta skýringin hefur þó lengi verið sú að lengd tannanna ráði virðingarröð tarfanna og laði kýrnar að törfum með lengstu skögultennurnar. Eitthvað sé í þá spunnið fyrst þeir geti státað af svo stórum tönnum. Það styður þessa kenningu að menn hafa séð tarfa takast á með því að slá saman skögultönnunum og núa þeim saman. Með því sendi þeir nær- stöddum hvölum skilaboð um hver sé fremstur og mestur. Eva Garde hjá Náttúrufræði- stofnun Grænlands sagði að upplýs- ingar sem aflað hefur verið í gegn- um veiðar Grænlendinga á náhvölum gefi til kynna hlutverk skögultannanna. Hún sagði vonir bundnar við að á næstu árum verði hægt að rannsaka betur atferli hvalanna, meðal annars getu þeirra til að kafa og afla sér fæðu. Til þess á að nota nýjustu tækni eins og raf- eindamerki og dróna. Kyntákn og valdasproti Í bókinni Hvalir eftir Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægis- son (Reykjavík 2010) er kafli um ná- hvali. Þar er m.a. fjallað um tilgang skögultanna hvalanna. Þar segir m.a.: „En þar eð tönnin fyrirfinnst yfirleitt bara í karldýrunum þykir ljóst að eitt- hvað hljóti málið að tengjast því. Virðist því næst að ætla að hér sé einungis um kyntákn að ræða og hugsanlega einnig valdasprota eins og t.d. hjá ýmsum hjartardýrum þar sem hraustustu tarfarnir og sterkustu bera mestu hornin.“ Kynþokkinn fylgir skögultönninni Needpix.com 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Fáðu HEIMSENT Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Í ljósi aðstæðna bjóðum við heimsendingar til einstaklinga. Vöruúrvalið er aðgengilegt á heimasíðu og facebook síðu okkar. www.kjotsmidjan.is | fb/Kjotsmidjan H AP PATALA • D A GSINS E R • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 24 SORPA tók á móti 27% minni úr- gangi fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið segir að ástandið í þjóðfélaginu á hverjum tíma endurspeglist að ein- hverju leyti í ruslinu sem við hendum. Ástæður minna magns af sorpi eru raktar til verkfalls starfs- manna við sorphirðu í Reykjavík og samdráttar í atvinnulífinu. „Á meðan á verkfallinu stóð nýttu íbúar sér grenndargáma fyrir úr- gang í auknum mæli en um 19% meira magn barst í þá af flokkuðum pappír, plasti og gleri, enda voru pappírs- og plasttunnur ekki losaðar hjá íbúum í Reykjavík á meðan á verkfallinu stóð. Það náði þó ekki að vega nema að litlu leyti á móti sam- drætti í úrgangsmagni því í heildina dróst magnið sem barst í móttöku- stöðina í Gufunesi saman um 17% milli ára,“ segir í tilkynningu frá SORPU. Magn þess úrgangs sem barst á endurvinnslustöðvar SORPU, sem eru alls sex talsins, stóð um það bil í stað samanborið við sama tímabil í fyrra. Það var því ekki að sjá að al- menningur færi mikið með sorp sitt á endurvinnslustöðvarnar þegar sorptunnurnar yfirfylltust vegna verkfalls sorphirðumanna. Svo er að sjá að fólk hafi dregið úr endurnýjun húsbúnaðar undanfarið. Fjórðungi minna kom í nytjagáma Góða hirðisins fyrstu tvo mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Einnig kann það að hafa haft sín áhrif að starfsfólk Góða hirðisins er farið að fylgjast betur með nytja- gámunum og leggur áherslu á að óseljanlegar vörur séu ekki fluttar frá endurvinnslustöðvunum í Góða hirðinn. Þar með er dregið úr sóun sem fylgir því að flytja óseljanlegar vörur til Góða hirðisins. Í fréttatilkynningunni segir að það verði áhugavert að rýna í magn- tölur marsmánaðar og sjá hver áhrifin verði af aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni. Einnig verði fróð- legt að sjá hvort sorphirða í Reykja- vík, sem nú er hafin á ný eftir verk- fallið, muni vega eitthvað upp á móti þeim áhrifum. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sorphirða SORPA tók á móti minna rusli fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Verkfall og samdráttur þykja líklegar skýringar. Miklu minna rusli hent nú en í fyrra  Dregur úr endurnýjun húsbúnaðar Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.