Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 35

Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Þessi vetur mun seint renna okkur Ís- lendingum úr minni. Fannfergi, tíður lægða- gangur, rafmagnsleysi, snjóflóð á Vestfjörðum og landris í Grindavík. Veturinn hefur svo sannarlega minnt okk- ur á hvar á jarðar- kringlunni við búum. Í efnahagsmálum vorum við að sigla inn í sam- dráttarskeið eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið og staðan á síðustu tveimur vikum hefur síðan gjörbreyst með tilkomu Covid-19 (kórónuveir- unnar). Stjórnvöld eru vel í stakk bú- in til að bregðast við enda staða þjóð- arbúsins sterk. Tekjur fyrirtækja þurrkast út Mikil óvissa ríkir á vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfar- aldri vegna kórónuveirunnar. Við er- um að horfa fram á nánast hrun í ferðaþjónustu næstu mánuðina og ljóst að áhrifin verða einnig mikil á aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og erlendis. Bein störf við ferða- þjónustu eru um 25 þúsund á Íslandi og má ætla að hlutur erlendra ferða- manna í verðmætasköpun ferðaþjón- ustu sé hlutfallslega um 70%. Afleið- ing þessa getur með beinum hætti haft áhrif á um 18 þúsund störf hér á landi. Ef ekkert er gert má gera má því ráð fyrir að atvinnuleysi vaxi mik- ið með tilheyrandi áhrifum á allt þjóð- félagið. Við höfum kynnt fyrsta áfanga um- fangsmikilla aðgerða með það að markmiði að verja efnahagslífið eins og hægt er. Aðgerðirnar eru fjöl- breyttar og lúta meðal annars að sér- stökum hlutaatvinnuleysisbótum, frestun og afnámi opin- berra gjalda, sér- stökum barnabótaauka með öllum börnum og endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna fram- kvæmda. Við þessar aðstæður er markmiðið skýrt; að verja heimilin, fyrir- tækin og störfin í land- inu. Hlutabætur eru hryggjarstykkið í aðgerðapakkanum Fyrir nokkrum dögum samþykkti Alþingi frumvarp mitt um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tíma- bundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hluta- starfaleið. Markmiðið með lagasetn- ingunni er einfalt; að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningar- sambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Mikil verðmæti eru fólgin í því fyrir samfélagið allt að sem flestir haldi virku ráðningar- sambandi við vinnuveitanda og hér verði kröftug viðspyrna þegar farald- urinn hefur gengið yfir. Helstu atriði frumvarpsins eru eftirfarandi:  Allt að 75% hlutabætur – Atvinnu- rekandi lækkar starfshlutfall starfs- manns niður í að minnsta kosti 80% miðað við fullt starf, en þó ekki neðar en í 75% starfshlutfall, og þá kemur ekki til skerðingar á atvinnuleysis- bótum. Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags umfram nýtt starfshlutfall.  Allt að 90% heildarlauna – Greiðslur atvinnuleysisbóta skulu nema hámarki tekjutengdra atvinnu- leysisbóta í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall. Laun frá vinnu- veitanda og greiðslur atvinnuleysis- bóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.  Þak á samanlagðar bætur og laun 700.000 kr. – Laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur geta samanlagt aldrei numið hærri fjárhæð en 700.000 kr. á mánuði.  Laun allt að 400.000 kr. að fullu tryggð – Einstaklingar með 400.000 kr. eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa.  Námsmenn heyra undir lögin – Námsmenn geta átt rétt á bótum samkvæmt frumvarpinu uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði ákvæðisins. Hvet ég námsmenn til að kynna sér skilyrðin á vef Vinnumálastofnunar.  Starfsmenn íþróttafélaga og frjálsra félagasamtaka heyra undir lögin – Starfsmenn og verktakar íþróttafélaga og frjálsra félaga- samtaka eiga rétt á hlutagreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda.  Sjálfstætt starfandi einstaklingar heyra undir lögin – Aðgerðir ríkisins eiga einnig við um sjálfstætt starf- andi einstaklinga og gilda sömu skil- yrði um þá og starfsfólk fyrirtækja. Lögin eru tímabundin og gilda út maí en við erum tilbúin að bregðast við ef þess verður þörf. Nú þegar er búið að opna fyrir umsóknir um slíkar bætur á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Ég hvet atvinnurekendur til þess að minnka frekar starfshlutfall starfs- fólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Störfin ætlum við að verja með öllum tiltækum ráðum og með hlutastarfaleiðinni tryggjum við að viðspyrnan verður miklu kraft- meiri og snarpari þegar faraldrinum lýkur. Förum saman gegnum skaflinn! Öll él styttir upp um síðir og þegar birta tekur munum við þurfa alla þá viðspyrnu sem við náum til að ná fyrri styrk og vonandi gott betur. Með æðruleysi, kjarki og dugnaði kom- umst við gegnum þessa tímabundnu erfiðleika. Pössum upp á þá sem standa okkur næst, nýtum tæknina til samskipta og ræktum líkama og sál eins og við getum. Samstaða þjóðar- innar hefur sjaldan verið mikilvægari og allir þurfa að leggja hönd á plóg. Saman förum við í gegnum skaflinn. Eftir Ásmundur Einar Daðason »Ný lög um hlutabæt- ur verja heimilin, fyrirtækin og störfin. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barna- málaráðherra. Aðgerðir til að verja störfin Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðgerðir „Markmiðið er skýrt; að verja heimilin, fyrirtækin og störfin í landinu.“ Í upphafi þessarar aldar huguðu Íslend- ingar eins og aðrar þjóðir að viðbúnaði og viðbrögðum við að- steðjandi vá sem snert gæti heimsbyggðina. Talið var að mikil ógn gæti stafað af m.a. sýklum, eiturefnum og geislavirkum efnum vegna hryðju- verka eða slysni. Norðurlöndin hófu náið samstarf um viðbrögð sem enn stendur. Sóttvarnalæknir hefur haft náið samstarf við almannavarna- deild ríkislögreglustjóra til að meta aðstæður og nauðsynleg viðbrögð. Árið 2005 stóð heimurinn frammi fyrir mikill ógn sem virtist stafa af fuglainflúensu (H5N1). Þetta leiddi til þess að nauðsynlegri endur- skoðun á Alþjóðaheilbrigðisreglu- gerð (IHR) Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) var flýtt og var samþykkt árið 2005 en tók gildi árið 2007. Tóku sóttvarnalögin frá 2007 mið af IHR og aðild okkar að reglugerðinni staðfest í lögunum. Hér á landi eins og hjá öðrum að- ildarríkjum WHO hefur verið unnið að viðbúnaðar- og viðbragðsáætl- unum. Hafa þær miðast að því að hér á landi væru til lágmarksbjargir á hverjum tíma og fyrir lægju áætl- anir um viðbrögð samfélagsins við aðsteðjandi ógnir. Þessi viðbrögð skyldu æfð og endurskoðuð eftir þörfum Viðbrögð sóttvarnalæknis við COVID-19 Í upphafi þessa árs bárust upplýs- ingar frá WHO þess efnis að vart hefði orðið við hópsýkingu alvar- legrar lungnabólgu í Wuhan-borg í Suður-Kína en staðfest smit milli manna ekki verið staðfest. Sótt- varnalæknir tilkynnti umdæmis- læknum sóttvarna og smitsjúk- dómalæknum um þetta með ósk um að fylgjast með einkennum hjá ferðamönnum sem kæmu frá þessu svæði. Hópsýking þessi reyndist vera upphaf að heimsfaraldri af nýrri gerð kórónuveiru og gengur nú undir nafninu COVID-19. Í lok janúar síðastliðins lýsti Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að sjúkdómurinn væri alþjóðleg ógn við lýðheilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- reglugerðinni (IHR) ber öllum þjóð- um heims skylda til að fylgja til- mælum WHO og búa sig undir að takast á við vandann. Í 2. gr. reglu- gerðarinnar er kveðið á um markmið og gildissvið hennar. Þau eru að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dóma milli landa, veita vernd gegn slíkri útbreiðslu, halda henni í skefj- um og gera viðbragðsáætlanir sem miðast og takmarkast við hættur fyrir lýðheilsu en koma jafnframt í veg fyrir ónauðsynlega röskun á um- ferð og viðskiptum milli landa. Þessi ákvæði voru ekki tilefnislaus. IHR á sér langa og merkilega sögu sem rekja má til 19. aldar. Eldri útgáfur reglugerðarinnar voru um margt gallaðar og ákvæði hennar um sóttkví oft misnotuð til tæknilegra viðskiptahindrana, misbeitingar á ferðafrelsi, kynþáttamismununar og efnahagslegrar mismununar án þess að sýnt væri fram á að komið væri í veg fyrir smit. Þetta er afar mik- ilvægt að hafa í huga. Ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna COVID-19 Í samræmi við þessa þróun var ráðherra gert viðvart og viðbragðs- áætlun sóttvarnalæknis og almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs virkjuð. Við- bragðsáætlunin nær til alla þátta samfélagsins og öllum bent á að búa sig undir álag á heilbrigðiskerfið, rekstur stofnana og fyrirtækja, fjár- mál og félagslega stöðu þegnanna. Öllum ráðum og tilmælum sótt- varnalæknis og embættis landæknis er haldið til haga á vefsíðu embætt- isins. Megináherslur Aðgerðir hingað til hafa miðast við draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og hægja á far- aldrinum með það fyrir augum að heilbrigðis- kerfið geti sinnt sjúk- um á hverjum tíma. Út- breiðsla COVID-19 er talin lúta útbreiðslutöl- unni Ro = 2,5 sem merkir að hver smit- andi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldr- inum. Ef Ro er <1 fjarar farald- urinn út. Aðgerðir sem miðast við að finna annars vegar smitaða ein- staklinga og einangra þá og hins vegar að setja þá sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða en eru einkennalausir í sóttkví eru til þess fallnar að draga úr smitlíkum og lækka þar með Ro. Félagslegar að- gerðir sem miða að því að halda fólki frá hvert öðru (social distancing) miða einnig að því að lækka Ro. Sambandið á milli útbreiðslutöl- unnar Ro og hjarðónæmis (H) er at- hyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef út- breiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtals- vert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að far- aldurinn stöðvist. Aðgerðir hér á landi hafa hingað til ekki beinst að því að banna ferða- lög til og frá landinu. Þær hafa fyrst og fremst beinst að Íslendingum sem koma frá skilgreindum áhættu- svæðum en nú ná þær til allra sem koma erlendis frá. Erlendir ferða- menn hafa enn sem komið er ekki þurft að fara í sóttkví, nema sér- stakar aðstæður séu fyrir hendi, enda staldra þeir stutt við og hafa jafnan ekki náin samskipti við lands- menn. Upplýsingar frá faraldrinum í Kína benda eindregið til að út- breiðsla verði fyrst og fremst við ná- in samskipti eins og t.d. í fjöl- skyldum. Fræðsla um COVID-19 til al- mennings hefur verið stóraukin og hefur almenningur tekið fyrir- mælum vel og af skilningi. Sérstakt átak hefur verið gert til að hlífa öldr- uðum og öðrum sem eru viðkvæmir fyrir smiti. Sett hefur verið á samko- mubann í samfélaginu til að draga úr smitlíkum. Þá er lögð áhersla á að búa heilbrigðiskerfið undir að sinna sjúklingum eins vel og mögulegt er í þessum aðsteðjandi vanda. Ljóst er að áhrif faraldursins og aðgerða sem verið er að grípa til hafa mikil áhrif á daglegt líf en til þessi að markmiðið náist þarf samstillt átak allra. Þegar árangur ofangreindra að- gerða er metinn þremur vikum eftir upphaf faraldursins hér á landi þá kemur í ljós að hlutfallsleg aukning sjúkdómsins hér á landi á hverjum degi er ein sú minnsta í Evrópu. Einnig er vert að benda á að um helmingur allra nýrra smita sem hér greinast eru hjá einstaklingum sem verið hafa í sóttkví. Þetta sýnir að komið hefur verið í veg fyrir fjölda nýrra smita og að aðgerðir hér hafi skilað umtalsverðum árangri. Stöðug upplýsingagjöf þar sem allar staðreyndir eru uppi á borðum og öll gögn aðgengileg almenningi er grunnur að því trausti á aðgerðum sem þarf til að þær verði árangurs- ríkar. Reiknilíkan sem notað er til að meta þróun COVID-faraldursins er opið öllum á slóðinni www.covid.hi- .is. Eftir Þórólf Guðna- son, Ölmu D. Möll- er, Víði Reynisson og Harald Briem » Ljóst er að áhrif far- aldursins og aðgerða sem verið er að grípa til hafa mikil áhrif á dag- legt líf en til þessi að markmiðið náist þarf samstillt átak allra. Víðir Reynisson Þórólfur er sóttvarnalæknir, Alma er landlæknir, Víðir yfirlögreglu- þjónn og Haraldur fyrrverandi sóttvarnalæknir. Sóttvarnaráðstafanir í heimsfaraldri Haraldur BriemAlma MöllerÞórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.