Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
✝ Valþór BjarniSigurðsson
fæddist í Reykjavík
27. september
1948. Hann lést á
Karolinska sjúkra-
húsinu í Svíþjóð 5.
mars 2020. For-
eldrar hans voru
hjónin Halldóra
Nanna Guðjóns-
dóttir frá Flatey á
Mýrum, Horna-
firði, f. 14. júní 1917, d. 28. des-
ember 2000, og Sigurður
Bjarnason vörubílstjóri frá Hell-
issandi, f. 25. september 1912,
d. 25. janúar 2001. Bræður Val-
þórs: Hafsteinn, f. 1931, d. 1936,
Hörður Rafn, f. 4. september
1933, d. 29. júlí 2017, Guð-
mundur Hafsteinn, f. 1935, kona
hans er Guðmunda Þorláks-
dóttir, f. 1939, albróðir er Gunn-
dór Ísdal, f. 22. febrúar 1940,
hans kona er Guðrún Skúladótt-
ir f. 1943.
26. febrúar 1972 kvæntist
og Berglind, f. 17. janúar 2012.
Valþór var húsasmíðameist-
ari en hann tók sveinsprófið ár-
ið 1971 og meistarapróf 1995.
Hann lærði trésmíði hjá Gesti
Pálssyni eftir að hafa starfað
meðal annars á traktorsgröfu
og í Blikksmiðjunni Vogi. Val-
þór var mjög liðtækur vélamað-
ur og vann á gröfu með tré-
smíðinni. Hann starfaði hjá
Ístaki 1975-1985 sem verkstjóri
og stjórnandi véladeildar. Frá
1985-1995 starfaði Valþór hjá
Hagvirki m.a. sem verkstjóri
við innréttingu Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Eftir að hafa
unnið ýmis störf frá 1995 tók
hann við sem byggingastjóri
Háskóla Íslands árið 1998 og
starfaði þar til starfsloka.
Valþór verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju 26.
mars 2020. Í ljósi aðstæðna í
samfélaginu þarf að takmarka
fjölda kirkjugesta í athöfninni
og verður því eingöngu nánasta
fjölskylda við útförina. Þeim
sem vilja er bent á að hægt
verður að fá aðgang að upptöku
af athöfnin með því að hafa
samband við aðstandendur.
Minningarathöfn verður 27.
september og verður auglýst
síðar.
Valþór Guðrúnu
Magnúsdóttur, f.
11. janúar 1950,
foreldrar hennar
voru hjónin Lovísa
Júlíusdóttir frá
Hítarnesi, f. 12.
september 1914, d.
29. desember 2004,
og Magnús Þórð-
arson sem ólst upp
í Hagavík, f. 21.
júní 1902, d. 6. des-
ember 1984. Börn Valþórs og
Guðrúnar eru 1) Magnús, f. 30.
júní 1971, og börn hans eru
Margrét Rán, f. 7. maí 1992, og
Valþór Viggó, f. 15. september
2004. 2) Sigrún, f. 1. ágúst 1972,
gift Valdimar Þorsteinssyni, f.
30. júlí 1968, börn þeirra eru
Bjarni Valur, f. 3. júlí 2002, Jón
Þór, f. 31. maí 2005, og Arnar
Ingi, f. 14. júní 2008. 3) Eyrún,
f. 3. apríl 1984, gift Gesti Áka-
syni, f. 7. mars 1983, börn
þeirra eru Guðrún María, f. 1.
júní 2008, Hafdís, f. 1. júní 2008,
Ósköp er erfitt að þurfa að
kveðja þig elsku pabbi minn.
Þegar þetta ár hófst var það
óhugsandi að þú ættir eftir að
hverfa á braut svo fljótt. Þú sem
varst alltaf svo hraustur og áttir
fullt eftir enn.
Nokkrar af mínum bestu
minningum með pabba eru úr
bílskúrnum á Ölduslóðinni þar
sem ég fékk alltaf einhver
skemmtileg verkefni. Þar voru
smíðaðir ófáir bátar, vindmyllur
og fleiri skemmtilegir hlutir sem
urðu flóknari með árunum.
Það lék allt í höndunum á
pabba. Það var alveg sama hvað
það var og metnaðurinn var líka
alltaf mikill. Snjóhúsin voru
ávallt byggð úr snjókubbum, eins
og inúítarnir gerðu þau. Kassa-
bíllinn leit út eins smækkuð út-
gáfa af alvöru bíl og ekki var nú
vandamálið að laga beyglur á
bílnum þegar dóttirin, nýkomin
með bílprófið, náði að klessa bíl-
inn sinn.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og alla tíð ákaflega hjálp-
samur. Ósjaldan var hann mætt-
ur heim til okkar Gests snemma
á laugardagsmorgni til að að-
stoða okkur við framkvæmdir.
Það var alltaf svo gott að vinna
með pabba því það voru engin
vandamál of stór og allt gert af
svo mikilli jákvæðni.
Útivera og ferðalög voru frá
því ég man eftir mér stór partur
af lífi fjölskyldunnar. Jeppaferðir
á veturna og útilegur á sumrin,
þannig minnist ég æskuáranna.
Það voru alltaf ný ævintýri í
hverri ferð og pabbi var alltaf til í
að bregða á leik og var oft gripið
í spil á kvöldin og mikið hlegið.
Seinna þegar barnabörnin bætt-
ust við þreyttist hann ekki við að
virkja þau í fótbolta eða öðrum
leikjum í útilegunum.
Helstu minningar stelpnanna
minna eru að afi gerði oft handa
þeim dúkkuhús úr stórum pappa-
kössum. Þá var hann búinn að
fara milli búða til að redda
stórum pappakössum og sníða úr
þeim flott dúkkuhús með öllu til-
heyrandi. Seinna þegar þau
mamma voru komin með sum-
arbústaðalóð var svo smíðað al-
vöru dúkkuhús þar sem var dúll-
að við öll smáatriði og þaðan eiga
yngstu barnabörnin mjög góðar
minningar.
Mikið á ég eftir að sakna þess
að geta leitað til pabba og rætt
um líðandi stundu yfir rjúkandi
kaffibolla.
Takk elsku pabbi minn fyrir
allt, betri pabba var ekki hægt að
hugsa sér.
Þín dóttir,
Eyrún Valþórsdóttir.
Ég trúi því varla að ég sitji hér
og skrifi minningargrein um þig
pabbi.
Þú varst einn af þessum þús-
undþjalasmiðum sem allt geta
gert, sama hvort það voru smíð-
ar, rafmagn, bílaviðgerðir, pípu-
lagnir, kleinubakstur eða pönnu-
kökugerð; allt var gert upp á
millimetra.
Ég man þegar ég eignaðist
hesta og ég ekki komin með bíl-
próf, þá keyrðir þú mig oft á vet-
urna upp í hesthús á jeppanum ef
það var ófærð. Þér þótti nú ekki
leiðinlegt að þruma í gegnum
skafla og þurfa að draga og
moka. Þú varst þessi jeppadellu-
kall enda voru ófáar ferðir farnar
með Gúsa og Skapta og fjöl-
skyldum í jeppaferðir og margir
brandarar sagðir í talstöðina.
Þú undir þér best við að dunda
eitthvað í bílskúrnum og dytta að
húsinu ykkar mömmu. Við systk-
inin grínuðumst stundum með
það hvað þú værir heppinn að
eiga bara okkur þrjú, þar sem
það væri fullt starf að hjálpa okk-
ur við að byggja og viðhalda hí-
býlum okkar. En þú varst ávallt
boðinn og búinn að koma og
hjálpa okkur og alltaf var það
óumbeðið, þú sagðir bara: Ég
kem á eftir eða á morgun og við
græjum þetta og hitt.
Lækjarbakkinn var ykkar
mömmu sælureitur og magnað
hvernig þú breyttir garðskúr í
þennan flotta bústað og alltaf
varstu að byggja við húsið eða
stækka pallinn. Og í sumar ætl-
aðir þú að stækka kotið enn meir.
Þú undir þér vel á Spáni og
þangað fóruð þið mamma til að
hlaða batteríin en tíminn var líka
vel nýttur; þið ferðuðust mikið og
tókuð á móti vinum og vanda-
mönnum þangað.
Þið mamma voruð alltaf dug-
leg að fara í útilegur og á ég ótal
minningar úr þessum ferðum.
Þú varst líka mikill afi og í úti-
legum og uppi í bústað varst þú
fyrstur til að drífa krakkana með
þér í fótbolta og alls konar leiki.
Þegar Bjarni Valur var að æfa
sig að keyra bauðstu honum að
koma með þér í æfingaakstur t.d.
og þegar krakkarnir gistu hjá
ykkur var iðulega eitthvað smíð-
að og svo gjarnan brennt í arn-
inum.
Þú tókst fréttunum um að þú
værir með ólæknandi krabba-
mein með ótrúlegu æðruleysi og
vá hvað það birti yfir þér þegar
þú fékkst þær fréttir að þú gætir
farið til Svíþjóðar í aðgerð til að
fjarlægja meinið. Þú hugsaðir vel
um mömmu og baðst okkur
krakkana að koma með ykkur út
en svo fór sem fór.
Ég held því fram að þá þarna
uppi hafi bráðvantað svona hand-
laginn mann!
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Sigrún Valþórsdóttir.
Það er gríðarlega erfitt að
kveðja Valþór Sigurðsson
tengdaföður minn. Alveg frá því
ég hitti hann fyrst fyrir 18 árum
hefur hann reynst mér afskap-
lega vel og það sem kemur fyrst
upp í hugann er hjálpsemi og
góðmennska. Það er sárt að
hugsa til þess að geta ekki leitað
til hans með ráð eða aðstoð en
það var fátt sem hann gat ekki
hjálpað mér með. Það var því
alltaf gaman að geta aðstoðað
hann með tölvu- og símamál en
það var líklega það eina sem ég
gat leiðbeint honum með. Móðir
mín sagði einu sinni um hann að
það væru ekki margir eins og
hann eftir, menn sem gætu allt
þegar kom að húsum og bílum.
Það var alveg rétt hjá henni því
það var sama hvað maður leitaði
til hans með þá gat hann gefið
manni góð ráð og oftast endaði
hann á því að sýna mér hvernig
ætti að gera þetta. Ég á góðar
minningar með honum þegar
hann hjálpaði okkur með fram-
kvæmdir í húsinu okkar. En þar
var það eins og annars staðar þá
þurfti ekki að biðja hann um
hjálp heldur var hann mættur.
Það var alltaf gaman að vinna
með honum og jákvæðnin og út-
sjónarsemin var alls ráðandi.
Ekkert verk var of stórt eða erf-
itt. Hann hafði einstaklega góða
nærveru og ég lærði mikið af
honum á þessum tíma og met það
mikils. Ég er virkilega þakklátur
fyrir þann tíma og hef reynt að
temja mér vinnusemi og dugn-
aðinn sem hann bjó yfir.
Hann var líka mikill fjöl-
skyldumaður og það sást greini-
lega í því hversu annt honum var
um barnabörnin og hvernig þeim
gengi. Stelpurnar okkar Eyrún-
ar eiga endalaust af góðum minn-
ingum um afa sinn. Þar stendur
húsið sem hann smíðaði fyrir
barnabörnin hjá sumarbústaðn-
um þeirra upp úr og það fór ekki
á milli mála að þarna hafði
tengdafaðir minn verið að verki
enda hugsað fyrir öllum smáat-
riðum og allt upp á tíu.
Ég og mágur minn höfum ver-
ið með hálfgert orðatiltæki sem
er þannig að ef eitthvað er ekki
nógu vel gert eða mætti gera bet-
ur segjum við „Myndi Valþór
gera þetta svona?“ Ég mun ávallt
minnast hans með hlýhug og
þakklæti.
Gestur.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Svo kvað Bragi Valdimar og
oft höfum við heyrt þetta fallega
ljóð sungið, einkum á kveðju-
stundum, eins og til að minna eft-
irlifendur á boðskap þess.
Hann Valþór vinur okkar
kunni svo sannarlega að njóta
lífsins, náttúru, fjölskyldu, vina
og verkefna en hann ætlaði bara
að gera það svo miklu, miklu
lengur og átti svo margt ógert.
En við fáum ekki öllu ráðið
eins og við höfum verið rækilega
minnt á undanfarið. Öll vonuð-
umst við til að aðgerðin í Svíþjóð
bæri ætlaðan árangur og við
tækju jafnvel mánuðir þar sem
okkar maður yrði að fara sér
hægt, áður en mögulegt yrði að
halda áfram þaðan sem frá var
horfið. Sú von brást.
Valla kynntumst við í gegnum
skátastarf Andrómeda, sem lagði
grunn að núverandi saumaklúbbi
og óslitinni vináttu, okkar stelpn-
anna en Guðrún hans er ein af
hornsteinum þess hóps. Makarn-
ir urðu svo kærkomin viðbót í
kvennafansinn og ótalmargar
minningar eigum við til að orna
okkur við, eftir 55 ára óslitinn
vinskap.
Fyrir tæpu ári var hist í sum-
arbústað þeirra hjóna, dýrindis
veitingum gerð góð skil, ekið um
sveitir, dáðst að framkvæmdum,
hlegið og spjallað um allt sem við
eldri borgararnir ætluðum að
gera á næstunni.
Á sínum tíma gengum við í
samtök eldri skáta og í þeim góða
hópi varð Skátakórinn í Hafnar-
firði til. Fyrsta æfing haldin
heima hjá Guðrúnu og Valla og í
framhaldinu æfingabúðir, partí
og uppákomur.
Eins og gengur verða breyt-
ingar á högum fólks, fjölskyldur
stækka, nýir vinnustaðir, önnur
vinatengsl, barnabörnin taka
blessunarlega tímann sinn og við
eldumst. En þráðurinn helst og
fyrir tveimur árum komu Guðrún
og Valþór eins og himnasending
inn í hóp eldri skátanna í gildinu
og verkefni fyrir vinnufúsar
hendur voru ærin við Skátalund,
skála gildisins við Hvaleyrar-
vatn.
Það þurfti að endurnýja pall-
inn, mála, moka, gróðursetja,
viðra hugmyndir yfir góðu kaffi-
hlaðborði og ekki síst gera ær-
legan skurk í bröttum veginum
sem liggur að skálanum. Og ekki
var legið á liði sínu.
Tengsl Valþórs við alls kyns
fyrirtæki, þekking, reynsla og
aðgengi að hinum ýmsu vega-
vinnutækjum komu sér vel, að
ekki sé minnst á prúðmennsku
hans. Skálahópurinn þakkar
innilega frábæra viðkynningu og
störf.
Við hjónin getum ekki full-
þakkað vikulangt heimboð til
Spánar í nóvember, en Guðrún
og Valli höfðu nokkrum sinnum
haldið til í sólinni yfir kaldasta
tímann hérlendis til að hlaða
batteríin, ganga, lesa, spjalla,
vera saman, vera til. Oft með
góða vini eða einhverja fjöl-
skyldumeðlimi hjá sér eða í ná-
grenninu.
Yfir rólegu spjalli, ostum og
ólífum flutu ýmsar minningar,
skoðanir og lífssýn okkar upp á
yfirborðið og þekktumst við bet-
ur fyrir vikið.
Við söknum góðs vinar, en
missir fjölskyldunnar er meiri og
sendum við öllum ættingjum og
vinum hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Minningin um góðan mann
verður þó ekki frá okkur tekin og
biðjum við honum blessunar á
nýjum slóðum með hjartans
þakklæti fyrir allt.
Fyrir hönd gildisins og ann-
arra skátavina.
Fríða og Hreiðar.
Vinátta og þakklæti voru
fyrstu orðin sem komu upp í hug-
ann þegar við fengum þá sorg-
arfrétt að Valþór vinur okkar
hefði látist eftir aðgerð sem hann
fór í á Karolinska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi.
Við höfðum farið í kaffi til
þeirra Valþórs og Guðrúnar hinn
3. janúar og þá barst í tal að hann
ætti tíma hjá lækni daginn eftir.
Ekki grunaði okkur að sú lækn-
isheimsókn yrði eins afdrifarík
og kom á daginn, en því miður
greindist hann þá með illkynja
mein.
Stuttu síðan var ákveðið að
reyna að fjarlægja meinið í Sví-
þjóð og ferðuðust Guðrún kona
hans og börnin þeirra þrjú með.
Því miður lést hann stuttu eftir
aðgerð.
Samgangur okkar við þau
hjón var alla tíð mikill. Við höf-
um, ásamt fleiri vinum, haldið
gönguklúbb einu sinni í viku í yf-
ir 30 ár og einnig höfum við
ferðast mikið saman. Meðan
börnin okkar og þeirra voru lítil
voru þær margar tjaldútilegurn-
ar og jeppaferðirnar út á land og
minnast börnin þessara ferða
með mikilli ánægju.
Eftir að börnin voru flogin úr
hreiðrinu héldu ferðalögin áfram
með öðru sniði. Bæði með heim-
sóknum í sumarbústað þeirra
hjóna og svo síðasta sumar með
hjólhýsi í eftirdragi. Einnig ferð-
uðumst við saman til Króatíu,
Kúbu og Flórída og eyddum við
dásamlegum dögum með þeim á
haustmánuðum á Spáni, þar sem
við gátum hist daglega og notið
góðra stunda saman.
Hjálpsemi Valþórs var ein-
stök. Alltaf var hann tilbúinn að
rétta hjálparhönd og var hann
einstaklega verklaginn og iðinn
og gott að geta leitað ráða hjá
honum.
Við finnum fyrir miklu þakk-
læti að hafa verið svo lánsöm að
njóta vináttu þeirra hjóna í nær
50 ár án þess að skugga bæri á.
Að lokum viljum við votta
Guðrúnu og börnum þeirra Val-
þórs, Magnúsi, Sigrúnu og Ey-
rúnu, ásamt mökum þeirra og
börnum, okkar dýpstu samúð.
Ágúst og Hanna.
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa minningarorð um fé-
laga sem maður hefur þekkt og
umgengist í yfir 30 ár og líka þar
sem hann kvaddi svo snöggt.
Við félagar hans heyrðum
fyrst í ársbyrjun af því meini sem
hann var kominn með og var það
alvarlegt að eftir rannsóknir hér
heima og aðra úti í Stokkhólmi
fer hann síðan aftur til Stokk-
hólms og gengst undir aðgerð á
Karolinska sjúkrahúsinu þar
sem batahorfur voru alls ekki
góðar.
Hann átti ekki afturkvæmt frá
þessari síðari för til Stokkhólms.
Við félagarnir erum gamlir
vinnufélagar úr Hagvirki sem
höfum hist og borðað saman einu
sinni í mánuði frá 1992. Einnig
höfum við nú síðari árin farið í
ýmist styttri dagsferðir eða
lengri þriggja til fjögurra daga
ferðir þar sem framkvæmdir vítt
um land hafa verið skoðaðar.
Hópinn köllum við Akademíuna.
Allir erum við félagarnir í
Akademíunni slegnir yfir fráfalli
Valþórs, ekki síst vegna þess
hversu heilbrigðu lífi hann lifði,
útivist, daglegt sund og göngur.
Þetta gat engan grunað.
Við kynntumst margir fyrst
suður í flugstöð á Keflavíkurflug-
velli þegar Hagvirki sá um að
innrétta og koma upp tæknikerf-
um í stöðinni fyrir opnun hennar.
Nokkrir okkar höfðu þó þekkst
áður.
Valþór kom til Hagvirkis til
vinnu við innréttingarnar í flug-
stöðinni en hafði áður unnið hjá
Ístaki.
Í flugstöðvarverkinu var það
augljóst að Valþór hafði kynnt
sér og spáð í þær framkvæmdir
og þau verk sem næst voru áður
en þau hófust og gat því miðlað
af þeirri þekkingu til annarra
sem með honum unnu. Hinn full-
komni verkstjóri og vinnufélagi.
Það er hægt að lýsa Valþóri í
fáum orðum. Hann var traustur,
yfirvegaður og ákveðinn og það
sem hann sagði, það stóð. Um
það þurfti ekki að efast.
Aldrei heyrðist Valþór segja
styggðaryrði um nokkurn mann.
Það segir svolítið um mann-
kosti Valþórs að nú síðastliðið
haust endurnýjaði hann vinnu-
vélaréttindi sín hjá Vinnueftirlit-
inu og frammistaðan var slík og
ekki síður öll hans framkoma og
mannkostir að honum var boðið
að koma og kenna við námskeið-
ið.
Valþór var fagmaður í smíði,
menntaður húsasmíðameistari
og vann sem slíkur hjá Hagvirki.
Öllu sem hann tók að sér skilaði
hann eins og best og fullkomnast
mátti vera.
Eftir að störfum hjá Hagvirki
lauk og við félagarnir fórum hver
í sína áttina í vinnu fór Valþór að
vinna hjá Háskóla Íslands sem
byggingarstjóri. Þar sá hann um
og hélt utan um framkvæmdir,
bæði nýjar og einnig breytingar
og lagfæringar á húsnæði Há-
skólans. Má þar nefna t.df. end-
urnýjun á háskólasalnum og
fleiri slíkar framkvæmdir.
Síðustu árin vann hann hjá
syni sínum, sem er verktaki, við
lagningu rafstrengja.
Víð félagarnir vottum ekkju
Valþórs, Guðrúnu Magnúsdótt-
ur, og börnum þeirra, þeim
Magnúsi, Sigrúnu og Eyrúnu,
okkar innilegustu samúð.
F.h. Akademíufélaganna,
Jónas Brjánsson.
Valþór Bjarni
Sigurðsson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is