Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 28
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Tómlegt um að litast á ferðamannaslóðum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mannlífið hefur breyst vegna kórónufaraldursins. Þess má sjá merki hvert sem farið er. Minni umferð er á götum bæja og borga og fáir ferðamenn bera þess glöggt vitni. Í hefðbundnu árferði er mikið líf í kringum ferðamennskuna á Suð- urnesjum alla daga ársins. Það er ekki nú. Skýrustu dæmin um það eru nánast tómir salir og verslanir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Bláa lónið, sem lokað hefur dyrum sínum vegna samkomubanns. 55 flugferðum aflýst Samkvæmt áætlunum flugfélaga sem birtast á vef Isavia voru áætl- aðar 36 lendingar áætlunarflugvéla í gær og 30 brottfarir. Það gekk aldeilis ekki eftir því aðeins 6 þot- ur lentu og 5 fóru. Allt annað flug var fellt niður. Af þeim vélum sem komu voru þrjár frá Icelandair en þær komu frá London, Boston og Amster- dam. Önnur flugfélög flugu frá Búdapest, Frankfurt og London. Héðan flugu vélar Icelandair til Boston og London og önnur félög flugu til Kaliningrad, London og Óslóar. Eins og flugið gefur til kynna voru afgreiðslusalir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hálftómir þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar við í gær. Sömu sögu var að segja um umhverfi flugstöðvar- innar, svo sem bílastæði. Flug- stöðin er stærsti vinnustaður Suð- urnesja og því hætt við að lítið sé að gera hjá mörgum starfsmann- inum þar þessa skrítnu daga. Bláa lónið er einn vinsælasti áfangastaður ferðafólks á Íslandi. Stjórnendur ákváðu að loka bað- staðnum frá 23. mars og út apríl vegna samkomubanns heilbrigðis- yfirvalda. Morgunblaðið/Eggert Draugahús Afgreiðslufólk var við innritun í Leifsstöð en það hafði lítið að gera því engir farþegar voru í biðröð. Bláa lónið Eina lífið við Grindavík um þessar mundir er jarðskjálftar í ná- grenni Þorbjarnarfells. Ekki einn einasti bíll sást á bílastæðinu veglega. Flugstöð Gestir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þurfa ekki að hringsóla lengi um bílastæðin til að reyna að finna geymslustað fyrir bíla sína eins og gera þarf á álagstímum. Innritun Farþegar fimm flugvéla innrituðu sig í flug í gær. Samkvæmt áætlun áttu 30 vélar að fara en 25 flugferðir voru felldar niður. 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Stykkjaverð 2.490 kr. Frí heimsending úr vefverslun til 1. apríl 1 stærð passar á alla Við erum öll almannavarnir Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | vefverslun@run.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.