Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 morgunkaffi sérhvern virkan dag stundvíslega klukkan tíu og rædd- um allt milli himins og jarðar. Hógværari og gleggri var enginn, minnugri á gamla tíð, fyndnari, ráðhollari og örlátari á hugmynd- ir. „Mér nægja lögmál eðlisfræð- innar,“ sagði hann glettinn, og ég hef gleymt, um hvað þá var rætt. Árum saman vann hann að rit- stjórn tímaritsins Jökuls. Engin prentvilla fór framhjá honum. Hann færði okkur ljósrit af göml- um heimildum, sem hann fann á söfnum erlendis, gaf okkur gaml- ar bækur, las óbirt handrit okkar og var fljótur að því. Hann var fræðari. Fróðleiksfúsir nemendur lærðu margt af honum. Hann þekkti alla nemendur með nafni frá upphafi kennslu í jarðvísindum við Háskóla Íslands og vissi, hvernig þeim hafði vegnað. Vís- indasaga var honum hugstæð, og hann skrifaði margt um upphaf raunvísinda á Íslandi, og þá eink- um jarðfræði á nítjándu öld og á öndverðri þeirri tuttugustu. Hæst ber, hvernig hann rakti frá lítilli námu á Helgustöðum við norðan- verðan Reyðarfjörð áhrif silfur- bergsins á vísindi. Flýtti fyrir þeim um áratugi svo sem í ljós- fræði til könnunar á innri gerð efnis, kristallafræði, gerð mæli- tækja í efnis- og efnafræði, líf- fræði og læknisfræði. Væntanleg er bók eftir hann og Kristján, son hans, um þá sögu. Íslendingum væri sómi að því að kynna hana um ókomin ár í safni um áhrif vís- inda í nútímasamfélagi. Enginn annar en eðlisfræðingurinn Leó hefði rakið þá sögu betur með vönduðum fræðigreinum. Íslendingar eru í þakkarskuld við Leó Kristjánsson. Fyrir skerf hans til vísinda, það gagn, sem hann vann með rannsóknum og háskólakennslu, opinberum fyrir- lestrum og fræðigreinum fyrir al- menning. Lengi mun orðspor hans lifa í ritverkum, nemendum og samstarfsmönnum. Okkur, sem þekktum hann vel, finnst samt mest til um, hvern mann hann hafði að geyma. Helgi Björnsson. Afreksmaður hefur kvatt. Leið- ir okkar Leós lágu fyrst saman haustið 1958 í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. Hann og Kristján tvíburabróðir hans komu frá Ísafirði en ég austan af Héraði. Þarna áttum við eftir að vera saman í fjóra vetur. Árgang- urinn okkar lauk svo stúdents- prófi vorið 1962. Hvítu kollarnir voru samtals 75 og Leó dúxaði með 9,54 í meðaleinkunn. Á þeim tíma hafði enginn lokið stúdents- prófi frá MA með hærri einkunn. Haustið eftir fórum við saman til Edinborgar. Hann í fjögurra ára eðlisfræðinám en ég til styttri dvalar. Við leigðum herbergi ekki langt hvor frá öðrum þar sem hús- ráðendur buðu upp á hálft fæði, þ.e. morgunmat og kvöldmat. Okkur gekk misvel að aðlagast matargerð Skotanna. Eitt sinn leifði Leó hluta af kvöldmatnum og húsráðandinn spurði hvort honum líkaði ekki maturinn. Leó vildi vera kurteis og sagði það kurteisisvenju á Íslandi að leifa örlitlu af góðum mat. Honum hefndist fyrir svarið því eftir þetta fékk hann sama ólystuga réttinn oftar en áður. Einhverju sinni rák- umst við á veitingahús sem bauð upp á ýsu sem við pöntuðum með okkar menntaskólaensku. Eitt- hvað hefur framburðurinn verið bágborinn því við fengum „heitan hund“. Síðan liðu árin og leiðir skildi en einhver bréf fóru þó á milli okkar. Hann heimsótti okkur hjónin í Þrándheimi þar sem ég var í verk- fræðinámi. Kristján bróðir hans hafði einnig stundað nám í sama skóla, var kvæntur norskri konu og bjó í Þrándheimi. Í byrjun árs 1969 bankaði Leó upp á hjá okkur í Reykjavík með dömu sér við hlið. Þar var Elín komin, verðandi lífs- förunautur hans. Þó svo langt væri á milli okkar fylgdumst við vel hvor með öðrum. Í nokkur skipti heimsótti hann okkur hér eystra þegar hann var í vinnuferð- um vegna vísindastarfa, bæði í sambandi við rannsóknir á segul- sviði og á silfurbergi í Helgustað- anámu. Óli Grétar, sonur okkar hjóna, naut kennslu Leós í eðlis- fræðinámi sínu í HÍ. Einnig myndaðist kunningsskapur á milli Óla Grétars og Kristjáns, sonar Leós, því um tíma sinntu þeir báð- ir kennslu og námskeiðshaldi á sérsviðum sínum við HÍ. Strax á menntaskólaárunum kom í ljós að Leó var fágætur af- reksmaður. Í störfum hans á lífs- leiðinni sannaðist það enn frekar. Eftir hann liggja merkar vísinda- greinar og rannsóknir sem farið hafa um víða veröld. Ekki má heldur gleyma öðrum mannkost- um hans. Hann þótti framúrskar- andi kennari og nemendur minn- ast hans með virðingu og miklu þakklæti. Einkennandi þættir í eðli hans voru hjálpsemi, ljúf- mennska og hógværð. Nú er svo komið að um fjórðungur af bekkj- arsystkinum okkar er horfinn yfir móðuna miklu og fram undan kunna að vera erfiðir tímar fyrir áhættuhóp á okkar aldri. Við sem eftir stöndum söknum sárlega góðs félaga og vinar og sendum Elínu og afkomendum þeirra Leós okkar innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir liðnar stundir. Fyrir hönd bekkjarins okkar í MA, Sveinn Þórarinsson. Með fráfalli Leós Kristjánsson- ar lýkur merkum kafla í sögu jarð- vísinda á Íslandi. Hann hóf starfs- feril sinn á upphafsárum mikilla byltinga í hugmyndaheimi jarðvís- indanna. Kenningar um stórfelld- ar hreyfingar jarðskorpunnar voru að ryðja sér til rúms, kenn- ingar sem nú ganga undir heitinu flekakenningin og mynda ramma utan um flestar hugmyndir í jarð- vísindum nútímans. Leó valdi sér viðfangsefni á sviði fornsegulmæl- inga, sem lagði til eina af megin- stoðum flekakenningarinnar. Þar átti hann samstarf við helstu vís- indamenn heimsins og lagði sín lóð á vogarskálarnar. Hann var óþreytandi við mælingar á segul- mögnun í íslensku basalti og mældi mörg snið í gegnum jarð- lagastafla Íslands. Með mæling- unum má annars vegar ráða í sögu segulsviðs jarðarinnar síðustu 15 milljónir ára, og hins vegar sögu Íslands á sama tíma. Rannsóknir Leós höfðu því bæði ríkulega al- þjóðlega skírskotun og stað- bundna þýðingu fyrir rannsóknir á jarðfræði Íslands. Fyrir framlag sitt til þessara rannsókna var Leó kjörinn heiðursfélagi í Jarðeðlis- fræðisambandi Ameríku. Leó hafði líka ómetanleg áhrif á samfélag og starfsemi jarðvís- indamanna á Íslandi. Hann var einn af fyrstu mönnum hér á landi til að mennta sig í jarðeðlisfræði og ljúka hæstu prófum á sínu sviði. Hann var því ómetanleg fyr- irmynd okkur hinum sem á eftir fylgdu. Jarðfræðafélag Íslands var nýstofnað og athygli jarðvís- indamanna heimsins hafði beinst að Íslandi. Það var því mikill hug- ur í mönnum að láta að sér kveða. Nýstofnuð Raunvísindastofnun Háskólans varð þýðingarmikil gróðrarstía grunnrannsókna í jarðvísindum og þar naut Leó sín vel. Hann kom þar upp aðstöðu til að mæla segulmögnun í bergsýn- um. Þar vann hann löngum stund- um við mælingar og úrvinnslu sýna sem hann hafði safnað í mörgum rannsóknarferðum. Á starfsferli sínum átti Leó samvinnu við ótal aðra vísinda- menn. Bæði var, að rannsóknirnar kröfðust víðtækrar þekkingar á mismunandi sviðum, og svo hitt, að Leó var sérlega góður í sam- vinnu. Það voru aldrei nein vand- ræði, verkin voru skipulögð og svo gerði hver sitt. Og Leó stóð við sitt og vel það. Hann kom víða við í verkum sínum auk vinnunnar á sínu sérsviði. Hann hafði lifandi áhuga á sögu vísinda á Íslandi og var óþrjótandi þekkingarbrunnur á því sviði. Kennsla í eðlis- og jarð- eðlisfræði var honum mikið hjart- ans mál og þar lagði hann gott til málanna, tók þátt í kennslu margra námskeiða við Háskóla Ís- lands og var vinsæll kennari. Leó var góður vinnufélagi og ekki spillti fyrir að hann var mikill húmoristi. Hann sá ævinlega óvænta og oft spaugilega hlið á málum. Hans er sárt saknað á gamla vinnustaðnum. Ég votta fjölskyldunni innilega samúð. Páll Einarsson. Leiðir okkar Leós lágu saman í fyrsta sinn í byrjun september fyrir 38 árum. Í hópi nýnema við Háskóla Íslands vorum við nokk- ur að byrja í stærð-, eðlis- eða jarðeðlisfræði. Allt var nýtt fyrir okkur. Nýr skóli, öðruvísi kennsluaðferðir, nýir kennarar. Og við haldin kvíðablandinni eft- irvæntingu. Fyrsti dæmatíminn í eðlisfræði var í kennslustofu í VR-2. Þar var þessi vörpulegi og svipsterki maður mættur til að fara yfir tilraunir okkar til að leysa dæmin sem fyrir voru sett og leiða okkur í rétta átt. Og það tókst honum. Með samblandi af innsæi, hnyttni og nákvæmni tókst Leó að gæða efnið lífi með þeim hætti að fáir hefðu leikið það eftir. Sú leiðsögn sem þarna hófst átti eftir að standa í áratugi. Alltaf var hægt að leita til Leós og það var alltaf gagn af þeim fundum. Hollráðari maður var vandfund- inn enda glöggskyggn og víðfróð- ur með afbrigðum. Leó kom til starfa á Raunvís- indastofnun upp úr 1970. Hann skipaði sér strax fremstu röð þess hóps sem byggði upp rannsóknir í jarðeðlisfræði á Raunvísinda- stofnun Háskólans. Leó varð fljótt eftirsóttur samstarfsmaður og leiðandi vísindamenn á alþjóða- vettvangi í bergsegulmælingum leituðu mikið til hans. Á heimsvísu varð Leó varð einn af helstu sér- fræðingum í sínum fræðum og virtur eftir því í hópi jarðvísinda- fólks. Allt frá upphafi birti Leó niðurstöður sínar í virtum alþjóð- legum tímaritum. Þar skapaði hann fordæmi sem átti stóran þátt í að gera jarðvísindin við Raunvís- indastofnun að sterkri einingu sem naut virðingar á alþjóðavett- vangi. Á þessari arfleifð byggir Jarðvísindastofnun Háskólans í dag. Sem samstarfsmaður var Leó skemmtilegur félagi með glöggt auga fyrir sniðugum vinklum á hvaðeina sem upp á kom. Hann lauk verkefnum hratt og vel og meðan Leó beið eftir að aðrir klár- uðu sinn hlut nýtti hann tímann vel. Hann gegndi stjórnunarstörf- um af ýmsu tagi, ritstjórnarstörf- um, skrifaði alþýðlegar fræðslu- greinar og beitti sér fyrir nýjungum í tilraunakennslu. Sá eðlislægi dugnaður sem var Leó í blóð borinn kom m.a. fram í því að hann var virkur fram á síðasta dag. Á hann hafði herjað illvígur sjúkdómur og það sá á honum. En síðustu vikurnar á spítalanum nýtti hann tímann til að lesa próf- arkir og ganga fá málum. Það er sárt að sjá á bak þessum öðlingi og læriföður. Missir fjölskyldunnar er þó mestur og ég votta Elínu, Kristjáni, Margréti og fjölskyld- um þeirra samúð mína. Magnús Tumi Guðmundsson. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA SNÆBJÖRNSSON kennari, frá Grund í Eyjafirði, lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut 22. mars. Eftir kistulagningu verður bálför en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer jarðarför fram síðar. Þórður Sturluson Svandís Sturludóttir Hannes Frímann Sigurðsson Snorri Sturluson Guðríður Sturludóttir Sævar Örn Sævarsson Yngveldur Myrra Sturludóttir afa- og langafabörn Elskulegur eiginmaður minn, HÖSKULDUR JÓNSSON, fyrrverandi forstjóri ÁTVR, lést á Kanaríeyjum fimmtudaginn 19. mars. Kveðjuathöfn verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Sveinbjarnardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Siglufirði, sem lést sunnudaginn 22. mars, verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 28. mars klukkan 14. Athöfninni verður streymt beint á facebooksíðu Reyðarfjarðarkirkju. Ásta Magnea Sigmarsdóttir Hreinn Sigmarsson Eva H. Önnudóttir Óli Nikulás Sigmarsson Hjördís Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR GUNNARSSON húsasmíðameistari, Stekkjarkinn 11, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 7. mars. Útförin fór fram í Hafnarfjarðarkirkju 20. mars. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til hjartadeildar Landspítalans, Heru líknarheimaþjónustu og heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins. Rannveig Aðalsteinsdóttir Margrét Svavarsdóttir Bragi Finnbogason Aðalsteinn Svavarsson Helga Jóhannsdóttir Ingibjörg Svavarsdóttir Jón Magnús Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, bróðir og afi, SVEINN BJÖRNSSON sendiherra lést mánudaginn 23. mars á Sóltúni. Jarðarför fer fram í kyrrþey vegna núverandi aðstæðna en minningarstund verður auglýst síðar. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Anna Margrét Björnsson Henrik Baldvin Björnsson Helga Björnsson Níní Björnsson barnabörn, makar og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HALLDÓR ÞORVALDSSON lést á sjúkrahúsinu á Húsavík föstudaginn 20. mars. Athöfnin mun fara fram í kyrrþey laugardaginn 28. mars í Húsavíkurkirkju. Hægt verður að hafa samband við aðstandendur til að fá aðgang að streymi frá athöfninni. Kolbrún Kristjánsdóttir Þorvaldur Daði Halldórsson Guðrún Jóhannesdóttir Kristján Stefán Halldórsson Kristín Baldursdóttir Björk Halldórsdóttir afabörn og langafabörn Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR ERLU ERLINGSDÓTTUR sem lést þriðjudaginn 10. mars og var jarðsett föstudaginn 20. mars. Guðfinna Helgadóttir Guðni Einarsson Sigríður Helgadóttir Birgir H. Sigurðsson Helgi Helgason Brynja Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓR BORGARSSON áður til heimilis að Jaðri, Höfnum, lést á Hrafnistu Hlévangi, sunnudaginn 22. mars. Í ljósi aðstæðna mun útför fara fram í kyrrþey. Kærar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs fyrir góða umönnun. Borgar Jens Jónsson Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir Magnús Ingi Jónsson Helga Jónína Guðmundsdóttir Sveinbjörn Guðjón Jónsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Rúnar Kjartan Jónsson Hallveig Fróðadóttir María Rós Newman, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON málari, veiðimaður, fluguhnýtari og náttúruvinur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 3. apríl klukkan 13. Í ljósi samkomubanns og nýjustu fjöldatakmarkana verður athöfninni streymt á netinu. Aðstandendur veita frekari upplýsingar Hallur Ægir Sigurðsson Páll Daníel Sigurðsson Linda Sjöfn Þórisdóttir Edda Huld Sigurðardóttir Eggert Sigurðsson Ásta Björk Lundbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.