Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
VIÐ TENGJUMÞIG
KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og
hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur
eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstökminning
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær að kórónuveirufaraldurinn ógn-
aði öllu mannkyni og að allir yrðu að
taka þátt í baráttunni gegn henni.
Guterres kynnti um leið nýtt átak
Sameinuðu þjóðanna, þar sem
tveimur milljörðum bandaríkjadala
verður varið í aðstoð við fátækustu
ríki heims.
Sagði Guterres að verkefninu
væri einkum ætlað að tryggja þarfir
þeirra sem væru hvað berskjaldað-
astir fyrir efnahagsáföllum, kvenna
og barna, eldra fólks og þeirra sem
glímdu við fatlanir eða langvinna
sjúkdóma. Þá myndi aðstoðin hjálpa
til við að varðveita þann árangur
sem þegar hefði náðst með þróunar-
aðstoð alþjóðasamtakanna og mark-
miðum þeirra um sjálfbæra þróun.
Verkefni Sameinuðu þjóðanna
mun standa yfir frá apríl til desem-
ber næstkomandi, en fjármunirnir
koma að hluta til úr söfnunum sem
undirstofnanir samtakanna eins og
alþjóðaheilbrigðisstofnun WHO
hafa þegar ýtt úr vör.
Ástandið versnar enn í Evrópu
Rúmlega 450.000 tilfelli kórón-
uveirunnar voru skráð í gær og
meira en 20.000 hafa látist af völdum
hennar. Faraldurinn er enn í mikl-
um uppgangi í ríkjum Evrópu og til-
kynntu stjórnvöld á Spáni í gær að
738 hefðu látist þar af völdum veir-
unnar síðasta sólarhringinn. Þar
með hafa 3.434 látist á Spáni og eru
skráð dauðsföll þar nú fleiri en í
Kína, þar sem faraldurinn átti upp-
haf sitt. Þá er Ítalía eina ríkið þar
sem fleiri hafa dáið af völdum kór-
ónuveirunnar, en tæplega 7.000
manns hafa látist þar í landi.
Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær
að hún hefði gert samkomulag við
kínversk stjórnvöld um kaup á nauð-
synlegum gögnum fyrir sjúkrahús
til að takast á við veiruna. Mun sam-
komulagið kosta Spán um 432 millj-
ónir evra, og fá Spánverjar í staðinn
550 milljón andlitsgrímur, 950
öndunarvélar og 11 milljónir hanska,
og eru fyrstu sendingarnar væntan-
legar til Spánar í lok þessarar viku.
Áður höfðu Spánverjar beðið Atl-
antshafsbandalagið um formlega að-
stoð, en meðal annars var beðið um
450.000 öndunargrímur, 500.000
próf fyrir veirunni og 500 öndunar-
vélar.
New York í brennidepli
Í Bandaríkjunum fjölgaði skráð-
um tilfellum ört, og hafa nú meira en
60.000 manns smitast af veirunni
þar og 827 látist. Meira en helming
allra tilfella í Bandaríkjunum er að
finna í New York-borg, og varaði
ríkisstjóri New York-ríkis við því í
fyrrinótt að fjöldi tilfella í ríkinu tvö-
faldaðist nú á hverjum þremur
dögum.
„Við höfum ekki náð að fletja
kúrfuna og hún fer í raun stækk-
andi,“ sagði Cuomo á blaðamanna-
fundi sínum, þar sem hann líkti
veirufaraldrinum við hraðlest. Skor-
aði Cuomo á alríkisyfirvöld að koma
New York-ríki til aðstoðar áður en
það væri um seinan.
Margir íbúar New York-borgar
hafa flúið hana, og hafa stjórnvöld
skorað á þá að einangra sjálfa sig.
„Ógn við allt mannkyn“
Sameinuðu þjóðirnar vilja aðstoða fátækustu ríki heims Dauðsföll á Spáni nú
fleiri en skráð dauðsföll í Kína 20.000 dánir Íbúar New York-borgar uggandi
AFP
Spánn Spænskur hermaður stendur vörð við sjúkrarúm í rými sem breytt hefur verið í sjúkrahús fyrir kórónu-
veirusjúklinga í Barcelona. Faraldurinn er nú í mikilli uppsveiflu á Spáni og hafa rúmlega 3.400 dáið þar í landi.
Staðfest var í
gær að Karl,
prins af Wales og
ríkisarfi Bret-
lands, hefði smit-
ast af kórónu-
veirunni. Karl,
sem er 71 árs
gamall, er að
sögn talsmanna
bresku krún-
unnar með mild einkenni en annars
við „góða heilsu“. Camilla, eigin-
kona hans, er ekki smituð, en bæði
eru í sjálfskipaðri einangrun í Bal-
moral-höll í Skotlandi. Sinnir Karl
nú verkefnum sínum heiman frá
sér.
Elísabet drottning sá son sinn
síðast 12. mars og er enn við fulla
heilsu. Fylgir hún allri ráðgjöf sér-
fræðinga um hvernig eigi að verj-
ast kórónuveirunni.
Karl Bretaprins
með kórónuveiruna
Karl Bretaprins
BRETLAND
Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna
voru sammála á fjarfundi sínum í
gær um að Kínverjar væru að
reyna að afvegaleiða umræðuna um
kórónuveirufaraldurinn að sögn
Mike Pompeos, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Sagði Pompeo eftir
fundinn að allir ráðherrarnir hefðu
verið mjög meðvitaðir um að kín-
verski kommúnistaflokkurinn væri
að reyna að villa um fyrir fólki.
Kínverskir fjölmiðlar og embætt-
ismenn hafa nýverið gefið þeirri
kenningu undir fótinn að veiran
hafi ekki átt upptök sín í Wuhan,
heldur á Ítalíu, og jafnframt að
veiran sé bandarísk að uppruna.
Kínverjar sagðir
villa um fyrir fólki
G7-RÍKIN FUNDA
Hlutabréf héldu áfram að hækka á
Wall Street í gær annan daginn í
röð eftir að repúblíkanar og demó-
kratar í öldungadeild Bandaríkja-
þings komust að samkomulagi
seint í fyrrinótt um tilhögun neyð-
arpakka stjórnvalda gegn áhrifum
kórónuveirunnar. Hækkaði Dow
Jones-vísitalan um tæp 2,4%, degi
eftir að hún hækkaði um 11%. Er
það nokkur viðsnúningur frá miklu
tapi síðustu vikna.
Stærsti neyðarpakkinn
Mitch McConnell, leiðtogi repú-
blíkana í deildinni, og Chuck Schu-
mer, leiðtogi demókrata, lýstu báð-
ir yfir ánægju sinni með
samkomulagið, en tekist var hart á
um helgina um helstu atriði þess.
Sagði McConnell að um væri að
ræða innspýtingu sem minnti einna
helst á þær fjárfestingar sem ríkið
réðist í á styrjaldartímum. „Í dag
mun öldungadeildin bregðast við til
að hjálpa fólki þessa lands í gegn-
um storminn,“ sagði McConnell.
Samkomulag flokkana felur í sér
mestu innspýtingu fjármagns í
hagkerfi Bandaríkjanna í sögunni,
jafnvel meiri en eftir fjármála-
kreppuna 2008. Hyggjast stjórn-
völd veita allt að 2.000 milljörðum
bandaríkjadala til fólks og fyrir-
tækja.
Gert er ráð fyrir að um 130
milljörðum bandaríkjadala verði
veitt til að tryggja sjúkrahúsum
hlífðarföt, rúm fyrir gjörgæslu-
deildir og öndunarvélar. Þá geta
meðalstór fyrirtæki fengið styrki
og stærri fyrirtæki lán frá ríkinu
til þess að mæta skakkaföllum
vegna veirunnar.
Samkomulagið í höfn
Markaðir vestanhafs taka kipp upp á við annan daginn í
röð Um 130 milljörðum varið aukalega í heilbrigðiskerfið
AFP
Neyðaraðstoð „Stúlkan óttalausa“
horfir á kauphöllina á Wall Street.