Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 34

Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttir afkórónu-veirunni og umgengni hennar við mannfólkið fyllir að vonum alla dálka og rásir. Þar með flýtur því óhjákvæmilega með fjöldi frétta sem standast ekki skoð- un til fulls. En þær eru ekki settar fram gagngert til að villa umræðu, eða til að ýta undir annarlegan orðróm eins og sumum fréttafyrirbærum er ætlað. Þegar svo mikið gengur á geta velviljuðustu fjölmiðlar misstigið sig. Fréttir gærdagsins voru um að veiruspámenn teldu að 1.500 Íslendingar myndu smit- ast af kórónuveiru. Settu þeir upp svartsýnisgleraugu mætti koma smitfjöldanum upp í 2.300. Hér er ekki verið að ræða smit heldur einungis „greind smit“. Þess vegna er eins víst að tíu sinnum fleiri en 1.500 séu þegar smitaðir og skimun Kára og sveitar hans gæti stutt slíka ágiskun. Yrði út- breiðsla smits þessa óboðna gests ekki drýgri en óvart var lesið úr spám teldust varla efni standa til þess að setja heims- búskapinn á hliðina. Hitt getur verið rétt að það verði ekki miklu fleiri en þetta færðir til bókar eftir að hafa lent í því úrtaki sem talið er verðskulda pinna ofan í kok og upp í nös. Þeir pinnar eru um þessar mundir álíka eftirsóttir og vit- laust yfirstimpluð frímerki voru í búðinni hjá Kidda á Frakkastíg forðum. Einhvern tíma verður þjóðin ekki lengur á pinnum og þá falla þeir hratt í verði eins og urðu örlög flestra frí- merkja. Það bárust í vikunni fréttir um það að sá góði Bretaprins væri kominn með veiruna vondu. Karl er orðlagt snyrti- menni og með kurteisustu mönnum að mati allra sem til þekkja. Öllum góðum mönn- um þótti auðvitað verra að veiran skyldi ná til prinsins. En nú er það orðin alkunn staðreynd og hún notuð góð- látlega til að áminna Breta sérstaklega. Fyrst að annar eins maður og ríkisarfinn, snyrtilegur, gætinn og agaður og þess utan passaður vel, getur í slíku lent, ættu þessir venjulegu óuppdregnu ang- urgapar sem gefið hafa fyr- irmælum yfirvalda langt nef, og þar með aukið hættu á smiti annarra, að sjá að sér ekki seinna en strax. Upplýst hefur verið að Karl hafi, eins og vænst var, sýnt ýtrustu varúð og seinustu vik- ur helst ekki heilsað neinum með handabandi. En hann hefði gert undantekningu þegar að gjörkunnugur er- lendur fursti kom aðvífandi. En þótt að þetta sé kórónu- veira og að þarna væru tveir krýndir kappar á ferð, þá reyndist undantekningin sú hið mesta óráð, og sýndi að kórónuveiran gerir ekki mannamun, en það hressir þó lítt upp á álit hennar út á við. Samanburður smits á milli landa er þrunginn skekkjum vegna ólíkra og tak- markaðra greininga} Smit og greining Landlæknir ogsóttvarna- læknir leggja nokkuð á sig þessa dagana til að koma börnum í skóla. Í þessum tilgangi sendu embættismennirnir til dæmis bréf til skólastjórn- enda, kennara og foreldra til að „árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunn- skólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi“. Þeir sem fengu bréfið hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þeim sem eru í forystu fyrir sóttvörnum er svo í mun að börn hópist sam- an og séu í návígi hvert við annað og kennara sína á þess- um veirutímum. Minnka líkur á að smit dreifist með því að börn fari í skóla? Varla. Dæmi hafa þegar komið upp hér á landi þar sem stórir hópar hafa farið í sóttkví vegna smita sem tengjast skólum. Nægir að minna á forsætis- ráðherra í þessu sambandi, sem lenti í því að sonur hennar fór í sóttkví vegna þess að starfsmaður skóla hans reyndist smitaður. Sem betur fer virðist þetta hafa farið vel en augljóst er af slíkum viðbrögðum við smiti starfsmanns í skóla að hætta getur verið á að smit berist þegar skólar eru starfræktir í miðjum veirufaraldri. Og til hvers? Vissulega þurfa börn að sækja skóla, en stafar námi þeirra mikil hætta af því þó að skólasókn, sem hvort eð er hefur verið stytt verulega, sé slegið á frest í fáeinar vikur og meiri áhersla lögð á heima- námið þann tíma? Nú má vera að það sleppi að láta börn sækja skóla við þessar aðstæður, en er víst að það sé áhættunnar virði? Nám barna ónýtist ekki þó að þau séu heima á meðan veiran gengur yfir} Er ekki varúðin mikilvægari? N ú er tæpur mánuður síðan fyrsta staðfesta tilvikið af CO- VID19-sjúkdómnum greindist hér á landi, en það var 28. febrúar síðastliðinn. Á þessum tíma hefur þjóðin öll þurft að bregðast við og aðlagast breyttum veruleika. Margir finna fyrir streitueinkennum og hafa áhyggjur, sem er eðlilegt á þessum sérstöku tímum. En það er líka magnað að finna samtakamáttinn í samfélaginu. Það er greinilegt að almenningur fylgist mjög vel með upplýsingum og fer eftir fyrirmælum stjórnvalda, og það er þakk- arvert. Það skiptir líka miklu máli að muna hversu lánsöm við erum að eiga frábært framlínufólk hjá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, Embætti landlæknis og sótt- varnalækni og á fleiri stöðum í heilbrigðis- kerfinu sem heldur svo vel og örugglega utan um þetta stóra verkefni, og á hrós og þakkir skilið. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu öllu á líka stórt hrós skilið, og kenn- arar á öllum skólastigum fyrir að laga nám og kennslu að óvenjulegum tímum. Samkomubann og takmörkun á skólahaldi tók gildi fyrir tæpum tveimur vikum, þann 13. mars, og markmið þeirra aðgerða er að hægja á útbreiðslu COVID-19- sjúkdómsins svo að heilbrigðisþjónustan muni eiga auð- veldara með að takast á við álag í tengslum við sjúkdóm- inn. Fram að því höfðu viðbrögð á Íslandi beinst að fljótri greiningu, einbeittri rakningu, einangrun sýktra og sóttkví þeirra sem grunaðir eru um smit. Má telja víst að þessar ráðstafanir hafi nú þegar kom- ið í veg fyrir fjölmörg innlend smit. Í byrjun þessarar viku tók ég svo ákvörð- un í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis um að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu, en tillaga sóttvarnalæknis var lögð fram með hliðsjón af þróun mála hér á landi, tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og í ljósi aðgerða annarra ríkja. Viðburðir þar sem fólk kemur saman eru nú takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður og tryggja þarf við öll mannamót að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Ýmiss konar starfsemi þar sem nálægð er mikil er nú bönnuð og einnig er búið að loka líkamsræktarstöðvum og sundlaugum. Þessar aðgerðir hafa mikil áhrif á líf okkar allra, auk starfsemi margra fyrirtækja og stofnana, og það er áskorun að laga okkur að þessum breytingunum en það er til mikils að vinna. Stjórnvöld vinna að því hörðum höndum að bregðast við og lágmarka skaðann sem óhjákvæmilega verður af innrás veirunnar í samfélagið. En þetta er líka sam- félagsverkefni, því við erum öll almannavarnir. Við þurf- um öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og erum að því. Ég finn fyrir því að við erum öll að gera okkar besta í aðstæðum sem ekkert okkar hefur áður reynt. Stöndum saman í því áfram. Samstaðan mun koma okk- ur í gegnum þetta. Gangi okkur öllum vel. Svandís Svavarsdóttir Pistill Stöndum saman Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tveir áfangastaðir innan frið-lýstra svæða voru á síðastaári metnir í hættu, þ.e. ásvokölluðum rauðum lista, samkvæmt skýrslu Umhverfis- stofnunar um ástand þessara staða 2019. Það eru Rauðufossar, innan friðlandsins að Fjallabaki, og Detti- foss að austan. Staðirnir voru einnig á rauðum lista árið 2018. Rauðufossar hafa hækkað lítillega á milli ára og munu líklega komast af þessum lista árið 2020, vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar þar. Við Dettifoss er unnið að upp- byggingu vegar með bundnu slitlagi vestan Jökulsár sem verður til þess að aðgengi að Dettifossi, og öðrum náttúruperlum vestan Jökulsár, stór- batnar. Gert er ráð fyrir að í ár verði gerðar tillögur til úrbóta á umræddu svæði austan Jökulsár, segir á heima- síðu Umhverfisstofnunar. Gætu tapað verndargildi Samkvæmt skilgreiningu er rauðlitaður áfangastaður í verulegri hættu hvað varðar verndargildi nátt- úrusvæðis og staðir sem fá appels- ínugulan lit eru metnir í hættu að hluta til og gætu átt á hættu að tapa verndargildi sínu. Jafnmargir áfangastaðir eru í ár appelsínugulir og í fyrra. Töluverð hreyfing hefur þó orðið á listanum, þar sem fjölmennir ferðamannastaðir eins og Skógaheiði við Skógafoss og Laugahringurinn og Laugavegurinn innan Friðlandsins að Fjallabaki hafa unnið sig út af listanum. Nýir áfanga- staðir á listanum eru í tveimur til- fellum staðir þar sem umgengni og gróðurskemmdir draga einkunn staðarins niður, en þrír af þeim stöð- um sem koma nýir inn á listann voru í metnir í fyrsta sinn í ár. Helgustaðanáma, sem fyrir nokkrum árum var á rauðum lista, er nú á þeim appelsínugula eins og í fyrra. Þar er líka að finna Hveravelli, Landmannahelli og Landmanna- laugar. Nokkur svæði innan Reykjanes- fólkvangs og Bláfjallafólkvangs eru á appelsínugulum lista. Á höfuðborg- arsvæðinu má nefna Ásfjall, Ástjörn, Helgafell, Rauðhóla og skíðasvæðið í Bláfjöllum. Við úttektina er farin sú leið að gefa áfangastöðum einkunn í þremur flokkum, þ.e. skipulag, innviðir og verðmæti, og síðan heildareinkunn áfangastaðar. Til að teljast til „rauðs“ áfangastaðar þarf viðkomandi svæði að hafa fengið lægri heildareinkunn en 5 í ástandsmatinu. Jafnframt eru svæði flokkuð sem rauð sem fá lægri einkunn en 5 í undirþættinum verð- mæti. Undirþátturinn verðmæti seg- ir til um hvort náttúra eða menning- arminjar áfangastaðarins eru farin að láta á sjá. Appelsínugulir staðir fengu heildareinkunn á bilinu 5-6 í ástands- matinu. Fjölgar á græna listanum Alls voru 106 áfangastaðir innan friðlýstra svæða metnir í fyrrahaust og hefur ástand margra þeirra batn- að á milli ára. Þannig fjölgaði svæð- um á grænum lista í fyrra úr 23 í 34. Aukin landvarsla og innviðaupp- bygging hefur skilað miklu og eru mörg svæði eftir uppbyggingu síð- ustu ára vel í stakk búin til að taka við miklum fjölda gesta. Í græna flokknum má nefna Arnarstapa og mörg svæði innan þjóðgarðsins á Snæfellsnesi, Þrí- hnjúkagíg, Dimmuborgir, Dynjanda, Eldborg í Hnappadal, Grábrók, Horn, Látra og Veiðileysufjörð á Hornströndum, Hraunfossa-- Barnafossa, Húsafell og Ingólfs- höfða. Einn staður féll af þessum lista, Háalda, og var það vegna gróðurskemmda eftir utanvega- akstur. Vona að Rauðufossar fari af rauðum lista í ár Ljósmynd/ÓÖH Náttúruperla Ferðamenn þurfa að leggja talsvert á sig til að ganga að Rauðufossum við Landmannaleið, en aðsókn hefur eigi að síður aukist mjög. Rauðifoss í friðlandinu að Fjallabaki er orðinn mjög þekkt- ur á lands- og heimsvísu og á síðasta ári varð umtalsverð fjölgun gesta sem leggja leið sína að fossinum og ágangur á viðkvæman gróður við Rauða- foss hefur aukist, að því er segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Flestir fara ekki lengra en að fossinum en þó hefur umferð einnig aukist upp með Rauðu- fossakvísl fyrir ofan fossinn. Enginn útsýnisstaður er af- markaður við fossinn og hafa myndast þar nokkrir villustígar. Í vinnslu er að skipuleggja svæðið sem áningarstað, setja þarf upp skilti, byggja upp bíla- stæði, stika gönguleið að upp- tökum árinnar og gera afmark- aða útsýnisstaði við fossinn og aðra athyglisverða staði. Loka þarf og græða upp villustíga og setja upp girðingar við viðkvæm svæði til að koma í veg fyrir að gengið sé um þau. Þá þarf að afmá vegslóða sem liggja að fossinum sem er mikið lýti í landslaginu, segir í skýrslunni. Fjölgun við Rauðafoss ÞEKKTUR Á HEIMSVÍSU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.